Fiat lux

Selárdalur Ljósmynd Ţjóđminjasafn Íslands

 

Ţann 15. ágúst áriđ 1960 var hr. Sigurbjörn Einarsson biskup Íslands staddur í Arnarfirđi ađ vísitera Selárdalskirkju. Vísitasían hófst međ guđsţjónustu kl. 2 eftir hádegi og ţjónađi sóknarpresturinn Jón Kr. Ísfeld fyrir altari. Biskup stóđ einnig viđ altari eftir predikun, en frú Magnea Ţorkelsdóttir biskupsfrú lék listilega á orgeliđ. Mikil helgi var yfir stađnum ţennan dag.

Í vísitasíugjörđinni frá 1960 er nefnt ađ kirkjan sé 99 ára gömul og í ríkiseign. Ţar stendur m.a., og skal lesiđ međ framburđi Sigurbjörns biskups:

"hefur kirkjueigandi algjörlega vanrćkt allt viđhald á henni, enda er hún stórlega skemmd af fúa, og í yfirvofandi hćttu af veđrum. Vćri ţađ mikiđ og lítt bćtanlegt tjón, ef kirkjan félli, eđa fyki, ţví ađ hún verđur ađ teljast merkilegt hús og auk ţess geymir hún marga og merka muni."

Viti menn, heimsókn biskups hefur líklega haft sitt ađ segja, ţví gert var viđ kirkjuna áriđ 1961, og mćtti ef til vill kalla ţá viđgerđ ćrlega endurbyggingu. Selárdalsprestakall hafđi reyndar ţegar veriđ lagt niđur áriđ 1907 og Selárdalssókn lögđ til Bíldudalsprestakalls. En nú er svo komiđ ađ kirkjan hefur veriđ afhelguđ og um tíma var rćtt um ađ rífa hana, sem auđvitađ kemur ekki til greina ţar sem hún er friđuđ.

Selárdalskirkja er enn ekki fokin og hefur Átthafafélagiđ Skjöldur áform um ađ fćra ţar hluti til betri vegar, enda var ţetta ađ fornu ein ríkasti kirkjustađur á Íslandi.

Myndin efst er tekin í Selárdalskirkju áriđ 1913 og ţá voru enn í kirkjunni ýmsir góđir gripir frá fyrri öldum sem sýndu ađ ţessi kirkja hafđi veriđ rík. Í loftinu hékk "ljósahjálmur góđur" samkvćmt vísitasíu biskups.

Vart er til betri kirkjugripur frá miđöldum Íslands en ţessi ljóshjálmur.

Ljón Selárdalur Copyright Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Ljósm. VÖV (1996)

 

Ljósahjálmurinn í Selárdalskirkju

Fyrsti mađurinn sem gerđi sér grein fyrir hina mikla menningarlegu verđmćti ljósahjálmsins í Selárdal var Matthías Ţórđarson ţjóđminjavörđur. Hann kom í Selárdalskirkju áriđ 1913 og sá hvađ ţar hékk neđan úr neđan úr loftţiljum og tók ljósmyndir. Hann ritađi 28. júlí 1913:

"... Ljósahjálmur stór og veglegur og forn, í gotn. stýl, allur úr kopar; 6 armar í neđra kransi en 3 í efra; nokkuđ brotnir og gallađir. Ljón situr á legg efst og vargstrjóna stendur niđur úr neđst. .."

Matthías lýsti hjálminum í kirknaskrá sinni (sem varđveitt er á Ţjóđminjasafni Íslands) og teiknađi m.a. útlínur arma hjálmsins (sjá mynd neđar). Matthías kunni sína kirkjulist betur en flestir og vissi hvađ hann vildi fá á Ţjóđminjasafniđ. Hann skrifađi enn fremur:

"Hjálmur ţessi er mjög gamall og merkilegur og ćtti ađ sjálfsögđu ađ ganga til Ţjms. sem fyrst.  Áriđ 1915 skrifar hann á spássíu: "Bođnar 100 kr. (eđa annar hjálmur ) í bréfi 10.III.'15. Bođinn nýl. Myrkárhjálmurinn og 50 kr. ađ auki 17.IX.1915."

MŢ síđa
 
Úr kirkjugripaskrá Matthíasar Ţórđarsonar (1913) sem varđveitt er á Ţjóđminjasafni Íslands. Útlínur eins af stóru örmum ljósahjálmsins frá 15. öld er teiknađur inn.

 

Allt kom fyrir ekki. Heimamenn vildu ekki selja Ţjóđminjasafninu hjálminn, enda var hann tćknilega séđ ekki í eigu ţeirra, og ţar viđ sat, eđa ţangađ til ađ Hjörleifur Stefánsson arkitekt gerđi ţađ gustukaverk ađ taka hjálminn traustataki og fara međ hann suđur í Ţjóđminjasafn. Ţađ var á síđasta tug 20. aldar og er hjálmurinn ţar enn í geymslu engum til ánćgju, ţví hann er ekki hafđur til sýnis, ţótt hann sé merkilegasti og veglegasti ljósgjafi úr kirkju á Íslandi frá miđöldum, og ţótt víđar vćri leitađ.

Áframhald um Selárdalshjálminn á nćstu dögum

Fiat Lux - 2. hluti


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţessi fćrsla fjallar ekki um gamla ítalska bíla.

FORNLEIFUR, 16.3.2012 kl. 16:41

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vargstrjóna??? Fór ađ ryja upp ,hvađa dýr var kallađ vargur,minnir ţađ vera refurinn.

Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2012 kl. 00:12

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Leiđr. ryfja upp,,,

Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2012 kl. 00:13

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćl Helga, vargur getur bćđi veriđ refur, úlfur, vargur í véum, og svo er talađ um ađ konur séu vargar eins og hún Vala, konan hans Óla Skans, sem talinn er vera Ólafur Eyjólfsson kanóner á Bessastađaskans. Vala braut á honum viđbeiniđ. Í nćstu fćrslu sérđu hvers kyns er.

FORNLEIFUR, 17.3.2012 kl. 08:14

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já takk.

Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2012 kl. 14:14

6 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Römm er forneskjan. En rammari en ţó andskotinn og allir árar hans. - Datt ţetta bara sisona í hug.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 17.3.2012 kl. 16:26

7 Smámynd: FORNLEIFUR

Sigurđur Ţór, gott er ađ unglingar eins og ţú hafir tíma til ađ droppa hér inn svo ég noti fersklegt tungutak ţitt. Hvernig hefur Mali ţađ? Veit hann ađ í Óđinsvéum fundu fornleifafrćđingar á 7. áratug síđustu aldar nokkur hundruđ beinagrindur af forfeđrum hans í holu einni mikilli?  Á Fjóni var víst í tísku ađ nota kattafeldi í forláta hanska á fyrri hluta miđalda. Mjá, ţannig var ţađ nú, Mali minn, mannvonskan alltaf söm viđ sig.

FORNLEIFUR, 17.3.2012 kl. 18:32

8 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Mali ţakkar Fonleifi kćrlega fyrir ađ taka upp hanskann fyrir forfeđur hans međ ţví ađ rifja upp ţćr hörmungar sem ţeir urđu ađ ţola af hendi vondra manna. Mali hefur alltaf skotiđ upp kryppunni gegn ţví ađ eltast viđ tískuna og iđka alla ađra hégómlega léttúđ. 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 18.3.2012 kl. 01:21

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

MAđur undrar sig á öllu ţví merka, illa  eđa vel fengna á ţjóđminjasafninu, sem aldrei fćr fyrir augu manna komiđ, en svo eru ţeir međ uppdiktađa tískugripi á sýningum ár eftir ár, sem eiga sér enga stođ né hafa nokkurt gildi.

Dćmi um ţetta er hin kjánalega "Gríma" frá Stóruborg og allar ályktanirnar og fullyrđingarnar, sem henni fylgja.

Fyrir mér er ţetta bara raftur eđa hluti úr mastri eđa blökk međ götum og slitförum eftir bönd og nöglum sem áđur hafa gengt öđru hlutverki en til ađ henjgja á skegg. 

Hvađ finnst forleifi um ţesskonar dellu og finnst honum bođlegt ađ svona fantasía og amatörismi líđist á ţjóđminjasafni?

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2012 kl. 15:12

10 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćll Jón, 

Miđađ viđ alla ţá einkennilegu hluti sem fundust á Stóruborg, ţá kemur manni ekkert á óvart. Ţarna fannst forláta "dildó" úr tré, en ég veit ekki hvort hann hefur lifađ ađgerđaleysiđ í forvörslumálum Ţjóđminjasafnsins á sínum tíma af. Ţar á bć var enginn áhugi á rannsókninni og Mjöll Snćsdóttir var aldrei nógu dugleg ađ ota sínum tota eins og "ungu" drengirnir sem hún vinnur hjá í dag. Eftir bréf, sem ég skrifađi Ţjóđminjasafninu, um ţessi mál ađ eigin frumkvćđi var Mjöll ráđin í einhvern tíma ađ Ţjóđminjasafninu til ađ vinna úr sínum málum, en ţá var ţví miđur ţegar orđiđ slys á miklu magni af fornleifum frá Stóruborg. Ég get ímyndađ mér ađ "dildóinn" sem viđ fundum á Borg sé nú klofinn, fúinn, sprunginn, eđa rotinn. En mađur getur auđvitađ leyft sér ađ vona; ađ ţessi priapos erectus birtis hnarreistur í mikilli útgáfu um Stórborg, ţar sem einnig verđur skírt af hverju teikningar af hellulögum sem voru undir einhverju reyndust vegna mćligalla viđ rannsóknina vera yfir einhverju. Hnífsslíđriđ frá Stóruborg, sem ég birti teikningu mína af í fyrra hér á Fornleifi, vona ég ađ fái líka merka umfjöllun í ţessari bók sem viđ bíđum öll eftir.

Gríman? Nei, sannast sagna, ţá tel ég ađ ţetta hafi veriđ allt of ţungt til ţess ađ bera á andliti. Ég hef haldiđ á ţessum grip og meira ađ segja sett hann ađ andliti og tel ađ ţetta hafi veriđ allsendis óhćf gríma, nema ađ mađur hafi haft augu mjög ţéttsetin og flatt nef. En nú er ég međ svo stórt nef og augnfagur, svo ţađ er ekkert ađ marka hvađ ég held.

Eitt sinn fannst ţarna á Borg járnkengur sem líktist gyđingahörpu, og hafđi ég ţađ á orđi. Ég vissi svo ekki betur fyrr en ađ ţessi hlutur, sem líkari var ákveđnum upptakara frá Coca Cola sem brotnađ hafđi í annan endann, hefđi veriđ birtur, án tilvitnana, í einhverjum litlum bćklingi sem eitt elsta hljóđfćriđ á Íslandi.

Yfirlýsingagleđin og óskhyggja tekur oft yfirhöndina í stađ ţess ađ menn viđurkenni ađ ţeir viti ekki rassgat um ţađ sem ţeir eru međ á milli handanna. Ţađ er oftast nćr betra ađ viđurkenna vanmátt sinn, en ađ halda ađ mađur geti sagt eitthvađ vegna ţess ađ mađur heldur ađ ađrir viti ekkert. En ţađ ţolir Fornleifur ekki og skrifar ţess vegna af mikilli gleđi er hann stingur í slíkar bólur.

FORNLEIFUR, 19.3.2012 kl. 07:25

11 Smámynd: FORNLEIFUR

Í greinargerđ Ţjóđminjasafnsins um grímuna stendur efst:

Gripur febrúarmánađar er trégríma sem fannst í fornleifauppgreftri í Stóruborg undir Eyjafjöllum. Ekki er vitađ til hvers gríman hefur veriđ gerđ en hún er sú eina sinnar tegundar sem fundist hefur frá ţessum tíma hér á landi.
Hvađa tíma??? Ţetta er vart bođlegt nokkrum manni.

FORNLEIFUR, 19.3.2012 kl. 07:28

12 Smámynd: FORNLEIFUR

Í bókinni Gersemar og Ţarfaţingfrá 1994 (ritstj. Árni Björnsson) segir Mjöll reyndar ekkert ákveđiđ um ţennan grip, sem ţar birtist á mynd.

FORNLEIFUR, 19.3.2012 kl. 07:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband