Syndafall á Ţjóđminjasafni

Screenshot_2019-12-27 Smycke

Sumariđ 1883 stundađi starfsmađur Forngripasafnsins í Reykjavík furđuleg forngripa(viđ)skipti međ ţjóđararfinn. Hann lét útsendara frá Nordiska Museet i Stokkhólmi hafa forláta brjóstkringlu frá 16. öld, sem hafđi veriđ búningasilfur kvenna á Íslandi í aldarađir. Brjóstkringlu ţessa, sem sem er úr logagylltu silfri, fékk Nordiska Museet ađ ţví er virđist ađ gjöf ţann 8. júlí 1883.

Áriđ 2008 fékk Ţjóđminjasafniđ brjóstkringluna aftur ađ láni í óákveđinn tíma og hefur hún nú hlotiđ safnanúmeriđ NMs-38867/2008-5-185. Ţađ vekur hins vegar furđu ađ starfsmađur Ţjóđminjasafnsins, sem fćrt hefur brjóstkringluna inn í Sarp, skráningarkerfi flestra safna á Íslandi, lćtur ţetta eftir sér hafa á Sarpi:

í skiptum fyrir R.A., 8.XII.  Brjóstkringla. Efni silfur, gylt. Ţverm. 6 cm. Sjá Afb. 2 - 3 , Pl. 3, 12 a - b. Fengin frá Forngrs. í skiptum af R.A., 8.XII.1883 kom hún. 

Eitthvađ virkar ţetta eins og endasleppt ruglumbull. En međ góđum vilja má ćtla, ađ menn á Ţjóđminjasafni viti á einhverju stigi ekki hvort brjóstkringlan hafi komiđ frá Svíţjóđ, en ţó er ég ekki viss, ţví mig grunar ađ starfsmađurinn sem skrifar ţessa ţvćlu kunni líklegast ekki setningarfrćđi og notkun spurningarmerkja. En kom kringan til Íslands? Ţađ má vera eđlileg spurning miđađ viđ allt ţetta rugl á Sarpi.

Međan ađ brjóstkringlan góđa var í Svíţjóđ, hafđi enginn í Stokkhólmi burđi til ađ rannsaka ţennan grip eđa uppruna hans, ţví ekki er hann íslenskur. Kringlan var ađeins skráđ ţar sem "smycken"  frá Íslandi og upplýst er ađ Forngripasafniđ hafi gefiđ hana Nordiska Museet.


Önnur kringla í "Endurlifnunarstíl"

Nú vill svo til ađ Forngripasafniđ átti annan, sams konar grip og kringluna, sem gefin var til Stokkhólms. Hún ber númeriđ 2156 (sjá hér) og henni fylgir löng keđja; hvortveggja er logagyllt. Kringlunni ţeirri í Forngripasafninu lýsti Sigurđur Vigfússon á eftirfarandi hátt:

sigur_ur_vigfussonHálsfesti úr silfri, algylt, l.um 135 cm., br. 6 mm., ţ. 2 mm. Öll samfelld; kveiktir hlekkir, grannir, dálítiđ undnir, svo festin verđur sljett; hún er svo sem tvöföld öll, samsett af tvennum hringum; kemur ţađ glegst í ljós er undiđ er öfugt upp á hana. Á henni leikur lítill grafinn silfurlás, gyltur, međ hring í, og í honum hangir kringlótt  kinga, 5,9 cm. ađ ţverm. og 48 gr. ađ ţyngd, steypt úr silfri og gylt, međ mjög upphleyptu verki beggja vegna og steyptri snúru umhverfis.   Annars vegar er syndafalliđ, Adam og Eva standa hjá skilningstrjenu góđs og ills;  Eva tekur ávöxt af trjenu og Adam heldur á öđrum.  Ormurinn (djöfullinn) hringar sig um trjeđ.  Dýr merkurinnar (einhyrningur, uxi, svanur, hjörtur o.fl.) eru til beggja hliđa. Yzt vinstra megin virđist vera Jahve og sendir frá sjer engil á flugi: en yzt hćgra megin virđist engill(inn) reka Adam burtu; eru ţćr myndir miklu smćrri en ađalmyndin. Trjeđ er međ mikilli krónu og fyrir neđan hana er letrađ: MVLIER . DE - DIT. MIHI/ ET . COMEDI . - GE . 2. ( ţ.e. konan gaf mjer og jeg át međ. Genesis  [1. bók Móse ] 2. [kap.]). Hins vegar er friđţćgingin fyrir syndafall og syndir mannkynsins; Krossfesting Krists. Umhverfis Krist ađ ofan eru geislar í hálfhring.  Sinn rćninginn er til hvorrar handar.  María frá Magdölum krýpur viđ kross Krists og heldur um hann.  Önnur kona ( María móđir Krists?) snýr sjer undan og gengur frá. Hermađur (Longinus) ćtlar ađ stinga spjóti í síđu Krists; annar ađ brjóta međ kylfu fótleggi annars rćningjanna. Höfuđsmađurinn (Longinus) situr á hestsbaki hjá krossi Krists og hefur spjót sitt á lopti.  Beggja vegna viđ krossana og milli ţeirra er leturlína yfir ţvera kinguna: MIS-ERERE. NO-BIS - DOMI-NE(  ţ.e. Miskunna oss drottinn ). Alt er ţetta í endurlifnunarstýl og líklega frá 16.öld.  Sennilega gjört í Ţýzkalandi, í upphafi, ađ minsta kosti. - Festin (og kingan) er sögđ ađ vera frá Jóni biskupi Arasyni, en seinast hefur átt hana Sigurđur á Vatnsleysu (Jónsson) (S.V.).

Öll ţessi frćđsla Sigurđar Vigfússonar var góđ og blessuđ, eins langt og hún náđi, og Sigurđur Vigfússon gerđi sér eins og sannur síđendurlifnunarstílisti far um ađ frćđast, sem og upplýsa ţá sem áttu ţjóđararfinn. Mćttu menn taka hann sér til fyrirmyndar, bćđi í á Nordiska Museet og á Ţjóđminjasafni nútímans.

Medalía en ekki brjóstkringla

hans-reinhard-d.AE.-taetig-1535-1568-fuer-johann-friedrich-den-grossmuetigen-von-sachsen-1532-1547-1066510
Ţó Sigurđur Vigfússon hafi miđlađ haldgóđum upplýsingum  og komist nćrri um flest hvađ varđar "brjóstkringlu", og sem sögđ var frá Jóni Biskupi Arasyni komin, hafđi hann ekki ađgang af öllum ţeim upplýsingum sem fólk hefur í dag, en sem sumir virđast ţó ekki geta nýtt sér til gagns eđa gamans.

hans-reinhard-d.AE.-taetig-1535-1568-fuer-johann-friedrich-den-grossmuetigen-von-sachsen-1532-1547-a-1066510

Međ örlítilli fyrirhöfn er fljótt hćgt ađ komast ađ ţví ađ ţćr tvćr "brjóstkringlur" sem varđveittust á Íslandi eru í raun medalíur, sem Jóhann fyrsti Friđrik hinn mikilfenglegi, kjörfursti af Saxlandi (Johann Friedrich der Großmütige von Sachsen;1532-1547) lét steypa (og ekki slá) einhvern tíma stuttu eftir áriđ 1535 - eđa um ţađ bil - eđa ađ minnsta kosti áđur en hann hrökk upp af vegna offitu og lystalifnađs. Hann var mikill fylgisveinn Marteins Lúters og átu ţeir kumpánar greinilega sams konar mat. 

Lucas_Cranach_d.J._-_Kurfürst_Johann_Friedrich_der_Großmütige_von_Sachsen_(1578)Lukas Cranach eilífađi Jóhann kjörfursta eins og kćfu í dós.

Medalíumeistarinn, eđa listamađurinn sem steypti medalíurnar, var Hans Reinhard inn eldri, sem starfađi á tímabilinu 1535 fram til 1568.

Nýlega var á uppbođi í Vínarborg seld medalía af ţeirri gerđ, sem frekt og ríkt siđbótarfólk bar um hálsinn á Íslandi er ţađ rćndi og hlunnfór ađra. Medalían fór á 700 evrur (sjá hér).

Fornleifur vonar nú ađ Ţjóđminjasafniđ taki viđ sér og fari á árinu 2020 ađ skrá ókeypis upplýsingar um gripi safnsins sem Fornleifur hefur nú í allmörg ár miđlađ hér á blogginu til almennings. Safniđ verđur vitaskuld ađ vitna í Fornleif og éta orđrétt eftir honum - Eđa eins og ritađ stendur ANTIQUUS DETID MIHI ET COMEDI og étiđ ţađ!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband