13) Myndir frá einum besta degi í lífi Halldórs Laxness

IMG_20210722_0002 D

Fríbók eins og ţessi sem ţiđ lesiđ hér í bođi Fornleifs, og sem mestmegnis fjallar um brostna drauma Laxness í Bandaríkjunum, er hlađin af skjölum sem verđa ađ fylgja slíkum útgáfum, međ og án leyfis.

Myndir eru líka bráđnauđsynlegar. En ţar sem Laxness "brá sér ekki bara", eins og menn gera í dag, til Bandaríkjanna ţegar salan gekk sem best ţar í landi áriđ 1946, ţá eru engar myndir til af ţví sćlutímabili í lífi hans er hann ţénađi á tá og fingri, en fékk ađeins skitna 24000 dali fyrir sölu á yfir 400.000 ţúsundum eintaka. Menn sem ímynda sér ađ kapítalisminn sé svo vondur, hjakka einum of mikiđ í sama farinu. Hann er hreinn daumur.  

Nýveriđ, í stađ ţess ađ kaupa bók, var sendisveinn Fornleifs Inc. ađ skođa gamlar myndir á netinu og keypti nokkrar hjá kóngulóarmanni af íslenskum ćttum sem er međ launverslun á Lettlandi. Köngulóin kaupir gamlar blađaljósmyndir og selur mönnum sem elska söguna of mikiđ.

Myndirnar sem senditíkin festi kaup á höfđu á sínum tíma veriđ í eigu Svenska Dagbladet. Blađiđ, sem er víst enn til, hefur losađ sig viđ ţćr, vonandi eftir ađ hafa tekiđ af ţeim skánir. En ţar sem nútímafólk stelur bara myndum af netinu og Laxness er vart lengur talinn vera líklegur til einhvers MeToo skandala ţá hafa allar gamlar myndir af Laxness á Svenska Dagbladet, nema sundskýlumyndir, veriđ látnar flakka frá Svenska Dagbladet.

Menn hafa líklegast aldrei heyrt um ljósmyndasýningu í bók, en slíkt er einmitt hćgt í fríbókum. Hér eru ţrjár áhugaverđar myndir af Laxness sem teknar voru í Stokkhólmi áriđ 1955.

Laxness og ađrir verđlaunahafar 1955 (efst): Hér sjáiđ ţiđ Halldór međ öđrum verđlaunahöfum áriđ 1955. Frá vinstri má sjá Halldór, Svíann Hugo Theorell (1903-1982) sem fékk verđlaunin í lćknisfrćđi; ţvínćst Bandaríkjamanninn Vincent du Vigneaut (1901-1978) sem hlaut verđlaunin í efnafrćđi; nćstan  Bandaríkjamanninn Willis Lamb (1913-2008), sem hlaut verđlaunin í eđlisfrćđi og loks Bandaríkjamanninn Polykarp Kusch (1911-1993) sem deildi verđlaununum í eđlisfrćđi međ Willis Lamb.

IMG_20210722_0008 C

Laxness skođar verđlaunaskjaliđ ásamt Hugo Theorell: Theprell fékk Nóbelinn fyrir afrek í lćknisfrćđi. Ţeir dást ađ verđlaunaskjali Laxness. 

1-1

Laxness skemmtir sćnskum konum: Hér situr Laxness viđ háborđ í ráđhúsi Stokkhólms, međ merkiskonunni Ainu Erlander (1902-1990), sem var vel menntađur stćrđ og efnafrćđingur frá Lundi, sér viđ hćgri hönd. Aina var eiginkona sćnska forsćtisráđherrans Tage Erlanders, og er kannski mest ţekkt fyrir ađ hafa stofnađ hjálparsamtök fyrir stríđshrjáđ börn Ţýskalands, eftir ađ Svíţjóđ gerđi heldur lítiđ fyrir börn sem voru ofsótt af Hitler.

IMG_20210722_0006 D

Viđ vinstri hönd Laxness situr sćnska prinsessan Margaretha (f. 1934) sem í dag heitir Mrs. Ambler og býr nćrri Oxford. Greinilegt er, ađ Laxness hefur áhuga kvennanna allan, enda var hann fyndinn mađur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband