Hvalur á Stöng

hvalbein Stöng

Hljómar ţetta ekki eins og forréttur á veitingastađ í höfuđborginni, sem ögrar blygđunarsemi veikgeđja útlendinga sem óska ţess heitast ađ geta synt, blístrađ og borđađ sushi međ hvölum í heimshöfunum áđur en haldiđ skal út í nóttina til ađ horfa á norđurljós?

Á Stöng í Ţjórsárdal hefur reyndar fundist hvalur, eđa réttara sagt brunnar leifar hvals. Sagan en svona:

Áriđ 1993 fundum viđ sem rannsökuđum á Stöng í Ţjórsárdal eldaholu međ móösku og viđarkolasalla og í henni ýmsar leifar, t.d. brot kambs (greiđu) og brenndra beina. Eldaholan fannst undir skála, sem lá undir smiđju, sem aftur lá undir kirkjurúst, sem síđar varđ ađ skemmu. Eldaholan hefur veriđ grafin í lok 9. aldar eđa í byrjun ţeirrar 10., ef dćma má út frá landnámslaginu, sem ţarna markađi greinileg mörk. Engin búseta virđist hafa veriđ á Stöng áđur en ţađ gjóskulag féll, og eldaholan eru leifar eins af fyrstu verkum ábúenda á stađnum.

Eldahola
A: Eldahola. B: Grafarfyllingar frá kristni, C:Torfveggur skála frá 10. öld. Gráa lagiđ á fletinum kringum 1.metra mćlistikuna er efri hluti Landnámslagsins. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Prófíll
Sniđ sem sýnir hvernig eldaholan hefur veriđ grafin niđur í gegnum Landnámslagiđ. Teikning Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Beinin í eldaholunni ollu ţví ađ ég fór ađ velta ţví fyrir mér hvort ţau gćtu veriđ úr manni og ađ holan vćri brunakuml. Ég fór í október áriđ 1996 međ sýni af ţeim til Svíţjóđar til norska beinasérfrćđingsins Torstein Sjřvold sem var prófessor í Stokkhólmi, og er mest ţekktur fyrir rannsóknir sínar á íslíkinu Ötzi, sem allir ţekkja í sjón. Thorstein ţurfti ekki ađ skođa beinin lengi áđur en hann komst ađ ţeirri niđurstöđu ađ beinin vćru úr öđru spendýri en manni, ţ.e.a.s. hval.

hvala

 

Hvort menn hafi veriđ ađ borđa hval uppi í Ţjórsárdal vitum viđ ekki. En ţađ er ekki međ öllu útilokađ. Líklegra ţykir mér ţó, ađ einhver gripur úr hvalbeini, t.d. leifar hvalbeinsspjalds, líku ţessu á myndinni hér ađ ofan sem er frá Norđur Noregi, hafi lent í eldinum. Útiloka ég ţví ekki ađ holan á Stöng, sem ekki er fullrannsökuđ,sé hugsanlega brunakuml.

Vonandi verđur hćgt ađ rannsaka ţađ og margt annađ á Stöng á nćstu árum.

Ítarefni:

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 2010:  Úrvinnsla úr niđurstöđum Fornleifarannsókn á Stöng í Ţjórsárdal, Áfangaskýrsla fyrir 2009.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1996: "Gĺrd og kirke pĺ Stöng i Ţjórsárdalur. Reflektioner pĺ den tidligste kirkeordning og kirkeret pĺ Island". I J.F.Krřger og H.-R. Naley. Nordsjřen.Handel, religion og politikk. Karmřyseminaret 1994 og 1995. Dreyer bok. Stavanger, bls. 118-139.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband