Dummheit ist: Glauben, genug zu wissen

anita_und_jonas.jpg

Ţegar útlendingar voru fáir á Íslandi, sáu sumir Íslendingar gyđinga í hverju horni. Ţó gyđingar vćru löngum ekki velkomnir á Íslandi, frekar en flóttafólk í dag, töldu margir Íslendingar sig snemma vita hverjir vćri gyđingur og hverjir ekki. Íslendingar vissu ţannig allt um alla, jafnvel ţó ţeir töluđu ekki viđ útlendingana - og ţađ hefur greinileg ekkert breyst ađ ţví er ég best fć séđ.

"Gyđingurinn" Tierney

Ţannig kom t.d. til landsins á seinni hluta 19. aldar kaupmađur frá Leith á Skotlandi sem Tierney hét sem seldi Íslendingum gamla garma. Tierney ţessi var baptisti, en á hann var strax settur gyđingastimpill. Menn töldu víst ađ engir ađrir en gyđingar seldu fátćklingum "gömul pestarföt" frá Evrópu. Ég sagđi frá ţessum manni á bloggi áriđ 2013 og öđrum sem fengu gyđingastimpilinn á Íslandi, og hef nú frétt ađ hinn mikli mađur Thor Jensen hafi veriđ bölvanlega viđ "gyđinginn" Tierney og ađ Tierney sé afgreiddur sem gyđingur í sögu Borgarness. Fróđari menn hafa einnig sett gyđingastimpilinn á Thor Jensen, ţótt albróđir hans Alfred Jensen Raavad í Danmörku (sjá hér og hér) hafi veriđ gyđingahatari og afkomendur systkina hans hafi barist fyrir Danmörku í SS. Alfred Jensen hefđi einnig veriđ liđtćkur í hirđ núverandi forsćtisráđherra Íslands í ađ teikna hús í gömlum stíl til ađ friđţćgja ţjóđernisminnimáttarkenndina í sumum Íslendingum.

Hriflu-Jónas hittir Anítu sumariđ 1934

bla_amannaheimsokn.jpgEinn helsti forsvarsmađur hreinnar, íslenskrar menningar var Jónas frá Hriflu. Hann vildi líkt og Hermann Jónasson, flokksbróđir hans, helst hafa hér hreint og skyldleikarćktađ blóđ. Líklega hefur hann heldur ekkert skinbragđ boriđ á "óvininn" ţótt hann stćđi viđ hliđina á honum. Reyndar veit ég ţó ekki til ţess ađ Jónas hafi látiđ út úr sér óyrđi um gyđinga, líkt og ýmsir ađrir menn á Íslandi gerđu á 4. áratug síđustu aldar - og síđar.

Á myndinni hér fyrir ofan, (sem má stćkka til muna ef menn kunna ţađ), má sjá Jónas međ föngulegri konu, sem heimsótti Ísland áriđ 1934. Kona ţessi var fćdd í Rúmeníu áriđ 1902 og hét Anita Joachim (síđar Anita Joachim-Daniel).

Anita var gyđingur. Hún vann sem blađamađur í Ţýskalandi fyrir stríđ og var á ferđ á Íslandi fyrir Associated Press ásamt hinum heimsfrćga hollenska blađaljósmyndara Wim van de Poll sem tók frábćrar myndir á Íslandi sem nú má sjá á vef Ţjóđskalasafns Hollands í den Haag.

Mogginn eys af eitri sínu haustiđ 1934

Líklega hefur Hriflu-Jónasi ţótt unga konan ćđi fönguleg og ekkert haft á móti ţví ađ vera eilífađur međ henni fyrir framan Hérađskólann ađ Laugarvatni. Nokkrum mánuđum síđar ţótti hins vegar ritstjóra Morgunblađsins ţađ viđ hćfi ađ líkja Framsóknarmönnum viđ gyđinga og ritađi ţessi leiđindi í leiđara blađsins ţann 25. október: "

"Oftast er máliđ sett ţannig fram, ađ ţeir, sem orđiđ hafa fyrir ,,grimdarćđi nazistanna" sjeu dýrđlingar einir, sem ekkert hafi til saka unniđ annađ en ţađ ađ vera af öđrum ţjóđflokki en nazista-,,böđlarnir". Nú er ţađ vitađ ađ ţýska ţjóđin stendur í fremstu röđ um mentun og alla menningu. Ţess vegna verđur Gyđingahatur ţeirra mönnum algerlega óskiljanlegt, ef ţví er trúađ ađ hinir ofsóttu hafi ekkert til saka unniđ. Hjer er ekki tilćtlunin ađ bera blak af ţýskum stjórnvöldum hvorki fyrir međferđina á Gyđingum nje á pólítískum andstćđingum sínum. En hafa ţá Gyđingarnir í Ţýskalandi ekkert unniđ til saka? Jú, ţeir vćru öflug hagsmunaklíka í landinu, ríki í ríkinu, ,,ađskotadýr, nokkurskonar ,,setuliđ", sem hafđi lag á ađ ota sínum tota altaf og alstađar ţar sem feitt var á stykkinu … Hatriđ á ţjóđflokknum stafar af ţví, ađ einstakir menn af Gyđingaćtt höfđu misbeitt á ýmsan hátt ţeirri ađstöđu, sem ţjóđfélagiđ veitti ţeim. Ţađ er í rauninni hatriđ á klíkuskapnum, sem hjer er orđiđ ađ ţjóđhatri."

Fyndiđ, ţegar mađur hugsar út í eđli Sjálfstćđisflokksins. Ritstjóri Morgunblađsins áriđ 1934 lauk ţessari frumstćđu haturstölu sinni međ ţessum orđum:

,,Ţýska Gyđingahatriđ er sprottiđ af ţví, ađ einstaki menn ţess ţjóđflokks, ţóttu hafa rangt viđ í leiknum. - Ţađ er erfitt ađ fyrirbyggja ţađ, ađ andúđin snúist til öfga, ef ţví fer fram ađ ranglátir menn og óţjóđhollir vađa uppi í ţjóđfjelögunum. Og í ţví efni skiftir ţađ engu máli, hvort ţeir eru ćttađir frá Jerúsalem eđa Hriflu." (Sjá hér).

Skyldi ţađ vera svo ađ íslenska íhaldiđ hafi alltaf veriđ verstu gyđingahatararnir á Íslandi?

nl-hana_2_24_14_02_0_190-0483.jpg

Heimskonan Anita borđar afdaladesertinn skyr. Á myndinni hér fyrir neđan má sjá Anitu međ Guđmundi Finnbogasyni og Jóni Leifs á Ţjóđminjasafninu í Safnahúsinu viđ Hverfisgötu (nú Ţjóđmenningarhúsinu). Vart hefur mađur séđ glćsilegri mynd úr gamla Safnahúsinu.

nl-hana_2_24_14_02_0_190-0354.jpg

Dummheit ist: Glauben, genug zu wissen

Anita blessunin flýđi tímanlega til Bandaríkjanna, ţví líkt og vitgrannir vinstri menn og öfgamúslímar gera gyđingum lífiđ leitt í dag, ţá hamađist Hitler í ţeim á ţeim árum. Í Bandaríkjunum hélt hún áfram ritstörfum ţar til hún andađist í ţví stóra landi möguleikanna áriđ 1978 - Hún ritađi og gaf út fjölda ferđabóka í ritröđinni "I am going to" sem komu út á ensku og sumar á ţýsku í Basel í Sviss. Á seinni árum hefur hún, ţökk sé veraldarvefnum, orđiđ ţekkt fyrir ţessa fleygu setningu, mottói sem ég hef lengi fylgt: "Dummheit ist nicht: wenig wissen. Auch nicht: wenig wissen wollen. Dummheit ist: glauben, genug zu wissen."

Ţegar greint var frá myndum Wim van de Poll á hinni ágćtu vefsíđu Lemúrnum og einnig Reykjavík.com áriđ 2012 hefđu blađmennirnir nú mátt fylgja ofangreindu mottói Anítu. Myndir hollensk listaljósmyndara heilla Íslendinga ţví ţeir sjá Íslendinga, en ţeim er djöfuls sama um útlendingana sem á mörgum myndanna voru. Ţannig hefur "What do you think about Iceland-afstađa Íslendinga alltaf veriđ. Ekkert bitastćtt var ţví skrifađ um Anitu Joachim eđa Wim de Poll ţegar fólk komst fyrst í myndirnar frá frá heimssókn ţeirra á Íslandi áriđ 2012.

nl-hana_2_24_14_02_0_190-0456_1275124.jpgTil dćmis er ţessi mynd af stúlku lýst svona á Reykjavik.com af breskri konu sem lítur á máliđ úr sínum sínum ţrönga menningarkassa: "I wonder what this young lady pictured below was listening to; perhaps it was the golden age classic “My Baby Just Cares for Me” by Ted Weems and his Orchestra. We may never know, but it does make for a cracking soundtrack to go with these fabulous photos!"

Stúlkan á myndinni kallađi sjálfa sig Daisy og var ekki hćtishót íslensk og gćti alveg eins hafa veriđ ađ hlusta á ţýska eđa danska slagara á ferđagrammófóninum frekar en eittvađ engilsaxneskt raul.

Fyrst ţegar ţýskur rithöfundur, Anne Siegel, las um ferđir de Polls og Anitu Joachim til Íslands, var fariđ ađeins dýpra í efniđ en pennar Lemúrsins, en Siegel er hins vegar fyrirmunađ ađ greina frá uppruna Anitu Joachims líkt og hún í athyglisverđri skáldsögu sinni um ţýskar konur á Íslandi eftir stríđ fer kringum ţađ eins og köttur um heitan grautinn af hverju ţćr ţýsku komu yfirleitt til Íslands. Mćtti halda ađ ţćr hafi allar veriđ ađ leita ađ afdalarómantík. Ţađ er enn óskrifuđ saga og fer í gröfina međ ţeim flestum ef fjölskyldur ţeirra kunna ekki ţví betri deili á forsögu ţýsku mćđranna og ćttingja ţeirra í gamla landinu sem rústađi Evrópu. Íslendingar hafa líklegast miklu frekar áhuga á ţví hvađ ţeim fannst um Ísland, frekar en ađ vilja vita einhver deili á ţeim.

Ach so, ţar sannast aftur gćđi orđa Anitu: Dummheit ist: Glauben, genug zu wissen.

Blessuđ sé minning Anitu Joachim-Daniels! Hún vissi sko sínu viti.

anita_joachim_and_wim_van_de_pol_1275126.jpgAnita Joachim og Willem van de Poll á Íslandi.

willem_van_de_poll.jpg

Meistari Willem van de Poll (1895-1970) var ađ taka mynd af ţér, án ţess ađ ţú vissir af ţví. Hún verđur birt hér ađ neđan í athugasemdum, nema ađ ţú hafir veriđ ađ lesa bloggiđ mitt nakin/nakinn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

 Engir naknir í kvöld - Gleđilegt ár!

FORNLEIFUR, 2.1.2016 kl. 18:45

2 Smámynd: Halldór Egill Guđnason

Ditto.

Halldór Egill Guđnason, 3.1.2016 kl. 01:20

3 identicon

Ertu alveg viss um ađ Jónas jónsson hafi veriđ skólastjóri Samvinnuskólans á Laugarvatni? Eđa ađ myndin sýni hann framan viđ Samvinnuskólann á Laugarvatni? Eđa ađ Samvinnuskólinn hafi veriđ á Laugarvatni?

Er Jónas ekki bara fyrir framan hús Hérađsskólans á Laugarvatni ţar sem Bjarni Bjarnason var skólastjóri áriđ 1934?

Ţorvaldur S (IP-tala skráđ) 5.1.2016 kl. 15:59

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţakka ţér fyrir Ţorvaldur. Ég er enginn sérfrćđingur í Framsóknarmömmum, en las á Lemúrnum ađ Jónas hefđi veriđ skólastjóri Samvinnuskólans. Auđvitađ hefđi ég ekki átt ađ trúa ţví, ţví Lemúrar eru hrekkjusvín og kunna ekki ađ skrifa og hugsa fremur lítt. Ég leiđrétti.

FORNLEIFUR, 6.1.2016 kl. 10:18

5 identicon

Ađ sönnu var Jónas skólastjóri Samvinnuskólans. Og ég sé núna ađ sennilega hef ég misskiliđ ţig ţar sem ţú skrifađir ađ hér mćtti sjá Anítu og Jónas skólastjóra Samvinnuskólans á Laugarvatni. Ţetta mćtti skilja sem svo ađ skólinn hafi veriđ á Laugarvatni, eđa ađ ţau hafi veriđ stödd á Laugarvatni, sem tilfelliđ var, ţegar myndin var tekin.

Svona er ađ vinna í fljótfćrni. En ág tek undir ađ svona ađskotadýr eins og lemúrar séu hrekkjusvín.

Ţorvaldur S (IP-tala skráđ) 7.1.2016 kl. 11:17

6 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţú skilur Deadline og álíka shit, og mikiđ ađ gera. Setningin var skilin eftir ófullkláruđ og gleymdist. En ţetta kemur ekkert ađ sök. Ţađ lásu ađeins nokkrar sálir ţetta. Einn nćrri Öskjuhlíđinni gerđi gerđi athugasemd og tveir fussuđu á bćjum sínum til fjalla. Menn vilja annar helst lesa um flóttamenn, nauđgara, forsetaflón og skaup og fá ţađ á stikkpillu í rectum á FB.

FORNLEIFUR, 7.1.2016 kl. 16:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband