Ég ćtla ađ mála allan heiminn, elsku mamma

selardalur_ljosmynd_jo_minjasafn_slands-Colorized

Eftir ađ MyHeritage.com gerđi fólki kleift ađ lita gamlar svarthvítar ljósmyndir, hefur veriđ mikiđ ađ gera á síđunni. Ég prófađi apparatiđ á tvćr gamlar ljósmyndir Matthíasar Ţórđarsonar ţjóđminjavarđar sem hann tók í Selárdalskirkju áriđ 1913. Myndirnar eru varđveittar í Ţjóđminjasafni.

Myndirnar tvćr voru frábćrar í sínum upphaflega fjölbreytileika grámyglunnar, sem getur veriđ afar fallegur. Hér sýni ég ykkur hvađ leiktćki ţađ sem MyHeritage hefur upp á ađ bjóđa getur gert. Ţađ er gaman af ţessu föndri, sem ţiđ getiđ reynt á myndir ykkar sjálfra. Ég held hins vegar fast í upphaflegu litina. Líklegast er hćgt ađ gera ţađ sama á góđum ljósmyndaforritum. En ég á ekkert slíkt og fitla sjaldan viđ myndir, nema til ađ gefa ţeim smá skerpu.

Ég hef skrifađ um forna ljósahjálma á Íslandi í nokkrum greinum sem menn geta fundiđ neđarlega á hćgri spássíu bloggsins Fornleifs, Fyrsta greinin heitir Fiat Lux.

Selardalur 1913 lille colorized

Ljósahjálmurinn sem hékk í Selárdalskirkju er einstakur í heiminum. Hjálmurinn hangir nú einhvers stađar bakdyramegin á Ţjóminjasafninu og er ekki sýndur almenningi, enda var hann tekinn úr kirkjunni í óţökk sumra heimamanna fyrir vestan. En viđ getum líklegast öll veriđ sammála um ađ hjálmurinn á best heima á Ţjóđminjasafninu. Ţađ rćđi ég ţví ekki frekar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Ekki er hćgt ađ neita ţví, ađ litasamsetningin á ţessum tveimur myndum er  harla góđ og kemur sennilega vel heim og saman viđ rakaskemmdir, myglu og annađ, sem sennilega hefur hrjáđ innviđi og gripi óupphitađrar Selárdalskirkju, ţegar myndirnar voru teknar. Hvort eigi ađ fitla eitthvađ viđ ´´orginalana´´er hinsvegar alltaf spursmál. 

 Uppeldisfađir föđur míns tók mikiđ af ljósmyndum á fyrri hluta síđustu aldar, sem hann síđan ´´litgerđi´´ međ ţví ađ mála ofan í ţćr. M.a. eina frćga Heklumynd, ásamt ótal myndum af föđur mínum kornungum, ketti hans og dúfu.

 Ţakka pistilinn.

 Góđar stundir, međ kveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 22.4.2020 kl. 00:59

2 Smámynd: Upprétti Apinn

Ljóshjálmurinn lítur út fyrir ađ vera skúlptúr af Yggdrasil.  Ockelbo rúnasteinninn hefur margt sameiginlegt.

Upprétti Apinn, 22.4.2020 kl. 19:44

3 Smámynd: Upprétti Apinn

Arnolfini hefur keypt ljóshjálminn í sömu verslun og Arnolfini. https://westernarthistorybysuzy.wordpress.com/2016/07/17/painting-review-the-arnolfini-portrait/

Upprétti Apinn, 18.5.2020 kl. 08:52

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband