Fatlađi drengurinn á jólatrésskemmtuninni 1943

Mig grunar ađ jólatrésskemmtanir hafi fyrst orđiđ almennur viđburđur í Reykjavík og á Íslandi eftir ađ Bandaríkjaher kom til Íslands.

Ugglaust hefur danskur kaupmannsađall áđur veriđ međ slíkar skemmtanir, líkt og félagiđ Germanía skemmti sínum félagsmönnum međ Tannenbaum sem á héngu hakakrosskúlur og bćverskar kúlur međ Hitlermyndum á jólateiti félagsins í samvinnu viđ ţýska sendiráđiđ. Hvar áttu menn svo sem annars ađ fá jólatré á Íslandi fyrir stór jólaböll, ţegar ţau voru enn af skornum skammti -- nema ţá ef ţau komu úr skógarreit dansk kaupmanns eđa međ skipi frá frúnni í Hamborg?

En ţegar vaktskiptin urđu í stríđinu kom Kaninn, sem hafđi allt ađra siđi en breska setuliđiđ sem ekki var sérlega rómađ fyrir góđ almannatengsl nema viđ yfirstéttina, ţó fyrir utan ađ ţeir gerđu gyđingum sem fengu allranáđugast ađ setjast ađ á Íslandi kleift ađ halda trúarsamkomur sínar. Ţađ síđastnefnda kom ađallega til vegna ţess ađ í herjum Breta voru gyđingar sem vildu komast í samband viđ trúfélaga sína á Íslandi. Má lesa meira um ţađ hér, hér, og hér.

Jólatrékastađ

Bandaríkjamenn náđu í jólatré á Labrador fyrir skemmtanir sínar 1943. Myndin fyrir neđan er úr White Falcon og sýnir trjámennina og skrifstofublćkur hjá Bandaríska Rauđa Krossinum. Úr grein í White Falcon ţar sem sagt er frá ţessum sérstöku jólatrjáaflutningum í byrjun desember 1943: Ţar mátti m.a. lesa ţessa lýsingu, sem er hverju orđi sannari

"It is no secret that Christmas tress are more scarce in Iceland than penguins are in Tahiti, but were there´s a will therse´s a way, and if the soldiers of this Command get the urge to hang a GI sock on one this year there is nothing to prevent their fulfilling that desire. Because, thanks to the efforts of four members of the Air Corps, four of the priceless trees are in Iceland, all ready to be decorated.

Screenshot 2023-01-03 at 19-42-27 The White Falcon - 11. Tölublađ (04.12.1943) - Tímarit.is.

Jólin 1943 var haldin mikiđ jólatrésskemmtun í einum kampi Bandaríkjamanna í Reykjavík og Íslendingum var bođiđ međ, börnum (m.a. veikum börnum), mćđrum ţeirra, peysufatakonum og einstaka íslenskum karli. Jólasveinninn á skemmtuninni var ekki af Coca Cola-gerđinni, heldur "leanađur" Santa Claus međ pappagrímu eins og ţćr sem síđar var hćgt ađ kaupa á Íslandi.

Ljósmyndarinn Ralph Morse, gyđingur frá New York og síđar heimsfrćgur ljósmyndari, sem ég greindi frá í síđustu fćrslu, fór á jólaskemmtunina í stórum bragga Bandaríkjamanna sem mig grunar ađ hafi stađiđ viđ Meistaravelli. Morse ungi tók mikiđ magn frábćrra mynda, sem ég leyfi mér ađ miđla hér, međ  ađaláherslu á drenginn sem ţiđ sjáiđ einnig í skyggnumyndasýningu Fornleifs efst, sem best er ađ skođa međ ţví ađ opna YouTube.

Jolaball 43 6

Fatlađi drengurinn sem stal hjörtum hermannanna

Nokkrar myndir af fötluđum dreng í matrósafötum skera sig ţó úr í mínum augum. Mér ţćtti vćnt um ef einhver gćti sagt mér hver drengur ţessi var of móđir hans. Mér datt í hug Jóhannes Sverrir Guđmundsson, (1944-1997), sem viđ mörg munum eftir - hann var á sínum seinni árum ţekktur undir nafninu Jóhannes Grínari. Viđ nánari athugun sá ég ţó, ađ ţađ gat ekki veriđ, ţví Jóhannes ólst upp á Suđureyri og fćddist áriđ 1944, ţ.e.a.s. eftir ađ ţessi jólatrésskemmtun á myndunum fór fram.

10

Mikiđ ţćtti Fornleifi vćnt um, ef ţjóđin forna undir snjó og klaka á hjara veraldar gćti upplýst hann um, hver drengur ţessi var og móđir hans, sem ég tel víst ađ sé međ honum á sumum myndanna.

Kćrar ţakkir til ykkar sem lituđ viđ og lásuđ fróđleik á Fornleifi áriđ 2022.

11


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Um síđustu aldamót hélt Verslunarmannafélag Reykjavíkur hundrađasta jólaball sitt og jafnframt ţađ síđasta. 

Jólaböllin svonefndu voru ađallega komin frá Dönum, međ dönskum lögum eins og Adam átti syni sjö. 

Í ţví lagi er einhver fyndnasti ţýđingarbrandarinn ţegar sungiđ er "hann sáđi", sem er prentsmiđjudönsk ţýđin á orđunum "som saa, som saa", ţ.e. "si svona" ţegar lýst er ţví sem á eftir fer, "hann klappađi saman höndunum..." o. s. frv.    

Ég minnist jólatrésskemtana stéttarfélags Ţorfinns afa míns ţegar ég var á aldrinum sjö til tólf ára, og á árunum 1961 til 1974 ţegar ég hélt úti jólasveinum Gáttaţefi, skemmti ég á um ţađ bil fimmtíu jólatrésskemtunum yfir hátíđirnar um hver áramót. 

Ţađ er mikil eftirsjá eftir ţessum skemmtunum, ţar sem flaggskipin voru stćrstu fyrirtćkin, stofnanirnar og stéttarfélögin. 

Ómar Ragnarsson, 3.1.2023 kl. 20:29

2 Smámynd: FORNLEIFUR

 Ekki er dónalegt ađ fá ţig í heimsókn, Ómar, sjálfan meistara Jólatrésskemmtananna.

Ein af mest spiluđu plötum afa míns, Vilhelms Kristinssonar, vatnsvarđar hjá Reykjavíkurhöfn (var síđar á ellilífeyrisárum sínum sendimađur hjá RÚV á Skúlagötunni), var einmitt jólaplata ţín "Krakkar mínir, komiđ ţiđ sćl", sem ég hafđi mikiđ dálćti til nokkurra ára. Hún var mikiđ spiluđ í grćjum sem ungur viđtćkjameistari, Aage Nielsen hafđi smíđađ fyrir afa utan um Telefunken-plöutspilara. Ég sá ţig örugglega sem Gáttaţef einhvern tíman snemma á 7. áratugnum.

Nú er öldin önnur, og jólahaldiđ ekki lengur eins hátíđlegt og ţađ var á 7. og 8. áratugunum. Börnin sitja mest viđ sjónvarpsgláp eđa viđ tölvurnar og drepa skrímsli sem eiga ekki sjens í Grýlu og Leppalúđa, og síst af öllu í Gáttaţef. Ţetta er allt hálfpartinn komiđ niđur í kok á Jólaketti Hollywood-menningarinnar.

Ţakka ţér fyrir ţitt stóra menningarlega hlutverk Ómar! Menn eins og ţú og t.d. Bessi og Árni Tryggva voru risar. Eđa eins og Fornleifur segir jafnan: Allt var betra, sem áđur var. Kannski erfiđara - en betra.

FORNLEIFUR, 3.1.2023 kl. 22:51

3 Smámynd: FORNLEIFUR

 Svo er heimurinn svo lítill ađ mágkona mín býr í sama húsi í Árósum og hljóđmeistarinn í 79 á stöđinni, og man hann einnig vel eftir Ómari Ragnarssyni, ţegar viđ töluđum um myndina.

FORNLEIFUR, 3.1.2023 kl. 23:03

4 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ungmennafélagiđ Vestri stofnađ: Stofnfundur Ungmennafélagsins Vestra var 01.10.1916 og urđu 33 félagar strax á fyrsta ári. Tildrögin ađ stofnuninni var fundur 26 ungmenna í Kollsvík 17.sept s.á. Félagiđ var látiđ heita Vestri, enda vestasta ungmennafélag í Evrópu. Starfssvćđiđ er Útvíkur allar, auk Keflavíkur og Hćnuvíkur. Í fyrstu stjórn voru kosnir Helgi Árnason formađur, Valdimar Össurarson og Ţeodór Kristjánsson. 

Vestri gekk í Umf Vestfjarđa áriđ 1917 og sama ár varđ Kristján J. Kristjánsson á Grundum formađur. Ţá var byrjađ ađ gefa út blađiđ Geisla sem var handritađ. Fundir voru ađ forfallalausu annanhvorn sunnudag ađ vetrinum. Mikiđ íţróttastarf fór fram innan félagsins; sund, glíma, skíđi, skautar o.fl. Leikmót voru gjarnan í tengslum viđ sundpróf, en sundkennsla fór fram í Kollsvík á vegum félagsins í 5 sumur; hálfan mánuđ í senn. Sýslusjóđur greiddi sundkennaranum. Félagiđ byggđi hafnarmörk á Miđleiđinni í Kollsvík og hlóđ upp gömul hafnarmörk á Snorralendingu ţar sunnar. Veg lagđi félagiđ upp Flosagil í Breiđuvík, sem tók 40-50 dagsverk. Kálgarđ gerđi félagiđ 1925 og fékkst úr honum góđ uppskera. Stundum var farinn laugardagsróđur á vegum félagsins og eitt vor fengu félagsmenn ađ hafa öngla á lóđum annarra. Safnađarsöngur í Breiđavíkurkirkju var á vegum Vestra frá 1917, auk annars söngs. Vestri stóđ fyrir jólatrésskemmtunum í Kollsvík og hafđi jólakortakassa. Ţađ stóđ fyrir skemmtisamkomum, útileikjum og fór í skemmtiferđir á fjarlćgari stađi í sveitinni. Eitt sinn tók Vestri ţátt í iđnsýningu á Rauđasandi međ ungmennafélögunum Von og Baldri. Tvisvar stóđ ţađ fyrir bögglauppbođi og stundum fyrir samskotum í ţágu ákveđinna málefna. Valdimar Össurarson (eldri) tók saman yfirlit um starfsemina áriđ 1927. Nokkuđ var ţá tekiđ ađ dofna yfir starfsemi Vestra og félögum ađ fćkka. Ţá var útgerđ í Kollsvíkurveri farin ađ dala og fólki ađ fćkka á félagssvćđinu.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 5.1.2023 kl. 07:20

5 Smámynd: FORNLEIFUR

 Sćll Hallgrímur. Kollsvíkin leynir á sér. Vestast og nćst villta Westrinu. Í hvađa húsi var jólatrésskemmtunin?

FORNLEIFUR, 5.1.2023 kl. 08:13

6 Smámynd: FORNLEIFUR

Hallgrímur, neđanstćtt fann ég á Orđasjóđi Kollsvíkur https://www.kollsvik.is/ordasjodur-kollsvikinga/167-ordhasjodhur-j. Ţarna var um ađ rćđa smíđađ jólatré, sem víđa voru notuđ og einnig í Danmörku og jafnvel í Noregi. Ég keypti eitt slíkt tré hér um áriđ á Ţjóđminjasafninu, sem smíđađ var eftir gamalli fyrirmynd. 

Jólahald (n, hk)  Sá siđur ađ halda jólin hátíđleg 24. og 25.desember ár hvert.  „Jólahald var fábreytt framan af.  Torfi móđurbróđir minn hafđi fyrstur manna jólatré hér, ţađ hefur líklega veriđ áriđ 1903 (síđustu jólin áđur en hann fórst).  Hann smíđađi jólatré og klćddi greinarnar međ eini... Fyrir jólin voru bakađar lummur, laufabrauđ, kleinur og stór kaka.  Spariskór, jólaskór, voru úr svörtu skinni; bryddir međ hvítu eltiskinni og rósaleppar í ţeim. ... Hangikjöt var alltaf sođiđ fyrir hátíđirnar.... Fyrir jólin voru steypt tólgarkerti, jólakertin, og lifđi alltaf ljós á jólanóttina.  Á eftir ađfangadagshugvekju var alltaf sungiđ „Ađfangadagur dauđa míns; Drottinn kemur ţá ađ...“.  Á jóladag, á undan jólaguđspjallinu var sungiđ „Í dag eitt blessađ barniđ er; boriđ og fćtt í heiminn...“.  Á jóladagsmorguninn var lesiđ snemma (húslesturinn); viđ krakkarnir vorum ţá oftast í rúminu....  Aldrei var spilađ á ađfangadag jóla, en á jóladag sátu allir viđ spil og var mest spilađ púkk.  Mamma og Torfi bóđir hennar gátu teflt allan jóladaginn “  (H.M; Í Kollsvíkurveri; ţáttur konunnar; Ţorl.Bj; Sunnudbl.Ţjóđv.1964).

FORNLEIFUR, 5.1.2023 kl. 08:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband