Íslensk steinöld

icelandic_stone_age_1248936.jpg

1. mars áriđ 2008 varađi mađurinn á bak viđ Fornleif viđ hruninu - á sinn hátt. Hann sótti varnađarorđin í söguna. Enginn las svo sem blogg hans ţá, enda hefur ţessi fađir Fornleifs ekki hundsvit á fjármálum eđa óhóflegri eyđslu. Greinin hefđi vart geta komiđ í veg fyrir hruniđ. Hér eru nokkrar glettur úr greininni:

mars áriđ 1924 tóku Íslendingar á ţađ ráđ ađ setja á innflutningsbann og hömlur á ýmsar "óţarfar" vörutegundir. Menn höfđu á Alţingi lengi veriđ ósáttir viđ hve óstöđugt gengi krónunnar hafđi veriđ í bönkum landsins. Eitthvađ varđ ađ gerast. Gengi krónunnar var meira ađ segja hćkkađ!

Ég kannast ekki viđ áhrif ţessa innflutningsbanns og eins árs gengishćkkunar, enda kom ţessi "kreppa" ekki niđur á mér. Hins vegar bárust fréttir um allan heim af ţessum ráđstöfunum Íslendinga.

Blađ nokkuđ í New York, The Knickerbocker Press í Albany, ţótti ţessi ákvörđun Alţingis mjög merkilegt og skrifuđu menn ţar á bć heila opnu um hana og Íslendinga undir yfirskriftinni Back to Primitive Caveman Life, og undirfyrirsögnin var:

"Isolated People of Iceland Decide to Prohibit Importation of Effete Modern Luxuries, to Scramble, Robinson Crusoe Fashion, for Existence the Next Two Years as Did Their Eearly Ancestors".

Upphafsorđ greinarinnar voru t.d. ţessi:

"A hardy, resourceful race, the Icelanders believe their rocky, ice crusted island will produce everything they need in the way of clothing, food, shelter, warmth and even amusement. - ICELAND, with her hundred thousand population, her telepohones and telegraph wires, and all the other trappings of modern civilzation, is about to go back to the primitive life."

primitive_icelanders.jpg

Ţetta var hin undarlegasta grein og myndirnar og teikningarnar, sem voru međ greininni, voru sér í lagi merkilegar. Dćmi um ţađ sést hér ađ ofan.

Öll ţau ár sem ég hef komiđ í mínar heimsóknir til Íslands, og ţau rúm ţrjú ár sem ég bjó á Íslandi. 1993-96, hefur mér blöskrađ kaupćđi Íslendinga og hirđuleysi um eigur sínar og eyđsluţörf ţeirra og flottrćfilshátt. Mér hefur alltaf veriđ ljóst, ađ ţessar kenndir koma til af minnimáttarkennd.

Eitt sinn kom ég á bóndabć í Borgarfirđi. Ţar átti bóndinn risastóra skemmu, fulla af ónytsömum "leikföngum" sínum mótordrifnum, og ţvíumlíku. Helmingurinn var reyndar í lamasessi og hafđi líkast til ţess vegna veriđ hent út í ţessa risastóru skemmu. Inni hjá bónda í eldhúsinu, ţar sem mér var bođiđ í kaffi međ samstarfsmanni mínum, var hins vegar allt frekar hrörlegt.

Ég hef ekkert á móti kapítalisma, enda tel ég ađ ofeyđsla og ofneysla séu ekki samferđar"konur" kapítalismans. Hins vegar er óheft ofurneysla og loftkastalabygging eins og sést á Íslandi dćmi um ađ menn geta orđiđ fórnarlömb kapítalismans.

Er ekki kominn tími til ađ rifa seglin? Annars er ég hrćddur um ađ ástandiđ á Íslandi verđi eins og á teikningunni af Íslendingum í Knickerbockers Press áriđ 1924, nema ađ ţví leyti ađ enginn verđur báturinn sem siglir ađ landi međ varning."

Síđar áriđ 2008, ţegar bankahruniđ var stađreynd, skrifađi ég annan pistil, svona til ađ minna á ađ ég, engu síđur en Jón Baldvin Hannibalsson, vissi ađ ţetta myndi gerast. Sjá hér

Nú, ţegar fjármálagatiđ er fariđ ađ minnka miđađ viđ ţađ heljarhol sem opnađist vegna óhóflegrar eyđslu Íslendinga og glćpastarfsemi íslenskra bankamanna og sumra stjórnmálamanna fram til 2008, eru hin harđgerđa ţjóđ farin ađ heimta ađ peningarnir séu notađir hér og nú. Ein best stćđa stéttin í landinu heimtar meira en allar ađrir, ţví hún telur sig vera hina útvöldu stétt, međan borgarstjórinn í Reykjavík sem er óvirkur lćknir, segir nokkrum hrćđum í tónmenntakennarastétt ađ ţeir setji fjármál borgarinnar á hausinn međ ţví ađ biđja um mannsćmandi laun. Heyrt hef ég skárri feilnótur.

Og svo er greinilegt, ađ meira en 1% ţjóđarinnar enn í annarlegu ástandi eftir hruniđ. Sumt fólk vill eyđa öllu, og ţađ strax! Ţađ er auđvitađ hinn sanni íslenski hugsunarháttur sem hentar í ţjóđfélögum á steinaldarstigi. Mađur nokkur sem örugglega kemst í annálana fyrir orđbragđ sitt, líkti í fréttum Sjónvarps núverandi ríkisstjórn viđ "gest sem kćmi í partí og skiti á gólfiđ" (sem var víst samlíking viđ kosningasvik, ţótt langsótt megi teljast). Ţegar gestinum vćri bent á, ađ ţađ vćri ekki viđ hćfi, "ćldi hann yfir skítinn og pissađi bara líka". Hvernig yrđi samlíkingin ţegar kosningasvikum fyrri ríkisstjórnar vćri lýst úr fjármálagatinu á andlitinu á manninum sem Ríkissjónvarpiđ lét lýsa landsmálunum og óskum ţeirra ţjóđfélagsţegna sem hamast á girđingum fyrir framan Alţingi međan fyrrverandi Kani og Alţingismađur glottir viđ tönn?

saaaaari.jpg

Spurningin er, hvort sumir Íslendingar séu yfirleitt komnir af steinaldarsiginu? Ađhald hjá ţjóđ, sem lítiđ á, er fyrri öllu. Eyđslan sem Íslendingar vilja út í, er ekki ţađ sem menn vildu setja bann viđ áriđ 1924. Innflutningsbanniđ áriđ 1924 var fyrst og fremst hugsađ til ađ ćrslast á jafnréttiskafla Sambandslaganna, sem gerđi Dönum mögulegt ađ versla á Íslandi jafnfćtis Íslendingum. - Nei, hinn nýi hugsunarháttur ofureyđslu og ofurneyslu sendir menn á fumstćđara stig grćđgi og gerir sumt fólk ađ kúnnum hjá ríkinu međ andlegt atgervi á kúk-og-piss stigi.

Ţađ er ađ mínu mati ekki langt í ađ íslenskir sálfrćđingar og geđlćknar fari líka ađ heimta sér hćrri laun - og jafnvel ráđherrar og borgastjórinn í Reykjavík. Ţađ er ekki ađ spyrja af steinaldarmönnum. Ţeir vonast líklega enn eftir ţví ađ ESB borgi brúsann, en vakna á hverjum morgni upp viđ vondan draum. Og ţegar ţeir athuga, hvort evran er komin í veskiđ, finna ţeir ađeins íslenskar kúkakrónur og skítaaura, sem ţeir vilja eyđa sem fyrst í velling eđa flatskerm, allt eftir efnum, en sumir um efni fram.

eurocat.jpg

Fornleifur er nú ekki mikill listaverkasafnari. Hann keypti ţessar 100 evrur á nokkrar evrur hér um áriđ í Berlín. Líklegast er málverkiđ falsađ ađ mati Óla forvarđar. Er ekki íslenskur svipur yfir ţessum ketti? Svipur ţess sem keypt hefur allt of dýru verđi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Fornleifur.

Sárt ertu leikinn, er sveinstauli nokkur hefur gert
hallarbyltingu eftir ađ ţú brást ţér í langţráđ sumarleyfi
til Suđurhafseyja.

Ertu hvorttveggja í senn sakađur um 'leti' og ađ vera einhvers konar
strengjabrúđa eđa handbendi ţessa afvegaleidda og útspekúlerađa
vandrćđagemsa.

Fornleifur á samúđ mína alla í hrunadansi ţessum og ofsóknum
og hef ég ţegar í mótmćlaskyni kallađ inntil mín 3 íbúđir
af hendi Íbúđalánasjóđs og verđa ţćr betrekktar í hólf og gólf
međ flennistórum myndum af Fornleifi og gagnmerkum greinum 
hans m.a. um Sćmund Hólm en einhver durgurinn hafđi uppi
efasemdir um ađ yfireldglćringameistari í formi Fornleifs fćri ţar
ađ öllu međ rétt mál.

Hvađ ţarf til svo ađ Fornleifur njóti sannmćlis?
Ţarf hann virkilega ađ fara í ţćr ađgerđir ađ henda einhverjum
ţingmanni útí sjó og bjarga honum síđan og hljóta af ţví lof og
prís međ heimsstyrjaldarletri í öllum fréttablöđum landsins?

Húsari. (IP-tala skráđ) 5.11.2014 kl. 12:09

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Ekki hafa áhyggjur af mér Hússari. Ég hélt ađ hússarar vćri glađir, samanber "the gay Hussar", en greinilegt er ađ biturleiki og einsemd er til á međal ţeirra líka. ... En hvernig nćr mađur svo í ţingmann til ađ henda honum í sjóinn?

FORNLEIFUR, 5.11.2014 kl. 12:44

3 identicon

Sćll Fornleifur.

Á ungversku hásléttunni ţekkist hvorki vol, víl né vćl
og ţar eru menn viđbúnir ađ ţjóna keisara og konungi
Ungara, Franz Jósef I og arftökum hans til nćstu ţúsund ára.

Veit ekki betur en ţađ sé vandi einstakra ţingmanna ađ
fara níđur á kćjann og ţví hćgt um vik til garpskapar!

Húsari. (IP-tala skráđ) 5.11.2014 kl. 13:23

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Hetjudáđ Ungverja er mér ekki ađ skapi og eigi heldur Austurrískir keisarar. Afturhaldsamara liđ hefur vart veriđ til.

FORNLEIFUR, 5.11.2014 kl. 13:44

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband