Gerði Heydrich jafntefli við KR - og spældi eisini bóld í Havn?

VigilantDapperArgentinehornedfrog-max-1mb

Sko, nú eru fram komnir verulegir "trupulleikar" eins og það heitir í Færeyjum. Það eru nefnilega komin einhver vandræði í sannsöglina og nákvæmnina í frásagnarlistina á tveimur merkum eyjum í norðri, og eiginlega er nóg komið af því góða.

2994160602015621g

Fyrir Jólin (2019) kom út bók Illuga Jökulssonar Úr undirdjúpunum til Íslands: Julius Schopka, U-52 og heimsstyrjöldin fyrri. Í jólabókaflóðinu, og í tengslum við umræðu Illuga og annarra um bókina hans, hefur því verið haldið á lofti að Reinhard Heydrich, sem síðar á ævinni varð einn af samverkamönnum Hitlers, hefði leikið knattspyrnu í Reykjavík er hann var sjóliðsforingjaefni um borð á þýska herskipinu Berlin sem kom til landsins. Hann Heydrich og félagar hans gerðu víst jafntefli við KR, ef Illugi skal trúarlegur tekinn (sjá hér).

Screenshot_2020-01-03 Slaktarin úr Prag í Norðuratlanshavi 2

En nú hafa Færeyingar, frændur vorir, bætt um betur og hann Heydrich á nú að hafa leikið tvo leiki í Þórshöfn.

Á Ríkisútvarpi Færeyja KVF (Kringvarpi Føroya), hefur blaðamaðurinn Uni Arge flutt þátt þar sem því er haldið fram að Heydrich hafi einnig leikið knattspyrnu í Tórshavn: Slaktarin úr Prag í Norðuratlanshavi er heiti þáttarins og hann er kynntur á eftirfarandi hátt, sem öllum mörlöndum ætti að vera skiljanlegt:

Ein frásøgn um, tá ið nazisturin Reinhard Heydrich spældi bólt í Havn.

Uni Arge upplýsir að Heydrich hafi verið liðsmaður í liði um borð á Berlín sem bar nafnið Manning 22 og að hann hafi leiki við HB (Havnar Bóltfélag) í Færeyjum. Það mun þó hafa verið ritsjóri Una sem tók sér það bessaleyfi að skrifa að Heydrich hafi spælt bolta í Tórshavn. Uni tók ritsjórann afsíðis og lét breyta textanum í fréttinni sem  er ekki samur og hann ver í byrjun, þegar ég tók sjámyndina af fréttinni. Vinnubrögðin eru næstum því alveg eins og á RÚV.

Er ég gerði fyrst athugasemd við þetta fótboltastand Heydrichs á FB Illuga Jökulssonar drógu þá bæði Illugi og Uni nokkuð í land og Uni Arge ritaði jafnframt:

Ég er ekki að segða að hann var með í fótbóltanum gegn HB - bara kannski. Ég er að tala um tíma hans með Berlin frá juli 1923 til mars 1924 - sem kom hingað 29. juli og fór til Íslands 1. august. Um þetta er enginn vafi. Heydrich og Canaris með Berlin - það er sagan. Samt verður í þessum þátti talað um leikirnar HB-Berlin 30. juli (1-1) og 31. juli (5-2) í Þorshöfn - allt samkvæmt Dimmalætting og Tingakrossi í august 1923 og bókum HB´s. Hvort Heydrich var að keppa í Gundadali skiptir reyndar engum máli. Hann kynntist Canaris með Berlin, og Berlin var í Færeyjum og á Íslandi frá 29. juli til 20. august 1923.

Það skiptir reyndar öllu máli að vera nákvæmur í heimildameðferð og það gildir ekki síst fyrir blaðamenn.

Heilmikið hefur verið ritað um Heydrich og íþróttaáhuga hans og samkvæmt öllum heimildum kemur glögglega fram að hann var ekki gott efni í liðsmann í knattspyrnuliðið. Hans styrkur í íþróttunum var aðeins svo sem svo, og hann stundaði fyrst og fremst sund, hnefaleika, skíðamennsku og skylmingar - og gott er ekki er var hann með skylmingaör á einni kinninni eða á annarri rasskinninni.

BlushingHarshIlsamochadegu-max-1mb"Bubi" rotar Heydrich, enda snapaði foringinn sér fæting.

Margir sagnfræðingar hafa rakið feril Heydrichs í þýska sjóhernum, á einn eða annan hátt. Hjá þeim kemur jafnan fram að hann var algjör einfari sem enga vini átti. Menn hentu gaman af ofstæki hans í kynþáttamálum og jafnframt útlit hans, sér í lagi langt nef og ankannalegur vöxtur, var í því sambandi notað gegn honum og hann spottaður með því að vera sífellt kallaður gyðingur og sígauni. Það voru sömuleiðis ortar háðsvísur um hann og honum var haldið utan bræðralags sjóliðanna.

Í bók Shlomo Aronson (1971): Reinhard Heydrich und die Frühgeschichte von Gestapo und SD.  [Studien zur Zeitgeschichte; Herausgegeben vom Institut für Zeitgeschichte. Deutsche Verlags-Anstalt] Stuttgart. Þar kemur fram góð persónulýsing á Heydrich á yngri árum:

  ... Freunde hatter er in der Crew - soweit ich mich erinnern kann - keine. Er war ingendwie anders als wir... Das fühlte er auch, und deshalb  pflegte er sich einem Kreis Abwerhaltung zu nähern. 

"Félagar" Heydrichs í sjóhernum kölluðu hann m.a. til háðungar hvíta Gyðinginn (Der weisse Jude) og annar félaginn skrifaði um hann:

In unserem Jahrgang galt Heydrich mehr oder minder als Jude, weil ein anderer aus Halle stammender Crewkamerad erzählte, dass die Familie früher ´Süss´ geheissen habe und dass dies in Halle bekannt sei.

Allar þessar gróusögur grasseruðu vegna þess að Heydrich var vægast sagt afar leiðinlegur og ófélagslegur maður, sem sjálfur kallaði þetta aðkast yfir sig. Hann gekk í sjóherinn til annars en að spila fótbolta; Sjóherinn var aðeins stökkbretti fyrir framagosann Reinhard Heydrich. Í annarri bók um Heydrich kemur þetta fram um háttalag hans í enskri þýðingu: 

"Vanity, complacency, coquetry, weak-heartedness and hypersensitivity were conspicuous traits of his character. He soon became an easy target for bullying for all his comrades. And he always reacted the wrong way.

68747470733a2f2f73332e616d617a6f6e6177732e636f6d2f776174747061642d6d656469612d736572766963652f53746f7279496d6167652f5a594a43624742544e49333363413d3d2d36332e313562356135353539633466656566643132363835363236323035342e676966

"Skíðakappinn" Heydrich. Efst sjáið þið "hnefaleikakappann" Heydrich. Heilbrigð sál í hraustum líkama eða egótrippi? Minnir dálítið á Andra Slyddu í Ölpunum.

Sko krakkar, svo ég láni nú eitt af beittustu stílbrögðum Illuga Jökulssonar: Þeir sem trúað hafa því fyrir jólin á Íslandi, að Heydrich hafi leikið knattspyrnu við KR í Reykjavík; og þeir Færeyingar sem nú halda að hann hafi líka verið í fótboltaleik í Þórshöfn, verða að róa sig. Mér þykir líklegra að Heydrich hafi falið sig á klósettinu um borð á Berlín á ytri höfninni í Reykjavík og Tórshavn og kennt gyðingum um ófarir sínar.

Nú tók Heydrich sem betur fer ekki þátt í Fyrri heimstyrjöld líkt og Julius Schopka, hann varð því ekki stríðsglæpamaður fyrr en síðar. En kafbátahernaður sá sem Schopka tók þátt í var ekki eintóm rómantík. Þjóðverjar grönduðu skipum á grimman hátt þótt "gentlemennastríð" hafi enn verið háð í Evrópu. Kafteinar kafbátanna aðvöruðu oft skip áður en þeir sökktu þeim. Schopka lýsir því i dagbókum sínum, hvernig hann tók þátt í sprengingu danska skipsins Ansgar á Miðjarðarðhafi. 11. apríl 1917, tók Júlíus Schopka nefnilega þátt í óþarfa níðingsverki. Sjóliðar kafbátsins komu fyrir sprengjum um borð í Ansgar frá Marstal og hófu einnig íkveikju á tveimur stöðum um borð. Reyndar fengu skipverjar að yfirgefa skipið.

Danska skipið var ekki í flutningum fyrir andstæðinga Þjóðverja í stríðinu. Fyrst leyfði kapteinninn á kafbátinum að sigla, en skipti svo um skoðun. Þetta er allt hægt að finna í samtímaheimildum í dönskum skýrslum um skipaskaskaða árið 1917 sem og í dönskum fjölmiðlum - alt heimildir sem hægt er að nálgast á netinu. Ansgar var reyndar í flutningum með timbur til Valencia frá Bandaríkjunum. Farminn átti danskur vínkaupmaður í Valencia og hefur viðurinn ugglaust átt að fara í gerð áma. Það var ekkert um borð í þessu skipi sem ógnaði Þýskalandi.

79748786_1728537490613751_7421356982411460608_n

Ansgar

Ansgar fra Marstal sprengdur og sökkt til gamans af kapteini og áhöfn U-52.

Það var eins gott að Júlíus Schopca settist að á Íslandi og þagði þar um aðild sína að árás á danskt skip á Miðjarðarhafi árið 1917. Hver veit hver frami hans hefði verið í Þýskalandi með slíka reynslu í farteskinu; eða hvað gerst hefði hann, svo Danir heyrðu til í Reykjavík, gortað sig af að hafa sökkt Ansgar. Ætli illmennið Heydrich hafi haft slíkar syndir á samviskunni á sama aldri og Schopka?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband