Franskar upptökur

Ingibjörg Briem

Hlustið Hér

Í júlímánuði árið 1912 komust franskir ferðalangar sem voru á Íslandi í feitt. Þeir voru ekki auðkýfingar sem vildu kaupa fossa til að virkja, heldur virðulegir fræðimenn sem m.a. fundu flámælta heimasætu í Skagafirði (sjá mynd efst). Þótt flámælt væri, tóku Frakkarnir mademoiselle Ingibjörgu strax upp á Pathéphone sinn og hitinn í stofunni var 21 gráða. Þetta gæti verið farið að hljóma heldur grunsamlega og því fylgja hér frekari skýringar.

Nokkrir menn frá háskólanum í París, Sorbonne, nánar tiltekið frá Archives de la Paroles, sem var stofnun undir stjórn Ferdinand voru að safna röddum, tungumálum og söng allra þjóða kvikinda. Árið 1912 var komið að Íslandi. Stúlkan sem þeir tóku upp fyrir nýtt tæki, Pathéphon sem Pathé bræður höfðu árið 1906 þróað úr öðrum gerðum af plötuspilurum  var Ingibjörg Ólafsdóttir (alþingismanns) Briem á Álfgeirsvöllum í Skagafirði. Ingibjörg las upp þrjú ljóð: Ísland eftir Jón Thoroddsen, Meyjargrátur eftir Friedrich Schiller í þýðingu Jónasar Hallgrímssonar og Minni Íslands eftir Matthías Jochumsson. Hér er hægt að hlusta á ungfrú Briem.

Briem 3 [Archives_de_la_parole]_Trois_[...]_bpt6k1282116
Ekki var Melle Ingibjörg sú eina sem Frakkarnir settu á skellakksplötu, þó líklegt sé rödd hennar sé fyrsta íslenska röddin sem varðveittist að eilífu á plötu. Hér er hægt að hlusta á Sigurð Sigurðsson (f. 1884) sem las lög í Reykjavík samkvæmt skrá Frakkanna. Sigurður þessi var frá bænum Flatey á Mýrum í Hornafirði (bæ, sem er þekktastur fyrir það að þar er nú risið stærsta fjós á Íslandi sem sögur fara af) lesa Á Sprengisandi eftir Grím Thomsen og Fífilinn og hunangsfluguna (1847) eftir Jónas Hallgrímsson.

Mjög líklega voru upptökurnar frá Íslandi fleiri, en þær eru ekki skráðar í Þjóðarbókhlöðu Frakka líkt og skellakkplöturnar með Ingibjörgu og Sigurði laganema. Skellakkplöturnar, sem hinir frönsku Pathé-bræður þróuðu og settu á markað árið 1906, áttu það til að brotna fyrir algjöran franskan klaufahátt og grunnupptökurnar á vaxhólkum í mismunandi stærðum bráðnuðu eða urðu myglu að bráð.

Mountain-Chief-of-Montana-Blackfeet-listening-to-phonograph-with-ethnologist-Frances-Densmore

Kannski hafa Fransmennirnir hugsað sem svo, þegar þeir tóku Íslendinga upp á Pathéfóninn, að íslenskan yrði horfin eftir 100 ár, líkt og indíánamálin í Ameríku (sjá hér). Hugsið ykkur gæfu Ameríkana, að geta í dag hlustað á indíána sem þeim tókst að stúta. Ekki ósvipað og þegar Pólverjar reisa söfn til að minnast gyðinganna sem myrtir voru í útrýmingarbúðum í Póllandi (sem voru vitaskuld þýskar), svo ekki sé tala um öll gyðingasöfnin í Þýskalandi. Söknuður er skrítið fyrirbæri.

Briem [Archives_de_la_parole]_Trois_[...]_bpt6k1282116

Fyrsta platan með Íslendingi?

Kannski hafa verið til fleiri Pathéphone-upptökur á vaxhólka sem færðar voru á skellakplötur (lakkplötur), sem Pathé-fyrirtækið franska hóf framleiðslu árið 1906 (Sjá meira hér og hér) en þær tvær sem ég nefni hér. Ég veit það ekki.

En skýrslan um upptökuna á undurfagurri rödd mademoiselle Ingibjargar Briem er þó til og það voru 21 gráðu hiti í baðstofunni á Álfgeirsvöllum, er hún las upp ljóðin sín. Hitastigið skráðu vísindamennirnir hjá sér, því upptökur á vax sem færðar voru skellak þegar til Parísar var komið varð að spila við sama hitastig og þær voru teknar upp við - segir fróður maður að Norðan mér, sem tók upp öldugang á svona fóna í æsku sinni á Skagaströnd.

Elstu hljóðupptökur af röddum Íslendinga eru hins vegar teknar upp á vaxhólka fyrir phónógraf Thomas Alfa Edisons. 

Á Siglufirði, þar sem allt rusl er sem betur fer varðveitt, fundust fyrir ekki svo ýkja mörgum árum Phonógraf (sem sumir kalla "hljóðgeymi Edisons") og tilheyrandi vaxhólkar; En fyrsti maður til að taka upp söng og tal á hólka á Íslandi var Jón Pálsson og það var árið 1903. En ætli Ingibjörg Briem sé þá ekki fyrsti Íslendingurinn sem fékk "plötusamning" á skellakksplötu. Enn er verið að hlusta á ungfrú Briem, en ætli einhver hlusti á Björk eftir 100 ár?

Mér er sagt að Ingibjörg (1886-1953) hafi sagt manni sínum Birni Þórðarsyni, lögfræðiprófessor og ráðherra, að hún hafi verið tekin upp af Frökkum þegar hún var heimasæta á Álfgeirsvöllum. Björn trúði konu sinni aldrei. En hefði betur gert það, því konur segja alltaf satt - fyrr eða síðar - en það er ekki tekið nógu mikið mark á þeim en mest þeim sem ekkert er mark á takandi.

Hér má lesa og hlusta á áhugavert verkefni þar sem upptökur Ferdinands Brunot og félaga eru notaðar.

Líklegt er að hlustað hafi verið mademoiselle Ingibjörgu á svona apparati. En "master-upptakan" varð gerð á vaxhólk og hún yfirfærð yfir á lakkplötu, sjá frekar hér varðandi tæknileg atriði sem Fornleifur hefur ekkert vit á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér í næsta húsi við mig á sigkó fannst fyrir nokkrum árum vaxhólkur með rödd séra Bjarna Þorvaldssonar kyrja þjóðlagsstúf. Veit ekki hvenær, en Bjarni er fæddur um 1860. Kannski er þetta fyrsta upptaka af söng. Vaxhólkarnir voru talsvert fyrir sjellakkskifurnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2018 kl. 12:46

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Reyndar fannst spilarinn líka, svo þetta var merkisfundur.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2018 kl. 12:46

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mörlenskir hálfvitar útrýmdu flámælinu þar sem þeir töldu það óæðri framburð en norðlenskuna töldu þeir besta íslenska framburðinn.

Og aðrir hálfvitar af sama toga halda því nú fram að íslenskan sé að líða undir lok.

Foreldrar Ingibjargar Briem (1886-1953) voru Norðlendingar, Ólafur Briem, langafi minn og fyrsti formaður Framsóknarflokksins, fæddur á Espihóli í Eyjafirði 1851, og Halldóra Pétursdóttir, fædd í Valadal í Skagafirði 1853.

Og Ingibjörg fæddist á Frostastöðum í Akrahreppi í Skagafirði en fluttist ársgömul að Álfgeirsvöllum í Skagafirði þar sem afi minn fæddist 1891.

Flámæli bannað í Ríkisútvarpinu

Þorsteinn Briem, 19.3.2018 kl. 13:13

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Rúlla hér inn Steini og Steinar.

Jón Steinar, þetta frá Sigló var nú með frá byrjun og hlekkur í Moggagrein. "Á Siglufirði, þar sem allt rusl er sem betur fer varðveitt, fundust fyrir ekki svo ýkja mörgum árum Phonógraf (sem sumir kalla "hljóðgeymi Edisons")" Þú hefur verið á hraðleið yfir textann í dag.

Takk Steini Briem, sjáðu nú er ég búinn að læra að skrifa þetta fræga eftirnafn. Ertu líka flámæltur eins og frænka þín? Ólafur hefur ekki verið heima þegar Frakkarnir komu, það tel ég ljóst í ljósi sögu Framsókarflokksins.

FORNLEIFUR, 19.3.2018 kl. 15:14

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Briemerinn telur marga vera hálfvita. Alltaf gaman þegar einhverjir geta sett sér þann sess að vera "perfect" en kalla aðra ónefnum, vaðandi uppi sem einhverjir ömurlegustu hreiðurstæðaþjófar alnetsins. Gaukurinn Briem, gaukurinn Briem, allir kannast við gaukinn Briem........

 Ekki það að ég sé eitthvað betri en Briemerinn, þegar kemur að þessari orðnotkun um skoðanaágreiningsbræður og systur. Skammast mín sjálfur, oft á tíðum og vona að Briemerinn geri það einnig, af og til, eftirá.

 Takk síðuhafi góður, fyrir áhugaverðan pistil. Les alla þína pistla, svo það sé til bókar fært.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 20.3.2018 kl. 03:53

6 Smámynd: FORNLEIFUR

Þakka lesturinn Halldór. Gott ef einhver hefur tíma til að lesa langlokur í dag, þegar allt þarf að vera í skammstöfunum á FB. Hvað varðar Steina, held ég ekki að hann hafi meint neitt illt með þessu. Hann er orðinn svo vanur að láta gamminn geysa, að það er orðinn stíll hjá honum að kasta sér inn í umræður. Þetta er nú ættin hans sem ég er að skrifa um, svo hann er vonandi upp með sér af frænku sinni sem komst fyrst allra Íslendinga á hljómplötu, að því er ég best veit. Það er nú nokkur merkilegt ef rétt er.

FORNLEIFUR, 20.3.2018 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband