Finnur Magnússon (1781-1847), fyrstur íslenskra fornleifafrćđinga

Finn Magnusen 2

Fyrsti íslenski fornleifafrćđingurinn var óefađ Finnur Magnússon (Finn Magnusen) prófessor í Kaupmannahöfn. Finnur var kannski ekki međ próf í fornleifafrćđi, ţví hún var einfaldlega ekki kennd ţegar hann var í námi. Hann gróf, svo vitađ sé, heldur aldrei. Hann var líka dálítill draumóramađur og skýjaglópur eins og margir íslenskir fornleifafrćđingar. Hér er ég auđvitađ ađ hćtti fornleifafrćđinga kominn í hrópandi mótsögn viđ ţađ sem ég sagđi í fćrslunni hér á undan, ţar sem ég hélt ţví fram ađ mađur án prófs og uppgraftar gćti ekki veriđ fornleifafrćđingur. Ég tek ţađ hér međ aftur.

nordisk Archaeologie 2
Titilsíđa Nordisk Archćologie eftir Finn Magnússon (1820). Karl fađir minn gaf mér bókina er ég fékk pungapróf (Ph.D.) í fornleifafrćđinni viđ háskólann í Árósum áriđ 1992

 

Finnur var fyrsti Íslendingurinn sem ritađi um norrćna fornleifafrćđi og hélt hann marga fyrirlestra um hana viđ Hafnarháskóla. Áriđ 1820 gaf hann út litla bók, Bidrag til nordisk Archćolgie meddeelte i Forelćsninger.

Finnur var reyndar uppgjafarlögfrćđistúdent sem gerđist fornleifafrćđingur. Áriđ 1833 fór hann međ tveimur öđrum frćđimönnum til Runamo í Blekingehérađi í Svíţjóđ, ţar sem er ađ finna mikla ristur. Finnur réđi upplýsingar ţeirra og innihald á nokkrum klukkustundum. Dellu-Íslendingurinn kom upp í honum og ári síđar gaf hann út ekki meira né minna en 750 blađsíđna verk um hvađ risturnar geyma af upplýsingum ţegar mađur les ţćr aftur á bak, ţ.e.a.s. frá hćgri til vinstri. 

Lögfrćđinám og ćvintýri í Reykjavík

Hvernig hefur slíkurr fornaldarsnillingur ćvi sína. Jú, Finnur sem fćddist í Skálholti, fékk stein í hausinn ţegar hann var tveggja ára. Ţađ gerđist í miklum jarđhrćringum sem hann og fjölskylda hans komust lífs úr. Nokkru síđar fékk hann hlaupabólu og var vart hugađ líf. Bólan skađađi sjónina í Finni og var hann ađ eigin sögn ávallt mjög nćrsýnn eftir ţađ, ţótt ekki sjáist gleraugu á myndum af honum. Ég hef oft heyrt um höfuđáverka sem ađrir fornleifafrćđingar fengu í ćsku, og sem menn telja rótina ađ frćđilegum heiđri sínum. Ađrir snillingar hafa t.d. dottiđ á hausinn.

Auđsýnt ţótti á 19. öld, ađ menn sem fengu stein í hausinn, voru af góđum ćttum og međ lélega sjón vćri til einskis annars nýtir en ađ sigla til Hafnar og leggja stund á guđfrćđi eđa lélegt handverk. Finnur valdi handverkiđ og sigldi til Hafnar til ađ lesa lög, en tíminn fór mest í verklega ţćtti hennar, drykkju, dufl, spil og hrađskreiđar konur, sem eru lestir sem viđ ţekkjum enn međal lagastúdenta á okkar tímum.

Slippur og snauđur og án gráđu sigldi Finnur aftur heim til Íslands áriđ 1806 fyrir síđustu skildingana sem hann hafđi kríađ út hjá veđlánaranum. Lífiđ nćstu árin á Íslandi var ekki minna óreglulegt en Hafnarárin, en hann hélt ţó stöđu sem ritari sem hann fékk fyrir góđ tengsl og klíku sem alltaf hefur veriđ mikilvćgt afl á Íslandi og hefur bjargađ mörgum aumingjum frá glötun.

Taliđ er ađ Finnur hljóti ađ hafa veri  „hirđmađur" Jörundar Hundadagakonungar, ţótt hann hafi eins og flestir hirđmenn Jürgensens svariđ ţađ af sér. En Jörundur greiddi honum morđfé fyrri einhverja ómerkilega bók sem Finnur útvegađi honum áđur en konungstíđ Jörunds lauk.

Önnur tilraun 

Er Finnur eđa Finn Magnusen, sem hann kallađi sig lengstum, var rúmlega ţrítugur, gerđi hann ađra og heiđvirđari tilraun til náms í Kaupmannahöfn, enda karlinn búinn ađ hlaupa af sér hornin. Hann lagđi nú stund á fornnorrćnar bókmenntir og á mettíma var hann orđinn prófessor viđ Hafnarháskóla áriđ 1815.

Áriđ 1918 var honum faliđ ađ halda fyrirlestra um fornnorrćnar bókmenntir og gođafrćđi og er bók hans um fornleifafrćđi frá 1820 m.a. afraksturinn af ţví. Áriđ 1823 hlotnađist honum stađa sem Gehejmarkivar, ţ.e. einkaskjalavörđur hins konungslega skjalasafns og 1829 var hann orđinn forstöđumađur safnsins. Í skjalavarđarstöđunni, sem ekki gaf mikiđ í ađra hönd, gat hann unniđ ađ rannsóknum og 1836 var honum veittur doktorstitill viđ Hafnarháskóla. Finnur var sömuleiđis einn af stofnendum Hins Íslenzka Bókmenntafélags, og gaf út Íslenzk sagnarblöđ, sem voru fyrsti vísirinn ađ Skírni. Međ öđrum stofnađi hann Det Kongelige Nordiske Oldskriftselskab áriđ 1825 og hann ţýddi Eddu hina eldri og helsta verk hans var líklegast Eddalćren og dens Oprindelse sem út kom 1824. Ţađ rit var fullt af bulli og frćđilegum ţvćttingi og álíka spekúlasjónum og íslenskir bókmenntafrćđingar hafa veriđ međ allar götur síđan.

Eina verk Finns fyrir íslenska fornleifafrćđi var ađ senda spurningalista Oldsagskommissionarinnar, Den kongelige Commission til Oldsagers Opbevaring, sem stofnuđ var áriđ 1807, til Íslendinga. Fornleifanefndin var stofnuđ áriđ 1807 til ađ safna upplýsingum um fornleifar í danska konungsríkinu. Áriđ 1817 var röđin komin ađ Íslandi. Fyrstu listarnir voru sendir prestum á Íslandi er Finnur gerđist nefndarmađur. Í spurningalistanum voru menn beđnir um ađ upplýsa um fornleifar, jarđfastar og lausar, sem ţeir ţekktu í nágrenni sínu. Afraksturinn var merkilegur en hann kom ekki út á Íslandi fyrr en áriđ 1983, ţegar prófessor Sveinbjörn Rafnsson og Guđrún Ása Grímsdóttir gáfu hann út í tveimur bindum: Frásögur um fornaldarminjar 1817-1823,  I-II. (Stofnun Árna Magnússonar, Rit 24) Útgáfan er stórvirki fyrir sögu fornleifafrćđinnar á Íslandi.

Sveinbjörn Rafnsson skrifađi einnig fyrir fáeinum árum ágćta grein um Finn Magnússon í Aarbřger for Nordisk Oldkyndighed og Historie, forna ritröđ danska, sem Finnur gaf upphaflega út međ öđrum. Ţađ er grein sem allir áhugamenn um íslenska fornleifafrćđi verđa ađ ţekkja og lesa. Ţađ furđar mig ţó, ţrátt fyrir góđa grein, ađ Sveinbjörn minnist hvergi á ađ Finnur Magnússon hafi skrifađ bókina Nordisk Archćologie, og ađ hann hafi haldiđ fyrirlestra um fornleifafrćđi. Bókin er trúlega ekki til á Landsbókasafninu? Páll Valsson hefur einnig sýnt Finni áhuga og skrifađ áhugaverđa grein: "En runologs uppgĺng och fall" í Scripta Islandica: Isländska Sällskabets ĺrsbok 48 for 1997.

Misheppnađur rúnafrćđingur 

Rúnafrćđi Magnússonar, sem fyrr var nefnd, orkađi tvímćlis er hann var enn uppi. Menn vildu ekki alveg međtaka túlkun hann ristunum í Runamo í Blekinge, sem hann las reiprennandi afturábak og afrám. Áriđ 1844 gaf 21 ára upprennandi fornleifafrćđingur, Jens Jacob Asmussen Worsaae ađ nafni, út bćkling ţar sem hann sýndi fram á ađ risturnar í Runamo vćru náttúrfyrirbćri. Margar ađrar rúnaskýringar Finns á manngerđum rúnum hafa síđar reynst vera rangar eđa dellukenndar. Finnur var einn um ađ bera skömmina vegna uppgötvunar J.J.A. Worsaae, sem síđar varđ einn ađ fremstu fornleifafrćđingum Dana. Ađrir sem höfđu veriđ samsinnis Finni um "rúnirnar" í Runamo voru ekki áreittir vegna ţessarar frćđilegu skammar.

Worsaae's Runamo
Teikning af náttúrufyrirbćrunum í Runamo í bók Worsaaes

Finnur hafđi slegiđ um sig međ illa ígrunduđum skýringum, líkt og sumir íslenskir fornleifafrćđingar gera enn í dag á sumarverđtíđinni. Ţrátt fyrir Runamo-ćvintýri Finns verđur ekki af honum skafiđ, ađ hann var afkastamikill og merkur frćđimađur - síns tíma. Viđ getum ekki dćmt hann í dag eins og samtíminn gerđi, viđ getum í mesta lagi brosađ dálítiđ í kampinn yfir ţví ađ einhver hafiđ gefiđ út 750 blađsíđna bók um sćnskt náttúrufyrirbćri. Bćkur Finns um fornleifafrćđi og rúnirnar í Runamo, bera öll einkenni ţess ađ Finnur hafi nú veriđ hálfgerđur skýjaglópur međ mikinn sannfćringarkraft. Hann verđur ţví örugglega ađ teljast til fornleifafrćđinga, annars hefđi hann ekki fengiđ stein í hausinn, svo tekin sé snúin skýringatćkni hans sjálfs ađ láni.

Síđustu árin 

Síđustu ár ćvinnar barđist Finnur í bökkum fjárhagslega. Konan var farin frá honum, eins og hendir marga góđa menn sem ekki eru öđrum sinnandi vegna frćđimennsku og peningaleysis. Runamo- rúnirnar voru orđnar af Guđs rúnum og karlinn orđinn hálfgert ađhlátursefni í Kaupmannahöfn. Finnur leysti ţá sín verstu fjárhagsvandamál međ ţví ađ selja íslensk miđaldahandrit á ýmis erlend bókasöfn, ţar sem ţau varđveittust líkast til betur en í saggalegri íbúđ hans í Kaupmannahöfn.

Ţegar Finnur Magnússon andađist áriđ 1847 í Klampenborg, var hann greftrađur á Assistens-kirkjugarđinum í Kaupmannahöfn. Hvorki var reistur bautastinn eđa ristar rúnir yfir leiđi hans og líklega var ţađ sökum ţess ađ engir peningar voru lengur til í skuldabúi frćđimannsins. Steinn var ţó settur yfir Finn 34 árum eftir andlát hans. Sá steinn hvarf um 100 árum síđar ţegar breytingar voru gerđar á kirkjugarđinum. Áriđ 2006 sá áhugafornleifafrćđingurinn Rud Kjems um ađ setja nýjan legstein yfir yfir jarđneskar leifar fyrsta íslenska fornleifafrćđingsins međ ţátttöku Det Kongelige Nordiske Oldskriftselskabs. Nokkru síđar gaf Rud Kjems út skemmtilega skáldsögu um Finn, sem hann kallar Runamo  og hćgt er ađ lesa ţanka Kjems um Finn Magnússon hér, hér og hér 

Runamo Kjems

Ţeir sem vilja votta Finni Magnússyni virđingu, nćst ţegar ţeir eru staddir í Kaupmannahöfn, finna jarđneskar leifar hans undir nýjum legsteini í Assistents kirkjugarđi, Deild C, gröf 181.

Blessuđ sé minning Finns fornleifafrćđings

Assistents gravskćnderi

Nýlega var mikiđ rask í Assistent kirkjugarđi, ţví neđanjarđarlestarstöđ á ađ rísa í einu horni hans. Jarđneskar leifar ţeirra sem lágu á svćđinu ţar sem grafarfriđurinn var rofinn voru rannsakađar af fornleifafrćđinemum frá ýmsum löndum. Ađ mati ýmissa manna var ekkert ţví til fyrirstöđu ađ hafa stöđina handan viđ götuna ţar sem hús hafa hvort sem er veriđ rifin nýlega. Ţetta var afar umdeild framkvćmd.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ţađ má međ sanni segja ađ örlögin hafi rist sérkennilegum rúnum sínum á líf ţessa manns.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 10.8.2012 kl. 15:40

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góđ samantekt um Finn. Er vitađ hvađa handrit hann seldi. Hvar kemst ég í samband viđ góđar rúnafrćđing sem er ekki á launum hjá ríkinu ef ţiđ skiljiđ hvađ ég meina.:-)

Valdimar Samúelsson, 10.8.2012 kl. 20:44

3 identicon

Bráđskemmtileg lesning um "den sprćnglćrde Islćnding" eins og Finnur fékk ađ heita í ágćtri grein um ćvintýrin á Rúnamó í Weekendavisen fyrir mörgum árum. Mađurinn hefur veriđ eins og lifandi ríkisbyggt tilgátuhús. Sei, sei.

Kristján Sveinsson (IP-tala skráđ) 15.8.2012 kl. 17:42

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Sigurđur, ég held ađ ţađ megi svo sannarlega segja.

Valdimar, ég ţekki enga rúnafrćđinga. Kona af Íslenskum ćttum í Svíţjóđ, Snćdal, hefur stundađ rannsóknir á rúnum.

Kristján, mér er sagt ađ sprenglćrđur á víetnömsku sé kallađ: thông thái. Sel ţađ ekki dýrara en ég keypti ţa: Finnur thông thái.

FORNLEIFUR, 16.8.2012 kl. 21:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband