Bitlaust sverđ

Fornleifur brosti illkvittnislega í kampinn ţegar fyrirlestrar heiđursmannanna Sverris Jakobssonar og Gunnars Karlssonar, haldnir 15. október 2015, voru opinberlega auglýstir sem hluti fyrirlestrarrađar Miđaldastofu Háskóla Íslands.

Úti fyrir ósköp vísum nefjum Sverris og Gunnars sveif sverđ, eđa réttara sagt eineggja sax. En auglýsingin var greinilega tvíeggjađ sverđ. Ţetta frétta menn ţó ekki fyrr en nú. Melius tarde quam nunquam.

02-sturlunga-sverrir-og-gunnar_006.jpg

  sturlungaold.jpg

Fyrirlestrar Sverris og Gunnars fjölluđu um Sturlungaöld (1220-1262). Halda mćtti ađ sverđ ţađ sem auglýst var međ, sem fannst áriđ 1863 á "sléttum mel á víđavangi" nálćgt meintum rústum eyđibýlis sem kallađ var Bergálfsstađir í Eystrihreppi (Ţjórsárdal), hafi átt ađ lýsa skálmöld Sturlungaaldar á myndrćnan hátt - ţví friđsemdarsvipurinn á Sverri og Gunnari lýsa ađeins frćđimennsku, og í henni er aldrei tekist á.

Ţađ eru til afar fá vopn frá Sturlungaöld á Íslandi. Ţau enduđu ekki sem kumlfé eins og vopn sögualdar. Ţegar menn létu af vopnaskaki Sturlungaaldar, hafa friđsamari afkomendur vígahöfđingja og skósveina ţeirra nýtt málminn í vopnum sínum til annarra verkfćra. Erlent járn var gott efni.

jagdschwert.jpg

Sverđiđ á auglýsingunni fyrir vísum ţönkum Sverris og Gunnars um Sturlungaöld (1220-1262), og tvö önnur álíka sem einnig hafa fundist á Íslandi eru ekki frá Sturlungaöld, heldur frá síđari hluta miđalda, nánar tiltekiđ frá 15. öld (sbr. t.d.  Seitz, Heribert: Blankwaffen I, Geschichte und Typenentwichlung in europäischen Kulturbereich. Von der prähistorischen Zeit bis zum Ende des 16. Jahrhunderts. Braunschweig, 1965, bls. 194; mynd 124). Ţjóđverjar kalla eineggja sverđ af ţessari gerđ veiđisverđ (Jagdschwert), og ţau voru framleidd fram á 16. öld.

Ţar sem íslenskir fornleifafrćđingar viđ Háskóla Íslands eru ekki of vel ađ sér í efnislegum menningarheimi miđalda (eins og ţessi námsritgerđ viđ háskólann sýnir - og sýnir enn frem ađ kennarar í fornleifafrćđi viđ HÍ hafa alls ekki nćga ţekkingu í miđaldafornleifafrćđi til ađ leiđbeina námsmönnum), ţá er nú ekki nema von ađ ţetta sverđ hafi veriđ sett til höfuđs Sverri og Gunnari. Enginn vissi betur og ekki er hćgt ađ ćtlast til ţess ađ Sverrir og Gunnar viti neitt, ţví ţeir eru "bara" sagnfrćđingar sem lesa margt fróđlegt um sverđ á Sturlungaöld en hafa ekki hugmynd um hvernig ţau litu út. En vopn eru nú reyndar međ í handritalýsingum. Ţćr hefđu geta hjálpađ til ađ finna rétt sverđ til ađ kynna fyrirlestrana. Ţjóđminjasafn Íslands hefur ekki mikiđ til málanna ađ leggja um aldur sverđsins og tveggja annarra af sömu gerđ, nema ágiskanir manna á 19. öld. Ţar stendur nú hnífurinn í kúnni. Menn vita ekki hvađ ţeir eiga.

En trúiđ mér góđir hálsar, er ég upplýsi ađ sax eins og ţađ sem Sverrir og Gunnar fengu sér til höfuđs af Miđaldastofu Háskóla Íslands, voru eigi notuđ til ađ höggva menn í herđar niđur fyrr en á 15. öld. Vafalaust hefur ţó reynst erfitt ađ höggva menn almennilega međ ţessum langhnífum.

Haec est situs universitatis Islandiae

jagdschwert_2_1283771.jpg

Jagdschwert, einnig kallađur Messer (hnífur/sax), frá ţví um 1500 sömu gerđar og sverđiđ frá Bergálfsstöđum í Ţjórsárdal.


Bloggfćrslur 12. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband