5) Bútar fyrir Halldór og Hannes II - Kapítalisti í Bandaríkjunum og kommúnisti á Íslandi

Lax til Knopfs 12 april 1946

Skattamál Halldórs Laxness hafa veriđ mikiđ á milli tannanna á ýmsum mönnum, sem allt vita um Laxness og lesa uppúr honum fyrir konuna sína (og karlinn) í rúminu á kvöldin.

Til er fólk á Íslandi sem heldur ađ reynt hafi veriđ ađ grafa undan Halldóri Laxness vegna tekna hans í Bandaríkjunum. Um ţađ hef ég ritađ áđur (sjá hér) og hér skal bćtt örlitlu viđ ţađ, áđur en tekiđ verđur á ţeirri meinloku sem fćr fólk til ađ ímynda sér ađ Sjálfstćđismenn, međ Bjarna Ben í fararbroddi, og međ hjálp FBI og J. Edgar Hoovers hafi valdiđ hruni á sölu bóka Laxness í Bandaríkjunum.

Skáld ţurfa ađ lifa á hćfileikum sínum eins og annađ listafólk.  Áđur en Independent People hafđi veriđ gefin út og fékk töluverđa sölu (en ekki metsölu eins og margir ímynda sér á Íslandi), óskađi "sósíalistinn" Laxness eftir ţví viđ forlag sitt í BNA, Alfred A. Knopf, ađ honum yrđi greidd fyrir sinn snúđ í dölum á reikning á Manhattan.

Kemur ykkur ţađ á óvart? Hann ćtlađi sér ađ eyđa ţeim peningum í BNA, og líkast til hefur hann greitt alla tilskylda skatta af ţessari innistćđu sinni í BNA, eins og fram kemur í fyrrgreindri grein minni. Ekkert hankí pankí, bara eđlileg fyrirsjónarsemi fyrir sínum eigin högum og fjölskyldu sinnar. Halldór var ósköp venjulegur, ráđdeildarsamur mađur.

Hér birtist í fyrsta sinn á Íslandi bréf Laxness til forlags síns í Bandaríkjunum, dagsett 12. apríl 1946. Í bréfinu biđur hann forleggjarann um ađ ganga frá greiđslum til sín á "bankabók" sína í Bandaríkjunum.

Lax til Knopfs 12 4 1946

Fornleifur gróf djúpt og Fornleifur fann. Og er nú ekki viđ hćfi ađ láta systur Andrésar syngja um Romm og kók og Yankee dollar, sem kom á markađinn áriđ 1945 (leggiđ viđ hlustir hér).

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurđsson

Nóbelskáldiđ taldi sig vera nokkuđ vissan um ađ til vćri ađeins einn íslenskur heimsborgari, mađur sem talist gćti alţjóđavćddur.

Ţađ hefđi margsannast ađ hann vćri eini íslendingurinn sem allt fólk, hvar sem ţađ vćri í heiminum, myndi skilja. Ţessi mađur var Bjartur í Sumarhúsum.

Magnús Sigurđsson, 4.7.2021 kl. 10:48

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Laxi var örugglega alveg prýđiskarl. Ekki fannst mér Bjartur vera ţađ. Hann elskađi kindurnar meira en fjölskyldu sína og hafđi furđulegt mat á frelsi. Sagan af Bjarti í Sumarhúsum er saga mannsins, sem sáđi í akur óvinar síns alt sitt líf, dag og nótt. Slík er saga sjálfstćđasta mannsins í landinu, svo notuđ séu orđ Halldórs sjálfs.

FORNLEIFUR, 4.7.2021 kl. 12:57

3 Smámynd: Magnús Sigurđsson

Jú, jú, -ţeir eru víst svona heimsborgarnir.

Magnús Sigurđsson, 4.7.2021 kl. 21:07

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Nei, nei hćttu nú alveg. Ţú ert líklega ađ ruglast á ţeim sem ţunnir eru í rođinu og hafa takmarkađan skilning a frelsi líkt og Bjartur sem hafđi álíka frelsismat og sumir kotungar í BNA sem telja sig mega allt í nafni "frelsis" og ţađ án ţess ađ gera sér grein fyrir ţví hvađ frelsi og lýđrćđi er. En ţađ er ţó athyglisvert, hvernig menn lesa Laxness á mismunandi hátt.

FORNLEIFUR, 5.7.2021 kl. 06:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband