Hvađ sagđi Gunnar ?

Gunnar hittir Hitler 1a lille

Hvađ sagđi Gunnar ţegar hann heilsađi á Hitler, en ţađ gerđi hann svo sannarlega ţann 20. mars 1940. Sagđi hann Gnädiger Herr eđa einfaldlega Mein Führer. Ég giska á ţađ síđara, enda tel ég Gunnar Gunnarsson hafa veriđ brennandi nasista, engu síđri en Norđmanninn Knut Hamsun.

Nýlega ćsti ég mann og annan međ ţví ađ halda nasisma Gunnars fram (sjá hér og hér) og benda á stađreyndir, sem ekki hefur veriđ hampađ hingađ til. Sumir vildu ekki trúa mér. En eins og Mark Twain skrifađi: Ţađ er auđveldara ađ plata fólk, en ađ sannfćra fólk um ţađ hafi veriđ platađ.

Hér er svo myndin sem ég lofađi landsmönnum og lesendum mínum. Gunnar er hér nýkominn af fundi međ Hitler í Berlín. Aríska svartfuglinn í lífverđi Hitlers ţekkjum viđ ekki, en sá feiti til vinstri er einn af morđhundum Hitlers í Lettlandi, Hinrich Lohse, sem var gildur limur í Nordische Gesellschaft líkt og Gunnar. Gunnar fór af fundinum međ Hitler og slátrađi litlum lömbum á Hérađi, en Lohse drap gyđinga eins og flugur í Lettlandi.

Eftir öll ţessi ár kemur ţessi ljósmynd af eina Íslendingum sem talađi viđ Hitler nú fyrst fyrir sjónir Íslendinga. Var eitthvađ ađ? Frćđileg hćgđarteppa? Afneitun?

Gunnar var skáld í "góđum félagsskap", líkt og Laxness. Ţeir voru "sjálfstćđir menn", en ţrátt fyrir ţađ allháđir ofurstefnum í útlandinu og ţjónkunarsamir viđ útópíur. Ţetta er einfaldlega stađreynd sem menn verđa kyngja í stađ ţess ađ stinga höfđinu í sandinn. Gunnar var markađur af sínum samtíma. Eftir heimsstyrjöldina hentađi ţađ ekki vel ađ hafa veriđ í kaffi hjá Hitler.

Ég er ekki í vafa um, ađ allar (hugsanlegar) Nóbelsverđlaunaóskir Gunnars hafi fariđ fyrir ofan garđ og neđan, ţví svona mynd og ađrar af Gunnari og vitneskju um nasisma hans hafđi Nóbelakademían í Svíţjóđ séđ og fengiđ. Ţótt margir sćnskir menningarvitar hefđu horft gapandi af ađdáun til nasismans, vildu fćstir ţeirra muna eftir ţví ađ stríđinu loknu.

Í dag sendi ég myndina í hárri upplausn til Gunnarsstofnunar á Skriđuklaustri. Á hinu ríkisstyrkta menningar- og upplýsingasetri býst ég ekki viđ öđru en ađ menn hengi myndina upp á vegg í svörtum ramma međ öđrum senum úr lífi Gunnars Gunnarssonar. Ég spái ţví ađ innan skamms verđi ţessi mynd einnig komin á heimasíđu Gunnarsstofnun og inn í sögubćkur sem hingađ til hafa sagt okkur ađ Gunnar hafi alls ekki veriđ neinn nasisti. Einar Már Guđmundsson getur nú hćtt ađ ljúga Dani fulla um Gunnar.

Myndir birtist í tímaritinu Der Norden, Jahrgang 17, hefti 5. 1940.  Ţetta rit var til á ýmsum menningarheimilum í Reykjavík hér um áriđ. En varđ svo mjög sjaldgćft, og af öllu má dćma ađ Gunnar hafi fargađ sínu eintaki.

Textinn viđ myndina hljómađi svo:

Der Führer empfing den bekannten isländischen Dichter Gunnar Gunnarsson. Gunnar Gunnarsson, der bei seinem Empfang durch den Führer vom Leiter der Nordischen Gesellschaft, Gauleiter und Oberpräsident Lohse, und vom Präsidenten des Großsen Rates der Nordischen Gesellschaft. Oberbürgermeister Staatsrat Dr. Dreschler, Lübeck, begleitet war, hat im Laufe des Winters in 44 deutschen Städten für die Nordische Gesellschaft mit großen Erfolg Vorlesungen aus seinen Werken abgehalten. (Aufn. Heinrich Hoffmann).

Ţetta var ekki eina myndin sem birtist ađ skáldinu í Ţýskalandi áriđ 1940. Nokkrar ađrar, ţar sem hann las upp úr bókum sínum í ársbyrjun 1940, hafa einnig birst. Hér eru ţćr:

Gunnar Königsberg 1940

Gunnar Gunnarson les upp í Königsberg (sem heitir Kaliningrad í dag)

   Gunnar in Gera

Gunnar ţakkar íbúum Gera í Thüringen fyrir góđar móttökur. Takiđ eftir ţví hve vel merktir hinir bókmenntaáhugasömu borgarar eru.

Reichenber a lille

Gunnar ritar nafn sitt í hina gylltu bók borgarinnar Reichenberg (í dag Liberec í Tékklandi)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ţađ er mesti óţarfi ađ vera ađ afneita samsekt Halldórs Kiljans í morđinu á Búkharín sem hann réttlćtti og ađ vera ađ skúra ţennan Gunnar af nasísmanum. ţessir blekbullarar eru ekkert merkilegri en hverjir ađrir og alls ekki fallnir tl pólitískrar leiđsagnar. Móđursýkin í Laxnesdýrkun Matthíasar Johannessen í Mogganum um áratugi hefur til dćmis engu áorkađ í ţví ađ fegra karakter Halldórs Kiljans sem er langt í frá ađ vera sá hvítasti.Eđa finnst ykkur ţađ?

Halldór Jónsson, 16.9.2012 kl. 10:53

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Neí, Laxness var ekki barnanna bestur!

Annars held ég einn helsti atvinnusjúkdómur margra skálda sé tvískinnungur og sjúkleg sjálfhverfa.

FORNLEIFUR, 16.9.2012 kl. 11:00

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Ég hef líka leyft mér ađ halda ađ Hitler hafi litiđ á Gunnar sem mögulegan "Quisling" sinn á Íslandi. En engar sönnur hef ég fyrir ţví.

FORNLEIFUR, 16.9.2012 kl. 11:12

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyţórsson

Ađ sögn foreldra minna töluđu Íslendingar í Ţýskalandi alltaf um „Hjalta“ ţegar Hitler bar á góma til ađ forđast njósnara í nágrenninu. Göbbels og Göring höfđu líka dulnefni, en ţau man ég ekki.

Vilhjálmur Eyţórsson, 16.9.2012 kl. 13:37

5 Smámynd: Jón Ţórhallsson

Ég myndi frekar mćla međ GUNNARI DAL:

http://books.google.is/books?id=P9Uw5wSgMncC&pg=PA5&source=gbs_selected_pages&cad=3#v=onepage&q&f=false

Jón Ţórhallsson, 16.9.2012 kl. 14:04

6 identicon

Ţessa mynd hef ég séđ einhversstađar fyrir langalöngu. Ef myndasafn Ţjóđviljans sáluga er enn til er hana eflaust ţar ađ finna.

Jón (IP-tala skráđ) 16.9.2012 kl. 16:35

7 Smámynd: FORNLEIFUR

Ég hélt ađ allir lesendur Ţjóđviljans vćru farnir yfir móđuna miklu.  Home to Stalin.

Rétt er ţađ Jón, Argus skrifađi, sjá hér http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2769082

FORNLEIFUR, 16.9.2012 kl. 17:01

8 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţví meir ástćđa fyrir Gunnarsstofnun ađ sýna ţennan atburđ á www.skriduklaustur.is

Gunnarsstofnun er nú búin ađ fá myndina í góđri upplausn, til ţess arna.

FORNLEIFUR, 16.9.2012 kl. 17:02

9 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Myndin af Gunnar á tröppunum er líka á bls. 305 í bók Halldórs Guđmundssonar Skáldalíf sem kom út 2006.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 16.9.2012 kl. 18:48

10 Smámynd: FORNLEIFUR

Já Sigurđur Ţór, ţví meiri ástćđa til ţess ađ hún sé líka á síđu Gunnarsstofnunar.

FORNLEIFUR, 16.9.2012 kl. 18:58

11 identicon

Athugasemd: Arthúr Björgvin Bollason  sótti um forstöđumannsstöđuna um síđustu aldamót. .en   ţađ datt upp fyrir   sjá  tilv.........."kveđiđ var ađ ganga til viđrćđna viđ Arthúr Björgvin Bollason um ađ hann tćki viđ stöđu forstöđumanns. Ţá kom í ljós ađ hann hafđi á sínum tíma ritađ greinar í tímaritiđ Ţjóđlíf og skrifađ bókina Ljóshćrđa villidýriđ, og ţar bendlađ Gunnar Gunnarsson, hvers minningu stofnunin er tileinkuđ, viđ nasisma. Hafđi hann ekki getiđ skrifanna í umsókn sinni. Fjölskylda skáldsins var alls ósátt viđ ráđningu Arthúrs, sem hún taldi hafa lagt sig fram um ađ veitast ađ ţví"

pollus (IP-tala skráđ) 16.9.2012 kl. 19:07

12 Smámynd: FORNLEIFUR

Viltu senda ţetta aftur Pollus, ţá tek ég ţessa fćrslu út.

FORNLEIFUR, 16.9.2012 kl. 19:15

13 identicon

 Arthúr Björgvin Bollason var áhugasamur um Gunnar Gunnarsson og skrifađi sögu hans .Hann sýndi minnigu skáldsins virđingu  og var ekkert rćtinn. Held ég .Fannst ţessi málatilbúnađur ćttingja Gunnars skrítinn. Arthúr Björgvin lagđi ekkert árar í bát og hefur sinnt öđrum verkefnum af sóma.

pollus (IP-tala skráđ) 16.9.2012 kl. 19:27

14 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţessi frétt

http://fornleifur.blog.is/users/5c/fornleifur/files/horfin_frett_16748.pdf hvarf á vefsíđu RÚV fyrir stundu. Fyrr í dag var hana ađ finna á slóđinni http://www.ruv.is/frett/thegar-gunnar-hitti-hitler ,  en sama hvađ ég leita, ţá finn ég hana ekki nú á vefsíđu RÚV. Ţađ er upplýst ađ síđa sem ég er ađ leita ađ sé ţar ekki. En víđ ítarleit finn ég ţetta: http://www.ruv.is/frett/morgunutvarpid/gunnar-gunnarsson-var-ekki-nasisti

Ég vona ađ ţetta sé bara eitthvađ tćknilegt, "afsakiđ stutt hlé" eđa eitthvađ ţvíumlíkt. Ég hef nú spurt vefmeistara RUV.is og fréttastofuna hvar ţeir hafa faliđ fréttina.

FORNLEIFUR, 16.9.2012 kl. 19:29

15 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Pollus, flestar ráđningar í menningargeiranum á Íslandi eru afleiđingar klíkuskaps og pots. Ţjóđfélagiđ er stórskađađ af menningarlegri skyldleikarćkt.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.9.2012 kl. 20:35

16 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ţađ held ég séu orđ ađ sönnu meistari Vilhjálmur ađ "ţjóđfélagiđ sé stórskađađ af menningarlegri skyldleikarćkt"

En ánćgjulegt ađ sjá ađ menn eru ekki eins feimnir núna viđ ađ segja hreint út hvernig Gunnar var í raun. Hans er getiđ nokkuđ í´bókinni "Íslenskir Nastistar" frá 1988 en ţar er sagt ađ hann hafi ađ sönnu ekki veriđ nasisti.

Svolítiđ skrýtiđ í ljósi ţess ađ hann var líklega eini Íslendingurinn sem hitti Hitler.

Kveđja

kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 16.9.2012 kl. 22:55

17 Smámynd: Jens Guđ

  Hefur ţađ einhvern tíma veriđ vafamál ađ GG var hallur undir nasisma?  Annađ mál er hvort ađ hann var harđlínu nasisti.  Ţađ er blćbrigđamunur á.  Spurning um ţađ hvar gráa línan ver/er.

Jens Guđ, 17.9.2012 kl. 22:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband