2) Ţegar draumur Laxness um Hollywood brast (endanlega) - Opiđ bréf til Halldórs Guđmundssonar og Björns Bjarnasonar

 Stórlax í Hollywood

Vegna greinar Halldórs Guđmundssonar í Morgunblađinu í dag (25.11.2020), og reyndar líka vegna skrifa Björns Bjarnasonar á bloggi hans í dag, ţar sem hann nefnir sömu heimildir og ég nefndi um daginn á Fornleifi fyrstur manna í "laxnessológískri" grein minni, sendi ég hér opiđ bréf. Morgunblađiđ má gjarna birta ţađ á prentuđum síđum sínum.

vegna greinar Halldórs Guđmundssonar í Morgunblađinu í dag 25.11. 2020, langar mig vinsamlegast í ţessu bréfi (sem er opiđ bréf) ađ benda honum á tvćr greinar sem ég skrifađi á bloggum mínum sl. helgi. Lesa má ţau hér og hér

Ţegar ég á sínum tíma las bók ţína, Halldór, um Laxness, fékk ég á tilfinninguna ađ ţú hefđir fyrst taliđ bréfin varđandi skattamál Laxness vera eldheitt efni, en ađ ţú hefđir svo ađ einhverjum ástćđum orđiđ ađ temja trú ţína, ţví smátt og smátt gegnum ţrjá stađi í bókinni dregur ţú úr eftirvćntingunni um hvađ var ađ gerast í BNA varđandi bréfin um skattagreiđslur Laxness af Sjálfstćđu Fólki í útgáfu Alfred A. Knopf.

Ég man ekki eftir ţví ađ ţú hafir haldiđ ţví fram ađ Atómstöđin hafi ekki veriđ gefin út í BNA vegna íhlutunar íhaldsins - en ţađ er einmitt ţađ sem ritdeila Ólínu og Björns fjallar um. Ţú hlýtur ađ sjá ţađ. Menn mega ekki láta pólitískan rétttrúnađ sinn skyggja á kjarna málsins í sagnfrćđi. En ţađ er greinilega mjög erfitt á Íslandi í báđum herbúđum ţegar báđar dýrka og tilbiđja Laxness sem sannleiksvitni.

Reyndar má ekki gleyma ţví ađ áriđ 1955 féll dómur í Hćstarétti yfir Halldóri Laxness sem dćmdur var til ađ greiđa aukaskatta viđ ţćr gjaldeyrisgreiđslur sem hann hafđi fengiđ. En sem hinn sanni "laumukapítalisti" sem hann var og hafđi alltaf veriđ, hafđi Laxness reynt ađ stinga fé undan skatti og ţrálátlega neitađ ađ borga.

Tiltćk gögn sem deiluađilar, Ólína og Björn, nota á afar mismunandi hátt, benda ekki til ţess ađ íhaldiđ hafi komiđ ţví til leiđar ađ Sjálfstćtt fólk yrđi ekki gefiđ út í Bandaríkjunum, ţótt Bjarni Ben hafi veriđ ađ reyna ađ sýna ađ Laxness borgađi ekki skatta. Ţađ síđarnefnda mistókst. Ţetta var vitaskuld stórpólitískt mál - á Íslandi.

En ekkert bendir til ţess ađ Laxness hafi veriđ vandamál fyrir FBI, ţegar ţeir voru međ fyrirtćkiđ Alfred A. Knopf undir smásjánni líkt og Björn Bjarnason bendir á í dag líkt og ég gerđi um sl. helgi. Ég er ekki í vafa um ađ sá áhugi hafi fyrst og fremst veriđ vegna rótgróins gyđingahaturs Johns Edgars Hoovers, frekar en bókmenntalegs áhuga á höfundi eins og Laxness, sem Kanar "digguđu" bara ekki á árunum eftir stríđ.

Karlar eins og Hoover veđjuđu eins og margir Íslendingar frekar á Hitler og hötuđu gyđinga í öllum gerđum meira en hinn "mikla bjargvćtt" Ţýskalands.

Ţiđ sem skrifiđ um Laxness, sem leyfishafar eđa í algjöru óleyfi, verđiđ ađ skilja, ađ Sjálfstćtt fólk var aldrei metsölubók í BNA, ţó sú kredda hafi veriđ langlíf. Hún var tilnefnd sem Book of the Month, af samnefndu auglýsingafyrirtćki. Sérfrćđingar ţess sáu vitaskuld eitthvađ í Laxness, en ótíndur lýđurinn ţar vestra, sem bókmenntamennirnir vildu selja bćkur, vildi helst kúreka, klám og krimma og var mestmegnis í bíó ađ horfa á dansfífl sem dönsuđu í regninu í París.

Ég leyfi mér hér ađ vitna í mikilvćgi Laxness fyrir íslenska vinstrimenn, ţar til hann lét snúast út af glćpum Stalíns:

Kjartan Ólafsson hefur í bók sinni Draumar og Veruleiki skrifađ:

Í samfylkingarbaráttu íslenskra kommúnista á árunum 1935–1938 var Halldór Kiljan hvarvetna í fremstu víglínu. Hann var ţar enginn aukaleikari enda ţótt hann vildi vera óháđur og vćri ţví ekki í flokknum. Sigra sína á ţessum árum átti Kommúnistaflokkurinn engum manni fremur ađ ţakka en Halldóri Kiljan, nema ef vera skyldi Einari Olgeirssyni.“ 

Ţefinn af ţví fann Bjarni Ben og flokkur hans einnig og ţví var fariđ í skattaárásina gegn Laxness, sem loks lauk í Hćstarétti áriđ 1955. Kjartan hefur svo eftir Laxness sjálfum úr Skáldatíma um ađ hann:  „ hafi fyrrum veriđ haldinn ofsatrú á kommúnismann, trú sem hvorki tók tillit til skilningarvitanna né skynseminnar" Kjartan bćtir viđ: „Ţađ eru stór orđ.“ En líkast til eru ţau rétt, ţó viđ lítum á allt úr bakspeglinum. Hin frjálsu öfl forlaga í BNA voru ekki til í Sovétríkjunum og möluđu ţví heldur ekki gull niđur í vasa stórskálds Íslendinga í Moskvu eđa Léníngrađ. Hvađ var upplag Laxness í Stalín-Rússlandi kćru landar?

William C. Trimble, leikfélagi Bjarna Ben í skattaatinu gegn Laxness, var furđuleg "stćrđ", og sannarlega mikill kommúnistabani. Hann lét t.d. BNA kaupa fisk frá Íslandi, svo fiskurinn vćri ekki seldur til Sovétríkjanna. Ţeirri áćtlun greindi hann danska diplómatnum C.A.C. Brun frá eftir stríđ. C.A.C. Brun er líklegast hćgt ađ kalla fćđingalćkni íslenska lýđveldisins, ţó sagnfrćđingur íhaldsins á ţessu tímabili ţekki ekki danskar heimildir og hafi ţví aldrei minnst á Brun, sem stýrđi áliti State Department á Íslendingum. Síđar meir voru Rússar stórir bjargvćttir íslenskra fisksala međ Sjálfstćđisflokksskýrteini, svo vart hefur fisksöluhjálp Bandaríkjanna sem Trimble stóđ fyrir varađ lengi. Mig grunar ađ Trimble hafi einnig átt hlut á máli ţegar Thor Thors tókst ađ fá metverđ fyrir alla íslenska síld í BNA áriđ 1944 (sjá hér). 

Ég hef beđiđ Ólínu og Björn ađ skjótast til Austin í Texas, ţegar fćri gefst, og skođa heimildir um viđskipti Alfred A. Knopfs viđ Laxness. Ég legg til ađ ţú farir međ ţeim í ferđina, sem eins konar málamiđlari, og jafnvel Hannes Hólmsteinn líka, og ađ ţiđ skođiđ ţetta öll saman í rólegheitum. [Ţetta var skrifađ í nóvember 2020; fólkiđ fór ekki í ferđina eins og kom fram í síđara köflum fróbókarinnar]

Halldór Guđmundsson greinir frá ţví í grein sinni í dag ađ Alfred Knopf hafi gefiđ ţá skýringu ađ hann hefđi ekki haft lesenda á erlend tungumál til ađ ritrýna höfund eins og Laxness.

Gćti veriđ, ađ BNA hafi ekki veriđ tilvalinn ritvöllur stórhöfundar eins og Laxness? Laxness meikađi ţađ heldur ekki í Hollywood (sjá mynd efst), enda snjallir handritahöfundar (margir hverjir gyđingar) búnir ađ nýta sér öll atvinnutćkifćriđ í bernsku kvikmyndaiđnađarins á láglaunasvćđi í Suđur-Kaliforníu međ dugnađi og bókmenntalegri fćrni. Kannski var Laxness ekki einu sinni heimsborgari - nema á Íslandi, ţó bók eins og Sjálfstćtt fólk sé mikil perla. Hún átti einfaldlega ekki ekki upp á pallborđiđ í Bandaríkjunum og var aldrei metsölubók.  

Eftir rannsóknarmennsku ykkar í Austin, getiđ ţiđ hoppađ í laugina viđ hóteliđ og fengiđ ykkur hanastél og kannski sent mér skeyti um árangurinn. Ég kemst ekki međ, en tek ţó fram ađ međal bestu vina minna eru líka nokkrir Bandaríkjamenn.

Međ bestu kveđjum til Halldórs Guđmundssonar og Björns Bjarnasonar,


Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Danmörku

P.s. erfiđleikar Laxness í sambandi viđ örlög gyđinga komu óneitanlega upp í huga mér ţegar ég skrifa ţessa grein. Ollu ósigrar Laxness í Hollywood og hjá Alfred A. Knopf eftirfarandi, hinni mjög svo ankannalegu afstöđu sem kemur fram hjá honum í Ţjóđviljanum - eđa voru ţetta bara almennar skođanir sósíalista á morđćđinu í Evrópu dikterađar frá Moskvu? Mér er spurn.

Halldór skrifađi í Parísarbréfi sínu í Ţjóđviljanum áriđ, ţ. 31. október 1948:

Morđingi Evrópu dró ţessa umkomulausu flóttamenn sína hér uppi voriđ 1940 [viđ hernám Frakklands]. Ég atti nokkra kunningja í hópi ţeirra. Ţeir voru pólskir. Mér er sagt ađ ţeir hafi veriđ drepnir. Ţeir hafa sjálfsagt veriđ fluttir austur til fángabúđanna í Ásvits (Oswiekim, Auschwitz) ţar sem Hitler lét myrđa fimm milljónir kommúnista og grunađra kommúnista á árunum 1940-1945, jú og auđvitađ „gyđínga“.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband