Hvalasaga - 2. hluti

abraham_storck_-_walvisvangst.jpg

Ýmis konar heimildir um hvalveiðar fyrri alda á Norðurslóðum eru til. Nú fleygir fornleifafræðinni fram og fornleifarannsóknir sem gerðar hafa verið á Spitsbergen, Íslandi og Nýfundnalandi veita okkur haf af upplýsingum sem ekki voru áður þekktar. 

Á okkar tímum má finna öfgafyllstu hvalavinina á meðal Hollendinga. Um tíma hélt ég að annar hver Hollendingur væri annað hvort öfgafullur ESB sinni eða haldinn enn öfgafyllri hvalaþrá. Fyrr á öldum voru Hollendingar aftur á móti ein stórtækasta hvalveiðiþjóð í heiminum. Þess vegna er til margar heimildir um iðnvæddar hvalveiðar Hollendinga, og sumar ritheimildir um það efni eru enn órannsakaðar. Hugsanlega kann eitt og annað að finnast þar um hvalveiðar við Íslands. Við Íslendingar höfum varðveitt annála frá 17. öld sem upplýsa um upphaf þessara mikilvægu veiða við Ísland, en nú bæta frábærar fornleifarannsóknir í eyðurnar.  Enn hafa ekki fundist leifar eftir hvalveiðiútgerðir Baska við Íslandsstrendur, en það er aðeins tímaspursmál, hvenær slíkar minjar finnast.

Hvalveiðar og lýsi í list 

Eitt skemmtilegasta heimildasafn um hvalveiðar á 17. og 18. öld er að finna í alls kyns myndefni, sér í lagi frá Hollandi, hvort sem það eru málverk, prentverk, teikningar eða annað. Áhugi Hollendinga á hval var gríðarlegur, eins og öllu sem þeir sáu arð í á gullöld sinni á tíma hollenska lýðveldisins. 

Myndirnar sýndu mikilvægan iðnað, sem gaf af sér mikilvæga vörur, t.d. hvalalýsið, sem notað var til götulýsinga og vinnslu á brennisteini til púðurgerðar. Dýrasta lýsið var hins vegar höfuðlýsi, einnig kallaður hvalsauki. Það var unnið úr fitu úr höfði búrhvala og annarra hvala. Hvalsaukinn varð fljótandi við 37°C en storknaði við 29 °. Talið er að þessi olía stýri flothæfni hvala.  Fyrrum óðu menn í villu um eðli olíunnar og töldu hana vera sæði, þar sem hún þótti minna á sæði karla og var kalla spermaceti (dregir af sperma og ceti, sem er latneskt orð fyrir hvali). Úr stórum búrhval gátu menn fengið um 3-5 tonn af þessari merku olíu, sem var notuð í snyrtivörur smyrsl, kerti og margt annað.

Ríkir útgerðamenn í hollenskum bæjum þar sem hvalaútgerðin hafði heimahöfn létu útbúa fyrir sig skápa með myndum af hvalveiðum. Húsgaflar hvalveiðiskipstjóra voru skreyttir með lagmyndum af hvalveiðum og ýmsir smærri gripir voru skreyttir með myndum af hvalveiðum. Hvalskíði voru notuð í alls kyns vöru, t.d. regnhlífar, en einnig í ramma utan um myndir, í öskjur og mismunandi heimilisiðnað.
a0860b66c3e6adb72300c76295b330d8266ec1d9.jpg
Lágmynd af húsgafli sem varðveitt er á Fries Scheepvaart Museum.
 

Skoði maður málverk og myndir af hvalveiðum Hollendinga á 17. öld, er oft hægt að finna hafsjó af upplýsingum, þó svo að myndirnar hafi ekki verið málaðar af mönnum sem sjálfir ferðuðust til Spitsbergen, Jan Mayen, Grænlands og Íslands. Áður hef ég greint frá málverki Cornelis de Man af Smeerenburg (sem yfir á íslensku er hægt að þýða Spikbær) á Spitsbergen (sjá enn fremur hér). Þar er mikið um að vera og stórir brennsluofnar í notkun. Leifar af ofnum í líkingu við þá sem sjást á málverkinu hafa ekki verið rannsakaðir á Spitsbergen, og hafa ekki fundist. Prentmyndir (ristur) annarra listamanna myndir sýna ef til vill raunsærri mynd af vinnu við hvalinn í landi og ofna sem líkjast meira þeim sem rannsakaðir hafa verið, t.d. á Strákatanga og á Spitsbergen. Þeir eru af sömu stærð (sjá fyrri færslu). Listamaðurinn de Man hefur líklega sett spikofna eins og hann þekkti þá frá Hollandi inn á mynd sína, eins og svo margt annað.

lysisbrae_sla.jpg
Myndin er af korti Thomas Edge af Spitsbergen, sem hann kallar Grænland fyrir misskilning, sem kom út í bókinni Purchas His Pilgrimes/Hakluytus Posthumus eftir Samuel Purcahs (London 1625. Sjá kortið hér.
 
walvisvangst_bij_de_kust_van_spitsbergen_-_dutch_whalers_near_spitsbergen_abraham_storck_1690_detail.jpg

Málverk eftir Abraham Storck. á Rijksmuseum het Zuiderzeemuseum, Enkhuizen. Klikkið nokkrum sinnum með músinni á myndina til að sjá smáatriðin.

Tvö málverk Abrahams Storcks (1644-1708) sýna úrval að því sem gerist við hvalveiðar og hvalavinnslu á norðurslóðum. Þó að allt sem á myndunum sjáist sé ekki nákvæmt, eru þær frábær heimild, jafnvel þó svo að listamaðurinn hafi aldrei sett færu á Spitsbergen. Hann hafði heimildarmenn, og notaðist við teikningar annarra listamanna og safaríkar frásögur hvalveiðimanna sjálfra. 

abraham_storck_-_walvisvangst_detail.jpg
Skoðið þennan hluta málverksins efst, og klikkið á myndina til að skoða smáatrið.  Er þetta er miklu skemmtilegra en sjóræningjamynd? Málverkið tilheyrir Rijksmuseum í Amsterdam.

 

Föt hvalveiðimanna

Gaman er bera saman hinar mismunandi heimildir um hvalveiðar á 17. öld. Skoðar maður til dæmis vel föt og flíkur hvalveiðimanna á málverkum hollenskrar gullaldar, er ævintýri líkast að sjá þau föt sem fundust við fornleifarannsóknir á gröfum hvalveiðimanna á Smeerenburg. Stækkar maður brotið úr mynd Abrahams Storcks hér fyrir ofan mætti halda að þarna væru þeir komnir sem létust við störf sín þegar þeir dvöldu á Spitsbergen. 

dutch_pants_spitsbergen_2.jpg
 
img_0004.jpg
Húfur hvalveiðimanna á Spitsbergen frá 17. og fyrri hluta 18. aldar.

 

Tengd efni:

Hvalasaga - 1. hluti

Hvít Jól

Kaptajn, Købmand og Helligmand

Allen die willen naar Island gaan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband