Er hormottan undir nefi Hitlers enn helg á Íslandi?

johannes_zoega_

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hyggst minnast aldarafmælis Jóhannesar Zoëga fyrrv. hitaveitustjóra næstkomandi fimmtudag, 9. nóvember. Þá verður haldið málþing um Jóhannes eftir hádegi. Er það vart í frásögur færandi, nema fyrir það að nú hefur maður úti í bæ, sem leyfði sér að hafa skoðun á einu atriði á æviferli Jóhannesar upplifað að skoðanir hans hafi verið fjarlægðar af FB Orkuveitunnar. Þetta vakti furðu mína.

Orkuveitan tilkynnti á FB um málþingið, sem er væntanlega opið öllum meðan húsrúm leyfir eins og sagt er. En það nokkur umræða á FB OR eftir að maður að nafni Steinþór Bjarni Grímsson leyfði sér að minnast á tengsl Jóhannesar Zoëga heitins við Þýskaland Hitlers, þar sem Jóhannes stundaði framhaldsnám. Ættingjar Jóhannesar og aðrir sættu sig greinilega ekki við þær skoðanir sem Steinþór hefur

En viti menn. Hefur nú heila ritsennan frá því í gær verið fjarlægð og ný mynd sett í stað þeirrar sem var á FB-færslunni í gær. Á brott eru bæði skoðanir Steinþórs, sem og svör ýmissa í hans garð, t.d. afkomanda Jóhannesar Zoëga. Nú í morgun er bara ein athugasemd sem hljóðar svo: Þessu vil ég helst ekki missa af. Hlakka mikið til og takk fyrir allir sem að þessu koma. Þetta verður meira en eitthvað. Síðan hafa komið nokkrar athugasemdir manna sem spyrjast fyrir um hvað hafi gerst, en ábyrgðarmaður Facebókar Orkuveitunnar veitir greinilega ekki svör við þessari furðulegu ritskoðun sem átti sér stað í gær

Af hverju láta menn svona, æsa sig út af engu og fremja ritskoðun ... spúla allt í burtu með sjóðandi heitu vatninu? Lítum á rök:

Jóhannes Zoëga valdi að stunda nám í Þýskalandi Hitlers á tíma, er mönnum var ljóst að mannréttindi voru þar fótum troðin.

Jóhannes Zoëga valdi að yfirgefa ekki Þýskaland, þegar það stóð til boða í byrjun stríðsins.

Jóhannes Zoëga valdi að vinna fyrir fyrirtækið BMW, sem notaði þræla í verksmiðjum sínum.

Jóhannes Zoëga valdi að fara út að borða á uppáhaldsveitingastað Hitlers í München, Osteria Bavaria, þegar hann fagnaði prófum sínum árið 1941. Látið hann sjálfan segja ykkur makalausa söguna með hjálp sonar síns (lesið hér).

Hitler and Unity

 

unitymitfordwithhitler

Jóhannes Zoëga, fátækur stúdent frá Íslandi, át á Osteria Bavaria og sá þar Unity Valkyrie Mitford með Hitler. Unity var systir Diönu Mitford sem gift var Mosely leiðtoga breskra nasista. Þessi mynd er einmitt af þeim Adi (Adolf) og Unity Valkyrju á Osteria Bavaria, en hvort hún er tekin sama dag og Jóhannes fagnaði prófum sínum, veit ég ekki. Myndin hér fyrir neðan er litmynd af því er þegar Hitler kemur á veitingastaðinn árið 1941.

image-1110220-galleryV9-wuwl-1110220
Maður sem valdi að leggja braut sína eins og Jóhannes Zoëga gerði, getur ekki hafa verið annað en nasisti og aðdáandi Hitlers á ákveðnum tíma ævi sinnar. Af hverju er svo erfitt að horfast í augu við það?

Enn einu sinni leyfi ég mér að minna menn á, að menn gátu verið svæsnir nasistar, þó þeir klæddust ekki einkennisbúningi Hitlersveldisins eða tækju ekki þátt í hernaði Þriðja ríkisins.

BMW

Jóhannes Zoëga starfaði hjá BMW sem verkfræðingur. BMW stundaði þá eingöngu framleiðslu hergagna, sem urðu þúsundum manna að bana. "Vinna að smíði flugvélahreyfla hjá BMW" er það sama og vinna við dauða saklauss fólks fyrir BMW.  BMW hefur loks í fyrra beðist afsökun á þátttöku fyrirtækisins í morðum, hryðjuverkum og stríðsglæpum. Jóhannes vann hjá einni deild BMW og var því þátttakandi. Hann taldi sig hafa fengið vinnu hjá BMW, þar sem Gestapo hefði horn í síðu sinni (sjá hér). Stjórnendur BMW héldu þræla og hjá BMW var augljóslega ekkert mál fyrir vel menntaðan Íslending að fá vinnu sem vel launaður verkfræðingur.

bmw_werk_muenchen_02-sm

Þrælar í BMW verksmiðju árið 1943. Þeir borðuðu ekki á Osteria Bavaria, svo mikið er víst.

Ef Jóhannes vissi ekki af þrælkun í verksmiðjum BMW, hefur hann verið mjög óathugull maður, jafnvel siðblindur, og verður maður alvarlega að draga ævisögu þannig manns mjög í efa. Meðan Jóhannes var hjá BMW hafði eigandi BMW, Günther Quandt, og sonur hans Herbert skilyrðislausa samvinnu við þýsk stjórnvöld og notuðust þeir feðgar við 50,000 þræla í hergagnaverksmiðjum sínum. Um 80 þrælar létust í mánuði hverjum vegna lélegs aðbúnaðar í verksmiðjubúðum BMW og fjöldi fólks var tekinn þar af lífi. Hérhttps://bmwslave.wordpress.com/ má fræðast betur um BMW á stríðsárunum.

Ef ekki má ræða um fortíð Jóhannesar Zoëga á málþingi um Jóhannes Zoëga og ævi hans, eru Íslendingar ef til vill enn ekki reiðubúnir að heyra allan sannleikann um sjálfa sig og sér í lagi Íslendinga sem veðjuðu á Hitler? Gangstætt því sem gerðist í Evrópu var slíkum mönnum hyglt á Íslandi og þeir fengu margir ágætis embætti (Lesið meira hér). 

Á málþinginu fimmtudaginn 9. nóvember mun Stefán Pálsson sagnfræðingur segja sögu Jóhannesar í erindi sem ber heitið Ævi og störf Jóhannesar.

Á flokksskírteininu í rassvasa Stefáns stendur mjög greinilega VG. VG er einn þeirra stjórnmálaflokka sem telja sig sérleyfishafa á réttar hugsanir, sannar skoðanir og á tíðum á hinn heilaga sannleika. Félagarnir í VG eru, eins og allt heilvita fólk veit, andsnúnir þrælahaldi og fjöldamorðum. Vart er því við öðru að búast en að Stefán segi alla sögu Jóhannesar hjá glæpafyrirtækinu BMW og Tækniháskólanum í München. Eða eigum við frekar að búast við einhverju snöggu Hitler-Stalín samkomulagi í höfði Stefáns og að ritskoðun verði á fullu hjá honum líkt og á fésbók OR?

Kannski ætlar Stefán Pálsson sér ekkert að fjalla um stríðsárin í lífi söguhetjunnar sem hyllt verður nk fimmtudag. En fjallar Stefán Pálsson (VG) þá um hvernig Jóhannes fékk stöðuna sem hitaveitustjóri, algjörlega án þess að staðan væri auglýst, og var settur í embættið af mági sínum, eftir að Jóhannes var búinn að gera Landssmiðjuna að einkafyrirtæki? Eða er Stefán á launum við að skrifa um OR eins og pólitískir vindar þjóta? Þá vitum við náttúrulega hvar Davíð keypti ölið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér að setja þrýsting á Stefán fyrir erindið. En er hann ekki opinber sagnaritari OR, lengi með starfsaðstöðu í hinni gömlu stjórnstöð Elliðaárvirkjunar?

Ekkert gef ég mér eða fullyrði um mögulega ábyrgð Jóhannesar, en mér lízt ekki á blikuna hjá honum í raun. Vissi hann af mannfallinu meðal þræla BMW? Hann starfaði þar 1941-42. Hætti hann kannski, þegar hann komst á snoðir um siðlausa vinnuaflsstefnu fyrirtækisins? Það væri þó málsbót fyrir hann og mjög áhugavert að vita, hvort hann hafi skilið eftir bréf eða önnur gögn um reynslu sína þarna. Hafi hann þagað um ljóta reynslu sína eftir heimkomu sína 1945, er það einnig athugunaratriði ...

Meðal barna hans fjögurra er Benedikt Jóhannesson, fyrrv. formaður Viðreisnar, fyrrv. alþm. og enn starfandi fjármálaráðherra og hefur þó ekki þingstyrk til (fekk aðeins 2,1% atkvæða í NA-kjördæmi í nýafstöðnum kosningum).

Jón Valur Jensson, 6.11.2017 kl. 19:56

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Stefáni Pálssyni er örugglega alveg sama. VG-liðar styðja meira eða minna öfgasamtök og morðæðislið og sjá því ekki neitt rangt við að slíkt hafi verið gert fyrr á tímum. Það er vís regla, frekar en hitt, í geðklofa stjórnmálanna. Ég hef enga trú á að VG-liðar hafi lært af sögunni frekar en t.d. Sjálfstæðismenn sem vilja ekki tala um Þýskalandsævintýri gamalla meðlima.

Ég er bara að biðja fólk að takast á við söguna og hætta að afneita henni og staðreyndum. Fyrst þegar menn geta það, skapast nýr og betri grundvöllur. Eins og er er helmingur af Evrópu með líkþorn frá síðara stríði.

Ég veit vitanlega vel hver er sonur Jóhannesar. Ég skrifaði þetta ekki hans vegna, en hef afar lítið álit á ESB-hyggju hans og hagfræði þeirri sem hann hefur boðar á síðari árum, sem er ekkert annað en uppgjöf gagnvart stórveldastefnum.

FORNLEIFUR, 6.11.2017 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband