Illugi Jökulsson veitir njósnara og landráđamanni uppreist ćru
5.9.2017 | 15:17
Ég hafđi vart lokiđ fćrslunni hér á undan um sagnfrćđilega ónákvćmni Veru Illugadóttur í útvarpsţćtti, en ađ ég ţurfti aftur ađ stinga niđur penna til ađ rita um óvenju grófa ónákvćmni föđur hennar, hins landsţekkta meiningarmanns um allt milli himins og jarđar, Illuga Jökulsson.
Illugi var síđla kvölds hins 3. september sl. međ ţáttinn Frjálsar Hendur og valdi hann ađ segja sögu dćmds íslensks landráđamanns, Jens Pálssonar, njósnarans á frystiskipinu Arctic. Fornleifur hefur gert ţví skipi skil áđur (sjá hér).
Ţađ sem Illugi las upp var sagan eins og Jens Pálsson óskađi ađ hún yrđi sögđ. Nóg hefur nú heyrst af rugli um ferđir Arctic, en Illugi lék vćgast sagt af fingrum fram sem miđill Jens Pálssonar ţađ kvöldiđ. Hlustiđ á söguna hér.
Sá galli er á gjöf Njarđar, ađ saga Jens Björgvins Pálssonar í ţeirri útgáfu sem útvarpshlustendur heyrđu, stangast verulega á viđ ţá sögur sem hann sagđi Bretum áriđ 1942 og undirritađi til stađfestingar. Jens viđurkenndi glćp sinn en hafđi einnig veriđ margsaga hjá Bretum, líkt og menn sem margsaga eru dćmdir ţyngri dómum í sakamálum á Íslandi í dag.
Gögn um Jens Pálsson eru til á skjalasöfnum erlendis og hann gerđi sér greinilega ekki grein fyrir ţví ađ ţau yrđu ađgengileg ţegar byrjađ yrđi ađ miđla af endursagđri sögu hans af segulbandi ađ honum látnum, en Jens lést áriđ 2000. Illugi Jökulsson hefur ekki gert sér far far um ađ rannsaka ţá sögu sem önnur gögn en íslensk segja. Illugi skrifar stundar einvörđungu ţađ sem Danir kalla andedamshistorie sem útleggst gćti sem heimalningasagnfrćđi. Ţar líta menn sjaldan á heimildir nema í heimalandi sínu. En viđ erum nú öll hluti af stćrra heimi.
Í yfirheyrslugögnum um Jens má ljóst vera, ađ hann tók ađ sér njósnir fyrir nasista og var í sambandi viđ íslenska nasista ţegar heim var komiđ frá Spáni og veđurskeyti höfđu veriđ send frá skipinu á tćkum sem ţýskir njósnarar höfđu komiđ fyrir í skipinu og sem Jens vann viđ. Jens koma á kreik sögum um barsmíđar á sér á Íslandi og á Englandi, ţar sem hann var hafđur í haldi til ágústmánađar 1945. Engar af ţeim sögum er hćgt ađ stađfesta. Jens fékk af öllu ađ dćma góđa međferđ hjá Bretum, og fékk meira ađ segja ađ svara spurningum međ ţví ađ skrifa svörin.
Jens var illa ţokkađur af öđrum skipverjum Arctic
Samferđamönnum hans á Arctic var langt frá ţví ađ vera hlýtt til Jens Pálssonar. Íslenskur sagnfrćđingur hefur ţetta eftir mönnum sem unnu međ Guđna Thorlacius á skipinu Hermóđi og lýstu ţví ţegar Jens Pálsson reyndi ađ fara um borđ í Hermóđ ţar sem skipstjóri var enginn annar en Guđni Thorlacius, afi forseta Íslands, en Guđni skipstjóri hafđi einnig veriđ í áhöfn Arctic (sjá hér):
Kannski áleit hann sig tilneyddan, kannski var honum ekkert á móti skapi ađ ađstođa nasistana. Hvađ veit mađur. En ég held ađ ég hafi skrifađ ţér sögu Sigurjóns Hannessonar heitins (hann lést í sumar) af ţví ţegar Jens hugđist ganga um borđ í Hermóđ á Austfjörđum ţar sem hans gamli stýrimađur af Arctic, Guđni Thorlacius, réđ ríkjum. Guđni lét hindra ađ Jens kćmist um borđ og hafđi um hann ill orđ, sagđi Sigurjón, en slíkur talsmáti mun annars hafa veriđ sjaldheyrđur hjá honum. Ţađ sögđu mér kallar sem ég var međ á Árvakri og höfđu veriđ hjá Guđna. Og ţá var nafni hans bara grunnskólapiltur og áratugir í ađ hann yrđi forseti ţannig ađ ekki var veriđ ađ smjađra fyrir honum né neinum öđrum. Kannski var Guđni fyrst og fremst reiđur Jens fyrir ađ hafa logiđ ađ honum og öđrum í áhöfn Arctic og komiđ ţeim í vandrćđi. Ekki veit ég, en aldrei heyrđi ég um Guđna talađ öđruvísi en af virđingu. Og ţađ átti ekki viđ um alla skipherra Landhelgisgćslunnar ađ ţeir fengju slíkt umtal af skipsmönnum.
Ţegar lesnar eru skýrslur af áhafnarmeđlimum á Arctic, sér mađur reginmun á ţeim sem teknar voru af saklausum mönnum og ţeim seku.
Ţetta getur Illugi kynnt sér í stađ ţess ađ lýsa svađilförum úr síđari heimsstyrjöld beint út úr höfđi Jens Pálssonar. Sumir menn álíta greinilega síđari heimsstyrjöld hafi veriđ eins konar fótboltaleikur, ţar sem ljótt var ađ spila af hörku. Athćfi Jens og hugsanlega skipstjórans, sem ekki var drepinn um borđ á herskipi líkt og Jens lét ávallt í veđri vaka viđ viđmćlendur á Íslandi, heldur andađist á sjúkrahúsi í London úr krabbameini ári eftir ađ hann var fluttur til Englands, gat hafa leitt til dauđa saklausra sjómanna.
Smekkleysa Illuga
Í ótrúlegum auđtrúnađi gefur gefur Illugi í skyn ađ Sigurjón Jónsson hafi dáiđ skyndilega eftir ađ hann var sendur til Englands 1942, og jafnvel ađ krabbameiniđ sem dró hann til dauđa hafi orsakast af illri međferđ hjá Bretum. Reyndar er ţađ rétt ađ Sigurjón dó, en ári síđar en Illugi heldur, eđa 1943.
Illugi lét eftirfarandi orđ falla í ţćttinum Frjálsar Hendur í framhaldi af frásögn um flutning fjögurra áhafnarmeđlima Arctic til Bretlandseyja:
Hinn 13. júlí brá svo viđ ađ Sigurjón Jónsson andađist á sjúkrahúsi - í London. Banamein hans var krabbamein. Ţađ sögđu Bretar ađ minnsta kosti. Víst hafđi Sigurjón veriđ veikur. Ţađ hafđi víst ekki fariđ milli mála. En hafđi ömurlegur ađbúnađur hans í fangavistinni haft áhrif á skyndilegan dauđdaga hans. Ekki sögđu Bretar. En ţeir voru líka einir til frásagnar.
Illugi gleymir bara ađ segja hlustendum sínum og lesendum komandi hasarbókar sinnar, sem vćntanlega á ađ setja undir tréđ um jólin, ađ Sigurjón andađist ekki áriđ 1942 á sjúkrahúsinu í London, heldur sumariđ 1943. Fjöldi gagna er til um sjúkdóm hans og sjúkralegu. Dauđdaginn var ekki eins skyndilegur líkt Illugi vill láta í verđri vaka.
Sigurjón Jónsson skipstjóri. Myndin efst er af Jens Pálssyni.
Upplýsingar um heilsu Sigurjóns í byrjun júní 1943 (efst) og í júlí sama ár (neđar). Vill Illugi trúa landráđamanni eđa ţessum skjölum?
Ţessi aulasagnfrćđi Illuga er forkastanleg og dćmir Illuga úr leik. Honum ber ađ stöđva bók sína, ţar sem ţetta lítilfjörlega efni verđur útlistađ, áđur en ţessi vitleysa hjá honum kemst á prent. En kannski vilja Íslendingar einmitt helst lesa lognar sögur og fá annan endi á mál heldur en ţau sem t.d. dómstólar komust ađ?
Ef hörku var beitt af Bretum viđ yfirheyrslu á áhöfn Arctic, er ţađ alls ekki óskiljanlegt. Ef til vill orsakađist barningur bandarískra hermanna og breskra yfirmanna á t.d. Guđna Thorlacius af lygaframburđi Jens Pálssonar. En furđulegt er ađ ekki má ekki sjá marblett á andliti nokkurs í áhöfn Arctic sem Bretar mynduđu í Reykjavík áđur en ţeir voru sendir utan. Bretum varđ fljótt ljóst hverjir voru ţeir seku um borđ á Arctic voru, og útilokuđu t.d. nćr strax Guđna Thorlacius sem var fljótt farinn ađ túlka fyrir ţá, ţví hann var heiđursmađur og betri í ensku en margir hinna.
Arctic viđ strendur Skotlands
Gyđingar međ demanta dregnir inn í sögu Jens
Frásögn sú sem Illugi las fyrir Jens Pálsson látinn í útvarpi um daginn var á allan hátt afar ógeđfelld. Sagan um gyđinga hlađna demöntum sem Illugi las fyrst, sem áttu ađ vera ađ skemmta sér á hóteli í Vigo, á Spáni er ósómi af verstu gerđ. Ćtti Illugi eingöngu út frá henni ađ gera sér grein fyrir ţví ađ mađurinn sem segir söguna var enn nasisti ţegar hann las sögu sína inn á band. Illugi gerir sér grein fyrir ţví ađ óhróđurinn sem Jens setur í munn Sigurjóns skipstjóra um demanta gyđinganna frá Berlín, sé furđuleg saga, en fer svo í stađinn ađ fabúlera um franska gyđinga og réttlćtir söguna ađ lokum.
Franskir gyđingar komust aldrei frá Vigo til Bandaríkjanna en í einstaka tilfellum áriđ 1942 komust ţýskir gyđingar til St. Louis en ekki međ hjálp demanta heldur á síđustu eignum sínum. Örfáir gyđingar frá Ţýskalandi fóru međ spćnskum skipum frá Vigo til New Orleans áriđ 1942.
Ţjóđverjar höfđu rćnt flestum eigum af ţví flóttafólki sem náđu til Spánar og Portúgals. Reyndar segir Jens Pálsson frá gyđinga sem urđu á vegi hans á hóteli í hafnarborginni Vigo. Hann sagđist viđ yfirheyrslur á íslensku sem ţýddar voru yfir á ensku hafa hitt mann, líklega gyđing, Felix Zevi ađ nafni sem sagđist vera frá Zurich í Sviss. Zevi var um borđ í skipi sem hafđi veriđ kyrrsett, og var ţađ eina skipiđ sem vitađ er ađ hafi flutt gyđinga frá Vigo til Bandaríkjanna, samkvćmt upplýsingum sem ég hef grafiđ upp. Skjöl um ţetta hefđi almennilegur sagnfrćđingur átt ađ geta fundiđ. En Illugi er nú einu sinni ekki sagnfrćđingur. Hann er ađ selja bók sína í útvarpsţćtti sem greiddur er fyrir afnotagjöld íslensku ţjóđarinnar.
Svo lýkur Jens frásögn sinni af flóttafólki međ safaríkri sögu er hann brá sér í land um áramótin 1941-42 i eina af sínu mörgu heimsóknum á hórukassa Vigo. Ţessi greinargerđ hans áriđ 1942, sem var ţýdd yfir á ensku úr íslensku, var á allan hátt mjög frábrugđin ţví sem Illugi Jökulsson hafđi eftir Jens í ţćttinum Frjálsar hendur hér um daginn.
Úr afriti af skýrslu undirritađri af Jens Pálssyni
Jens Pálsson var enn haldinn fordómum nasista rétt fyrir andlát sitt. Međ tilbúningi og óhróđri um gyđinga og demanta ţeirra setur hann eftirfarandi orđ um gyđinga á hóteli í Vigo í munn látins mann, Eyjólfs Jónssonar Hafstein (d. 1959) sem var annar stýrimađur á Arctic. Takiđ efir ţví ađ Jens reyndi ávallt ađ koma skođunum sínum og gerđum á ađra menn:
... og ég man ađ Eyjólfur sagđi í glensi ađ í ţessum sal vćri nú ađ minnsta kosti hálf smálest af demöntum. Er ég nú ekki ađ fjöryrđa um ţađ. Ţetta fólk var ađ halda eitthvađ hátíđlegt sem ekki var okkar, svo viđ yfirgáfum hóteliđ og átum pínusíli og sođin egg á pínubar. Nćsta dag voru skemmtiferđaskipin farin til New York.
Ţegar fariđ er ađ segja endurunna frásögn Jens Pálssonar, dćmds landráđamanns, 75 árum eftir ađ Jens Pálsson loftskeytamađur á Arctic var til í ađ njósna fyrir nasista, međ endursögn sem stangast á viđ ţađ sem hann sagđi viđ yfirheyrslur, er sagnfrćđin orđiđ heldur lítils virđi. Enginn almennilegur sagnfrćđingur myndi láta frásögn Jens standa eina.
Ţađ sem gyldir er Sagan Öll, Illugi, og ekkert annađ en sagan öll, en ekki skekkt og skrumskćld útgáfa hennar. Ef ţörf er á ađ koma neikvćđum tilfinningum sínum í garđ Breta og Bandaríkjamanna til skila, er hćgt ađ gera ţađ á annan hátt en međ samanburđi í sögu íslenskra njósnapésa.
Fólk sem tekur málstađ hryđjuverkamanna sem teknir hafa veriđ af Bretum og Bandaríkjamönnum á síđustu árum og fárast yfir ađferđum ţeirra viđ yfirheyrslur á glćpamönnum, í stađ ţess ađ hugsa út í ţćr hörmungar sem hryđjuverkamennirnir hefđu geta valdiđ, mun ef til vill aldrei nokkurn tímann skilja ađ hryđjuverkamenn og njósnarar fyrir erlend öfl eru ómerkilegar raggeitur sem oftast nćr hugsa ekkert um ađra en sjálfa sig og er skítsama um líf saklauss fólks.
Viđ höfum séđ mikinn fjölda sjálfskipađra dómara á Íslandi á síđari árum, sem telja sig megnuga ţess ađ sýkna menn af morđdómum um leiđ og ţeir fara hamförum ţegar kynferđisglćpamenn fá ćruuppreisn. Ţessi mjög hlutlćga tilraun Illuga til ađ hreinsa mannorđ Jens Björgvins Pálssonar svipar til ţessa furđulegu strauma á Íslandi, enda hefur Illugi ekki ósjaldan veriđ í hćstaréttardómarasćti götunnar. En ţetta er ekki sagnfrćđi og ţađan ađ síđur góđ lögfrćđi. Illugi er ađ selja bók á ríkisfjölmiđli, og honum er greinilega slétt sama um hvort hún sé full af rangfćrslum.
Lćknađist Jens af staminu?
Ađ lokum langar mig ađ nefna, ađ gott er heyra og lesa, ađ Jens Björgvin Pálsson lćknađist af staminu sem hrjáđi hann er hann var fangi Breta 1942-45.
Hann gat hins vegar hiklaust tjáđ sig um ţá sögu sem Illugi Jökulsson leyfir okkur ađ heyra. Enn kannski fengum viđ einmitt ekki ađ heyra upptökuna međ Jens, vegna ţess ađ Illugi telur ekki viđ hćfi ađ láta menn stama í útvarpiđ. En hér ađ neđan geta menn svo séđ, skjalfest, hvernig greint var frá ţessari fötlun mannsins áriđ 1945.
Jens stamađi hins vegar ekki hiđ minnsta í lýsingum sínum af nánum samtölum sínum viđ ţýska nasista á Spáni og meinta gyđinga á hótelum í Vigo. Sumir menn geta bara ekki stamađ á ţýsku.
Flokkur: Íslenskir nasistar | Breytt 4.1.2020 kl. 18:02 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sćll Vilhjálmur. Ţađ fór aldrei milli mála í ţví sem ég las upp ađ ţar var frásögn Jens á ferđinni, auđvitađ skrifuđ af honum löngu seinna og auđvitađ frá hans sjónarhóli. Hann hafđi aldrei látiđ hafa neitt eftir sér um ţetta áđur og ţví er frásögn hans í sjálfu sér merkileg. Alveg án ţess ađ viđ tökum afstöđu til ţess hvađ er ađ marka einstök atriđi hennar. Hafi mér orđiđ á fljótfćrni varđandi dánardćgur Sigurjóns skipstjóra í útvarpsfrásögninni, ţá leiđrétti ég ţađ í öđrum ţćtti - hiđ rétta ártal fer ekkert á milli mála í bókinni minni. En ţakka ţér ábendinguna. Međ kveđju, Illugi
Illugi Jökulsson (IP-tala skráđ) 5.9.2017 kl. 17:18
Sćll Illugi, ţakka fyrir svörin. Reyndar hefur mađur, Guđbrandur ađ nafni, veifađ ţví, ađ hann hafi tekiđ Jens upp á stálţráđ. Guđbrandur reiddist mér fyrir ađ trúa ekki orđum viđmćlanda hans. Sjá fyrri grein mína á Fornleifi um Arctic. Gaman vćri ađ vita hvort Jens hafi stamađ á upptökunni, eđa var hann íslenskur Kaizer Söze, sem lék á Breta og gekk út áriđ 1945 og stamađi ekki eftir ţađ.
FORNLEIFUR, 5.9.2017 kl. 17:32
Nú hefur ţú ţegar svarađ ţessu á FB. Jens las ţetta sem sagt ekki inn á segulband, og ţú fékkst frásögnina skrifađa frá öđrum manni en Jens. Ţess vegna veist ţú ekki hvort hann stamađi. Engin sem ég hef talađ viđ sem ţekkti Jens heyrđi hann nokkurn tíma stama. Sjálfur hef ég hvorki heyrt hann né séđ og Guđni gamli Thorlacius vidi ekkert viđ hann tala. Ţess vegna ţykir mér ţessi athugasemd Bretanna um stamiđ athyglisverđ. En Ţjóđverjar ráđlögđu mönnum sem njósnuđu fyrir ţá ađ leika fáfróđ fífl ef ţeir vćru teknir.
FORNLEIFUR, 5.9.2017 kl. 17:38
Sćll aftur. Ţetta međ segulbandiđ reyndist vera misskilningur minn sem spratt milli mín og mannsins sem lét mig hafa uppskrifađa frásögn Jens, og skrifast auđvitađ algjörlega á minn reikning. Hann skrifađi ţetta sjálfur á síđustu árunum áđur en hann lést. Ég mun leiđrétta ţađ ţegar ég glugga nánar í frásögn Jens eftir hálfan mánuđ. Ađ öđru leyti ítreka ég bara ađ mér finnst frásögn Jens hafa gildi í sjálfu sér, enda hafđi hann ekki lýst sinni hliđ áđur. Hafi eitthvađ skort á ađ ég legđi áherslu á ađ frásögnin er eingöngu frá sjónarhóli hans - sem ég taldi mig ţó gera - ţá legg ég á ţađ áherslu í ţessum seinni ţćtti. Ég ţakka ábendingarnar um ţađ. Međ kveđju, Illugi
Illugi Jökulsson (IP-tala skráđ) 5.9.2017 kl. 17:40
Hann skrifađ reyndar sína hliđ á blađ á íslensku og honum var leyft ađ gera ţađ viđ allar yfirheyrslur vegna meints talgalla. Hans hliđ hefur veriđ ađgengileg um langt skeiđ á skjalasöfnum erlendis. Og margir Íslendingar hafa fengiđ sér ţau gögn. Í ár kom út bók eftir mann ađ nafni Bernard O'Connor, einn af ţessu manísku Írum, sem hefur gert ţađ ađ starfa sínum ađ hrađlesa gögn breskra leyniţjónusta og gefa jafnharđan út um ţau bćkur. Hann hefur gefiđ út meira og minna gallađa bók um íslensku kafbátanjósnarana. sem hann kallar The Spies Who Came Back to the Cold. Hann hefur ekki skiliđ allt blessađur mađurinn, ţó svo ađ einhver á Íslandi hafi veriđ ađ ađstođa hann. En stćrsti njósnarinn á Íslandi fór heim međ Esjunni og var ekki Gunnar Guđmundsson líkt og Ţór Whitehead hefur haldiđ fram. Ţađ voru margir Íslendingar til í ađ ţjóna Hjalta litla. Sjáđu t.d. frásögn Björns Jóhannessonar í dag af föđur sínum í Ţýskalandi.
FORNLEIFUR, 5.9.2017 kl. 17:55
Sćll aftur. Ójá, ţetta er löng og hörmuleg saga. Ég vissi ekki af ţessari bók O'Connors, takk fyrir ţá ábendingu, ţađ er fróđlegt ađ lesa flest um ţessi mál, ţótt gallađ sé. Varđandi Jens Pálsson, ţá er eiginlega merkilegasti hluti frásagnar hans alllangur kafli um ađra fanga sem voru samtímis honum í fangelsinu í Bretlandi, altso ekki Íslendingar. Ţađ er litskrúđug og ađ sumu leyti dálítiđ fantasíufull frásögn, enda skrifuđ hálfri öld eftir fangavist hans. Sjálfsagt les ég úr ţví einhvern tíma í vetur. Međ kveđju, Illugi
Illugi Jökulsson (IP-tala skráđ) 5.9.2017 kl. 18:23
Heyrđi ađ hann hafi ekki hćtt ađ stama nema hann fengi í glas..
GB (IP-tala skráđ) 5.9.2017 kl. 23:54
GB, ţađ er ađ segja íslenska ráđherraađferđin. Hefur lengi hjálpađ mönnum sem gátu ekki einu sinni talađ. Fóru ađ tala tungum.
FORNLEIFUR, 6.9.2017 kl. 05:36
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.