9) Laxness rís í háum hćđum á Ámakri, bútur fyrir alla

bd-bd1902350-12-webÚti á Ámakri, einhvers stađar nćrri ţeim stađ sem týndi fulltrúinn Teodor Amsted sprengdi sig kannski í loft upp út af lífleiđa einum saman, eru einhverjir steypukapítalistar búnir ađ reisa leigukassa viđ götu sem fengiđ hefur nafniđ Halldór Laxness vej.

Hús ţessi eru í orđsins fyllstu merkingu hreinir kassar, af ţeirri gerđ kynlausra fjölbýlishúsa sem rísa um gjörvalla Evrópu. Ţeir eru kúkabrúnir ađ utan og skannahvítir ađ innan. Sumum líđur vel í ţessum geldu híbýlum, en arkitektinum sem teiknađi ţessi ósköp líđur betur á bankareikningnum sínum en flestum.

Nćsta gata viđ Laxness Vej er C.F. Mřller Allé, sem hefur fengiđ nafn eftir dönskum arkitekt sem byggđi háskólann í Árósum eftir ađ hafa orđiđ fyrir áhrifum af byggingastíl háskóla Mussolinis, Sapienzia, eftir af hafa séđ myndir af skólanum í Róm á póstkorti. Mřller valdi hins vegar súlnainnganginn sem er á Sapienzia frá og telst ţví ekki til međreiđarsveina fasista í Danmörku. Ţýska setuliđiđ í Árósum var vitaskuld stórhrifiđ af Hćlamussólíni-stíl bygginga Mřllers og komu sér fyrir í ţeim, og verđandi stúdentagarđur varđ ađ höfuđstöđvum Gestapo í borginni.

Halldorhus

Halldórhus er rómađ ... fyrir verđlagiđ. En menn byggja ekki hús lengur fyrir hugsjónina eina. Ţađ gilda sömu lögmál og ţegar bandarísk forlög gefa út bćkur. Framtakiđ verđur ađ borga sig.

Viđ breiđstrćti C.F. Mřllers, stendur mikill brúnn kassi, sem fengiđ hefur nafniđ Laxness Hus. Annađ hús, ekki alllangt frá, hefur fengiđ nafniđ Organistens Hus. Ţađ síđarnefnda leiđir hugann til ţess tíma er mađur lék sér međ Legokubba. Ţegar einhver Ella var búinn ađ byggja hefđbundna blokk úr rauđum kubbum, kom fífl međ hornös og sköpunargáfu og setti hvítan kassa skakkt ofan á fínu blokkina. Ella fór ađ gráta.

Eins og Íslendinga einir vita, fór bókarheitiđ "Atomstationen" í taugarnar á ţeim sem gáfu út Atómstöđina í Danmörku, og ţćr taugar er hćgt ađ reka beina leiđ upp í danskt ráđuneyti sem enn lét sér annt um Ísland. Bókin fékk titilinn Organistens Hus. Međ slíkum titli móđguđu Danir engan í Nató í fimbulkulda Kalda Stríđsins.

Ţađ furđulega hefur gerst, ađ ţegar Organistens hus, fékk hvíta kubbinn ofan á 5 fyrstu hćđirnar, eins og krakkar gera međ Legokubbum, líta ţessar tvćr byggingar út eins og alvöru kjarnorkuver, sem Danir hafa alltaf sagt Nej Tak viđ.

csm_Atomkraft_nej_tak_50a39ed027

Atomkraft Nej Tak merkiđ í Árósum

Ţađ er svo spurning, hvort menn hafa ţurft ađ fá leyfi til ađ leggja nafn Laxness viđ hégóma eins og skítabrún hús í Legóstíl vissulega eru. Ég ćtla nú ađ vona ađ afkomendur Laxness hafi séđ til ţess ađ danskir kapítalistar, sem aldrei hafa lesiđ stakt orđ í Laxness, hafi fengiđ leyfi og greitt ríflega fyrir nöfn og tilvísanir.

Ég hringdi og spurđi blađafulltrúa félagsins, sem leigir íbúđir út á Laxness vej og i Laxnesshus og Organistens Hus á C.F. Mřller Alle, hvort einhverjir Íslendingar hafi komiđ nćrri ţessu nýja hverfi međ Laxness-nöfnum. Voru einhverjir hugmyndasmiđir frá Fróni til dćmis? En svo mun ekki hafa veriđ. Ţađ var bćjarfélagiđ á Amager sem ákvađ nafniđ Halldór Laxness vej, en byggingarfélagiđ Bellakvarter lét ţađ nafn hafa áhrif á sig, ţegar reist var Laxnesshus og Organistens Hus viđ nćstu götu.

Mér sýnist heldur ekki ađ Íslendingar hafi veriđ viđstaddir reisugilliđ á Laxnesshus áriđ 2018. Mér var t.d. aldrei bođiđ, ţótt merkilegur sé. Í móttökunni fengu menn grjúpán í brauđi og Jolly Cola í plastglasi og virtust hinir ánćgđustu međ kostinn.

MG_4784_web-1024x683

Vonandi býr mjög sjálfstćtt fólk í ţessari nýju kassabyggđ sem andar ađ sér krabbameinsvaldandi morgunloftinu frá flugvellinum í Kastrup. Byggingarnar gefur kassaformi Gljúfrasteins ekkert eftir ađ arkitektónískri fegurđ.

Vonandi eru leigjendurnir einnig nógu vel efnađir til ađ geta greitt húsaleiguhćkkunina, fćri svo ađ Laxness Inc. uppi á gjósandi Djöflaeyjunni fari í mál vegna notkunar á Reg-trade-markinu Laxness og ţađ međ ađstođ vildarvina í gúmmíklefum Háskóla Íslands.

Leiguverđiđ fyrir rétt rúmlega 100 m2 íbúđ ţarna í Laxness-hverfinu, á algjörri flatneskju Ámakurs, eru tćpar 18.000 krónur danskar á mánuđi. Ţađ eru bara skitnar 350.000 ISK - takk fyrir - utan ýmislegs annars sem gerir lífiđ ţolanlegt. Grćđgin er einnig viđ völd í Danmörku, ţó ţetta sé ekki mikiđ dýrara en margt annađ.

Loksins gaf Laxness-nafniđ eitthvađ af sér, eftir ađ Nóbelinn gerđi Halldór ađ ţurftarmanni uppi í Mosfellssveit (og á Fálkagötunni).

Vćri ekki tilvaliđ ađ opna krá í kjallaranum á húsunum á Ámakri, sem heitađ gćti Jónas. Ţađ er ágćtur spítali ţarna nćrri ef einhverjum hlekkist á í lyftunni og lćrbrýtur sig til mergjar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband