Byltingarbifreiđin Moskvitch

Logo-mzma

Nei, Fornleifur er ekki hrokkinn upp af enn, Gleđilegt ár!

Fyrstu minningar yfirritstjóra Fornleifs af bifreiđum eru annars vegar af bílum afa míns, en hins vegar úr leigubílum Bifreiđastöđvar Steindórs, sem ilmuđu af Wunderbaum-kortum međ myndum af léttklćddum blondínum í strápilsum međ kókoshnetubrjóstahöld. Ég ók af og til í leigubíl međ föđur mínum og móđur áđur en ţau festu kaup á eigin bíl, ţó strćtisvagnar SVR vćru nú lengst af ţarfasti ţjónn fjölskyldunnar.

Fađir minn og móđir tóku ekki ökupróf fyrr en 1968, ţegar foreldrar mínir keypti sér Cortínu. Fađir minn kom frá landi ţar sem bílar ţóttu ekki nauđsynlegir og hjól voru ađalfararskjótinn. Í hollenska hernum hafđi honum ekki tekist betur til í bílprófi sem hann átti ađ taka, ađ hann bakkađi á og braut grindverk og lenti ofan í skurđi, en ţá var hann reyndar ađ taka próf á hertrukk. Ţví tel ég útilokađ ađ hann hafi fengiđ ökuskírteini ţá, og var hann settur í skrifstofustörf međ hann gegndi herskyldu.

Moskvitch

Fyrsti fjölskyldubíllinn sem mér var ekiđ í svo ég viti til, var Moskvitch móđurafa míns, Vilhelms Kristinssonar. Hann átti tvo, Moskvitch M-402, ţriggja gíra, sem hann keypti áriđ 1956 og Moskvitch M-407 (fjögurra gíra) sem hann keypti ca. 1962, ţegar sú gerđ kom fram.

Ţetta voru frekar ódýrir bílar, en óţéttir og harđir, en ţeir voru ágćtir í vetrarhörkum, ţegar annađ á hjólum fraus. Ţá komst ţessi Síberíuchevy leiđar sinnar, hvert sem var. Veit ég lítiđ um viđhaldskostnađ viđ ţessa bíla, en afi hrósađi ţeim miđađ viđ enskar druslur sem hann átti síđar.

2558118556_34c06f5651_b

Moskvitchinn var eitthvađ seldur á Bretlandseyjum og man ég eftir ţví ađ ég rakst á einn gamlan ţegar ég bjó og stundađi nám í Durham 1988-89. Ţess má geta ađ einnig var framleidd gerđ sem kölluđ var M-410 sem var međ drif á öllum hjólum. Var hćgt ađ nota hana sem dráttarvél.

Moskvitchinn var framleiddur af MZMA verksmiđjunni í MoskvuMZMA er skammstöfun fyrir Moskovsky Zavod Malolitrazhnykh Avtomobiley, sem á íslensku útleggst Smábílaverksmiđja Moskvuborgar. Moskvitch ţýđir einfaldlega Moskvubúi.

Afi var enginn efnamađur, og alla tíđ flokksbundinn Krati, sem jafnvel keypti Alţýđublađiđ eftir ađ ţá hvarf. Ţó hann hefđi haft ráđ á dýrari bíl, mátti mađur sem krati ekki berast á og mér er sagt ađ hann hafi átt ţennan bíl međ öđrum um tíma, en ţađ tel ég nú frekar hafa veriđ Austin-bifreiđ sem afi átti fyrr međ fjarskyldum frćnda ömmu minnar. Sá mađur varđ frćgur fyrir ađ koma of seint í 100 metra hlaup í keppni í tugţraut á Ólympíuleikunum áriđ 1936. Hann fékk ađ hlaupa einn, ţrátt fyrir ađ hafa móđgađ foringjann.

Ný gerđ af Moskvitch var til sýnis í KR-heimilinu áriđ 1956

Afi sagđi mér á sínum tíma, ađ hann hefđi fariđ ađ skođa M-420 módeliđ af Moskvitch í KR heimilinu og séđ ţar áróđurskvikmynd um ágćti hans. Nokkrum dögum síđar festi hann kaup á eintaki og ekki sakađi ađ frćndi hans (líklegast of fjarskyldur til ţess ađ ég geti kallađ hann frćnda) átti Bifreiđar og Landbúnađarvélar, sem fluttu inn ţessa eđalkagga, en ţá var B&L á Ćgisgötu 10, ţar sem kollega minn Bjarni F. Einarsson hefur lengi veriđ međ Fornleifastofuna sína.

Moskvitch í Mogganum

Mér ţótti alltaf gott ađ aka međ afa í Moskvitchinum, eđa Mosaskítnum, eins og ég kallađi M-407 módeliđ, ţví ég man nú mest lítiđ eftir M-402 gerđinni. Eitt situr enn eftir í minningunni. En ţađ var sérstök lyktin (en sumir kölluđu ţetta fýlu) í Moskvitch, sem ég hef líka fundiđ í Volgum sem ekki var reykt í og Lödunni minni hér um áriđ, sem afi fjármagnađi ađ einhverju leyti. Hvernig ţessi ilmur var búinn til veit ég ekki, en ég hef síđar kallađ ţetta byltingarilm.

Ég man eftir mörgum ferđum međ afa og samstarfsmanni hans, Ţórđi, er ég fór međ ţeim á 7. áratugnum í skíđagöngur til heilsubótar uppi í Hveradal. Moskvitchinn komst allt (ef logiđ skal eins og Rússi), og man ég eftir ţví ađ afi var ađ draga frjálshyggjubíla í gang á Heiđinni, sem ekkert ţoldu og dóu í vetrarhörkum.

Rauđhólar 1956 Moskwitch

Móđir mín ţykist hér aka í Moskvitch M-402, sem bar númeraplötuna R 385, en ţađ númer fékk hann ţegar á 4. áratugnum er hann keypti sinn fyrsta bíl. Hćgt er ađ stćkka myndina međ ţví ađ klikka á hana međ músinni.

Myndin hér fyrir ofan er tekin stuttu eftir ađ afi keypti fyrsta Moskvitchinn sinn. Fjölskyldan fór í bíltúr upp ađ Rauđhólum og móđir mín fékk allranáđugast ađ prófa bílinn. Hefur líklega ţótt öruggast ađ gera slíkt í Rauđhólum, ţar sem yfirvöld sáu ekki til. Móđir mín situr viđ stýriđ, en amma mín sýnist mér ađ sé hálfsmeyk í farţegasćtinu. Fađir minnt tók myndina í vetrarhörkunni í Rauđhólum: Myndin er ađ mínu mati hálfgert meistarastykki og hefđi sćmt sér vel sem auglýsing fyrir Moskvitch bíla og hefđi vafalítiđ kćtt fólk austan járntjaldsins, nú ţegar ţađ var fariđ ađ venjast ţví ađ vera laust viđ Stalín og framtíđin öll virtist ljósari en fyrr.

Stjarna allra bílanna í fjölskyldunni, og ţar á međal má nefna Austin, Skoda, Mercury Maverick, Wartburg, Honda, Skoda Fabia, Rolls Roys (?), Cortínur, Hyundai og líklega eitthvađ japanskt rusl, er óneitanlega Moskvitcharnir hans afa. Ţađ er einfaldlega ekki hćgt ađ kaupa slíka bíla í dag... Ţeir eru löngu komnir á söfn og ţví alls ekki úr vegi ađ nefna ţá á Fornleifi.

Москвич_407

Sjáiđ línurnar. En allt var ţetta "design" stoliđ. Ljósmynd: Sergey Korovkin
 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ţegar mađur lék sér í bílaleik sem fátenntur snađi í gúmmískóm, ţá voru hljóđin byggđ á söngnum úr gírkassa Moskvitch. Njann njann njann.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.1.2018 kl. 13:00

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Jújú, ţađ voru vissulega ýmis hljóđ í ţessum bíl, sem bentu til ţess ađ Rússarnir vćru ekki komnir eins langt í tćkninni og ađrar ţjóđir. Njet, njet var hljóđiđ ţegar hann fór ekki í gang.

FORNLEIFUR, 13.1.2018 kl. 13:09

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fór nokkuđ oft austur Járntjald, á međan ţađ var og hét. Skil vel ađ kröfurnar hafi ekki veriđ háar ţar á bć. Kramiđ var ţó sterkt og grofgert í rússnenskum bílum.

Litlir fćtur standa í eilífri ţakkarskuld fyrir Tékknensku gúmmískóna allavega. Ţađ pródukt sló öllum Skodum og Zastava viđ. :)

Moskvitch varđ varđ síst betri á áttunda áratugnum. Einu sinni var ég í bílferđ yfir Breiđadalsheiđi međ fjölskyldunni auk afa og ömmu. Ţá brotnađi framhjóliđ undan moskanum og hann endasentist út í móa ţar sem hann stöđvađist eftir ótal veltur. Enginn slasađist alvarlega nema ég ađ sjálfsögđu (story of my life). Hausinn krambúlerađist svo ég var óţekkjanlegur. Einhver ör á ég enn til virnis um ţađ. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 13.1.2018 kl. 23:28

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég var kátur í ţessari bílferđ og blístrađi lag fyrir afa og ömmu. Eftir veltuna hef ég aldrei sönglađ né blístrađ ţađ lag og ţađ fer enn uggur um mig ţegar ég heyri ţađ. Ónot illra fyrirbođa fylgir ţví enn.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.1.2018 kl. 23:32

5 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

 Held ég fari rétt međ ađ vélin í "moskanum" hafi upprunalega veriđ frá BMW. Gott ef ekki í Volgunni einnig. Hvort ţetta var hluti af stríđsskađabótum, eđa stríđsgóss veit ég ekkert um. Leiđrétti mig einhver, sem betur veit.

 Ţađ sem rússarnir klikkuđu hinsvegar á var ađ uppfćra og bćta ţessar vélar. Ţćr voru meira og minna óbreyttar lungann úr tímanum, sem ţessir bílar voru framleiddir, ţó "orginallinn" vćri frá ţví í seinna stríđi.

 Utan um ţessar vélar voru smíđuđ ýmis hylki. Misvel gerđ, en ódýr, enda munađi ekki fyrir ađ fara í kommúnisma. 

 NIVA rennur enn í dag um allar borgir og bći Rússlands, en međ ţónokkrum endurbótum ţó, frá fyrri tíđ.

 Moskinn verđur ávallt hluti af sögu Íslands, ekki síđur en Rússlands.

 Ţakka góđan pistil, ađ vanda, međ áramótakveđju ađ sunnan.

Halldór Egill Guđnason, 14.1.2018 kl. 01:03

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einusinni var ekki ţverfótađ hér fyrir lödu Ninva, skýrđ eftir drullusprćnunni sem rennur í gegnum Pétursborg  (Neva) Volga var önnur drullusprćna. Moskovich ţýđir Moskvubúi, eftir ţví sem ég best veit. Svo voru Úral trukkarnir ódrepandi skírđir viđeigandi eftir fjöllunum. Einhverntíma heyrđi ég ađ rússar smíđuđu bíla međ ţví sjónarmiđi ađ hćgt vćri ađ nýta ţá í striđi. 

Nú eru Prche jepparnir teknir viđ af Lödunni. Teikn um ađ me me me kynslöđin er í blóma og tippamćlingar helsta ţjođarsportiđ.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2018 kl. 01:28

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Porche, átti ţađ ađ vera. Forlat.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2018 kl. 01:28

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrstu Moskovich bílarnir sem voru fluttir til landsins, voru í raun Opel Kadett 1939, en Rússar tók fćriböndin traustataki í stríđslok 1945 og fluttu ţau til Rússlands. 

Kadett var tveggja hurđa, en Stalín heimtađi fernar dyr, sem voru fyrir bragđiđ mjög ţröngar og auk ţess hćtti bílunum til ađ liđast í sundur á vondu vegum Rússlands. 

Ómar Ragnarsson, 14.1.2018 kl. 02:27

9 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţakka ykkur fyrir fróđleikinn, slysasögur og um tippamćlingar, ţiđ Jón Steinar, Halldór Egill og Ómar. Ég vissi ţetta um Opelinn (Kadett), en er varđveittur Moskvitch frá ţví fyrir 1956 á Íslandi? Ég man ađ í Berlín var eitt sinn sýndur vel upp gerđur "Opel kadett" en svo komu í ljós svik, ţví ţetta var rússneskt karosserí og leifar frá Rússneska hernum í DDR. Í nýlegri "gamanmynd" um dauđa Stalíns, sem ég sá fyrir viku síđan, sá mađur einn slíkan Moskvitch.

Ég man eftir Moskvitch og Lada station í Reykjavík (ţ.e. af blöđrukynslóđinni), en var flutt in M-410 međ fjórhjóladrifi eđa tveggja dyra Moski? Ţađ eru um ţađ bil ljótastu bílar sem ég hef séđ.

Man svo einhver ykkar eftir ţví, helst ţú Ómar, hvort ađ Skoda Tatra hafi veriđ fluttur til Íslands? T.d. fyrirstríđs Tatra eins og ţessi. 'Önnur gerđ međ ugga ađ aftan var einnig framleidd.1936 Tatra T77 Aerodynamic Limousine

FORNLEIFUR, 14.1.2018 kl. 06:07

10 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Voru kallađir "öryrkjabílar" skilst mér, fyrir norđan.  Fengust uppí fisk einhverntíma, og voru gefnir öryrkum. (Fyrir mína tíđ.)
Ţóttu ágćtis farartćki á holóttum vegum, en menn voru ekkert ofsalega hrifnir af ađ láta sjá sig á ţeim.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.1.2018 kl. 10:10

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Man eftir Tatra vörubílum.Trukkar kannski betra nafn. Ţeir voru upphaflega eins og vöđvastćlt útgáfa af Dodge Veapon. (Víbon, eins og ţeir voru nefndir hér) ţóttu mikil kraftatröll.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2018 kl. 11:46

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Dodge Weapon, átti ţa ađ vera. Forlat.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2018 kl. 11:47

13 Smámynd: FORNLEIFUR

 En međ Tatra eru viđ komnir í land Skodans, Jón Steinar. Höldum okkur viđ Sovétríkin. Ţar var voru ţeir međ GAX, AvtoVAZ og UAZ. Eitthvađ ađ ţessum merkjum voru víst flutt til Íslands?

FORNLEIFUR, 14.1.2018 kl. 17:48

14 Smámynd: FORNLEIFUR

GAZ átti ađ standa ţarna

FORNLEIFUR, 14.1.2018 kl. 17:49

15 Smámynd: FORNLEIFUR

Einnig Kamaz og Ural og ZIL. Ţađ er líklega kominn tími til ađ B&L láti rita sögu rússneskra tryllitćkja á Íslandi.

FORNLEIFUR, 14.1.2018 kl. 17:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband