Sofie međ öriđ

img_6429_detail2

Lesendur Fornleifs tóku ef til vill eftir greinaröđ sem hér birtist um fyrstu Íslandsmyndirnar sem sýndar voru međ Laterna Magica ljóskösturum. Myndirnar eru í dag afar sjaldgćfar og sjaldséđar. Ef ţiđ hafiđ ekki lesiđ um ţessar myndir, hafiđ ţiđ vissulega misst af stórviđburđi. Nú vill svo vel til ađ Fornleifur selur ekki dýrt inn á almennings-frćđsluverkefni sín, enda drifinn áfram af ţeirri hugsjón ađ ef eitthvađ er ađ gefa skal ţví miđlađ til allra sem vilja heyra og sjá. Hér getiđ ţiđ lesiđ allar greinarnar um Íslandsseríu Riley brćđra frá ca. 1883.

Menn í skyggnumyndaiđnađi 19. aldar höfđu ekki ađeins áhuga á Íslandi. Grćnland og íbúar ţess voru einnig í uppáhaldi ţegar Englendingar létu heillast af myndafrćđslu áđur en kvikmyndirnar komu til ađ vera.

Fyrr í ár keypti Fornleifur myndir úr annarri af skyggnumyndum frá 1889/90, sem eru álíka sjaldgćfar og myndirnar frá Íslandi. Ţćr eru allar handlitađar. Nú rita ég grein fyrir tímarit í Danmörku um ţessar myndir mínar sem voru öllu dýrari ađ eignast en myndirnar frá Íslandi – en ađ sama skapi áhugaverđari. Myndirnar eru  handlitađar eftir leiđbeiningum frá ţeim sem tóku myndirnar og hafa ţví veriđ framleiddar áriđ 1890 eđa skömmu síđar.

Hér fá lesendur Fornleifs sýnishorn áđur en myndirnar í hans eigu birtast erlendis. Myndin efst var tekin í Upernavik snemma í júnímánuđi áriđ 1889. Međ hjálp dagbókar leiđangursmanna ţeirra sem tóku ţessa og ađrar myndir á Grćnlandi áriđ 1889 hef ég dundađ mér viđ ađ komast ađ ţví hvađ fólkiđ á myndunum heitir og leita annarra upplýsinga. Ţađ hefur tekist vonum framar, ţví flestar kirkjubćkur Grćnlands eru á netinu og önnur ţekkt ljósmyndasöfn frá Grćnlandi eru betur ađgengileg en svipuđ söfn á Íslandi.

Öriđ á augnbrúninni gefur vísbendingu

Fjórar fríđar heimasćtur sátu fyrir í Upernavik áriđ 1889 í sínu fínasta pússi. Stúlkan sem sat fremst hét Sofie (f. 1876; Fullt nafn: Olava Sofie Emma Kleemann). Var hún dóttir ţýsks manns sem settist ađ á Grćnlandi og sem kvćntist hálfgrćnlenskri konu, Agathe Willumsen. Ferđalangar ţeir sem tóku myndina vissu ekki

Sofie og arret 2

Sofie Kleemann, síđar Karlsen, frá Upernavik í byrjun júní 1889. Ljósmynd í eigu Fornleifs.

hvađ stúlkan hét. En ţađ get get ég nú sagt međ vissu vegna tveggja annarra mynda sem ţekktar eru af henni. Ein var tekin af henni, foreldrum hennar og yngri systkinum af Dana sem hét Carl Hartvig Ryder áriđ 1887, en hin var tekin áriđ 1956 er hún var öldruđ kona (80 ára) og orđin blind. Öriđ á hćgri augnbrúninni hefur Sofie fengiđ á unga aldri. Ţađ sést greinilega á glerskyggnunni frá 1889, og ţađ er enn yfir auganu á myndinni frá 1956. Ljósmyndafornleifafrćđi getur veriđ skemmtileg grein.

Sofie 3

Sofie Karlsen í Upernavik áriđ 1956. Ljósmynd Jette Bang.

Arktisk Institut, Kaupmannahöfn.

 

Kleemann familie Upernavik

Sofie Kleemann lengst til hćgri ásamt foreldrum sínum Heinrich og Agathe og yngri systkinum. Ljósmynd Carl Hartvig Ryder 1887.

Ţakkađ međ handabandi

Leiđangursmenn, sem tóku myndir á Grćnlandi áriđ 1889, höfđu veriđ á Íslandi áriđ 1887. Ţar höfđu ţeir einnig tekiđ ljósmyndir, sem enduđu hins vegar ekki sem myndir í skyggnuseríum. Búiđ var ađ framleiđa slíka röđ eins og ofar greinir. Leiđangursmenn höfđu búnađ um borđ á skipum sínum til ađ framkalla og sýna fólki myndir af ţví međan ţađ beiđ. Ţađ gerđu ţeir einnig á Grćnlandi og greindu svo frá er ţeir voru á verstöđinni og verslunarstađnum í Nugssuak yst á samnefndu nesi norđan Discoeyju:

I photographed the Governor, his wife, and the chief Esquimaux, a fine looking fellow. I presented each with a copy, and here as in Iceland, I noticed that on receipt of a present the recipient shakes hands with the donor.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband