Konurnar í Andvörpum voru íslenskar

768c.jpg

Söfn eru aldrei betri en fólkiđ sem vinnur á ţeim. Ţetta á einnig viđ um bestu söfn í heimi, t.d. Louvre i París. Ég kem ađ ţví síđar.

Áriđ 1999 birti ég stóra opnugrein í Lesbók Morgunblađsins um teikningar meistara Albrechts Dürers. Ţćr tel ég vera af íslenskum konum. Á ţeirri skođun voru einnig sérfrćđingar 19. aldar, hollenskur sérfrćđingur á 20. öld og t.d. Björn Ţorsteinsson sem birti eina myndanna í bókum sínum um miđaldasögu. Ég bar ritháttinn á skýringum Dürers undir Stefán heitinn Karlsson, og hann las Eissland en ekki Eiffland eins og sumir ţýskir sérfrćđingar ćttađir frá Eystrasaltslöndum.

Vegna misskilnings ţýsk ţjóđlífslistamanns síđar á 16. öld. Joost Ammans, sem ekki gat lesiđ skrift Dürers, urđu ţessar konur, sem hann endurteiknađi, ađ líflenskum konum og međ tíđ og tíma héldu menn ađ ţćr vćru frá Líflandi, ţ.e.a.s. frá svćđinu á milli Eistlands nútímans og Lettlands.

heynes3_1227983.jpg
Í Heynesbók, AM 147 4to, sem er líklega frá 15. öld eđa byrjun 16. aldar, er ađ finna mynd af konu sem fćrir liggjandi konu könnu. Faldur drukknu konunnar í Heynesbók er mjög líkur faldi fyrirkonunnar á myndinni efst. Sjá enn fremur hér

 Ţegar ég hafđi á sínum tíma samband viđ Louvre og ţýskan sérfrćđing, fékk mjög hofmóđug svör, sérstaklega frá maddömunni í Ţýskalandi, sem ekki tók vel í erindi mitt, sem ég lét fylgja myndir úr íslensku handriti máli mínu til stuđnings, sem og ađrar upplýsingar, sem birtust í grein minni í Lesbókinni. Sumu fólki finnst ekki gott ađ breyta og umbylta fastfrosnum skođunum sínum.

768b.jpg

 

Tölvupóstur frá Inu Line

Ég gladdist ţví mjög í fyrra er ég fékk tölvupóst frá listsagnfrćđingi og sérfrćđingi í búningum eistneskum, sem heitir Ina Line, sem ţekkti fornleifafrćđing danskan sem ţekkti mig. Ina Line vildi vita, hvađ ég hefđi skrifađ um konurnar í lćrđri grein minni í Lesbók Morgunblađsins, sem hún hafi rekist á á veraldarvefnum. Ég sendi Line línu og sagđi henni ţađ í stórum dráttum, og hún var sammála mér. Engir búningar sem ţessir sem Dürer teiknađi, ţekkjast frá Eistlandi og Lettlandi. Menn hafa einfaldlega Lesiđ Eissland sem Eiffland. Lífland var á tímabili kallađ Eiffland.

Ef fariđ er inn á vef Louvre, er enn sagt ađ konurnar séu frá Livonie, en einnig er búiđ ađ bćta Íslandi viđ. Ţetta gćti hugsanlega ruglađ einhverja í ríminu, ţví Ísland og Lífland eru allfjarri hvoru öđru, og jafnvel ţó svo ađ einhverjir stórhuga menn hafi klínt Íslandi í Eystrasaltsráđiđ eftir afrek Jóns Baldvins og ekki síst Jóns Vals Jenssonar fyrir ţau lönd.

Líklegt ţykir mér ađ konurnar á myndum Dürers hafi veriđ samfeđra einhverjum af ţeim Pálum eđa Hannesum sem áttu allt á Íslandi  16. öld, og ađ ţćr hafi ţarna veriđ međ mönnum sínum sem ćtluđu ađ koma ár sinni vel fyrir borđ, ţegar Kristján II Danakonungur seldi Ísland hćstbjóđanda í Niđurlöndum. Karlanginn hafđi áform um slíkt, enda var hann á hausnum eftir hernađ gegn Svíum. Sigbrit Villomsdóttir, hin hollenska móđir látinnar frillu Kristjáns konungs, Dyveku, var honum innan handar. Sigbrit sá á tímabili um öll fjármál Kristjáns. Meira um hana og Stjána síđar.

768_2.jpg
Sjáiđ ţessa fínu sauđskinnskó međ bryddingum.

Ţess má geta ađ fyrir nćr 25 árum síđan fćrđi ég búningasérfrćđingi Ţjóđminjasafnsins, Elsu E. Guđjónsson, litmyndir af myndum Dürers úr safni auđmannsins og síonistans Edmonds de Rotschilds sem er varđveitt í Louvre. Vonađist ég til ţess ađ hún gerđi ţeim skil. Henni ţótti mjög ólíklegt ađ myndirnar sýndu íslenskar konur, en gat ţó ekki rökstudd ţađ á neinn hátt. Henni entist ekki aldur til ađ rita um ţetta eins og svo margt annađ.

Elstu myndirnar af íslenskum konum á erlendri grundu, ef ekki elstu myndirnar af íslenskum konum yfirleitt, eru teikningar meistara Albrechts Dürer. Einhvern tíman uppgötvar hiđ stóra Louvre ţađ, sem og ađ Ísland og Lífland hafi aldrei veriđ nágrannalönd. Ţangađ til ríkir franskur stórbokkaháttur og lítilsvirđing.

durerface.gif

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband