Ég er međ hund

le_seppi_2.jpg

Fyrir tćpri viku síđan festi ég kaup á hundskvikindi. Ég telst dags daglega til öfgafullra kattaelskanda og ţarf víst mikiđ til ađ ég falli fyrir hundsskömm, enda eru ţađ skítugar skepnur, afar hávćrar og heimskar. Hundurinn minn er hins vegar af göfugu kyni og getur rakiđ ćttir sínar alveg urrandi aftur á seinni hluta 18. aldar. Ţetta er hin mesta ţrifaskepna, sem aldrei setjast á flćr eđa annar óskapnađur, enda er hann alíslenskur í húđ og hár, tćr eins og lindin og greindur eins og ţjóđin sem hann hefur löngum elt og flađrađ í kringum.

hruturinn_erlendur

Á 6. áratug 18. aldar komu franskir könnuđir til Íslands og náđu sér í eintök af íslenskum fjórfćtlingum. Ţetta voru sendimenn franska greifans af Buffon (comte du Buffon) sem skírđur var Georges-Louis Leclerc (1707-1778). Hann var einn fremsti náttúrufrćđingur Frakka og gaf út heilmikiđ verk "Histoire naturelle, générale et particuličre" (sem út kom 1749-1788, og var áfram haldiđ međ útgáfuna eftir dauđa hans allt fram til 1804).

rollan_vigdis_3.jpg

Hef ég áđur skrifađ um Erlend og Vigdísi, sem fóru međ Franzmönnum úr landi og gerđust síđan frćg í einum af 36 bindum Buffons greifa um blessađa náttúruna. Erlendur, sem upphaflega var nefndur Móri og kom frá Skagaströnd, endađi í fátćklegu cassoulet í Bastillunni. Vigdís varđ hins vegar miđopnudýr í "Oui de moutons" frá 1760 og vöktu klaufir hennar sér í lagi athygli franskra rúta. Hún reyndist afar kynsćl, áđur en hún fór úr einhvers konar riđuveiki.

Ţađ sem menn vissu ekki var ađ Fransarar numdu einnig á brott međ sér íslenskan hund (Chien d'Islande). Hann svarađi fólki ef hann var kallađur Seppi og var á lóđaríi á Bessastöđum er hann fann góđan matarilm úr skipi Fransmanna ţar út fyrir landi. Gerđi Seppi sér lítiđ fyrir og synti út í skipiđ og fór ţađan ekki síđan fyrr en skipiđ lagđist ađ bryggju í Calais. Fransmenn ţurftu ţví ekkert ađ hafa fyrir ţví ađ ná sér í íslenskan hund međ öllum ţeim aukakostnađi sem slíku fylgdi.

En af ţeirri mynd sem fremstu teiknarar Frakka ristu af Seppa má glögglega sjá, ađ Seppi var einhvers konar slys eđa ávöxtur hópnauđgunar, sem hefur átt sér stađ síđla kvölds á horni tveggja trađa í Reykjavík. Hann er ekki "rassenrein" frekar en ţeir hundar sem síđar hafa veriđ skilgreindir sem íslenski hundurinn. "Hreinir" íslenskir hundar voru hugsanlega til, en ţađ ţurfti ađ fara austur í sveitir til ađ finna einn slíkan. Ţađ gerđist áriđ 1788 er Kátur kom út í fyrsta bindi af enskri bók The Habitable World Described; Or the Present State of the People in all Parts of the Globe, from North to South: Showing The Situation, Extent, Climate, Productions, Animals, &. of the different Kingdoms and States; Including all the new Discoveries: etc. & etc. Part I., London 1788.. Höfundur var séra John Trusler.

icelanders_1277276.jpg

Af Seppa fara síđar ţćr sögur, ađ hann hélt sínum uppteknu ţjóđháttum á Íslandi á götum Parísarborgar og ţar bar hann beininn eftir ađ einn vagna Lúđvíks 15. ók yfir hann og kramdi til ólífis. Seppi ţótti snoppufríđur og fjölgađi sér ríkulega međ kjölturökkum og pudelhundum Parísarađalsins. Afkomendur Seppa tóku ţátt í frönsku byltingunni, en geltu einnig hćst allra viđ aftöku Robespierre eins og samtímaheimildir sýna ljóslega. Erfđafrćđilega séđ var ţetta ţví greinilega íslenskur hundur.

execution_robespierre_2.jpgAfkomendur Seppi d'Islande viđ aftöku Robespierres

Eins og lesendur mínir hafa líklega ţegar getiđ sér til, ţá keypti ég ekki hundinn minn í ţrívídd. Ég lét mér nćgja ađ kaupa hann hjá fornbókasala í Berlín, sem hefur líklega skoriđ hann úr leifum af verki Buffons greifa sem hann eđa ađrir gátu ekki étiđ viđ umsátriđ um Berlín áriđ 1945. Seppi mun fá heiđurssess upp á vegg hjá mér líkt og myndirnar af Erlendi og Vigdísi, og fjölskyldumynd af ţeim ţremur sem einnig kom út á bók eftir annan höfund en Buffon om 1780. Fjölskyldumyndina fann ég einnig fyrir skít á priki hjá sama skransalanum í Berlín og ég keypti Seppa af. Höfundur ţeirrar myndar hefur einnig sett Íslandsfálka upp í ćttartréđ.

fjolskyldumynd_1277275.jpg

En athugiđ lesendur góđir, ađ íslensk dýr ţóttu erlendum mönnum merkilegri en íslenska mannskepnan, ţví ekki teiknuđu sendimenn Buffons Íslendinga svo vitađ sé. Afkomendur sendisveinanna eru hins vegar til á Íslandi og getur Erfđa-Kári líklega greint ykkur betur frá sérkennum ţeirra en ég.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ich habe auch Hund!

Ţorvaldur S (IP-tala skráđ) 20.2.2016 kl. 18:42

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Gut, Thorvaldur, Gut! SITZ!

FORNLEIFUR, 23.2.2016 kl. 07:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband