Ţýski krossinn

616642 

Hvernig getur ólögulegur, íslenskur móbergshnullungur orđiđ ađ helgum krossi?  Fyrst ađ krossi úr "engilsaxneskri kristni", og nú síđast ađ krossi frá" Hamborg eđa Bremen"? 

Í skrám Ţjóđminjasafnsins er hćgt ađ lesa ţetta um stein sem fannst á Ţórarinsstöđum í Seyđisfirđi: Steinkross úr móbergi. Veđrađur. Upphaflega jafnarma og óreglulegur ađ lögun. Lögun bendir til uppruna úr engilsaxneskri kristni.

Skođar mađur svo greinargerđ um uppgröft á Ţórarinsstöđum frá 1998, ţegar "krossinn" fannst, er ţessu slengt fram:

"Steinkrossinn sem fannst viđ uppgröftinn er trúlega elsti tilhöggni krossinn sem fundist hefur hingađ hér á landi. Hann er höggvinn í móberg og er um 45 cm hár. Krossinn hefur stađi norđan viđ nyrđri langvegg stafkirkjunnar, á undirstöđu úr torfi og grjóti. Hann er jafnarma og nokkuđ óreglulegur í lögun eins og títt hefur veriđ međ krossa sem eru tímasettir til mótunarára kristninnar í Norđur-Evrópu."

Hér vitnar höfundur skýrslunnar ekki í neitt, en hnykkir ţess í stađ út einhverju rugli fra hoften eins og Danir segja. Engin röksemdafćrsla var fyrir ţví ađ ţetta vćri kross međ engilsaxnesku lagi. Engin sönnun liggur fyrir ţví ađ ţetta sé yfirleitt kross og ađ hann sé ţar ađ auki frá Brimum eđa Hamborg.

Hvernig veit Steinunn Kritjánsdóttir ađ ţetta hafi veriđ "jafnarma" kross? Ţessu ber henni ađ svara og sanna, áđur en áfram verđur haldiđ međ endalaust rugl og óra.

Stone-crossCredulus

Móbergs"krossinn" frá Ţórarinsstöđum í lit og ţegar hann fannst áriđ 1998.

En nú hefur Steinunn Kristjánsdóttir sent ţennan hnullung, sem hún fann á Ţórarinsstöđum í Seyđisfirđi, á sýningu í Paderborn í Westfalen (sjá hér og hér). Sýningin er um Kristni og ber heitiđ CREDO. Samkvćmt fréttum lćtur dr. Steinunn nú fylgja ţá sögu međ móbergssteininum, ađ hann sé frá Hamburg-Bremen. Ef menn suđur í Paderborn trúa ţví, ţá ćtti frekar ađ kalla sýninguna CREDULUS (auđtrúa).

Ekki nóg međ ađ ţetta órökstudda rugl fćr ađ fjúka í skýrslum og doktorsritgerđ Steinunnar frá Gautaborg. Steinunn vitnar í einni rannsóknarskýrslu sinni í fund brots af tilhöggnum steini sem hugsanlega er af krossi eđa grafsteini, og sem fannst viđ rannsóknir mínar ađ Stöng í Ţjórsárdal. Fundur sá er ekki eldri en frá 11. öld. Á ţeim steini sést ađ hann hefur veriđ höggvinn vandlega til og lagađur af einhverjum sem kunni til verka. Steinunn vitnar í grein eftir mig, ţar sem hvergi er sagt ađ brotiđ sé frekar úr krossi eđa grafsteini. Hvergi skrifa ég, ađ brotiđ sé frá síđari hluta 10. aldar eins og Steinunn heldur fram. Hvernig leyfir Steinunn Kristjánsdóttir sér ađ líkja hrođahnullungi sínum, án nokkurra sannanna fyrir ţví ađ hann hafi veriđ mótađur af manna höndum, viđ vandlega tilhöggvinn stein fundinn á Stöng í Ţjórsárdal? Ţađ eru afar óvönduđ vinnubrögđ. Vonandi kennir hún ekki öllu ţví fólki sem lćrir fornleifafrćđi í HÍ slíka ađferđafrćđi.

grafsteinn 2
Kross2b
Brot úr steini sem fannst í kirkjugarđinum á Stöng í Ţjórsárdal, minjum sem Minjastofnun Íslands vinnu nú leynt ljóst ađ ţví ađ koma í veg fyrri frekari rannsóknir á međ byggingu stórhýsis í haciendastíl ofan á rústunum. Lesa má meira um steininn hér og hér. Tilgátuteikninguna neđst skal slá međ mjög mörgum varnöglum. Ljósmynd og teikning Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

 

Ólögulega, veđrađa smákrossa, sem erfitt eđa ógjörlegt er ađ aldursgreina, er ađ finna víđa um Evrópu. Enginn ţeirra er úr móbergi. En "krossinn" frá Ţórarinsstöđum hefur ekki stađiđ og veđrast gegnum tíđina eins og ţeir krossar. Hann er jarđfundinn. Ţetta er mjög mjúkur íslenskur móbergssteinn, sem mylst úr viđ minnsta átak. Ég leyfir mér ađ efa ađ ţetta sé yfirleitt kross. Á honum er ekkert mannaverk ađ sjá.

Menn hafa áđur ţóst finna mjög forna krossa á Íslandi, jafnvel úr harđari efni en móbergi, og er ţessi saga kannski ágćt til ađ minna á ţađ.

Hvernig er ţá hćgt ađ fara međ ólögulegan móbergsstein til Paderborn og láta fólk trúa ţví ađ hann sé kross? Jú, ef ímyndunarafliđ er sterkt og sjálfblekkingin mikil er greinilega hćgt ađ segja allt á Íslandi og jafnvel líka í Ţýskalandi (muniđ ţiđ Icesave?). Ţannig innistćđulaus fornleifafrćđi er greinilega kennd í Háskóla Íslands.

Ţađ sem Steinunn hefur ekki fundiđ á Skriđuklaustri: Grćnlenskar konur, Fílamađur, lásbogaör. Allt er hjóm og vitleysa og úr lausu lofti gripiđ. Annađ, augljóst efni rćđur hún heldur ekki viđ (sjá hér). Sama er tilfelliđ međ hnullunginn viđ "stafkirkjuna" á Ţórarinsstöđum. sem fannst á torfi, ţar sem ekki var torfkirkja?? Ég er reyndar ekki viss um ađ Steinunn hafi fundiđ undirstöđur stafkirkju á Ţórarinsstöđum. Rústir voru ţarna mjög raskađar og ég tel ađ torf hafi upphaflega veriđ utan um eđa í tengslum viđ steinhleđslu ţá sem túlkuđ er sem undirstađa undir stafkirkju.

Mađur verđur ađ spyrja. Hvenćr hćttir ţessi ćvintýrafornleifafrćđi Steinunnar Kristjánsdóttur? Ţorir enginn ađ andmćla ruglinu? Verđur ekki ađ hafa samband viđ einhvern í Paderborn og ađvara ţá sem nú tilbiđja ţar móbergshnullung frá Íslandi, vegna ţess ađ íslenskur fornleifafrćđingur hefur fengiđ ţá flugu í hausinn ađ ţetta sé ţýskur kross - úr ţessu fína Seyđisfjarđarmóbergi? Er enginn endi á vitleysunni?

Ach mein Lieber, ţetta er ađ mati Fornleifs ekki ţýskur kross sem ţeir suđur í Paderborn hafa fengiđ frá Íslandi, heldur óáfallinn ćvintýrakross úr silfri úr Austfjarđarţokunni eđa kannski bara illa farinn hundasteinn sem hundar hafa veriđ tjóđrađi viđ svo ţćr kćmust ekki inn í guđs hús og migu á altariđ. Mér hefur enn ekki tekist ađ finna mynd af steininum in situ (á fundarstađ) eđa á teikningum, en hann  mun hafa stađiđ "norđan viđ nyrđri langvegg stafkirkjunnar."

Lesiđ ţessa grein um hringlaga kirkjugarđa og óundirbyggđa kenningu Steinunnar og annarra um ađ torfkirkjur séu arfleifđ frá Bretlandseyjum međan ađ stafkirkjur séu skandínavísk uppfinning.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Finnst móberg yfirleitt fyrir Austan? Líparít finnst í Seyđisfirđi en á kortum finn ég ekki móberg.

Ég er á ţví ađ ţessi steinn sé úr setlagabelti/gamalli mýri. Sjáiđ efstu myndina.

FORNLEIFUR, 14.8.2013 kl. 15:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband