Gripur úr gulli eldist um nćr 200 ár í nýrri íslenskri bók

Vatnsfjordur 2007

Í framhaldi af alţýđlegri grein Fornleifs um alţýđleg frćđistörf Ţorvalds Friđrikssonar um hugsanlegan heim írskra og skoskra landnámsmanna á Ísland, barst mér bók Ţorvalds međ hrađi frá Íslandi.

Góđur gestur af rammírskum ćttum, fornvinur fjölskyldu norrćnnar konu minnar (sem er dönsk) kom í heimsókn ásamt konu sinni og fćrđi hann mér bók Ţorvalds ađ gjöf. Ég er ţó enn ekki búinn ađ glugga djúpúđugt í kveriđ. Ţorvaldur Friđriksson telur reyndar ađ "Djúpúđga"/sem er sama og Djúphugađa (eins og Auđur landnámskona er kölluđ í Fćreyjum) geti ţýtt "Guđs félagi" (sjá bls. 117 í "gelísku" orđasafni Ţorvalds í bókinni hans Keltar).

Ţorvaldur má halda ţađ ef hann vill. Villuţankar eru ekki bannađir á okkar tímum, ţví í dag getum viđ svarađ ţeim.

Gull/Óir - (Lat. Aurum)

Fornleifur rak vitaskuld strax augun í gull á blađsíđu 49. Ţar birtir Ţorvaldur mynd af litlu broti (sem er ađeins um 1. sm ađ stćrđ) af nćlu sem fannst viđ fornleifauppgröft í Vatnsfirđi í Ísafjarđardjúpi fyrr á öldinni.

Án nokkurra vitrćnna tilvitnanna í ţennan fund frá Vatnsfirđi viđ Djúp, dregur Ţorvaldur eftirfarandi ályktun af gullbroti ţessu:

Nćlan er frá tímabilinu 850-950 e.kr. [sic]. Hún kann ađ vera dýrgripur úr konungsgarđi Kjarvals Írakonungs. Snćbjörn Eyvindarson, sem bjó í Vatnsfirđi, var ömmubarn Raförtu dóttur Kjarvals. Gripurinn var bútađur í sundur, sem títt var á víkingatíđ, og ţađ ţynnubrot sem fannst í Vatnsfirđi var sennilegast notađ sem hálsmen ţví búiđ var ađ gera gat í gegnum ţađ. 

Fornleifi leiđ sannast sagna hálfilla eftir ađ hafa lesiđ ţetta kjaftćđi, bullocks, eins og ţađ er kallađ á enska tungu og ţađ sem Írar kalla bullán (uppruninn má vera öllum skýr). Ţessi vinnubrögđ koma auđvitađ ţví óorđi á íslenska fornleifafrćđinga, ađ ţeir séu eintómir grillufangarar og bullustrokkar.

Međ öll ţau hjálpartćki sem menn hafa í dag, og međal annars veraldarvefinn, hefđi Ţorvaldur geta komist ađ ţví sanna um Kite-formed broches (flugdreka-laga nćlur, sem er vitaskuld nýlegt frćđiheiti og ekki góđ gelíska). Slíkar nćlur voru vissulegar framleiddar á Írlandi.

Brotiđ sem fannst viđ rannsóknir í Vatnsfirđi er af nćlu eins og ţeirri sem fannst í Waterford á Írlandi. Nú er Waterford vitaskuld norrćnt/enskt nafn á írskum bć á SA-Írlandi og Waterford ţýđir ţađ sama og Vatnsfjörđur eins og glöggir menn sjá ţegar.

Nćlur ţessar eru ekki frá tímabilinu 850-950 eftir Krists burđ, eins og Ţorvaldur heldur fjálgur fram og ţađ án tilvitnanna - sem reyndar er engar ađ finna í bók hans - heldur frá ţví um 1100 e. Kr.

6_Kite_Brooch-Resized

Leyfum fornleifafrćđingum í Waterford ađ segja sitt frćđilega álit í stađ ţess ađ trúa bulláni Ţorvalds:

A fusion of Irish, Scandinavian, English and continental European influences

Though Irish in type, the decoration shows English, continental European and Scandinavian influences as you would expect in the Hiberno-Norse town of Waterford.  The body of the brooch was made of a cast hollow silver kite-shaped box to which was attached a hinge and long silver pin to fasten the cloak. The box was decorated with gold filigree, impressed with gold foil and amethyst-coloured glass studs. The studs were probably also made locally and it is possible that the wearer believed that they were real gems. (Sjá hér).

the-waterford-kite-brooch

Vinnubrögđ eins og viđ sjáum á bls. 49 í bók Ţorvalds Friđrikssonar, Keltar, eru leiđigjarnt grillufang af verstu gerđ. Slíkt á ekki ađ bera á torg í bókum um frćđileg málefni, ţó svo ađ bókin komi út á Íslandi, eigi ađ vera "alţýđufrćđi" og höfđa til fólksins. Íslensk alţýđa hefur sama rétt á ţví ađ ţekkja sannleikann eins og allir ađrir. Fornleifafrćđin fjallar ekki um ađ framreiđa langsóttar vangaveltur og skemmtiefni fyrir auđtrúa fólk - setta fram af fólki međ takmarkađa ţekkingu á ţví sem ţađ skrifar um. Ţannig er ţađ nú bara.

Vađmálsbók

Agaleg (áibhéalach) lesning. Stundum hef ég haldiđ ađ Ţorvaldur sé ţađ sem Írar kalla Greannmhar (Grínmađur, og er orđiđ komiđ frá norrćnum mönnum), en honum er greinilega fúlasta alvara.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu ţaakkir fyrir síđast. Ţetta var alveg yndislegt ađ hitta ykkur.Og nú er tilgnginum náđ međ ađ afhenda ţér ţessa bók.

Vćnti reyndar meiri fróđleiks eftir ađ ţu hefur lokiđ lestrinum.

mbk Kristján

Kristján Baldursson (IP-tala skráđ) 24.11.2022 kl. 16:10

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband