Elsta hljóđfćriđ á Íslandi er alls ekkert hljóđfćri

Munnharpa Stóra Borg
Áriđ 1982 vann ég viđ fornleifarannsóknina á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Ţá var ég nemi á öđru ári í fornleifafrćđi í Árósum í Danmörku. 

Á Stóru-Borg fundust býsnin öll af forngripum, sem margir hafa síđan fariđ forgörđum, ţar sem ţeir fengu ekki tilheyrilega forvörslu.

Viđ sem störfuđum viđ rannsóknina, unnum kauplaust fram á nćtur til ađ hreinsa gripina, setja ţá í kassa og poka og skrá. Lífrćna hluti, leđur, vađmál, viđ og bein settum viđ í poka međ tego-upplausn, sem var efni sem venjulega var notađ viđ handhreinsun á skurđstofum. Ţessi gćđavökvi átti ađ halda bakteríugróđri niđri ţangađ til lífrćnir gripir voru forvarđir. En hann reyndist vitaónothćfur. Margt af vinnu okkar var unnin fyrir gíg, ţar sem gripirnir fengu heldur ekki nauđsynlega forvörslu ţegar ţeir komu á Ţjóđminjasafniđ.

Einn hlutur fannst ţađ sumar, úr járni, sem einna helst líktist einhverjum keng eđa hluta af beltisgjörđ. Ég lét mér detta í hug ađ ţarna vćri komin munngígja, sem sumir kalla gyđingahörpu (jafnvel júđahörpu ef svo vill viđ) vegna áhrifa frá ensku, ţar sem slíkt hljóđfćrđi nefnist stundum Jew´s harp, sem mun vera afmyndun af Jaw´s-harp. Hljóđfćri ţetta kemur gyđingum ekkert viđ.

Er ég sneri til Danmerkur síđla sumars 1982, hljóp ég strax í bćkur, greinar og sérrit sem til voru um hljóđfćri á Afdeling for middelalder-arkćologi í Árósum, ţar sem ég stundađi mitt nám. Ţar hafđi einhver sett ljósritađa grein um Maultrommel, sem ţetta hljóđfćri heita á ţýsku. Mig minnir ađ greinin hafi veriđ austurrísk og ađ einn höfundanna hafi heitiđ Meyer. Fann ég greinina í sérritakassa í hillunum međ bókum um hljóđfćri og tónlist á miđöldum.

Í greininni fann ég mynd af munngígju, eđa verkfćri sem menn töldu ađ hefđi veriđ munngígja, sem var mjög lík ţví sem fannst á Stóru-Borg, en ţó ólíkt flestum öđrum munngígjum. Ég sendi Mjöll Snćsdóttur, yfirmanni rannsóknarinnar, ţessa grein og var heldur upp međ mér.

Mér er nćst ađ halda ađ greinin sem ég sendi Mjöll sé einmitt nefnd í ţessari austurrísku grein á netinu, og ađ myndin hér fyrir neđan sé nýrri ljósmynd af ţeirri ógreinilegu teikningu sem ég hélt ađ ćtti eitthvađ skylt viđ járnkenginn á Stóru-Borg.

Svissneskar munngígjur

Gígjur frá Festung Kniepaß bei Lofer í Austurríki

Maultrommel 2

Ýmis lög á munngígjum

Ekki gerđi ég mér grein fyrir ţví fyrr en nýlega, ađ ţessari upplýsingu minni var hampađ sem heilögum sannleika og hefur ţađ sem ég tel nú alrangt fariđ víđa, sjá hér, hér, hér, hér, í "ritgerđinni hennar Guđrúnar Öldu" eins og stendur á Sarpi án skýringa, og víđar.

En ţađ hefur sem betur fer gerst án ţess ađ ég sé á nokkurn hátt tengdur vitleysunni sem heimildamađur. Ég ţakka kćrlega fyrir ađ vera snuđađur um "heiđurinn", ţví ekki vil ég lengur skrifa viljugur undir álit mitt frá 1982.

Eftir 1982 hef ég lesiđ mér til um munngígur og veit nú ađ ţađ er nćrri ófćrt ađ fá hljóđ út úr gígju sem er smíđuđ úr flötu járni eins og járnhluturinn frá Stóru-Borg. Munngígju er flestar gerđar úr bronsi og steyptar eđa hamrađar ţannig til ađ ţversniđ gígjunnar er tígulaga eđa hringlaga. Ţćr gígjur sem eru úr járni eru einni formađur ţannig, og járniđ ţarf ađ vera í miklum gćđum. Efra myndbandiđ neđst frćđir menn um ţađ.

Járngripurinn á Stóru-Borg, sem mig minnir ađ ég hafi fundiđ, er ekki međ hring- eđa tígullaga ţversniđ, og er hvorki munngíga né elsta hljóđfćriđ sem ţekkt er á Íslandi. Ţađ er greinilegt ađ aldrei hefur veriđ teinn á ţessu ambođi.  

Ađ mínu mati ćttu munnhörpur ađ kallast munnhörpur, en ţađ orđ eins og allir vita upptekiđ. Munnharpan okkar hefur fengiđ nafn sitt úr ensku ţar sem munnharpa eru bćđi kölluđ mouth harp og harmóníka . Í Noregi var og er ţetta hljóđfćri kallađ munnharpe.  Ţess má geta ađ norskar munngígjur eru ekkert líkar ţví ambođi sem fannst á Stóru-Borg. Í Finnlandi er munngígja kölluđ munnihaarpu.

Ég mćli međ eftirfarandi myndböndum til ađ frćđast um munngígjur, sem eiginlega ćttu ađ kallast munnhörpur. Einnig er mikinn fróđleik ađ sćkja á vefsíđunni varganist.ru sem munngígjusnillingurinn Vladimir Markov stendur á bak viđ. Vargan er rússneskt heiti munngígjunnar.

Ţá er ekkert annađ ađ gera en ađ kaupa sér gott hljóđfćri og byrja á Gamla Nóa.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ţorsteinn Briem

"... og járniđ ţarf ađ vera af mjög góđum gćđum."

"Góđ gćđi" eđa "slćm gćđi" eru ekki til.

Hins vegar er hćgt ađ tala um mikil eđa lítil gćđi og ađ ţau hafi aukist eđa minnkađ.

Ţorsteinn Briem, 29.6.2018 kl. 13:39

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hefđi haldiđ ađ ţetta vćri fjađur/fjöđur parturinn af illa smíđuđum runingarklippum. 

Valdimar Samúelsson, 29.6.2018 kl. 16:08

3 Smámynd: FORNLEIFUR

 Ţakka ykkur heimsóknina. Sérstaklega Steina Ragnarssyni Briem, sem nú er tekinn viđ hlutverki Eiđs Guđnasonar sáluga, en án sendiherrastöđu. Slíkt getur veriđ banvćnt, en bráđnauđsynlegt og há gćđi eru í ţessari ţörfu ábendingu ţinni, karl minn. Bestu ţakkir. Er ekki hćgt ađ finna handa ţér senditíkarstöđu í Pjongjang?

Valdimar. Fjöđrin á ţeim rúningarklippum sem ég hef séđ og notađ er nú venjulega nokkuđ breiđ, líkt og fjađrir eru. Broddgeltir gátu aldrei hafiđ sig til flugs vegna lágra gćđa á fjöđrum sínum. Ţeir hlupu í spik og eru alltaf á nálum.

FORNLEIFUR, 29.6.2018 kl. 16:40

4 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Beltissylgja?

 Spyr sá sem ekki veit, en ţakkar góđan og hressilegan  pistil, sem svo oft áđur. 

 Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 30.6.2018 kl. 05:22

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Jú Halldór, ég vill heldur elta ólar viđ beltissylgjur en munngígjur. Upptakari (fyrir gos) var reyndar nefndur í tjaldi uppgrafaranna viđ Stóru-Borg. Billedresultat for vintage Coca Cola opener

FORNLEIFUR, 30.6.2018 kl. 06:05

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ţakka Fornleiffur. Ég hef bćđi unniđ međ og séđ mikiđ af verkfćrum á ýmsum söfnum erlendis yfir ćvina og oft eru heimasmíđuđ verkfćri gróflega gerđ. Ég veit hinsveger ekki stćrđina á ţessu riđjárni en tímasetning eđa efnasamsetning hefđi veriđ ćskileg.  

Valdimar Samúelsson, 30.6.2018 kl. 10:40

7 Smámynd: Már Elíson

Frćđandi pistill. - Ég vil nú halda fram, ađ ţó "steini breim" sé nú ekki merkilegur pappír ađ mínu mati, ţá hafi hann rétt fyrir sér í ţví sem hann segir varđandi há gćđi, lág gćđi, mikil og lítil. - Mér finnst einnig gćta hroka hjá Fornleifi ađ ausa yfir hann skömmum og nánast niđurlćgja í stađ ţessa ađ viđurkenna amböguna og ţakka í leiđinni fyrir leiđréttinguna og jafnvel lagfćra mis-skkrifin. - Menn eru bara meiri fyrir ţađ, en minni fyrir hitt.

Már Elíson, 30.6.2018 kl. 11:27

8 Smámynd: FORNLEIFUR

Már Elísson, ţú ert greinilega einn af ţessu fólki sem ađeins lest á milli línanna. Ţar er reyndar ekkert ađ finna nema hatur huga ţíns, og allt ímyndađ. Ég leiđrétti strax leiđbeiningar Briems og ţakkađi honum innilega fyrir. Ég á kannski ađ sleikja hann eins og rakki og viđgangast ađ mér hafi orđiđ ţar mest á í messunni og hćgt er ađ hugsa sér á Íslandi ţ.e. ađ hnjóta um íslensku. Eins og ţú veist er allt í fína ađ fremja lćknamistök og setja í menn plastbarka. Slíkt fyrirgefst auđveldlega. En ađ ruglast á orđum í íslensku; Ţađ mun vera dauđasynd. En lestu nćst ţađ sem ţú gagnrýnir. Ţú hefur ekkert lesiđ í greininni og greinilega ekki gert ţér far um ađ athuga mál ţitt áđur en ţú byrjar á skítkasti ţínu. En ţetta er ekki fyrsta feilnóta ţín hér á blogginu. Ţetta er leiđinleg hegđun. Steini Briem er alveg ágćtur, hver sem hann annars er. Hugsađu  ţér, ađ fá ókeypis prófarkarlestur! Ţađ gera ekki allir.

FORNLEIFUR, 30.6.2018 kl. 11:41

9 Smámynd: FORNLEIFUR

 Valdimar, ambođiđ er örlítiđ stćrra en upptakarinn frá Coca Cola, og ţví ósköp álíka ađ stćrđ og munngígja. Reyndar hef ég séđ klippur eins litlar og ţađ, en ekki á Íslandi.

FORNLEIFUR, 30.6.2018 kl. 15:04

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já ţakka Fornleifur. Ţá dreg ég hugmynd mína til baka. :-)

Valdimar Samúelsson, 30.6.2018 kl. 21:13

11 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Ţurfa menn ekki fyrst ađ finna upp tappann til ađ hanna upptakara. Spyr sá sem ekkert veit.

Halldór Egill Guđnason, 1.7.2018 kl. 05:54

12 Smámynd: FORNLEIFUR

Hvur veit, kannski var hann hannađur á Stóru-Borg međ undleik langspils og gyđingahörpu?

FORNLEIFUR, 1.7.2018 kl. 06:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband