Fornleifar og sjónminniđ

pilgrim_with_hat Gott sjónminni er ágćtur eiginleiki ađ hafa ef mađur er fornleifafrćđingur. Tel ég mig hafa fengiđ ţann hćfileika í ríkulegum mćli í vöggugjöf. Hér fylgir stutt saga af sjónminninu í mér.

Sumariđ 1982, nánar tiltekiđ 16. ágúst, var ég staddur austur í Skógum undir Eyjafjöllum á heimili foreldra góđvinar míns Einars Jónssonar. Viđ unnum báđir sem ungir háskólanemar viđ fornleifauppgröftinn á Stóru-Borg hjá Mjöll Snćsdóttur. Viđ sátum og rćddum um heima og geima yfir glasi af whisky. Einar hafđi bođiđ mér í heimssókn, ţví ađ í sjónvarpinu var BBC-frćđsluţáttur um málmleitartćki, sem viđ vildum ekki fyrir neina muni missa af.

Í ţćttinum, sem á frummálinu hét Chronicle: Metal Detectors, var ýmis konar fróđleikur um tćki sem fornleifafrćđingar geta haft mikil not af, en sem ţeir eru hrćddir viđ í höndunum á óprúttnum fjársjóđaleitendum og ćvintýrafólki. Sumir málmleitartćkjamenn gera ţó meira gagn en ađrir. Merkustu gripir sem fundist hafa á síđari ára í Danmörku hafa t.d. oft fundist viđ leit á plćgđum ökrum og vísađ fornleifafrćđingum veginn.

Í lok ţáttarins var greint frá fyrrverandi hnefaleikakappa, sem hafđi ţađ ađ siđs ađ fara um byggingargrunna viđ Thames í Southwark (sunnan viđ ána) og í City, međal annars viđ Bull Wharf, sem var ţađ sem nú heitir Upper Thames Street.

Bull Warf Madonna

Madonnan frá bökkum árinnar Thames

Allt í einu sé ég bregđa fyrir á skjánum grip sem hnefaleikakappinn hafđi fundiđ í eđjunni viđ bakka Thames. Lítiđ pílagrímsmerki úr tin- og blýblöndu, Heilaga Maríu, sem hélt á Jesúbarninu. Ég lyftist í stólnum austur í Skógum, ţar sem mér sýndist gripurinn vera alveg eins í laginu og pílagrímsmerki sem Gísli heitinn Gestsson (1907-1984) starfsmađur Ţjóđminjasafnsins og starfsmenn hans höfđu fundiđ í lítilli kirkjurúst í Kúabót í Álftaveri áriđ 1975. Merkiđ frá Kúabót var ţó mjög illa fariđ og hefur vafalaust lent í bruna. Ég greindi Gísla frá ţessari uppgötvun minni og tilgátum og hann og ţjóđminjavörđur leyfđu mér ađ fara utan međ merkiđ til frekari rannsókna.

Kuabot madonna
Madonnan frá Kúabót er 4,5 sm. ađ lengd
Bakhliđ KúabótBakhliđ Bull Warf
Bakhliđ pílagrímsmerkjanna frá Kúabót og Bull Warf í London

Ég fékk gerđa ljósmynd af madonnunni brenndu frá Kúabót á Fornaldarsafninu á Moesgĺrd viđ Háskólann í Árósi á Moesgĺrd, og sendi ţćr til Brian heitins Spencers hjá Museum of London, eins helsta sérfrćđings í málmmerkjum frá miđöldum. Hann skrifađi mér um hćl og upplýsti, ađ ekki vćri nóg međ ađ ég hefđi rétt fyrir mér í greiningunni eftir ađ hafa séđ madonnumerkiđ frá Bull Warf í sjónvarpinu, heldur einnig ađ ljósmyndin af bakhliđinni á merkinu frá Kúabót sýndi, ađ ţađ merki og merkiđ frá Bull Wharf hefđu líklega veriđ steypt í sama mótinu.

Í september 2003 fór ég svo í pílagrímsför til Lundúna til ađ heimsćkja Spencer međ merkiđ frá Kúabót, sem ég hafđi haft međ mér til Íslands ţađ sumar. Í sýningu safnsins var merkiđ frá Bull Wharf til sýnis og var Spencer ţegar búinn ađ koma ţeim upplýsingum í sýningarskápinn ađ gripurinn ćtti sér hliđstćđu í merki frá Kúabót á Íslandi, og sömuleiđis ţeim upplýsingum ađ ekki vćri uppruni merkjanna kunnur. Líklegt verđur ţó ađ teljast, ađ hann sé ađ finna á Englandi.

Kirkjurústin í Kúabót
Kirkjurústin í Kúabót

Ég hef ekki heimsótt Museum of London nýveriđ og veit ekki hvort merkiđ er enn til sýnis. Á ţví safni er oft gerđar breytingar á sýningum. Ég man hve uppveđrađur ég var ađ koma ţar fyrst, og sjá menn nota tölvur í stórum stíl á safni í fyrsta sinn á ćvinni. Ţar tóku á móti mér merkir fornleifafrćđingar eins og Geoff Egan, sem var orđinn vinsćll sjónvarpsmađur áđur en hann dó nýlega, og Brian Spencer, og ţótti ţeim nokkuđ merkilegt ađ fá Íslending í heimsókn. Ég skilađi Madonnunni til Ţjóđminjasafnsins og Gísli Gestsson fékk fyrir andlát sitt allar upplýsingar frá mér um Maríu og barniđ frá Kúabót.

Nokkrum árum síđar var fjallađ um madonnuna í grein um rannsóknir í Kúabót (sem reyndar var aldrei lokiđ viđ), sem birtist í Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1986 (útg. 1987) Sjá hér og hér. Ţar rituđu Lilja Árnadóttir starfsmađur Ţjóđminjasafns og ađrir um rannsóknina í Kúabót ađ Gísla Gestssyni látnum. Ţar er greint frá ţví ađ grip áţekkan madonnunni frá Kúabót sé finna í Museum of London (samkvćmt bréfi frá Brian Spencer, Museum af London frá 20.1. 1987). Gögn ţau sem ég sendi Gísla virtust hafa tínst, en samt virđist hafa veriđ haft samband viđ Brian Spencer og ađra  sérfrćđinga sem ég hafđi áđur haft samband viđ til ađ fá upplýsingar um gripinn, en ekki var samt haft fyrir ţví ađ fá ljósmynd af gripnum í London til ađ birta í Árbókinni.

Ég skrifađi 1994 um pílagrímsmerkiđ frá Kúabót og lét fylgja nokkrar upplýsingar um suđurgöngur Íslendinga á miđöldum. Grein mín um Madonnuna birtist í hinni ágćtu bók Gersemar og Ţarfaţing (1994), sem er eitt besta rit sem Ţjóđminjasafniđ hefur gefiđ út. Ţar skrifađi ég reyndar, ađ madonnan frá London hefđi fundist sunnan Thames, í Southwark, ţví ţannig hafđi ég skiliđ ţađ viđ ađ horfa á heimildaţáttinn austur í Skógum. Ţađ leiđréttist hér međ. Madonnan fannst í City, ţar sem menn grćđa bresku pundin í dag. Ferđalýsingu Nikulásar ábóta á Munkaţverá, sem ferđađist á tíma sem pílagrímsmerki voru sjaldgćfari en á síđmiđöldum, er hćgt ađ lesa í nýrri útgáfu bókaútgáfunnar Svarts á Hvítu. Eins er til gnótt af góđum greinum um pílagrímsmerki, sem finna á má á veraldarvefnum, sem og bćkur Brian Spencers og rit honum til heiđurs, sem enn er hćgt ađ kaupa á netinu.

Fróđleikur um málmleitartćki 

Ţrátt fyrir ţađ sem ég skrifa hér framar um fundi merkilegra gripa í Danmörku međ hjálp málmleitartćki, er skođun mín sú, ađ ţađ eigi ekki ađ nota málmleitartćki á ţann hátt á Íslandi. Ţess ber ađ geta, ţjóđminjalög (16. gr.) banna alfariđ notkun málmleitartćkja á Íslandi, nema ţau séu notuđ međ fengnu leyfi ţjóđminjavarđar. Ţađ er ţó eitthvađ um ţađ ađ menn séu ađ selja og kaupa ţessi bannsettu tćki, og félagsskapur einn á Suđvesturhorninu telur, ađ ţađ ţurfi ađ breyta fornleifalögum, svo stórir drengir geti líka leikiđ sér međ svona tćki.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband