Njósnarar og dátar í stórborginni - hvađ annađ?

hotel_borg_1934_wim_van_de_poll.jpg

Heljarmenniđ Egill Helgason er alltaf ađ pćla eitthvađ í óttalegri fáfrćđi sinni, en vill ţó helst alltaf hafa á réttu ađ standa. Nú brá svo viđ um daginn ađ hann vissi í ţađ sinn ekki svariđ viđ spurningu sinni. Slíkt kemur óvenju sjaldan fyrir Egil (sjá hér).

Egill vildi láta segja sér hvađa dularfulli mađur gekk inn í mynd af ţýskum dátum fyrir utan Hótel Borg áriđ 1934. Besta tillagan sem borist hefur Agli er ađ ţađ hafi veriđ skákmađurinn Ásmundur Ásgeirsson, sem ţó var aldrei eins hávaxinn og mađurinn sem gekk aftan viđ ţýsku dátana áriđ 1934.

hotel_borg_1934_wim_van_de_poll_detalje.jpg

 

fontenay_2.jpg

Frank le Sage de Fonteney um 1920, ekki ósvipađur manninum á myndinni frá 1934 - eđa spćjara í síđari tíma 007 kvikmyndum.

Ég fór ađ hugsa máliđ, sem ég get ekki upplýst Egil Helgason um, ţví hann hefur síđan 2005, er hann fór međ dónaskap og ósóma um mig á Silfrinu meinađ mér ađ gera athugasemdir hjá sér.

Ekki Ásmundur skákmađur

Ţetta er öruggleg ekki Ásmundur Ásgeirsson, hugsađi ég međ mér, en hugsanlega Frank le Sage de Fonteney sendiherra Dana á Íslandi, sem var mjög hávaxinn mađur. Hann hafđi töluverđar áhyggjur af veru Ţjóđverja á Íslandi og sendi margar skýrslur til Kaupmannahafnar um ţađ. Honum var ţó örlítiđ í blóđ boriđ ađ dramatísera hlutina. Var Frank kvćntur Guđrúnu Eiríksdóttur, sem áđur hafđi veriđ gift dönskum manni, Tage Mřller, og átti međ honum Birgi síđar ráđuneytisstjóra.

Einnig er til í dćminu, ađ Frank sendiherra hafi veriđ ţarna staddur til ađ njóta góđa veđursins á einum mesta menningarpunkti heimsţorpsins sem hann var sendiherra í. En viđ nánari eftirgrennslan er ég nćr viss um ađ ţarna spígspori sendiherrann ekki, ţví Frank var 54 ára áriđ 1934 og miklu karlalegri en mađurinn á myndinni. Međ ţví ađ skođa skó kauđa sá ég strax ađ hann er í sams konar skóm og dátarnir. Ţess vegna tel ég líklegra ađ sá hávaxni hafi veriđ skipverji á Kreuzer Leipzig, hugsanlega yfirmađur, sem fengiđ hefur ađ fara í bćinn óeinkennisklćddur.

Var hann njósnari? Hvađ var svo sem ađ njósna um áriđ 1934? Mikilvćgi Íslands kom ekki fyrr en međ NATÓ.

Ég á reyndar til afrit af sumum bréfum sendiherrans Frank le Sage de Fonteney um Ţjóđverja til yfirvalda í Kaupmannahöfn og ekki er laust viđ ađ sendiherrann af greifaćttunum hafi veriđ dálítill spćjari, ţegar hann var ekki í útreiđartúr međ íslenskum hrossapröngurum. Hér má lesa meira um hollenska ljósmyndarann Wim van de Poll og samferđakonu hans Anitu Joachim.

Danski sendiherrann var reyndar líka fyrir utan Hótel Borg

Til upplýsingar Agli og öđrum má greina frá ţví ađ til er önnur mynd af dátunum frá Kreuzer Leipzig, ţar sem ţeir koma úr suđurátt og hafa ţá líklega veriđ búnir ađ hrista Frank sendiherra af sér og gefa öndunum. Kannski fór Frank inn á Borg og fékk sér kaffi og líkjör. En ţar sem Egill hafđi myndina sem hann birti á Silfrinu í sl. viku úr borunni á einhverjum Lemúr, er nú ekki nema von ađ hann sé ekki nćgilega vel upplýstur. Hins vegar tel ég víst ađ sendiherrann sitji lengst til hćgri á myndinni hér fyrir neđan. Hann gekk stundum međ baskahúfu, enda franskur húgenotti ađ ćtt. Mynd, ţar sem hann er međ slíka húfu, birtist t.d. af honum í íslenskum og dönskum blöđum áriđ 1939. 

nl-hana_2_24_14_02_0_190-0398.jpg

fonteney_fyrir_utan.jpg

fonteney_1939_a.jpg


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband