Fyrsti ballettinn um Ísland var frumfluttur árið 1857

Detaille

Þar sem Fornleifur getur alls ekkert dansað, nema að brjóta tær þeirra sem hann dansar við, dansar hann mestmegnis einn, þegar enginn sér til, snemma morguns og síðla kvölds. Einna helst dansar hann tvist og aðra villta hellismannadansa, en frekast dansar hann ekki neitt. Nú eru hins vegar að gerast undur og stórmerki, hann er farinn að skrifa um ballett. Það þarf líka töluverða þjálfun.

Fornleifur hefur uppgötvað að Ísland í rómantísku ljósi var efni í ballettsýningu sem frumflutt var í París árið 1857. Ballettinn var þó saminn og undirbúinn þegar árið 1852, en komst ekki í náðina fyrr en Frakklandsprins fór í leiðangur til Íslands árið 1856. Ballettinn bar nafnið Orfa og var frumfluttur á l´Académie impériale de Musique

Fullt nafn ballettsins var: Orfa (légende islandaise du huitième siècle): ballet-pantomime en deux actes eða á fornmálinu: Orfa, (íslensk þjóðsaga frá áttunda öld): ballett-látbragðsleikur í tveimur þáttum).

Höfundur ballettsins, upphaflega var skrifaður og hannaður árið 1852, var Henry Trianon, en ballettmeistarinn við frumflutninginn árið 1857 var Joseph Mazilier (sjá um hann hér), sem var einn helsti danshöfundur Frakklands um miðja 19. öld. Leikmyndin var eftir mann sem hét Charles Cambon og Príma-ballerínan var engin önnur en Amalia Ferraris, sem var af ítölsku bergi brotin (sjá hér).[Orfa_ _esquisse_de_décor_[...]Cambon_Charles-Antoine_btv1b7001139d

Tillaga að leikmynd ballettsins Orfa. Myndin er efir Cambon.

Svo vel vill til að ef einhver vill setja upp þetta stykki í Hörpunni, þá er til koparstunga sem sýnir frumflutninginn í París, sem birtust í Le Monde Illustré No. 21, 5. september 1857.

ORFA 3 Fornleifur

Dansáhugi Fornleifs er nú orðinn svo gríðarlegur að hann keypti Le Monde Illustré á fornsjoppu í Frakklandi. Lýsingin á ballettinum var einnig gefin út í hefti ári eftir frumflutninginn, eða árið 1858 - og má lesa heftið hér í heild sinni. Efnið og söguþráðurinn er vitaskuld hið versta moð og vart í frásögur færandi. En þetta þótti sumum Parísarbúum skemmtilegt og rómantískt um miðja 19. öld.

Þar að auki eru til teikningar af tveimur rómantískum leikmyndunum eftir Charles Cambon af senunum í Orfa. Þær eru varðveittar í Þjóðarbókhlöðu Frakka. 

ORFA 2

Fornleifi var sem ungum hrósað af stæltum lær og rassvöðvum sem skipta miklu máli í ballett. Með árunum er komið mótvægi í vaxtarlagið vegna bumbu. Nú er Leifur farinn að æfa sleðaballettinn, Ballet des Traineaux, úr Orfa til að koma lagi á vöxtinn. Dansinn fer fram við styttu af Loka í Reykjavík. Í atriðinu Ballet Des traineaux sést að danshöfundar Orfa hafa séð krókfaldinn íslenska á koparstungumyndum, og að öllum líkindum einnig búninginn á Íslandssýningunni í París 1856-57, sem Fornleifur greindi fyrstur frá eftir að það gerðist - svo það gleymist ekki.

Sleðadansinn a

Nú er okkur ekki til setunnar boðið stelpur. Elsti "íslenski" ballettinn verður að fara á svið hið fyrsta. Það yrði heimsviðburður í Hörpunni, sem í gær var þýtt sem Harpers Concert Hall í dönsku sjónvarpi. Það fer enginn á svona mikilvægt stykki í Þjóðleikhúsinu, sem líklega yrði kallað Chocolate House af málvillingum í Danaveldi.

Mikið eigum við 19. aldar fólki annars mikið að þakka. Þá öldina voru nú einnig margir kexruglaðir og flýðu eymd og fátækt veruleikans með rómantískum sýndarveruleika. Slíkt líferni er víst að verða vinsælt aftur. Hvort það er hollt, veit ég ekki.

Hér eru svo myndir af búningum dansaranna af vef þjóðarbókhlöðu Frakka. Þær eru allar teiknaðar af Paul Lormier árið 1852, þegar Orfa varð til á "teikniborðinu":

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 2

Íslensk kona, islandaise, í krókfaldbúningi, teiknuð árið 1852. Þessi búningur var notaður í sleðaballettinum, sem fyrr greinir 

Sleðadansinn b

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 10

Skyssa fyrir íslenska búninginn í Orfa

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984

Aðalhetjan, íslenski veiðimaðurinn Loðbrók

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 3

Orfa, aðal kvenhetjan. Ekki er mikið íslensk yfirbragð yfir henni. Ætli hún hafi verið pólskur nýbúi á 8. öld, sem bjó til grjúpán við Þjórsárbakka

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 4

Prestur Loka dansar trylltan seiðdans. Tromma shamansins, sem hönnuð var fyrir dansinn, má sjá hér fyrir neðan

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 tromma

 

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 7Óðinn æðstur ása[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 6

Öldungurinn Óðinn

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 9

Loki, en Þór er greinilega fyrirmyndin

[Orfa_ _quatorze_maquettes_de_[...]Lormier_Paul_btv1b84545984 5

Þessi glaðlynda stúlka var í hlutverki íbúa í gíg eldfjallsins sem var hluti af sýningunni. Þar niðri réði eldfjallaguðinn, smiðurinn Volcan ríkjum.

Aðrar búningateikningar frá 1852, þegar hugmyndin af ballettinum varð til, má sjá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband