Elsta málverkiđ af skreiđ

32690368761_5ef38085d8_o

Mađurinn sem hér heldur á skreiđinni er Jan Jeliszoon eđa Jan Gilliszoon Valckenier, eins og hann kallađi sig einnig. Hansakaupmenn og Danir kölluđu hann Johann Valkner. Jan fćddist í bćnum Kampen á Norđur-Hollandi áriđ 1522. Međ honum á málverkinu er fjölskylda hans lífs og liđin. Frúin hans föl hét María Tengnagel, en saman áttu ţau 9 börn. Tveir drengir, sem dóu sem kornabörn, eru sýndir í hvítum kirtlum. Jan Valckenier andađist áriđ 1592.

Afi Jans Valckeniers hafđi veriđ fálkahaldari greifa nokkurs í hérađinu Brabant (sem er í suđurhluta konungsríkisins Hollands í dag) og af ţeirri iđju fékk ţessi fjölskylda nafn sitt. Út frá honum er komin mikil ćtt kaupmanna og er hús ćttarinnar enn til í Amsterdam.

Detalje
433px-Klov33
Hús Valckenier ćttarinnar í Amsterdam, afkomenda Íslandskaupmannsins Jans Gillissonar. Húsiđ hét upphaflega Het Gulden Heck, ţ.e. Gyllti Djöfullin.

Ţessi fasmikli mađur var mikill kaupahéđinn eins og margir Amsterdambúar. Ţađ vissu danskir konungar á 16. og 17. öld mćtavel. Danska krúnan átti í endalausu stríđi viđ Svía og ţurfti alltaf á fjármagni ađ halda. Jan lánađi Friđriki II peninga og kóngur ţakkađi fyrir sig međ ţví ađ gefa Jan réttinn til ađ versla međ fisk í Bergen, svo og til ađ stunda verslun og kaupmennsku á Íslandi og í Fćreyjum.

Verslun međ Íslandsfisk fćrđi erlendum kaupmönnum eins og Jan Gilliszoon mikiđ í ađra hönd. Skreiđ frá Íslandi, ţó ađ hún hafi lengi veriđ veriđ talin lélegri en skreiđ frá Noregi, var arđsöm vara. Kveldúlfur Ţórólfsson, fađir Skallagríms (og afi Egils ef einhver kannast viđ hann), mun samkvćmt Eglu hafa flutt skreiđ frá Hálogalandi til Englands. Ţetta var ađalútflutningsvara Íslendinga í aldarađir. Um miđja 16. öldina var veriđ ađ flytja skreiđ og votsaltađan fisk frá Íslandi alla leiđ suđur til Kanaríeyja og Madeira, og voru ţar á ferđinni hollenskir kaupmenn, sem sóttu t.d. fiskinn á Snćfellsnesi og viđ Breiđafjörđ.

Kaupmađurinn Adriaen Pauwels í Rotterdam seldi t.d. áriđ 1657 20.000 pund af íslenskri skreiđ til Pedro Flaemuels kaupmanns í Teneriffa

Hvort ţetta er léleg Íslandsskreiđ sem Jan Valckenier heldur á, eđa einn af ţessum ţorskum sem hefur norsku ađ móđurmáli, er óvíst. Fćreysk var skreiđin varla, ţví ekki ţekktu fćreyskir frćđingar og ţýskur "sérfrćđingur" Fornleifastofnunnar Íslands ţennan handhafa verslunar á eyjunum ţegar nýlega var rituđ grein um verslun útlendra manna í Fćreyjum (sjá hér). Skreiđin var ađ minnsta kosti bođleg forfeđrum ESBlinga í dag, og komust ţeir mjög snemma á bragđiđ og berjast nú út af minnsta tittlingi sem í sjónum syndir. 

Bakgrunnurinn á málverkinu af Valckenier fjölskyldunni á ađ sýna Bergen (Björgvin), ţar sem Valckenier bjó um tíma. Jan Valckenier heldur á skreiđ, einu eintaki af ţví sem Hollendingar kölluđu stokvis, og í hinni hendinni heldur hann á leyfisbréfi danska konungsins Friđriks II til ađ stunda verslun í Noregi, Fćreyjum og á Íslandi.

Ţetta mun, ađ ţví er ég best veit, vera elsta málverk sem til er af skreiđ. Smelliđ 2-3 sinnum međ músinni á myndina til ađ stćkka hana (gćđin eru ţví miđur ekki góđ). Málverkiđ tilheyrir Rijksmuseum í Amsterdam, en hefur lengi hangiđ ađ láni í sýningum borgaminjasafns Amsterdam. Hvort ţađ er uppiviđ í augnablikinu veit ég ekki.

Enn sćkjast útlendingar í íslenskan fisk. Ţeir eru, eins og menn vita vel, ólmir í hann og héldu víst um tíma ađ ţeir fengju hann framreiddan upp á silfurdisk af auđmjúkum, íslenskum krataţjónum í ESB. Nú eru ţeir draumar brostnir og ţeir eru međ einhverja stćla. Ástandi er fariđ ađ minna dálítiđ á fyrri aldir, ţar sem ţeir börđust á banaspjót út af ţeim gula.

Íslendingar framleiđa nú og flytja út rúm 18 ţúsund tonn af skreiđ á ári. Verđmćtiđ á ţeirri afurđ áriđ 2012 nam um níu milljörđum íslenskra króna. Ţađ munar um minna.

Norsk eđa íslensk skreiđ?

Ţótt íslendingar hafi fram eftir öldum veriđ ađ merja skreiđ međ sleggjum eins og steinaldarmenn, ţá kunnu menn suđur í Evrópu ađ framreiđa ţennan herramannsmat. Skreiđin er klofin og hryggurinn fjarlćgđur. Fiskurinn er settur útvötnum í saltvatni í viku. Ţar sýgur fiskurinn í sig vatniđ og verđur hvítur og fallegur. Ítalir kunna enn ađ elda skreiđ á annan hátt en Afríkumenn. Eitt sinn  fékk ég í Napoli skreiđ, sem sögđ var norsk. Hún hafđi veriđ lögđ í vatnsbađ, og var borin fram í tómatsósu sođinni á lauk, lárviđarlaufi og ólífum, sem og međ bökuđum kartöflum. Ţađ er međ betri sođningu sem ég fengiđ. Ţađ var sama hvađa hvítvín var boriđ fram međ ţeim rétti. Allt vín verđur gott međ slíkum herramannsmat.

Einu sinni ţótti skreiđ góđ vara, ţótt Íslendingar hafi aldrei skiliđ ţađ og hafi setiđ og bariđ skreiđina međ steinsleggjum gegnum aldirnar. Nú er einungis stefnt ađ ţví ađ koma skreiđinni illa unninni til Nígeríu, ţar sem hún er mauksođin međ banönum og öđru sem ég kann ekki ađ nefna.

Norđmenn kunna hins vegar ađ selja ţessa góđu vöru og ţannig og flokka Norđmenn sína bestu skreiđ:

Sorting categories - First Class Lofoten Cod

Ragno, 60 cm over

WM, Westre Magro 50/60 (thin Westre), 50-60 cm

WM, Westre Magro 60/80 (thin Westre), 60-80 cm

WDM, Westre Demi Magro 60/80 (semi-thin Westre), 60-80 cm

WDM, Westre Demi Magro 50/60 (semi-thin Westre), 50-60 cm

GP, Grand Premiere, 60-80 cm

WC, Westre Courant (ordinary Westre), 75-80 fish per 50 kg

WP, Westre Piccolo (small Westre), 100-120 fish per 50 kg

WA, Westre Ancona, 75-80 per 50 kg

HO, Hollender (ordinary Dutch), 58-60 fish per 50 kg

BR, Bremer, 50-55 fish per 50 kg

Lub, 40-45 fish per 50 kg

Á vefsíđu Norwegian Fishery Village Museum skrifa ţeir: 

No other country can compete with this way of conserving good food. Many have tried, none have been too successful - like Iceland, for instance, who completed their final trial year in 1992.

http://www.lofoten-info.no/nfmuseum/history/stockfsh.htm

Ekki veit ég hvađa plokkara Norsarar eru ađ sletta á okkur ţarna, en montiđ hafa Íslendingar greinileg fengiđ frá Noregi.

Viđ kunnum enn ekki ađ auglýsa góđa vöru og fara vel međ fisk. En hugsiđ ykkur ţegar fariđ verđur af framleiđa "Grindavico Demi Courant, Sec du Sec, 80 cm", eđa "Grand Amsterdammer de Rif", Premiere Stocca 60-90 cm", og ţví ekki " Langanes Septentrionale Grande Giallo di Islanda" og " Islandico Superiore", svo ekki sé talađ um "Quota Maximo Bianca di duocente miglia dei Norte". Hćgt vćri ađ opna safn eins og Norđmenn hafa, "Museu dello Stoccafisso", og besta fiskinn ćtti ađ kalla "Come gli 77 Pesce di Cristo" í stađ "Lagos magos" sem nú er seldur.

Ţađ er greinilega ekki veriđ ađ hugsa um gćđin á fiskinum sem sést á myndinni hér fyrir neđan.

Fiskur á bíl er verri en fiskur í kös
Illa er fariđ međ skreiđ á Íslandi, enda er henni bara hent suđur til Afríku

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Kćru lesendur, textinn í dag fór einum of fljótt í loftiđ vegna ţess ađ ég ýtti á rangan reit áđur en ég lauk honum ađ fullu og hafđi ekki tíma til ađ loka fyrir áđur en ađ ég skrapp í smá móttöku vegna útkomu bókar kunningja míns. Nú hef ég bćtt textann. Hann verđur ađ teljast sćmilega skiljanlegur nú.

FORNLEIFUR, 29.8.2013 kl. 22:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband