Hinn heilagi íslenski ţjóđfáni

gledilega_hatid.jpgHér hefst röđ nokkurra greina um merki Íslands, skjaldamerki fyrr og síđar, fána ţjóđarinnar og skildi riddara hennar.

Ekki alls fyrir löngu sá ég í fréttum RÚV, ađ Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson ćtlađi ađ setja fram fjölda mála á ţingi, ţó engin stórpólitísk eđa vitsmunaleg (sjá hér, 8:50 inni í fréttatímanum). Eitt ađ af keppikeflum hins landsföđurlega unglings er ađ leggja fram breytingar á lögum á ţjóđfánanum til ađ leyfa notkun fánans á verslunarvörum sem framleiddar eru á íslandi; sem og í vörumerkjum og umbúđum (á ţađ líka viđ list, sem líka er verslunarvara?). Hann bođiđ slíkt lagafrumvarp í fyrra en kannski var ţađ eitthvađ annađ?

fanasala.jpg

Ljósmynd Haraldur Jónasson. Myndin efst er skönnuđ af höfundi og er af safni hans af íslenskum fánum úr Turmac sígarettupökkum. Slík merki myndu ekki fá náđ fyrir lögum Sigmundar Davíđs í dag.


Fáninn er sameign landsmanna. Frjálsa ţjóđin í vestri er búin ađ nota Stars and Stripes í alls kyns tilbrigđum og Union Jack Breta hefur t.d. veriđ settur á kitlara (titrara/gervilimi) sem seldir eru í Soho, án ţess ađ menn kippi sér hiđ minnsta upp viđ ţađ. Ţađ kemur ţví ekki á óvart ađ Sigmundur Davíđ leikmyndahönnuđur á Selfossi, mađur međ ríka fortíđarást gerist fánahyllir og leyfi fánann á hvađ sem er, ađ ţví tilskyldu ađ framleiđslan sé alíslenskt og framleidd í landinu sjálfu undir strangri umsjón fánaeftirlitsmanna og fánalögreglunnar.

Ţetta er auđvitađ leynd ađför ađ minjagripasölumönnum á Íslandi, sem selja alls kyns rusl í fánalitunum og umvafiđ í ţjóđfánann, búiđ til af börnum í Kína og Laos. Íslenskir minjagripir eiga ađ vera íslenskir og hráefniđ í ţá líka!

Rís ţú upp unga Íslands merki
Ţetta minnir mig allt á umbrot í MH á árum mínu ţar (1976-79), ţegar hópur kristinna í skólanum bađ samnema sínu um ađ teikna Guđ og ţá var ţjóđfáninn mönnum hugleikinn. Niđurstöđurnar voru birtar á sýningu og međal ţess kom í sarpinn var ređur í reisn litađ međ fánalitunum. Einnig var teikning af Hallgrímskirkjunni sem portkona svört og mikiđ í netsokkum  sat klofvega yfir og gerđi síg líklega til ađ gleypa turninn. Síđastnefnd teikning var gerđ af guđsdreng einum í skólanum, drátthögum mjög í erótískri list. Ţessir draumórar hans spurđust ţó ekki vel fyrir hjá rektor Guđmundi Arnlaugssyni sem var alveg mát, og lét banna sýninguna. Flestir nemar skólans hlógu sig máttlausa enda komnir tíma ţar sem menn tóku merki lýđveldisins ekki eins alvarlega og lýđveldiđ sjálft, sem er miklu mikilvćgara en merki ţess.

Sifjarspell
Ósk Sigmundar um ađ hafa fánann einvörđungu á höndum íslenskra framleiđenda, minnir mig á frekjudrós ađ Norđan, fyrrverandi fegurđardís úr Sjallanum, sem fyrir nokkrum árum reyndi međ lögfrćđingaađstođ ađ banna konu sem í mörg ár hafđi rekiđ fyrirtćki undir nafninu SIF ađ nota ţađ nafn, vegna ţess ađ hún vćri sjálf farin ađ nota nafniđ í sínum atvinnurekstri og vćri hin eina og sanna SIF JAKOBS alţjóđlegur skartgripahönnuđur, lćrđ í Svíţjóđ: "Einnig kemur fram ađ hún sé ađalhönnuđur eins af stćrstu skartgripafyrirtćkjunum í Kína og sömuleiđis séu skartgripir hennar seldir í Leonard hér á landi. Ţá hafi hún hannađ skartgripi sem seldir hafa veriđ til styrktar góđum málefnum, svo sem til styrktar Neistanum (styrktarfélagi hjartveikra barna), blindum börnum og Krabbameinsfélaginu. Af ţessu hafi hróđur hennar sem skartgripahönnuđar spurst út og hún orđin ţekkt hér á landi sem og erlendis fyrrverandi hönnuđur hjá stćrsta skartgripafyrirtćki Kína" . Málatilbúningur var allur hinn hjákátlegasti (sjá hér), enda tapađi Sif (sem reyndar heitir Guđný Sif) máli sínu međ glćsibrag í úrskurđi Einkaleyfisstofnunar. Skartgripir hennar minna mig á hundaólar međ "blingi" og glerdemöntum, og virđast fjöldaframleiddir af börnum í Kína á ómannsćmandi launum. Ţess vegna er ég búinn ađ hafa samband viđ Marc Jacobs og hef sagt honum frá Guđnýu sem sumir halda ađ sé systir hans. Frekja Sifjar minnir mig á vissan hátt á Sigmund Davíđ, sem ćtlar ađ banna öđrum mönnum en íslenskum ađ nýta sér íslenska fánann. Nú á ţetta ađ verđa Íslenski fáninn by David Gunlogs. Hefur ráđherrann ekkert betra viđ tímann ađ gera?

Ţegar fađir minn vanvirti íslenska fánann.
c_users_pabbi_pictures_wim_2_817312_1269458.jpgFađir minn var erlendur mađur ađ uppruna og kaupahéđinn. Ţetta er hann á myndinni í ćsku sinni. Eitt sinn fékk hann ţá hugmynd snemma á 7. áratug 20. aldar ađ fá framleidd ţjóđleg gluggamerki fyrir íslenskar bifreiđar, enda sá hann ţađ greinilega fyrstur manna fyrir ađ Íslendingar myndu síđar flykkjast i ferjum til erlendra landa á drossíum sínum. Var ţessu framtaki ekki tekiđ vel upp í ráđuneytum landsins ţótt ađ merkin rokseldust. Fađir minn fékk bréf frá tveimur ráđuneytum og ţađ í hótunarstíl. Honum var greint frá ţví ađ hann notađi skjaldamerki og fána Íslands í leyfisleysi.

Fađir minn, sem hafđi í nćr áratug veriđ íslenskur ríkisborgari hafđi strax samband viđ Gunnlaug Ţórđarson, sem oft hafđi veriđ honum innan handa međ lögfrćđileg vandamál og var einnig um skeiđ endurskođandi föđur míns. Gunnlaugur sagđi ţađ af og frá ađ fađir minn vćri ađ brjóta nokkur lög. Pabbi andađi léttar. En ţá barst hótunarbréf um sektir og fangelsisvist og hvađ eina, sem ég á ţví miđur ekki búinn ađ finna. Hćtti ţá fađir minn sölu á ţessum bílamerkjum og sneri sér ađ ermamerkjum međ fána og skjaldamerki og lyklakippum međ skjaldamerki Íslands sem aldrei var fett fingur út í og sem rokseldust í Rammagerđinni og í öđrum minjagripaverslunum, jafnvel á Langanesi.

Tel ég víst ađ einhver stór smásál ađ Norđan í íslenska stjórnkerfinu hafi ekki ţolađ ađ útlendingur vćri ađ selja hinn heilaga íslenska fána. Gunnlaugur Ţórđarson taldi hins vegar víst, ađ ţađ hefđu hleypt galli í blóđ stjórnvalda ađ fađir minn lét setja myndir af ýmsum opinberum byggingum á rúđumerkin, ţannig ađ útlendingar sćju á bifreiđum Íslendinga hve kotungsleg dómkirkja, ţinghús og forsćtisráđuneyti landsins vćru. Gunnlaugur taldi, sem sagt, ađ ţetta kćmi viđ minnimáttarkenndina í sumum Íslendingum.

bilru_umerkib.jpg

Fyrir nokkrum árum tókst mér ađ bjarga nokkrum gluggamerkjum, svokölluđum decals, sem fađir minn lét framleiđa í Hollandi hjá fyrirtćki í Amsterdam sem bar heitiđ ALIMEX. Fleiri gerđir voru til en ţessar. Ein var t.d. međ íslenska fánanum á skildi og önnum međ íslenska skjaldamerkinu. Mig minnir einnig ađ Leifsstyttan á Skóavörđuholtinu vćri á einu merkjanna.

bilrudumerki2b.jpg

Ţessi merki rokseldust, en voru í óţökk verndara hins heilaga, unga, íslenska fána, sem hins vegar var stundum hylltur á afar sérstakan hátt (sjá hér), líkt og í Kaldárseli áriđ 1989, ţar sem sannkristnir menn hylltu fánann međ "rómverska" laginu. Ekkert var sagt viđ ţví í ráđuneytunum. Myndin er fengin úr Barnablađinu 2.tölublađi, 1989.

heil_fani.jpg

Heil eđa Saluto Romano, sem er seinni alda tilbúningur og á ekkert skylt viđ Rómverja.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţćtti mér nú vćnt um ađ lesendur mínir sendu mér ljótustu dćmin sem ţeir ţekkja af túristahrođa, ţađ sem íslenski fáninn hefur veriđ tekinn í gíslingu af íslenskum kaupmönnum sem láta börn í fjarlćgum löndum búa til glingriđ fyrir okkur.

FORNLEIFUR, 14.9.2015 kl. 09:08

2 identicon

Sćll Fornleifur.

Er ţér kunnugt um nokkra lýđrćđisţjóđ
í víđri veröld sem 'skartar'
skjaldarmerki erlends valds, sbr.
Alţingishúsiđ?

Húsari. (IP-tala skráđ) 15.9.2015 kl. 09:36

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Húsari enn ađ auglýsa fáfrćđi sína - á ţaki ţinghússins er ekkert skjaldarmerki eins og flestir vita, heldur er ţar „monogram“ eđa fangamark eins og ţađ er kalađ á íslensku međ kórónu fyrir ofan. Ţađ er ekki skjaldarmerki og hefur aldrei veriđ.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.9.2015 kl. 14:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband