Brotasilfur - óáfallið

60-3044_t5502e67e_m400_wmannamyndir_5_tif_x849c2892.jpg

Í þessari færslu má sjá tvær stórmerkar ljósmyndir sem finna má á vef Héraðsskjalasafns Austurlands. Hér borgar Kristján Eldjárn yfir silfursjóð sem fannst austur a landi, óáfallinn, árið 1980. Eldjárn þótti vitaskuld, sem eins konar fornleifafræðingi, furðulegt að sjóðurinn kæmi óáfallinn úr jörðu. Það þykir flestum reyndar enn í dag. Ég held að menn séu hættir að leita að skýringum. Það er svo óþægilegt.

Hér má lesa aðrar greinar Fornleifs um þennan sjóð:

Det ville som sagt være meget beklageligt for skandinavisk arkæologi... (2011) Greinin er ekki á dönsku.

Hvar er húfan mín? (11.12. 2012; sjá síðustu athugasemd neðst)

"Miklu betri en Silvo" (16.12.2012)

Moldin milda frá Miðhúsum er horfin (4.1.2013)

Hvað fær maður fyrir silfur sitt ?  (13.4.2013) Í þessari grein birtist eftirfarandi frásögn:

Auðun H. Einarsson segir frá (1.5. 1997, sjá færslu dags. 13.4.2013)

 

60-3043_t5502e66f_m400_wmannamyndir_5_tif_xcb785e45.jpg

Neðri myndin af vef Héraðssafns Austurlands er unaðsleg ljósmynd af finnandanum og syni hans. Gleðin skín úr augum þeirra. Ekki þótti finnandanum fundarlaunin góð, en síðar var bætt úr því fyrir tilstuðlan þingmanns eins frá Snæfellsnesi og skálds í Reykjavík, sem var sonur fyrrverandi forseta Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst þetta alltaf jafn merkilegt mál og legg til að þú skrifir bók um þetta. Ekki má á þetta minnast öðruvísi en uppiverði fótur og fit. Man að Egill Helgason hæddist að þér fyrir að hafa orð á þessu í þeim tilgangi að sýna fram á að þú hlytir að vera galinn og ómarktækur í allt annarri orðræðu.

Ég man að þetta varð strax hitamál og bríxlin gengu á víxl án þess að þú kæmir þar nærri. Meira að segja taldi breskur sérfræðingur augljóst að þetta væri falsað. Annar sagði að hnakktösku ömmu hans með brotasilfri hafi verið stolið á Miðhúsum nokkrum árum áður, er hún áði þar undir torfvegg.

Áhlekkjuð grein af mbl frá 1994 rekur ágætlega kenningar og brígsl í málinu og sýnir hversu umdeilt þetta var.

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/151115/

Átta mig ekki alveg á hvort þetta er varnarrit, en upplýsandi er þetta rétt eins og Píslarsaga Jóns Þumals bar vitni um hugarástand hans og tíðaranda galdrafársins.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2017 kl. 20:46

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Var það þessi skólastjóri / smíðakennari / áhugamaður um málmsmíði, sá er síðar fann silfrið?

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2017 kl. 20:48

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski er þetta efni í sögulega skáldsögu. Nú eða farsa í anda "Stjórnleysingi ferst af slysförum" eftir Fo. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2017 kl. 20:50

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kom nokkurntíma skýring á því af hverju einn gripurinn var talinn frá 19.  eða 20. Öld?

Er það ekki grunnur til efasemda? Rétt eins og undrajarðvegurinn á Miðhúsum, sem hélt silfri frá víkingaöld gljáfægðu allar þessar aldir?

Var þessi skýrsla dönsku forleifastofnunarinnar eitthvað yfirklór eða voru færð óyggjandi rök fyrir upprunanum?

Hvernig enduðu málaferli hjónanna?

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2017 kl. 21:03

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fann grein um dóminn. Þetta er eitthvað sem kalla mætti "Kengúrurétt". 

Einn gripur frá 20. Öld, silfurgreining vafasöm, finnandinn silfursmiður, ekkert féll á silfrið í tæp 1000 ár, skýrsla danska þjóðminjasafnsins alls ekki ein afdráttarlaus og að er látið liggja, gripirnir sagðir eiga samanburð í öðrum fundum en eiga þó engan, einhverjir gripir smíðaðir með nútímaverkfærum og áfram má lengi telja. Þú ert dæmdur fyrir að efast og færa rök fyrir efasemdum, sem aldrei voru hrakin.

Þetta hefur verið hreint helvíti að upplifa. Svo ævintýralegt að það verður að gera því skil í bók eða heimildamynd.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2017 kl. 21:30

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Finnanndinn er í raun viðurkenndur listasmiður en aðeins í tré horn og bein, samkvæmt DV. Hann hlaut meira að segja menningarverðlaun DV 1995 fyrir minjagripasmíði í samvinnu við Sigrúnu Eldjárn. Duttlungar örlaganna maður minn...

http://m.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2724000

Hvernig hljómaði það hjá Jóhannesi úr Kötlum aftur....

Ég flaug inn í hugskot fatæks manns

sem frelsandi leyftur

Það greip mig og dæmdi í eilífa áþján

minn eldur var bundinn og greyptur í ískaldan leir

og ári síðar, í eir var ég steyptur

og svo var ég seldur og keyptur..

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2017 kl. 21:51

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hlaut reyndar ekki verðlaunin, forlat, hann smíðaði þau og hannaði ásamt Sigrúnu. 

Kemur málínu lítið við en er skemmtilegt samt.:)

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2017 kl. 21:56

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þótt ég sé nánast sannfærður um að þessi sjöður sé falskur, eftir að hafa lesið og kynnt mér það sem ég kemst yfir, þá er ég ekki að Segja að Hlynur sé höfundurinn, þótt handlaginn sé. Einhverstaðar á einhverjum tímapunkti lét einhver glepjast og glópskan gekk svo upp í hásali vísinda og eftir það varð ekki aftur snúið og allir reyna að halda sínu akademíska og borgaralega mannorði og öll orkan hefur farið í þá vörn í stað þess að fjalla um gripina og kringumstæður fundarins. 

Fróðlegt þætti mér að sjá bókina sem Auðun saknar. Einnig hvað varð af verkfærunum og efninu, sem hurfu af Eiðum.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.3.2017 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband