Thorsaraviđbćtur - giftist íslenskt njósnakvendi Thorsara?

lolo 4

Ćvisöguritun er ein strembnasta list sem sögur fara af. Ţeir sem skrifa ćvisögur geta átt von á ţví ađ móđga stóran hóp fólks sem ţótti meira til mannsins sem ritađ er um koma en ţađ sem höfundur ćvisögunnar dregur fram. Ađrir sögumenn verđa hins vegar ástfangnir af ađalpersónunni og skrifa helgirit. Vandamáliđ fyrir höfunda sem skrifa á tímalaunum eđa sem verktakar fyrir fjölskyldur sem vilja eignast ćvisögu um löngu látinn ćttingja vorkenni ég hreinlega. Ţađ getur ekki veriđ skemmtileg iđja nema ef einstaklingurinn sem skrifađ um hafi ekki veriđ barnanna bestur og helst hálfgerđur bófi. Engla og ćttarljós hlýtur ađ vera mjög leiđinlegt ađ skrifa um. Slíkt fólk er litlaust og um ţađ á ađ rita helgisögur međ jarđteiknalista aftast.

Guđmundur Magnússon er orđinn einn helsti ćvi- og ćttasöguritari landsins og hefur farist ţađ mjög vel úr hendi. Hann er međ ţeim bestu í ţessari vandmeđförnu list. Hann er nú međ bók í um Eggert Claessen hátt á sölulistum fyrir jólin, og margfrćg er bók hans um Thorsarana sem kom út hér um áriđ og sem ég hef haft mikla ánćgju af ađ lesa. Bókin er ţađ sem menn kalla eye-opener.

Ţótt ég fari ađeins niđur í eyđur og skalla á Thorsarabókinni, ber ekki ađ líta á ţađ sem gagnrýni, heldur sem viđbćtur viđ verk sem stendur vel undir nafni.

George Lincoln Rockwell um Ísland og "gyđingana tvo" á Íslandi

Torsararnir munu hafa valdiđ sögumanni sínum Guđmundi nokkrum höfuđverk, ţví ţegar upp var stađiđ líkađi ekki öllum Thorsörum sem greiddu fyrir verkiđ viđ ţađ sem skrifađ stóđ, og var ţar fyrst og fremst kaflinn um bandaríska nasistann Rockwell sem fór fyrir brjóstiđ á velefnuđum Thorsörum sem héldu Guđmundi uppi međan hann skrifađi um afrek forfeđra ţeirra.

ROCKWELLfamily

Er nema von ađ menn vilji sem minnst heyra um hundsbrund eins og George Lincoln Rockwell, sem sló konuna sína og var hiđ mesta fúlmenni sem rekiđ hefur á fjörur Íslands.  Áriđ 1961 lýsti ţessi ógeđfelldi mađur eftirfarandi kom fram í  viđtali viđ hann í ögrandi vikublađi sem kallađ var Realist, og vitnađi fjöldi blađa í Bandaríkjunum í ţetta viđtal vikurnar á eftir:

"... What about the murder of six million Jews and those gas ovens? Rockwell claims they were built AFTER the war, by Jew, of course- "just like they put on their Hollywood movies." Yet, says the leader, he has evidence of millions of "traitors" in this country, and when he comes to power "we will bring them berfore the juries.  And if they´re convicted, we´ll gas ´em."

Rockwell, 43, claims to have a great silent following in this country and around the world. He expects the first Nazi governmen in, of all places, Iceland within four to five years. "Our best information is that there are only two Jews in Iceland." He predicts he will be elected govenor of Virginia in 1964 and president of the United States in 1972."

Ekki veit ég hvort Guđmundur Magnússon ritađi svo náiđ um ţennan tengdason Thorsaranna, ađ ţetta hafi veriđ međ, en fyrst upplag bókar hans var ađ sögn hafnađ og nýtt var prentađ ţađ sem Rockwell-meiniđ var minna áberandi í sögu Thors-ćttarinnar.

Rockwell Thors Hann var ekki beint óskadraumur tengdamömmu auminginn hann Rockwell.

Ţó svo ađ bók Guđmundar hafi komiđ út og hann haldiđ ţví fram, međ tilvísun til ţess er ţetta skrifar, ađ Thorsarar vćru nú örugglega ekki af gyđingaćttum, héldu menn áfram ađ halda ţví fram. Enn sést ţví fleygt ađ ástćđan fyrir ţví ađ Thor Thors hafi viđurkennt Ísraelsríkis áriđ 1948 hafi veriđ vegna ćttartengsla viđ gyđinga. Engin ćttartengsl viđ gyđinga er ađ finna međal Thorsara og "útlit" ţađ sem menn tengdu meintum gyđingauppruna Thorsaranna er ađ öllu leyti komiđ úr rammíslenskri ćtt íslenskrar eiginkonu Thors Jensens.

Bróđir Thors Jensens, gyđingahatarinn Alfred J Raavad

Alfred Jensen antisemittenGuđmundur Magnússon leitađi viđ skrif bókar sinnar um Thorsararna til mín vegna ţeirra ţrálátu farandsögu ađ Thor Jensens hefđi veriđ af gyđingum komminn. Ég leitađi til ýmissa sérfrćđinga í Danmörku til ađ ganga úr skugga um ţetta og Guđmundur vitnađi í mig um ađ ţessi mýta vćri fjarstćđa. Ţví hef ég ekki falliđ ofan af síđan. Hins vegar kynnti ég síđar hér á Fornleifi kynnti til sögunnar áđur ókunnan, eldri bróđur Thors Jensens, sem um tíma var merkur arkitekt vestan Atlantsála, en einnig hinn argasti gyđingahatari. Hann hét Alfred Jensen Raavad (einnig skrifađ Rĺvad; 1848-1933 - Sjá mynd hér til vinstri).

Hér á Fornleifi birtust tvćr greinar um karlinn (hér og hér) og m.a. var greint frá tengslum hans viđ flokk í Danmörku sem kallađur var Foreningen til Fremmedelementers Begrćnsning , en nafninu var síđar breytt í Dansker Ligaen sem hafđi lítiđ annađ á stefnuskrá sinni en hatur og illindi út í gyđinga.

Eftir uppljóstrunina um gyđingahatarann sem var bróđir Thors Jensens, mćtti halda ađ frćndgarđur Thorsaranna vćri orđinn ţađ sem Ţjóđverjar kalla svo lýsandi "salonfähig".

Nei, aldeilis ekki. Eins og í öllum góđum ćttum, sem stórar ćttarsögur eru skrifađar um, er alltaf eitthvađ kusk á hvítflibbanum og ryk sem gleymst hefur undir gólfteppunum.

Eftir ţetta langa og ertandi forspil erum viđ loks komin ađ söguhetjunni í ţessari frásögn, henni Lóló.

Lóló eđa "Guđrún" ?

Lóló, eđa Ólafía Jónsdóttir (12.10. 1919-29.5.1993) var einnig tengdadóttir Thorsaranna, gift inn í hina merku fjölskyldu líkt og vitleysingurinn Rockwell, sem menn káluđu ađ lokum í Bandaríkjunum eins og óđum hundi - sem hann og var.

Lóló var hins vegar hiđ mesta ljós, Reykjavíkurmćr og dóttir mikils útgerđarmanns Jóns Ólafsson forstjóra Alliance, sem kosinn var á ţing fyrir Sjálfstćđisflokkinn áriđ 1937, en lést ţví miđur áđur en hann gat tekiđ sér setu ţar.  Lóló var ađ ţví er viđ best vitum mjög greind stúlka og lauk stúdentsprófi ađeins 17 vetra. Lóló/Ólafía Guđlaug  er ţó varla nefnd í bók Guđmundar Magnússonar um Thorsaranna, nema ađ Thor Guđmundsson Hallgrímsson (dóttursonur Thors Jensens) kvćntist henni áriđ 1942.

En ţađ hefđi nú mátt nefna ađ hún Lóló var líka bráđhugguleg og margt til lista lagt, og hún var meira ađ segja fyrsta fegurđardrottningin sem kosin var á Íslandi en ţađ var sumariđ 1939. En ţađ var nú ef til vill frekar aum keppni ţví keppendur sem sćtari voru en Lóló og tilheyrđu sauđgrárri alţýđunni máttu ekki vera međ í keppninni. Fyrsta fegurđarkeppnin í Reykjavík var ađeins fyrir betri-borgaradćtur og fór fram í Vikunni. Hugmyndin um yfirburđafríđleika íslenskra kvenna er ţví ekki alveg ný á nálinni. Bregđum niđur í greininni „Fríđustu dćtur Íslands” sem birtist í Vikunni áriđ 1939:

lolo 5Ţađ er mál ţeirra manna, sem víđa hafa fariđ, og margar konur séđ, ađ hvergi geti fegurri konur en á voru landi, Íslandi. Og ţetta er ekki skrum, ţví ađ íslenzka stúlkan er hvort tveggja í senn: fagurlimuđ og andlitsfríđ. En ţar viđ bćtist sú sjaldgćfa gjöf guđa, er ţćr hafa í ríkari mćli en nokkrar stallsystur ţeirra, er í öđrum ţjóđlöndum lifa, ţá náđargjöf, sem á flestum Evrópu-málum nefnist: charmé. Ţađ orđ er einnig vel skiljanleg íslenzka í Reykjavík.  Glćsileiki hennar á sjaldnast skilt viđ fágađan kvenleika yfirstéttarkvenfólks erlendis, en er runninn frá öđrum og heilbrigđari rótum.

    Auk ţessa er íslenzka stúlkan yfirleitt blátt áfram í fasi, svo ađ stundum getur valdiđ misskilningi í bili. Glćsileiki hennar á sjaldnast skilt viđ fágađan kvenleika yfirstéttarkvenfólks erlendis, en er runninn frá öđrum og heilbrigđari rótum. Fyrir tćpum mannsaldri vorum  viđ Íslendingar nćr einvörđungu bćndaţjóđ, og ţađ á allfrumstćđu stigi, tćknilega séđ. Bókmenningu áttum viđ nćga, og ţađ, sem henni fylgdi, en á ţessari öld, og einkum síđustu 20 árin hafa Íslendingar breytt mjög um viđhorf og lífsvenjur, og ţađ svo, ađ halda mćtti, ađ ţeir hefđu stokkiđ yfir aldir, — eđa eins og greindur mađur komst ađ orđi: Ađ Íslendingar hefđu stigiđ úr hjólbörunum beint upp í flugvélina. Af ţessu hefir eđlilega leitt ýmsan glundrođa og flaustur í ţjóđfélaginu, ţótt betur hafi fariđ, en ćtla mćtti. Ţađ má slá ţví föstu, ađ sá hluti ţjóđarinnar, sem bezt hefir runniđ ţetta skeiđ, séu íslenzku stúlkurnar. Hver skyldi trúa ţví, er hann lítur yfir danssal, fullskipađan ungum, íslenzkum meyjum, ađ ţćr vćru dćtur kotunga og fátćkra fiskimanna í ótal ćttliđu, og eigi allar ţeirra hafi slitiđ barnsskónum viđ ađgerđir á fiski, línubeitingar, viđ smalamennsku og votaband. Í ţeim sal myndi ókunnugum ganga illa ađ segja fyrir um ţađ, hverjar stúlkurnar vćru af alţýđu komnar, og hverjar af hinni svokölluđu yfirstétt, — og skilur hér í ţjóđfélagslegu tilliti mjög á milli ţeirra og stallsystranna erlendis.

Hánorrćnt njósnakvendi?

Lolo1Svo er nú ţađ. Aldrei hefur vantađ lofiđ á hina íslensku konu. jafnvel ţegar menn voru "ađ stíga úr hjólbörunum upp í flugvélina" eins og Vikupenninn komst svo faglega ađ orđi. Ţegar Lóló hafđi veriđ kosinn (sjá hér) var ţetta einnig prentađ í Vikunni:

Og vestur eftir Austurstrćti trítlar hin unga fegurđardrottning Íslands, léttstíg og hvöt í spori eins og ćskan. Hún er hánorrćn ađ yfirlitum, 117 pund ađ ţyngd, 169 sentimetrar á hćđ, notar skó nr. 36 og hefir gulbjart, náttúruliđađ hár og perluhvítar, fagrar og sterklegar tennur. Vonandi bítur hún ekki frá sér međ ţessum gullfallegu tönnum!

Menn gátu kosiđ á milli nokkurra ungra kvenna sem myndir voru birtar af en ţćr voru ekki nefndar á nafn, svo líklega verđum viđ ađ viđurkenna ađ hlutleysi var ţó einhvers stađar til stađar í ţessari keppni. Lóló er nr. 3, en mér ţykir nú nr. 1 vera fallegust. Nr. 2 er nú alveg eins og hryssa, ef ég má segja mitt álit, og miklu líkari njósnakvendi en Lóló.

Eins og síđar kom fram í Vikunni hafđi Lóló haldiđ ung til listanáms í Ţýskalandi. Í ţá átt hafđi hugur hennar snemma beygst. Hún dvaldi í um tvö ár í München og lćrđi leiklist, en um ţennan kafla sögu hennar er lítiđ skrifađ í minningargreinum um hana í Morgunblađinu ţegar hún andađist áriđ 1993.

Lóló Didda og Maddí

Hér er Lóló nr. 3 í kynningu á keppendum í fegurđarsamkeppni sem Vikan stóđ fyrir (sjá hér og hér).

Ekki var ţađ nú ástćđan fyrir ţví ađ Fornleifur fékk áhuga á Lóló. Ţađ var hins vegar safarík frásögn Vilhjálms Finsens eins af fyrstu ritstjórum Morgunblađsins og síđar sendiherra í öđru bindi endurminninga sinna sem hann kallađi Enn á heimleiđ. og sem út kom hjá Almenna Bókafélaginu áriđ 1956. Ţar greinir Vilhjálmur frá ungri íslenskri konu sem komin er úr leiklistanámi í München og fer síđan međ miklum pilsaţeytingi í heimi nasistanjósnara í Kaupmannahöfn.

Hvort saga Vilhjálms Finsens er alsönn er ég ekki dómbćr á, en ţađ sem hann ritar ađ konan sem hann kallar "Guđrúnu" hafđi veriđ í München og ađ hún hafi kynnt sig í Kaupmannahöfn sem dóttur manns sem "ćtti hluta af íslenzka fiskiflotanum", getur vart veriđ um ađra konu ađ rćđa en Ólafíu Jónsdóttur, Jóns Ólafssonar í Alliance, sem um tíma var taliđ ganga nćst Kveldúlfi Thorsaranna á velmektarárum ţessara íslensku stórfyrirtćkja.

Vilhjálmur Finsen gefur í skyn í bók sinn sem kom út áriđ áriđ 1956, ađ unga leikkonan sem hafđi aliđ manninn í Ţýskalandi nasismans hafi leikiđ sér nokkuđ óvarlega međ háttsettum ţýskum nasistum og njósnurum í Kaupmannahöfn og ađ ţađ hafi komiđ til tals ađ hún vćri međ í njósnaleiđöngrum. Vilhjálmur skrifađi ađ Horst Pflugk-Harttung, sem kom ásamt bróđur sínum Heinz ađ morđi Rósu Luxemburg og Karl Libeknecht áriđ 1919 í Berlín, hafi reynst "Guđrúnu" sem leiđarljós í Kaupmannahöfn. Allt sem ég hef lesiđ um Horst Pfugk Hartung í dönskum dómskjölum sýnir mér ađ hann hafi veriđ hiđ argasta illmenni.

Nú er orđiđ fjandanum erfiđara ađ ná í ćvisögu Vilhjálms Finsens. Ţađ er eins og hún hafi lent á skipulagđri bókabrennu, ţví svo sjaldgćf er hún orđin. Ég náđi samt loks í slitiđ eintak sem Lestrafélag Skeiđahrepps hafđi fargađ og sem var komiđ í sölu hjá fornbókasala einum á Selfossi sem oft bjargar manni međ ţađ sem manni er vant um. Lćt ég hér fylgja síđur ţćr sem Vilhjálmur Finsen skrifađi um "Guđrúnu" sem hafđi svo ćđi náin kynni af toppnasistum og njósnurum í Kaupmannahöfn.

Nú veit ég ekki, hvar Vilhjálmur Finsen keypti öliđ, en lćt samt flakka frásögu Finsens, sem ţiđ getiđ lesiđ hér, í von um ađ sú frásaga  verđi leiđrétt, eđa ađ betri eđa réttari upplýsingar fáist um konuna sem gerđi nasistana í Kaupmannahöfn svo helvíti "geil". Enginn amađist út í ţessa lýsingu Finsens sendiherra á "Guđrúnu" njósnakvendinu í Kaupmannahöfn, er bók hans Enn á heimleiđ kom út áriđ 1956. 

Ţess bera ađ geta ađ Horst von Pflugk-Harttung, njósnaleiđtoginn sem nefndur er af Finsen, var í Danmörku undir ţví yfirskini ađ hann vćri blađamađur en hann hélt um njósnahring sm kallađur var ”Auslandsspionage Nord”. Pflugk-Hartungg sem var dćmdur af Dönum í fangelsi fyrir njósnir áriđ 1938, en leystur úr haldi er Ţjóđverjar ţrömmuđu inn í Danmörku áriđ 1940. Hann stjórnađi tugum njósnara, ţýskum, dönskum, sumum háttsettum embćttismönnum, og íslendingum. Ég hef t.d. skrifađ um hann hér. Paul Burkert, sem Finsen kallar Burchardt, á hin íslenska "Guđrúnu" ađ hafa veriđ tygjum viđ. Burkert var slyngur ađ lađa fólk ađ sér, og ţví hefur veriđ lýst svo af Thor Whitehead, ađ Kristján Eldjárn hafi haft ţó nokkuđ mikil afskipti af manninum, áđur en danski arkitektinn og fornleifafrćđingurinn Aage Roussell, sem rannsakađi Stöng í Ţjórsárdal á undan mér, bannađi Eldjárni ţađ. Í Danmörku vissu menn vel hvađ fyrirhugađur fornleifaleiđangur Ţjóđverja á Íslandi gekk út á.

arizona_on_liebknecht_underlined.jpg

Blađsíđa í skýrslu frá yfirheyrslum bandaríska flotans á Pflugk-Harttung í Arizona eftir stríđiđ (1945), ţangađ sem hann hafđi veriđ fluttur sem fangi frá Frakklandi út í eyđimörk. Í Arizona viđurkenndi hann ađ hafa sjálfur drepiđ Karl Liebknecht áriđ 1919. Yfirmađur "Guđrúnar" njósnakvendis í Kaupmannahöfn var ţví ótíndur morđingi og hryđjuverkamađur. Burkert, viđhald "Guđrúnar" útgerđamannsdóttur, var hins vegar ađ öllum líkindum tekinn af lífi af Rússum fyrir glćpi í fangabúđum nasista.

Ég bar söguna um Lóló undir Guđmund Magnússon höfund bókarinnar um Thorsarana áđur en ég birti ţessa grein sem ţiđ nú lesiđ. Guđmundur kannađist ekki viđ sögu Vilhjálms Finsens af dóttur eins helsta útgerđamannsins í Reykjavík, konu sem um tíma átti í tygjum viđ nasistanjósnara í Danmörku nćstum ţví barnung ađ aldri.

Ef ţađ var ekki fegurđardísin Lóló, hver var ţá konan, sem átti einn helsta útgerđamanninn á Íslandi fyrir föđur og sem lćrđi um skeiđ í München og sem tilbúin var í tuskiđ međ nasistum samkvćmt Vilhjálmi Finsen?

Hér lýkur nú sögunni af nasistadraugum Thorsfjölskyldunnar. Allar frekari upplýsingar vćru vel ţegnar. Í minningargrein um Ólafíu Guđlaugu Jónsdóttur Hallgrímsson áriđ 1993 í Morgunblađinu er ţannig ritađ ađ allt hafi bent til ţess ađ menn hafi óskađ sér ađ minningar um veru Lóló í Ţýskalandi og Danmörku yrđu látnar óhreyfđar í öskustó síđari heimsstyrjaldar:

Lóló hafđi góđar námsgáfur og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík ađeins 17 ára gömul. Hún fór síđan til München til listnáms, en seinni heimsstyrjöldin batt enda á ţá drauma. Hún kom heim skömmu áđur en stríđiđ hófst og hvarf ekki til náms ađ nýju. Flest allt, sem hún hafđi gert í listnáminu ţar, varđ eftir í Ţýskalandi og varđ eldi og eyđingu ađ bráđ.

 

VIĐBÓT:

á fyrrihluta árs 2019 hélt Hannes Hólmsteinn Gissurarson ţví fram í tölvupósti til mín, ađ íslenska konan sem var međ Burkert hafi veriđ Sigríđur Hjördís Einarsdóttir frá Miđdal (systir Guđmundar frá Miđdal). Mjög margt í frásögn Kurt Singers og Vilhjálms Finsens tel ég ađ stangist á viđ ţá niđurstöđu og hef ég greint frá ţeirri skođun minni hér. Hannes hefur enn ekki fćrt mér heimildir sem geta rennt stođum undir skođun hans.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband