Nálhúsiđ og hrosshárin frá Stöng
12.6.2012 | 09:15
Fimmtu getraun Fornleifs lauk eftir um ţađ bil einn sólahring, ţegar Bergur Ísleifsson gaf okkur rétt svör viđ öllum spurningum. Skulda ég nú lesendum Fornleifs ítarlegri upplýsingar um hrossháriđ sem myndin međ getrauninni var af.
Rannsóknir mínar á Stöng í Ţjórsárdal hófust áriđ 1983. Ţjóđhátíđarsjóđur gaf mér ţađ sumar smápening til rannsóknarinnar, sem dugđu fyrir nokkurra vikna launum fyrir tvo stúdenta. Árangurinn var góđur. Viđ rannsókn á gólflögum skálans, sem enn stendur opinn á Stöng og er yfirbyggđur, fundust eldri, óhreyfđ gólflög, og sömuleiđis veggur eldri skála undir ţeim sem nú er opinn gestum.
Nokkrir merkir gripir fundust viđ rannsóknina, en sá merkilegasti kom á nćstsíđasta degi rannsóknarinnar. Ţađ var nálhúsiđ sem ţiđ sjáiđ hér á myndinni efst.
Nálhúsiđ fann ég í neđst í gólflagi skálans sem liggur undir yngsta skálanum sem til sýnis er í dag. Nálhúsiđ fannst rétt fyrir framan pallinn (setiđ) sem var međfram veggjum skálans, framarlega (austast) í skálanum.
Ég og Einars Jónsson lögfrćđingur og ţá sagnfrćđinemi, sem vann međ mér, trúđum ekki okkar eigin augum og ánćgja okkar fóru ekki framhjá hópi ferđamanna sem kom í heimsókn nokkrum mínútum eftir ađ viđ fundum hlutinn. Ţar fór fyrir hópi Sigurjón heitinn Pétursson trésmiđur, sem lengi var forseti borgarstjórnar í Reykjavík fyrir Alţýđubandalagiđ og einhverjir samflokksmenn hans og kollegar frá Norđurlöndum. Sigurjón fékk ađ höndla hlutinn og úrskurđađi međ gantalegu brosi á vör ađ ţetta hlyti ađ vera eitthvađ stykki úr bíl og vćri glćnýtt.
Ţó ég ţekkti ekki neitt nálhús međ ţessu sama lagi, gerđi ég mér strax grein fyrir ţví ađ ţessi gripur vćri nálhús, og stađfestu tveir sérfrćđingar á Norđurlöndunum ţađ, en ţeir höfđu heldur ekki séđ nálhús sem var međ ţessu lagi og töldu gripinn "austrćnan".
Nálhúsiđ séđ frá enda ţess. Ljósm. VÖV.
Er gripurinn var kominn í hús, fór innihaldiđ í nálhúsinu ađ ţorna, og losnađi ţađ ađ lokum úr nálhúsinu. Ţetta voru einhvers konar trefjar. Ég fór međ ţćr til Danmerkur, ţar sem ţćr voru greindar af dr. Jesper Trier forstöđumanni forvörslustofu Forhistorisk Museum Moesgĺrd í Árósum, sem var á sama stađ og fornleifadeildin viđ háskólann í Árósum, ţar sem ég nam frćđin. Jesper Trier sem er "fiberolog" og hafđi sérhćft sig í alls kyns tćgjum og taugum í egypskum fornleifum, var ekki í miklum vafa ţegar hann brá ögn af hárinu undir smásjána. Ţetta voru samankuđluđ hrosshár, sem ugglaust er ekki mikiđ öđruvísi en hrosshár af hesti Faraós.
Hrosshárin í nálhúsinu. Ljósm. VÖV.
Hrosshárum hefur líklega veriđ trođiđ inn í rör nálhússins, sem var opiđ í báđa enda, og ţađ gegnt ţví hlutverki ađ halda nálunum í skorđum. Ekki veit ég hvort hrosshár séu betri til ţess arna en t.d. ull, en hver veit?
Aldursgreining á birkikolum og beinum úr gólflagi ţví sem nálhúsiđ fann hefur sýnt, ađ gólfiđ og húsiđ sé frá 11. öld. Sjá t.d. hér.
Ég tel ađ nálhúsiđ á frá Stöng geti allt eins veriđ íslensk smíđ. Á Stöng var smiđja á 10 öld, ţar sem menn unnu međ kopar og á nálhúsinu er skreyti Ţjórsárdals, sem er hringur međ punti í miđjunni, svokallađir "Circle-dot" eđa "konsentrískir hringir", sem reyndar er líka mög algengt skreyti um allan heim. En í Ţjórsárdal eru flestir gripir međ skreyti einmitt međ ţetta einfalda, alţjóđlega "mynstur".
Nálhúsiđ hefur fariđ á sýningar í 4. löndum og talađ hefur veriđ um ađ framleiđa eftirlíkingar af ţví til sölu, og ţćtti mér ţađ í lagi ef einhver hluti gróđans af slíku framtaki, sama hvađ lítill hann yrđi, fćri á einhvern hátt í áframhaldandi rannsóknir á Stöng í Ţjórsárdal, sem mér hefur reynst erfitt ađ fjármagna.
Nálhúsiđ er nú til sýnis á Ţjóđminjasafni Íslands í hinu kjánalega Ţjórsárdalsbúri", sem er glerkassi hálffullur af vikri sem eitthvert hönnuđargrey hefur flippađ út međ í föstu sýningu safnsins. Kassinn á ađ gefa tilfinningu af eldvirkni og eyđingu byggđar. Eldvirkni, ein og sér, eyddi reyndar ekki búsetu á Stöng eđa byggđ í Ţjórsárdal, svo kassinn er út í hött. Einnig er bagalegt, ađ vart er hćgt ađ sjá gripina frá Ţjórsárdal vegna ţess ađ of dimmt er í ţessum eldakassa Ţjóđminjasafnsins, sem verđur líklega ađ teljast eitt kjánalegast gimmick safnasögu Íslands. Vikurinn, sem notađur er í ţennan undrakassa, er ekki eini sinni vikurinn úr Heklugosinu 1104, sem um tíma var taliđ ađ hefđi grandađ byggđ í dalnum. Nú hafa fornvistfrćđingar og jarđfrćđingar einnig gert sér grein fyrir ţví, ađ Ţjórsárdalur lagđist fyrst í eyđi á 13. öld.
Ítarefni
Sami (1992) Fćrsla um grip númer 590 b í sýningarskránni Viking og Hvidekrist. Norden og Europa800-1200 (From Viking to Crusader; Wikinger, Waräger, Normannen; Les Vikings... Les Scandinaves et l'Europe800-1200) fyrir sýninguna Viking og Hvidekrist, sem var sett upp á Ţjóđminjasafni Dana áriđ 1992 (sýningin var einnig í Paris - Berlín - Kaupmannahöfn 1992-93). Nordic Council of Ministers in collaboration with The Council of Europe; The 22nd Council of Europe Exhibition 1993.
Sami (1994) "Nálhús frá Stöng í Ţjórsárdal. Í Á. Björnsson (red.). Gersemar og ţarfaţing. Úr 130 ára sögu Ţjóđminjasafns Íslands. Ţjóđminjasafn Íslands, Hiđ íslenska Bókmenntafélag. Reykjavík 1994.
Meginflokkur: Fornleifar | Aukaflokkar: Forngripir, Menning og listir, Stöng í Ţjórsárdal | Breytt 29.4.2020 kl. 19:16 | Facebook
Athugasemdir
Ég sé ađ ţú Fornleifur ert stuđningsmađur Ólfas Ragnars...finnst ţér ekki komin tími til ađ setja kallinn á safn...Ţjóđminjasafniđ kannski..??
Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráđ) 12.6.2012 kl. 16:00
Samkvćmt ţjóđminjalögum er ÓRG ekki nógu gamall, og svo hefur vestfirsk minjastefna lengi setiđ á hakanum, svo ég efa ađ Magga Ţjóđminjavörđur vilji kallinn og vađmál hans á safniđ. Ţar á ofan kemur, ađ Ólafur er eini forsetinn sem komiđ hefur í heimsókn í uppgröft hjá mér og fađir Dorritar hefur áhuga á forngripum. Betra getur ţetta ekki veriđ fyrir fornleifafrćđina. Flest önnur rök benda í ţá átt ađ Ólafur sér ekki hćfur til nokkurs annars en ađ vera forseti.
FORNLEIFUR, 12.6.2012 kl. 17:41
Hvađ er nálhús og hvernig var ţađ notađ?
Gudmundur Bjarnason (IP-tala skráđ) 13.6.2012 kl. 00:15
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.