Týnda tákniđ

Kambur Stöng 3

Nú haldiđ ţiđ ađ ég sé enn og aftur ađ fara ađ skrifa um týnda gripi á Ţjóđminjasafninu. Nei, ţar er fćst týnt, geymt eđa grafiđ.

Eitt er ţađ forna skreyti, sem ég er nokkuđ viss um ađ sé eitt ţađ algengasta á fyrri öldum. Ţađ hefur veriđ notađ jafnt á Íslandi, sem í Kína og Egyptalandi, međal Indíána, Sama og Rómverja. Engin tengsl eru nauđsynlega á milli ţeirra sem notuđu ţetta skreyti. Ţađ er einnig tilfelliđ á Íslandi. Ţetta munstur er svo einfalt, ađ varla er hćgt ađ kalla ţađ stíl, og svo alţjóđlegt og algengt í tíma og rúmi, ađ ţađ er til einskis nýtt viđ tímasetningu, eins og mađur getur ţó varlega međ öđrum stíltegundum, eins og t.d. dýrastíltegundunum víkingaaldar.

100px-Sun_symbol_svg

 

Mynstur ţađ sem hér um rćđir er punktur og hringur utan um. Englendingar kalla ţetta circle dot, dot and circle eđa jafnvel circled dot, sem lýsir öllu sem lýsa ţarf. Hálfguđ okkar íslenskra fornleifafrćđinga, Kristján Eldjárn, kallađi ţetta depilhringi og er ţá ágćtt heiti.

Ţetta "tákn" hefur t.d. veriđ notađ af Dan Brown í bókinni The Lost Symbol, sem á íslensku heitir Týnda tákniđ.  Menn leggja mismunandi skilning í hvađ depilhringir getur táknađ, ef ţađ táknar ţá nokkuđ, og er ekki bara einfaldasta mynstur/skreyti sem til er, og sem er einfalt ađ grafa eđa slá í málm eđa bein međ ţar til gerđu verkfćri, til dćmis ţar til gerđum síl eđa járnal (grafal). Ég les alls ekki Dan Brown, svo ég veit ekki hvađa ţýđingu hann leggur í ţetta "tákn". Ég hef ţó heyrt ađ sumir sjá í ţessu alsjáandi auga eđa tákn fyrir Jesús. Ţađ held ég ađ sé langsótt hringavitleysa.

Hér sýni ég lesendum mínum safn fallegra gripa á Ţjóđminjasafni Íslands, sem fundist hafa á Íslandi og sem eru skreyttir međ ţessu einfalda munstri. Sumir depilhringirnir eru grafnir međ sýl og ađrir slegnir međ grafal. Ţetta skreyti finnst á gripum út um allt land sem notađir voru á löngu tímabili. Man ég t.d. eftir kefli úr sauđalegg, sem til er á Ţjóđminjasafninu, sem alsett er ţessu skreyti. Ţó virđist sem depilhringurinn hafi veriđ sérlega algengur í Ţjórsárdal. En ekki vil ég leggja of mikiđ í ţađ.

Kambur Stöng teikn 85 2
Ţjms. 13829, Ljósm. og teikn. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Kambar Skallakot 3 

Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1983

Kambar frá Stöng (Ţjms. 13829) og Sámsstöđum í Ţjórsárdal (númer 30 og 31 í uppgreftri Sveinbjarnar Rafnssonar sem ţar fór fram sumrin 1971-72; Sjá hér). Kambarnir eru af gerđ (hřjryggede enkeltkamme) sem algengir voru í Noregi á 12. öld. Aldursgreining á kömbunum í t.d. Björgvin og Ţrándheimi í Noregi var ein af mörgum ástćđunum til ţess ađ ég dró tilgátu Sigurđar Ţórarinssonar um eyđingu allrar byggđar í Ţjórsárdal í gosinu í Heklu áriđ 1104 í efa. En sú meinloka, ađ halda ađ  Ţjórsárdalur hafi fariđ í eyđiđ áriđ 1104 er harla lífseig. Jafnvel eftir ađ ađrir fornleifafrćđingar en ég hafa reynt ađ gera ţá skođun ađ sinni eigin, er enn veriđ ađ kenna börnum vitleysuna í skólum landsins og ljúga ţessu ađ ferđamönnum (sjá hér). Ađrir kambar en Ţjórsárdalskambarnir, međ depilhringaskreyti, en eitthvađ eldri, eru einnig varđveittir á Ţjóđminjasafni Íslands, en ég á víst ekki tiltćkar myndir af ţeim.

Prjónn Steinastadir

Ljósmynd og teikning Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson  

Nál úr bronsi, rúmlega 6 sm löng, međ hnattlaga haus úr bronsi sem fannst viđ rústina á Steinastöđum í Ţjórsárdal áriđ 1960 (skráđ í ađfangabćkur Ţjms. sem 1960:42). Svipađar nálar en fíngerđari og úr silfri eđa gulli teljast venjulega til 10. og 11. aldar.

Prjónn 2 sh

 Ljósmynd V.Ö.V. 1988

Hringprjónn (dálkur), Ţjms. 5252, frá Hróarsstöđum í S-Ţingeyjarsýslu. Prjónninn er ađeins 6,2 sm langur og er úr bronsi. Prjónninn, sem er međ 6 depilhringi á haus og 3 á prjóninum,fannst eins og svo margt á Íslandi í uppblćstri. Fyrir mörgum árum teiknađi ég og ljósmyndađi alla dálka sem fundust höfđu á Íslandi og sendi Thomas Fanning, sem var írskur fornleifafrćđingur (einnig prestur/munkur) og , sem í árarađir hafđi rannsakađ hringprjóna á Írlandi og annars stađar. Ég kynntist Fanning lítillega í Danmörku. Ţví miđur dó Thomas Fanning um aldur fram og ég fékk aldrei neinar aldursgreiningar frá honum. Áriđ 1994 kom hins vegar út verk hans Viking Age Ringed Pins from Dublin. Samkvćmt tegundafrćđi hringprjóna í ţeirri bók, sem byggđi á rannsókn Fannings á fjölda hringprjóna sem fundust viđ fornleifarannsóknir í Dublin á 7. áratug 20. aldar, virđist ţessi prjónn á grundvelli annarra áreiđanlegra aldursgreininga vera frá 11. öld. Ţessi tegund telst til Polyhedral headed ringed pins. Síđar verđur hér fariđ betur inn á hringprjónana sem varđveittir eru í Ţjóđminjasafni Íslands. Ţeir eru í dag eru sýndir í stílfrćđilegri og tímatalslegri belg og biđu sem sýnir vćntanlega ađ ţekking starfsmanna á ţessum gripum hefur ekki aukist síđan ađ Kristján Eldjárn ritađi sitt ágćta rit Kuml og Haugfé í heiđnum siđ á Íslandi 

329
Hringur

Beinhólkur (Ţjms. 329) sem fannst áriđ 1866 í dys viđ Rangá eystri. Á hólknum eru ristar (krotađar, svo notuđ séu orđ Eldjárns) myndir af tveimur hjörtum (eđa hreindýrum) í frekar Vest-norrćnum stíl. Hirtirnir bíta lauf af stílgerđu tré (lífsins tré/arbor vitae). Hirtir sem er mjög kristiđ (einnig gyđinglegt: Zvi) tákn sem táknar hreinleika eđa sál. Svo eru á hólkinum fjórir depilhringir. Menn hafa sökum skreytisins og fundastađarins taliđ sér trú um ađ hringur ţessi hafi tilheyrt Hirti bróđur Gunnars á Hlíđarenda. Stílfrćđilega getur ţađ ekki stađist. Bergsteinn heitinn Gizurarson brunamálastjóri fór árin 1996 og  2000 á skeiđ í hugmyndafluginu í ţremur áhugaverđum greinum í Lesbók Morgunblađsins ţegar hann skrifađi um ţennan grip. Tengdi hann hólkinn vítt og breitt um steppur Asíu (sjá enn fremur hér). Ekki tel ég ástćđu til ađ rengja hugmyndir Bergsteins, en mađur velur hverju mađur trúir.  

Nálhús Stöng 1983:25 Copyright VÖV

Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1995

Nálhús úr bronsi sem fannst á Stöng í Ţjórsárdal áriđ 1983 (Stöng 1983:25). Nálhúsiđ (sjá meira hér), sem er ađeins 4,5 sm ađ leng fannst neđst í gólfi skálarústarinnar sem er undir ţeim skála sem menn geta enn skođađ á Stöng í Ţjórsárdal. Nálhúsiđ er álitiđ vera af aust-norrćnni gerđ. Nálhúsiđ er frá 11. öld. 

Bjalla 2 
Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1989.
Batey bjalla 2

Bjalla úr bronsi, 2,5 sm, ađ hćđ međ depilhringum (Ţjms. 1198). Fundin í kumlateig á Brú í Biskupstungum (Kumlateigur 29, skv. kumlatali Kristjáns Eldjárn í Kumli og Haugfé,1956, bls. 62-3). Bjallan og annađ haugfé fannst fyrir 1880 af 10 ára stúlku og föđur hennar. Kristján Eldjárn taldi víst, ađ ţar sem steinasörvi (perlur) og bjalla hafi fundist á sama stađ og vopn og verjur, ađ ţarna hafi veriđ a.m.k. tvö kuml, karls og konu. Kristján Eldjárn gekk ekki međ perlur (sörvitölur) svo vitađ sé, en ţađ gerđu hins vegar forfeđur hans. Ekki getur ţví talist ólíklegt, ađ fundurinn sér úr kumli eins karls. Tvćr ađrar bjöllur svipađar hafa fundist á Íslandi, ein í kumli karls, hin úr kumli konu. Svipuđ bjalla, sem fannst sem lausafundur á Freswick Links á Caithness á Skotlandi, er sýnd hér til samanburđar (sjá enn fremur hér).

nordlingaholl

Kirkjukambur úr bronsi, frá Norđlingahól hjá Melabergi á Miđnesi í Gullbringusýslu. (Ţjms. 5021). Sjá meira um kambinn hér hér.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Ţorvarđsson

Ţakka ţér enn sem oftar fyrir góđa fćrslu. Las nokkrar hjá ţér í gćr og tók eftir ţví ađ ţađ vantar víđa linka í svigunum - ekki alls stađar en oftar en einu sinni.

Brynjólfur Ţorvarđsson, 21.2.2013 kl. 06:57

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru ţeir farnir ađ finna pólerađ silfur í jörđu í danaveldi líka? http://visir.is/fann-valkyrjustyttu-ur-silfri-fra-timum-vikinganna/article/2013130228998

Jón Steinar Ragnarsson, 28.2.2013 kl. 10:24

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćll Brynjólfur, ég tók ekki eftir ţessu fyrr en nú ţví tölvan hefur veriđ lamasessi- ađ gefa sig. Linkarnir geta veriđ nokkuđ ţungir, ţar sem ţeir eru oft stórar pdf-skrár. Ţađ fer oft eftir krafti tölvunnar (RAM) sem mađur er í, hve langan tíma ţađ tekur. 

Jón Steinar, ég skrifađi um valkyrjuna sama dag og ţú ritađir mér ţetta. Ástćđan til ţess ađ valkyrjan virđist vera svo vel varđveitt er ađ hún er gyllt (logagyllt). Ekki fellur á gull eins og ţú veist. En ef ţú skođar niellóiđ á klćđum hennar, ţá sérđu hve vel er falliđ á silfriđ. Mér sýnist nú einnig ađ hún hafi veriđ forvarin áđur en hún fór í myndatöku. Dálítiđ make-up skađar aldrei.

FORNLEIFUR, 5.3.2013 kl. 07:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband