Mikilvćg fyrirspurn um lýđveldiđ

1944

Í byrjun árs 1944, nánar tiltekiđ 14. janúar, skrifađi ungur íslenskur námsmađur viđ Columbia háskólann í New York bréf međ fyrirspurn til danska sendiráđsins í Washington, sem ţá gegndi hlutverki ríkisstjórnar Dana ţar vestra. Námsmađurinn íslenski, sem var í framhaldsnámi í ţjóđréttarfrćđi, bjó á besta stađ á Manhattan, nánar tiltekiđ í Stuyvesandt Building, 258 Riverside Drive og notađi hann bréfsefni Columbia University ţegar hann sendi danska sendiráđinu bréf sitt.

Námsmađurinn var enginn annar en Hans Georg Andersen (1919-1994) og erindi hans var ađ leitast eftir upplýsingum um afstöđu Dana til Íslands og Sambandsslitanna. Hann skrifađi:

I would appreciate it very much if you could inform me as to whether the Danish Government has made any statement regarding the Icelandic plans for the termination of said treaty [samninginn frá 1918] as well as the plans for the establishment of a republic in Iceland.

Ţessari fyrirspurn svarađi C.A.C. Brun, sem hafđi veriđ sendiráđsritari í Reykjavík 1936 til 1941 , ţegar hann ákvađ ađ ganga til liđs viđ Henrik von Kauffmanns sendiherra í Washington. Brun var "ljósmóđir" eđa öllu heldur fćđingalćknir íslenska lýđveldisins, og vita ţađ ef til vill fćstir, ţví íslenskir sagnfrćđingar sem hafa ritađ um sambandsslitin hafa alls ekki veriđ í réttum skjalasöfnum.

Hans G. Andersen
Hans G. Andersen á miđjum aldri
Brun Tjarnargatat 1939
C.A.C. Brun á heimili sínu í Tjarnargötu áriđ 1939

Allar ţćr skođanir og fyrirgreiđsla Bandaríkjanna, sem ţeim hefur veriđ ţökkuđ fyrir, voru ađ öllu leyti komnar frá C.A.C. Brun. State Department, utanríkismálaráđuneyti BNA, sótti ráđin varđandi Ísland til hans. Brun skrifađi öđrum sendiráđum í hinum frjálsa heimi og setti reglurnar varđandi Ísland. Hann skildi fyllilega óskir meirihluta Íslendinga og hafđi góđa ţekkingu á Íslendingum. Jón Krabbe, sem í ćvisögu sinn tók heiđurinn af ţví ađ afstađa Kristjáns tíunda varđ ekki neikvćđari en hún hljómađi áriđ 1944, átti engan heiđur skilinn. Hann gerđi ekki neitt til ađ tala máli Íslands. C.A.C. Brun ćtti allan heiđurinn af ţví ađ blíđka konung. Brun hafđi skrifađ ritgerđ og tilmćli um sambandsslitin sem konungi hafđi borist eftir krókaleiđum.

Ég er ađ hefja ritun bókar um C.A.C. Brun međ Kristjáni Sveinssyni sagnfrćđingi og ćtla ađ leyfa mönnum í tilefni hátíđarinnar ađ lesa ţađ sem Brun ritađi Hans G. Andersen, sem síđar varđ sjálfur mikilvćgur diplómat fyrir Ísland og okkar fremsti sérfrćđingur í ţjóđrétti og landhelgis- og fisveiđiréttarmálum.

Svariđ, sem Hans fékk, var lekiđ beint til íslenska sendiherrans í Washington, Thors Thors, góđvinar Bruns, og hann sendi skilabođin til bróđur síns á Íslandi, Ólafs Thors. Ţar međ vissu frelsisţenkjandi Íslendingar "óformlega" um afstöđu dönsku stjórnarinnar undir stjórn Kauffmanns sendiherra í Washington, sem sá um löglega stjórn Danska konungsveldisins međan landiđ var undir hćl nasista. Afstađa manna í sendiráđinu í Washington var alls ekki eins tvístígandi og tvöföld rođinu eins og í danska sendiráđinu í Lundúnum, ţar sem stjórnendur voru andvígir öllu ţví sem C.A.C. Brun lagđi til um Íslandsmál.

Ekki líkađi öllum í Danmörku ţađ sem fór fram, en ţeir vissu lítiđ meira en íslenskir sagnfrćđingar, hvađ var ađ gerjast í Vesturheimi milli stjórnar BNA og C.A.C. Bruns hvađ varđar sambandslitin.

Flokkurinn Venstre í Danmörku dreifđi síđar (apríl 1944) í innbyrđis og leynilegri greinargerđ eftir ţingmanninn Vangsgaard til sinna flokksfélaga í Rigsdagen, ţar sem ţessa skođun á blendingsfjölskyldunni Thors (Apríl 1944) er ađ finna: Naar Island har travlt nu, er det altsaa ikke Forbundsloven, der er i Vejen, men Řnsket om at indfřre en Republik og afskedige Kongen, hvilket Islćndinge selv erkender er en Revolution, og hvis Foregangsmand er den tidligere Udenrigsminister Olafur Thors, Sřn af den brave Dansker Thor Jensen, der paa Island har gjort en eventyrlig řkonomisk Karriere, og dennes islandsk fřdte Hustru. Som den islandske Socialdemokrats Redaktřr [ritstjóri Alţýđublađsins] sagde til mig i 1930 ved Tusindaarsfesten, Břrnene af dansk-islandske Ćgteskaber er de mest danskfjendtlige. Det er ligesom vort paa disse Omrĺder noget svage Blod ved denne Omplantning faar en ukendt Styrke, men en Styrke der desvćrre vender sig imod os. De islandske Socialdemokrater har forřvrigt som Landets mindst nationalistiske Parti staaet os Danske nćrmest. 

Manni  finnst eins og sagan endurtaki sig stundum. Hverjir eru ţađ sem einmitt nú vilja ólmir selja landiđ undir ESB og gefa upp sjálfstćđi sitt?

January 19, 1944

Mr. H. G. Andersen

258 Riverside Drive

New York 25, New York                                                                                                  Confidential

 

Dear Sir:

                             In reply to your letter of January fourteenth concerning the attitude of Denmark towards the Icelandic plans for unilateral abrogation towards the treaty between Denmark and Iceland, I beg to inform you that the Danish Prime Minister on May 31, 1941, addressed a note to the Icelandic Charge d'Affaires in Copenhagen in regard to the resolutions of the Althing of May 17, 1941, in which he expressed his regret that Iceland had found it necessary at the present moment, (i.e. when Denmark was under German military occupation) to notify its views on this question of legal status involving both countries, but declared that Denmark would be prepared, as soon as conditions render it possible, to negotiate with Iceland on the basis of the provisions of the Union Act and with full consideration of the wishes of the Icelandic People.

                             When the Government of Iceland in September, 1942, notified the government in Copenhagen of a contemplated amendment to the constitution making it possible to establish a republic on short notice,  The Danish Prime Minister replied in a note of September 30, 1942, that when the agreement of 1918 was made it was anticipated that a desire for revision of the Union or even for its complete abrogation might arise in either of the two people. Provision for such a contingencies were made in the Union Act in full accord between Denmark and Iceland. The Danish Government was now as before of the opinion that it would be desireable and most dignified in every respect if the two brother nations in accordance with the good traditions of the Scandinavian countries, as in 1918 entered into negotiations in regard to the future arrangement in order to reach a result in complete mutual understanding. The Danish Government had taken it for granted after the exchange of views in 1941 that Iceland would refrain from taking any unilateral steps which would be prejudicial to the present basis for negotiations in respect to the future arrangement and considered the information now received regarding the proposed amendment to the constitution as a confirmation that it was not going to be disappointed in the its expectations of an understanding procedure on the part of Iceland.

                             Since August 29, 1943, there has been no Danish Government in existence. The Danish Legations are taking care of Danish interests abroad and on their own authority as the duly authorized representatives of Denmark, but it is not likely in case the contemplated unilateral abolition of the Union is actually carried out that they will take steps which would prejudice the position of the future Danish Government established after the liberation of Denmark.

                             It will be up to the future Danish Government to decide the attitude of Denmark. Personally I feel convinced that the government, although people in Denmark might have preferred that the liquidation of the  Union had taken place through negotiation, will not be inclined to enter into a discussion of the legal aspects of the matter but that it will take a benevolent and understanding attitude in accordance with Denmark's traditional policy: the questions of this kind should be in accordance with the wish of the majority of the population. Especially in regard to Iceland no Danish Government notwithstanding the provisions of Art. 18 of the Union Act would be interested in a continuation of the Dano-Icelandic Union after 1943 unless this wish is shared by the majority of the people of Iceland.

                             What the Danish people will consider important, as far as I can judge, is that the separation between Denmark and Iceland take place without ill feeling and that old ties of friendship and culture which exist in spite of all mutual misunderstandings in the past are not broken

Yours very truly,  

C.A.C. Brun 

Counselor [sic] of Legation

Hylling Forsetans 1944
Forseti íslenska Lýđveldisins hylltur 18. júní 1944

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög athyglisverđ grein hjá ţér, dr. Vilhjálmur. Merkileg ţessi lykilstađa C.A.C. Bruns í Washington, e.k. útlaga-fulltrúa Dana gagnvart heiminum á tíma hernáms nazista. Ţađ verđur fengur, vćnti ég, ađ ţessari bók ykkar Kristjáns Sveinssonar.

Mér flýgur í hug, hvort afstađa konungs kunni einnig ađ hafa veriđ til komin af varkárni gagnvart eigin fjölskyldu -- ađ "ögra" nazistafólunum ekki međ ţví ađ taka afstöđu međ ţví, ađ Ísland sliti sig frá konungssambandinu. Kristjáni X var fullkunnugt um svívirđilegar tilraunir ţýzka hersins til ađ drepa bróđur hans, Hákon VII Noregskonung, og ríkisarfann Ólaf, međ loftárásum. Ţađ var auk ţess vart liđinn aldarfjórđungur síđan ađrir alrćđismenn, bolsévíkar, myrtu frćnda ţeirra Nikulás II Rússakeisara, konu hans og dćtur og son, allt niđur í barnsaldur, beinlínis og viljandi og grimmdarlega, og ekki nóg međ ţađ, heldur fjölda annarra í keisarafjölskyldunni í öđrum beinum morđum á ţeim ófrjálsum, jafnvel á einni sem hafđi í ekkjudómi sínum gengiđ í klaustur og gefiđ allar eigur sínar fátćkum. Ţessar ídeólógíur voru hvor annarri verri.

Kristján hefđi einnig getađ leitt hugann ađ öđrum refsiađgerđum nazista gagnvart Dönum, ekki ađeins fjölskyldu hans. Ég er ţó ekki ađ tala um dráp á Kristjáni konungi, ţađ hefđu nazistar ekki vogađ sér viđ ţessar ađstćđur.

PS. Já, kratarnir hér stóđu Dönum nćstir ("De islandske Socialdemokrater har forřvrigt som Landet mindst nationalistiske Parti staaet os Danske nćrmest.")

PPS. Smelliđ á nafn mitt hér -- grein ţar um ađrar konungsćttir -- og Ísland kemur enn viđ sögu (Chr.IX og skjaldarmerkiđ).

Jón Valur Jensson, 17.6.2013 kl. 16:28

2 identicon

Já, fengur verđur ađ ţessari bók.  Ekk vćri svo minni fengur ađ ef í henni vćri reifađur lagalegur grundvöllur lýđveldisstofnunarinnar miđađ viđ samninginn frá 1918.  Ţađ er vitaskuld fráleitt ađ fullveldissamningurinn hafi heimilađ lýđveldisstofnun eftir 25 ár, ţótt Íslandssögubćkur 20. aldarinnar hafi haldiđ ţví fram.  Ţví vćri fróđlegt ef ţiđ fćriđ í saumana á lýđveldisstofnuninni sem fram fór undir verndarvćng BNA og danskir treystu sér ekki til ađ ganga í berhögg viđ ţá ađ stríđi loknu.

Ţorvaldur S (IP-tala skráđ) 17.6.2013 kl. 19:53

3 Smámynd: Brynjólfur Ţorvarđsson

Sćll Fornleifur!

Mjög athyglisvert og ég hlakka til ađ kaupa bókina ţegar hún kemur út. Ţetta endalausa kóngastagl virkar auđvitađ hjákátlegt nútildags, viđ vorum heppin ađ fá lýđveldi hér (ímyndiđ ykkur Ólaf sem konung! Hmm, hann heldur kannski sjálfur ađ hann sé konungur? Alla vega er Dorrit einstaklega háborin!)

Enski tekstinn hér ađ ofan er međ nokkuđ af villum, í ţriđju línu á vćntanlega ađ standa "beg" en ekki "be", nokkru neđar stendur "such a contingencies" sem á vćntanlega ađ vera "such contingencies" eđa trúlega frekar "such a contingency", loks er einu "the" ofaukiđ í nćstneđstu línu annarrar efnisgreinar.

Verra fannst mér kommusetningin, nú veit ég ekki hversu vel Bruun var ađ sér í ţeim málum, en ţađ vantar allt of mikiđ af kommum, sem gerir tekstann á köflum illskiljanlegan. Til dćmis "The Danish Government was now as before of the opinion that it would be desireable and most dignified in every respect if the two brother nations in accordance with the good traditions of the Scandinavian countries, as in 1918 entered ..." verđur, međ nokkrum vel stađsettum kommum, "The Danish Government was now, as before, of the opinion that it would be desireable and most dignified in every respect if the two brother nations, in accordance with the good traditions of the Scandinavian countries, as in 1918, entered ..." (strangt til tekiđ ćttu ađ vera fleir kommur samkvćmt breskum stafsetningarreglum).

Annađ dćmi: "Especially in regard to Iceland no Danish Government notwithstanding the provisions of Art. 18 of the Union Act would be interested in a continuation of the Dano-Icelandic Union after 1943 unless this wish is shared by the majority of the people of Iceland." Ţessi málsgrein er illskiljanleg, međ fleiri kommum verđur hún betri: "Especially, in regard to Iceland, no Danish Government, notwithstanding the provisions of Art. 18 of the Union Act, would be interested in a continuation of the Dano-Icelandic Union after 1943, unless this wish is shared by the majority of the people of Iceland."

Talandi um komma og ţjóđrembu, sjálfur er ég vinstri mađur og ţjáist lítt af ţjóđernishyggju, nokkuđ sem mér finnst satt ađ segja bćđi hallćrislegt og gamaldags. Ég er stoltur af Íslandi og Íslendingum en spurningin um hvort landiđ gangi í ES eđa BNA er fyrir mér óháđ einhverjum ţjóđernisrembingi eđa ţjóđernishyggju.

(Ég er vel ađ merkja á móti inngöngu Íslands í ES, hef aldrei velt BNA fyrir mér í alvöru).

Kóngablćti og ţjóđernisremba sprettur upp úr sömu heimsmynd og t.d. trúarbrögđ. Fínt mál ef menn eru haldnir ţessum áráttum, en betra fyrir okkur öll ef ţeir flagga ţeim ekki opinberlega.

Brynjólfur Ţorvarđsson, 18.6.2013 kl. 06:23

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćll Brynjólfur, ţakka ţér fyrir prófarkarlesturinn, en  fyrir utan ţessar tvćr villur sem ég hafđi slćtt inn í textann, og ég ţakka ţér fyrir ađ benda mér á, ţá er hann sic,eins og hann er. Brun skeytti í ţessu bréfi ekki um kommur, og hefur greinilega ekki látiđ ritara hreinskrifa bréfiđ. Ađ minnsta kosti er ekki afrit af slíkri hreinritun til. Svona var líklega bréfiđ sem Hans G. Andersen fékk. En ţađ er ekki hćgt ađ misskilja ţađ, eđa annađ sem C.A.C. Brun lét eftir sér hafa um nauđsyn ţess ađ Íslendingar fengju sjálfstćđi.

Gott ađ ţú ćtlir ađ kaupa bókina, en fyrst verđur ađ skrifa hana, og ţví vona ég ađ Sigmundur Davíđ hugsi sér gott til glóđarinnar og styrki vinnu viđ slíkt miđađ viđ hvađ hann sagđi í Ţjóđhátíđarćđu sinni.

Kóngatal er ég ekkert međ, en konungur Dana skipti ţá miklu á ţessum tíma. Flestir Danir eru enn royalistar og hafa góđa drottningu ađ mínu mati. Vangaveltur ţínar um Ólaf Ragnar og konu hans Dorrit skrifast algjörlega á ţig. Mér finnst sjálfum Ólafur alţýđlegri en Vigdís. Svona er mat mannanna misjafnt. En um slíkt verđur ekki velt vöngum á bókinni. Ţó er ljóst ađ kratar voru konungshollari en flestir Íslendinga.

Ég er ekki sammála ţér um ađ kóngablćti og ţjóđernisremba séu sprottin upp úr sömu heimsmynd. Ég held frekast ađ ţćr hafi oft veriđ mjög ólíkar fyrr á tímum. Ţjóđernisremba og ţjóđernisrómantík finnst mér t.d. vera mest hjá vinstri sinnuđu fólki á Íslandi í dag, og á síđustu 40 árum sem ég hef ţroskast á, ţó ţađ sverji ţađ flest af sér (eins og ţú gerir). Vinstri mönnum ţykja ţeir gera allt rétt og hafa einkarétt á sannsleika og réttlćti. En um leiđ vill ţađ komast á spena ESB ekki ósvipađ og margir kratar vildu halda í konungsveldiđ í Danmörku. Kannski voru ţeir sem vógu Snorra Sturluson kratar?

Ađ mínu mati eru vinstri menn upp til hópa međ ţjóđernisrembu, en ţiđ eruđ ekki patríótar, ţjóđlyndir.

Ţar sem fađir minn var útlenskur mađur er ţjóđernisremba mín í međallagi og ég er ekki mjög mikill patríót, reyndar minna en fađir minn sem dýrkađi allt íslenskt. En ţessar kenndir er ţó ađ mínu mati ekkert úreltar, ef menn muna ađ fara ekki út í öfgar eins og í löndum Evrópu. Sjáđu hatriđ í Eystrasaltsríkjunum. Sjáđu fólkiđ sem telur ađ makríllinn sér eign ESB og tali jafnvel brusselsku.

FORNLEIFUR, 18.6.2013 kl. 07:59

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Jón Valur, ég held ađ Ţjóđverjar hafi lítiđ hugsađ um Ísland í tengslum viđ Danska konunginn. Í dönskum skjalasöfnum eru engin mikilvćg erindi frá ţýskum yfirvöldum í Danmörku né frá Berlín um Ísland. Hluti dönsku konungsćttarinnar hafđi reyndar náiđ samband viđ leiđandi danska nasista, ţótt Kristján hafi haldiđ sig langt frá ţeim.

Hins vegar fylgdist danska utanríkisţjónustan lengi međ ţví hvađ Ţjóđverjar skrifuđu í sínum fjölmiđlum um Ísland á stríđsárunum. Ađ sama skapi fylgdist danska utanríkisráđuneytiđ líka međ Íslendingum í Ţýskalandi fyrir stríđ og í byrjun ţess. T.d. taldi utanríkisráđuneyti Gunnar Gunnarsson vera argasta nasista ţegar hann fór í fyrirlestrarferđ sína til Ţýskalands áriđ 1940 og leit inn til foringjans í Berlín, sem ég hefur skrifađ hér um á Fornleifi áđur og ţú vilt ekki trúa. Danski sendiherrann í Berlín skrifađi t.d. til utanríkisráđuneytisins í Kaupmannahöfn ţegar Gunnar átti ađ halda upplestur í Nordische Gesellschaft í Berlín ţann 1. febrúar 1940: "Jeg giver ikke personligt Mřde for paa denne Maade overfor Nordische Gesellschaft at antyde, at jeg ikke er indforstaaet med den politiske Virksomhed, det i den senere Tid har indaugureret i sine Tryksager. ... Jeg skal forklare Hr. Gunnarsson, der spiser Lunch paa Gesandtskabet i Morgen, dette".

Og gettu nú hvađ ţađ var, Jón Valur, sem Nordisches Gesellschaft var fariđ ađ skrifa um og aldrei lét Gunnar Gunnarsson neitt uppi um ţađ hvađ sendiherran sagđi?

Ţví miđur kemur Knud J.V. Jespersen, sem einn sagnfrćđinga í Danmörku hefur fengiđ ađgang ađ dagbókum Kristjáns X, ekki skrifađ mikiđ um Ísland í bók sinni um Konung í tengslum viđ sambandsslitin. Bókin kom út fyrir nokkrum árum og ber heitiđ Rytterkongen.

Ég er líka hrćddur um ađ Kristján Konungur hafi veriđ tilskrifađ stćrra hlutverk en hann gegndi, en hann var vissulega sameiningartákn. En ađrir en hann sjálfur sáu um ađ varpa ţannig ljósi á hann. Ég hef skrifađ grein um hvernig Danir notuđu konung og gyđinga í áróđri sínum erlendis. sjá: http://www.postdoc.blog.is/users/3d/postdoc/files/rambam_2010_13276.pdf

FORNLEIFUR, 18.6.2013 kl. 08:46

6 identicon

Ţér leyniđ á yđur Fornleifur.

Gangi ţér vel.
          Kveđja,

Guđmundur Bjarnason (IP-tala skráđ) 20.6.2013 kl. 05:17

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ţér svariđ, Vilhjálmur.

Ekki nć ég ţessu um Berlínarfyrirlestur Gunnars Gunnarssonar 1940.

Merkilegt ţykir mér, ađ Knud J.V. Jespersen, einn sagnfrćđinga, hafi fengiđ ađgang ađ dagbókum Kristjáns X. Hefur ţú sótt um ađgang ađ ţeim? Eđa eiga ţćr ađ vera leyndar um einhvern ákveđinn árafjölda?

Jón Valur Jensson, 24.6.2013 kl. 00:49

8 Smámynd: FORNLEIFUR

Jón Valur, sendiherra Dana neitađi ađ vera viđstaddur fyrirlestur Gunnars Gunnarssonar, ţví sendiherranum ţótti sá félagsskapur orđinn ćriđ andgyđinglegur, og ţá er nú mikiđ sagt ţegar Herluf Zahle á í hlut, ţví hann kallađi ekki allt ömmu sína í ţeim efnum.

Ég hef sótt ţrisvar um ađganga ađ ţeirri dagbók, og ađeins blađsíđunni, sem ţessi klausa birtist í. Ţađ er Kabinetssekretariatet og Drottningin sem ákveđiđ hafa, ađ dagbókin sé ekki ađgengileg ţangađ til annađ verđur ákveđiđ. Rigsarkivet framfylgir ţeirri ósk. Líklega verđ ég ađ bíđa ţangađ til ađ sonur hennar kemst ađ. 

Jespersen hefur fengiđ undanţágu ţví hann skrifađi heila bók um konunginn. Ţví miđur vantar mikiđ í ţá bók, ţó hún sé ágćt. Mörgum óţćgilegum hlutum er sleppt og lítiđ sem ekkert er um t.d. Sambandsslitin.

Í eins mikilvćgu máli og um vitneskju konungs um gyđingastjörnuna hefđi kannski veriđ viđ hćfi ađ fá mynd af ţeim setningum sem segja frá henni. En nei, ţađ er lokuđ bók, enn sem komiđ er.

En miđađ viđ hve auđvelt ţađ var fyrir danska nasista ađ komast í gögn og stela ţeim, og hvađ mikiđ var gert til ađ varna ţví ađ ég kćmist í gögn um brottvísun gyđinga frá Danmörku, vćri kannski reynandi ađ hafa samband viđ nýnasistana ţegar ţeir koma út úr steininum og biđja ţá um ađ sćkja um ađ fá ađ lesa dagbók Kristjáns X. (Ţessari samlíkingu hef ég reyndar nýlega núiđ um nasir Rigsarkivet og Margrétar drottningar).

FORNLEIFUR, 24.6.2013 kl. 05:10

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ţér svariđ, Fornleifur!

Jón Valur Jensson, 14.7.2013 kl. 13:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband