Færsluflokkur: Sagnfræði

Íslendingar í hjarta Þriðja ríkisins

Berlín
Fyrir síðara heimsstríð, og fram til 1940, fylgdist danska utanríkisþjónustan grannt með fólki frá Íslandi, sem nasistar höfðu boðið til ýmis konar mannfagnaða í Þýskalandi nasismans. Hér skal þó ekki ritað um Ólympíuleikana árið 1936 sem er kapítuli út af fyrir sig, heldur um Íslendinga sem dáðust af Þriðja ríkinu, og sömuleiðis þá sem boðið var þangað til að umgangast háttsetta nasista. Íslendingar létu nota sig, eins og svo oft áður, en margir þeirra voru einnig rétttrúaðir nasistar, sem heilluðust að Hitler og nasismanum.

Í þessum pistli, sem er í lengri kantinum, leyfi mér hér að nefna nokkur dæmi um hve vel áhyggjur dönsku utanríkisþjónustunnar sjást í skjölum frá þessum tíma. Þessar áhyggjur komu til vegna mjög náinna samskipta sumra Íslendinga við Þriðja ríkið, sem og umfjöllun nasískra fjölmiðla um Ísland og Íslendinga.

Gunnar Gunnarsson

Í færslunni hér á undan á Fornleifi, kom ég lítillega inn á hinn gráa kött á meðal Íslendinga sem sóttu Berlín og Þýskaland nasismans heim. Það var vitaskuld Gunnar Gunnarsson skáld. Þann 21. júlí 1936 hafði danska sendiráðið í Berlín t.d. samband við utanríkisráðuneytið í Kaupmannahöfn og lýsir ferðum Gunnars Gunnarssonar á vegum nasistafélagsins Die Nordische Gesellschaft. Því var m.a. stýrt af nokkrum af sömu einstaklingum sem einnig úthugsuðu gyðingaofsóknir nasista.

Gunnar Königsberg 1940

Gunnar í Köngigsberg (Kaliningrad) árið 1940.

Fyrir þessa heimsókn Gunnars árið 1936 var búið að veita honum frekar innihaldslausa nasistaprófgráðu og Gunnar gat nú titlað sig Dr.phil. h(onoris).c(ausa), þ.e heiðursdoktor, í Heidelberg, þar sem nasistar réðu nú lögum og lofum í háskólanum. Sporin eftir Gunnar eru mörg á þessum slóðum, og furðu sætir að Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri sé beinlínis iðin við að fjarlægja alla vitneskju um samskipti Gunnars við háttsetta nasista í Þýskalandi. Slíkt er ekkert annað en gróf sögufölsun og vægast sagt nokkuð furðuleg hegðun á okkar tímum. 

Sögufölsun Gunnarsstofnunar
Gunnar var og enn mikið skáld í margra augum, og sumir ímynda sér í ofanálag, að hann hefði átt Nóbelsverðlaunin skilin - Gunnarsstofnun á Héraði hefur meira að segja klínt mynd af Nóbelsmedalíu á nýa vefsíðu sína (sjá hér og sömuleiðis smælkið þar um þýsk samskipti hans). Í því sambandi má kannski nefna að stofnun Knut Hamsuns í Noregi leynir því ekkert, að Hamsun hafi verið hinn argasti gyðingahatari, þegar um slíkt hefur verið rætt. Heimalningarnir á Skriðuklausti eiga margt enn ólært.

Sigurbjörn Gíslason og dóttir hans

Nokkru eftir að Gunnar gerði hosur sínar grænar í Berlín, eða 28. júlí 1936, ritaði sendiherra Dana, Herluf Zahle til ráðuneytis síns í Kaupmannahöfn og segir frá ferðum Sigurbjörns Gíslasonar cand. theol., sem stofnaði elliheimilið Grund.  Sigurbjörn var með dóttur sinni í Berlín, þar sem þau voru m.a. gestir des Deutschen Frauenwerks (NS-Frauenwerks) í Berlín, þar sem þau hittu "Helgu allra Helgna". Hún hét Gertrud Scholtz-Klink, og var eftir stríð  yfirlýst glæpakvendi og fór huldu höfði og kallaði sig Maríu Stuckebrock.

Gertrud Scholtz-Klink

Íslenskur guðfræðingur og dóttir hans hittu þessa konu sem framleiddi sex börn fyrir Þýska Ríkið. Hún hét Gertrud Scholtz-Klink, sem var helsta talskona þess að þýskar konur fæddu sem flest börn í þeim tilgangi að fjölga Þjóðverjum og hinum "aríska stofni", og auka þar með yfirráð Þjóðverja. Slík kynni eru álíka smán og þegar nútímafólk á Íslandi mærir og sækir heim hryðjuverkasamtök sem hefur sömu skoðun á hlutverki kvenna sem framleiðsludýr á fallbyssufóður. Þrátt fyrir þungan fangelsisdóm var Scholtz-Klink ávallt nasisti meðan hún hafði rænu til.

Árið 1938 fórst kona Sigurbjörns, Guðrún Lárusdóttir, alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og tvær dætur þeirra með henni, þær Sigrún Kristín og Guðrún Valgerður í sviplegu dauðaslysi, þar sem bíll síra Sigurbjörns hentist bremsulaus í Tungufljót. Sigurbjörn var sem kunnugt er faðir Gísla Sigurbjörnssonar, sem síðar var forstjóri Grundar en einnig landsþekktur nasisti og oft uppnefndur Gitler.

Eiður Kvaran

Kvaran, sem var berklasjúkur nasisti (sjá hér), var einnig undir smásjá danska sendiráðsins í Kaupmannahöfn, og t.d. upplýsir sendiráðið ráðuneytið í Kaupmannahöfn um að út sé komin ritgerð eftir Eið í tímaritinu RASSE, sem bar titilinn Die rassischen Bestandteil des isländischen Volkes.

---

Áhugi Herluf Zahles

Herluf Zahle sendiherra Dana í Berlín varð með árunum í Berlín sífellt betur ljóst, að nasisminn var mikið mein. Hann ritaði einnig ráðuneyti sínu bréf varðandi heimsókn þýska konsúlsins Timmermanns í Hamborg, þar sem Günther Timmermann ræðismaður Þjóðverjar í Reykjavík sat fyrir svörum í nasistableðlum sem birtu viðtal við hann undir fyrirsögninni "Draumar og Veruleiki". Timmermann sem var ekki harðlínunasisti var giftur íslenskri konur. Hann var fuglafræðingur að mennt. Timmermann sagði frá því sem fyrir bar á Íslandi, jafnvel hreinskilningslegar en Íslendingar sjálfir, og Zahle lýsti skoðu sinni á viðtalinu við Timmermann á eftirfarandi hátt:

Drømmen var det nordgermanske Sværmeri, Virkeligheden en "Venstre-Instilling", som endogsaa har kommunistiske Reklameplakater mod Tyskland at opvise. Saavel herimod som mod Gæstevvenskabet misbrugende tyske Eventyrer, paakalder Konsul Timmermann den gode Vilje, den taktfulde gensidige Anerkendelse af hinandens særlige Ejendommeligheder.

Vart er hægt að skrifa þetta betur á þeim tíma er Íslendingar flykktust til Þýskaland Nasismans, og héldu var vatni yfir ágæti hans og Foringjans. Og í leiðinni baunuðu þeir á Danmörku við hvert tækifæri sem þeim gafst. Fyrir sumt fólk var nasisminn vel þegið "vopn" í frelsisbaráttunni - en Þjóðverjar hlustuðu lítt á slíkt, því þeir vissu hvaða ríki Ísland tilheyrði á þessum tíma.

Ýmsar aðrar heimssóknir Íslendinga voru til athugunar í sendiráði Dana, allt frá mönnum sem sóttu í námskeið í leirkerasmíði til karlakóra. Yfirgengilegur stíll Jón Leifs fór einnig fyrir brjóstið á Dönum, eins og áður hefur verið sagt frá á öðru bloggi mínu sjá hér). 

Allt þetta og meira er hægt að lesa um í gögnum í Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn, sem íslenskir sagnfræðingar, sem rannsaka Íslandi í síðari stríði, hafa alls ekki nýtt sér sem skyldi - eða yfirleitt komið þangað, nema kannski eina dagsstund. Þess vegna "myrti" t.d. íslenskur sagnfræðingur ungan þýskan gyðing sem vísað var úr landi á Íslandi.  Samkvæmt bókum og greinum íslensk sagnfræðings fórst maðurinn í helförinni, þó maðurinn hefði dáið úr krabbameini í bænum Horsens eftir stríð.

Sumum íslenskum sagfræðingum var reyndar meira annt um að halda þeim stjórnmálasamtökum sem þeir tilheyrðu flekklausum, en að skrifa söguna sem sannasta. Það hefur reyndar lengi verið vandi sagnfræðinga jafnt til vinstri og hægri á Íslandi - með nokkrum undantekningum þó.

Hér skulu til tekin nokkur dæmi um Íslendinga sem Danir fylgdust með í Þýskalandi nasismans, sem ég hef ekki ritað um áður á Fornleifi:

María Markan

María MarkanMaría hélt sinn fyrsta konsert í Berlín laugardaginn 16 desember. Hún var rómuð mjög í Völkischer Beobachter, og margir nasistar komu til að hlusta á íslenska söngfuglinn. Fyrir konsertinn hafði Markan mætt í danska sendiráðið með íslenska ræðismanninum Jóhanni Þ. Jósefssyni ræðismanni Þjóðverja á Íslandi. Zahle skrifaði yfirboðurum sínum í utanríkisráðuneytinu í Kaupmannahöfn að hann hafi Frk. Markan  mismundandi ráð og boðið henni nauðsynlega hjálp að sendiráðsins hálfu.

Hann bætti síðan við:

"Derefter har Gesandskabet overhovedet ikke hørt nogetsomhelst til hende, hvilket er saa meget mærkeligere, som to af dettes Medarbejdere turde være kendt som Islandsinteresserede." 

Vart hefur Zahle gefið Markan ráðleggingar varðandi söng og sviðsframkomu. Ég vænti þess að ráðleggingar hans hafi gegnið út á umgengni við nasista, sem ung kona gæti misskilið.  Þetta var skömmu áður en María Einarsdóttir Markan var ráðin að Schiller-óperunni í Hamborg. Nasistum líkaði hún og söngur hennar.

Karlakór Reykjavíkur

Kórinn og kom til Berlínar í nóvember 1937, og hélt þ. 12. þess mánaðar konsert í mjög fámennum Bach-salnum á Lützowstraβe 7 (áður kallaður Blüthner-salurinn), undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar en einsöngvari með kórnum var Stefán Íslandi. Zahle var mættur á tónleikana með dóttur sinni og nokkrum öðrum starfsmönnum sendiráðsins  og skrifaði skýrslu til Utanríkisráðuneytisins. Zahle upplýsir að kórinn hafi einvörðungu sungið  þýska "þjóðernissálma" fyrir hlé, þótt staðið hafi í söngskránni að einungis íslenskir söngvar yrðu sungnir utan tveir; Annar eftir F.A. Reissiger sem telst vera norskt tónskáld þó hann hafi fæðst í Þýskalandi og hinn eftir prins Gustaf Oscar af Svíþjóð og Noregi (1827-52). Zahle og og aðrir kröfðust þá úr salnum íslenskra söngva. Zahle var einstaklega hrifinn af Ave Mariu eftir Sigvalda Kaldalóns, og það varð dacapo.

bralliÞjóðverjar (eða huganlega Guðbrandur Jónsson) hafa greinilega breytt dagsskránni og sett þýska þjóðernissöngva (nasistamúsík) á dagsskrána.

Tvennt fór mest fyrir brjóstið á Zahle varðandi kórinn, en var það alls ekki söngurinn sem hann rómaði mjög í löngu bréfi sínu til Kaupmannahafnar: Annars vegar var það hið algjöra skipulagsleysi ferðarinnar. Kórinn kom of seint til lofaðs söngs og hann hafði ekki haft samband við t.d. sendiráðið um aðstoð. Fámennið í Bach-salnum má fyrst og fremst skrifa á fararstjóri ferðarinnar, sem var annað aðalvandamálið samkvæmt Zahle. Það var enginn annar en Guðbrandur Jónsson (sem kallaður var prófessor um tíma). Zahle lýsir honum þannig í bréfi sínu til yfirboðaranna í Kaupmannahöfn:

".... Guðbrandur Jonsson, som under Koncerten gjorde mig sin opvartning, kjoleklædt og medalje-dekoreret, men hvis Egnethed til Hvervet dog vistnok turde være Tvivl underkastet."

Karlakórinn hélt áfram frægðarför sinni til Prag og síðar til Vínarborgar, Leipzig, aftur til Berlínar - og loks til Hamborgar, en þegar danska sendiráðinu í Berlín barst frásögn af konsert karlakórsins í Hamborg sem birtist í Hamburger Tageblatt, hnaut Zahle ekki um söngdóminn sem var ágætur, heldur um frásögn af titlum þeim sem Guðbrandur "vitlausi" veifaði um sig.  Hann var orðinn íslenskur Archaeologe, Professor und Doktor og ofan í kaupið Protockolchef Islands.  

Ekki má heldur gleyma Þýskalandsferð alþýðuflokksmannsins!! Guðbrands Jónssonar til Berlínar og Þýskalands árið 1936, þar sem hann talaði í þrígang í útvarp. Þjóðverjar buðu gerviprófessornum með sér til fangabúðanna Dachau í Bæjaralandi (vegna óska frá Guðbrandi sjálfum), sem hann lét víst vel af. Stórfurðulegt er hvernig að íslenskur "krati"  og kaþólikki hafði ánægju af að umgangast nasista og sjá skoðanabræður sína í fangabúðum fyrir skoðanir sínar. Þór Whitehead sagir frá því í Þýskalandsævintýri Himmlers (2. útg. 1998). Sjálfur tók Guðbrandur, sem sumir menn uppnefndu síðar sem Bralla, fram, að hann væri sósíaldemókrati. Árið 1938 ritaði hann er hann fann fyrir óánægju flokksfélaga sinna í Alþýðuflokknum:

Ég ætla hér að taka fram ... að ég er alþýðuflokksmaður, og að ég er því andvígur stjórnmálastefnu Natíónalsócíalista eða Nazista, eins og þeir eru nefndir í daglegu tali. Það má því enginn ætla að ég aðhyllist þær skoðanir, þo að mér þykir Þjóðverjar ágætir menn, og skylt, að andstæðingar stefnunnar beitist gegn henni með þeim rökum sem þeir ráða yfir. (Sja bók Guðbrands: Þjóðir sem ég kynntist : minningar um menn og háttu, Reykjavík: Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar, 1938).

Síðar skrifaði íslenskur sjálfstæðismaður þetta til bresks nýnasista og helfararafneitara. Lausar skrúfur? Kannski eru menn bara svona á íslandi. Lögmaðurinn og sjálfstæðismaðurinn sem ritaði breska helfararafneitaranum bætti við: I am not saying, that I always agree with you, Dear Sir, but I like your books very much.

Líkt og áður fyrr eru nasistar nútímans fljótir að taka höndina, þegar litli fingurinn er réttur út. Lögmaðurinn bjóst líklegast ekki við því að helfararafneitarinn Irving myndi birta bréf sitt.

Kratinn, kaþólikkinn og nasistaaðdáandinn Guðbrandur Jónsson, tók síðar beinan þátt í ritun texta sem notaður var við brottvísun gyðinga frá Íslandi.

Hér má lesa um annan krata sem á margan hátt var skoðanabróðir Guðbrands.


Heimsóknir rektora Háskóla Íslands til Berlín

Alexander JóhannessonNasistum þótti allra vænst um að fá íslenska menntamenn í heimsóknir til Berlínar. Þar vantaði heldur ekki viljuga meðreiðarsveina. Meðal þeirra var prófessor Alexeander Jóhannesson sem var rektor Háskóla Íslands á árunum 1939 til 1942.

Nordisches Gesellschaft og SA (Sturmabteilung, sem var á ýmsan hátt forveri SS) hélt honum kvöldverð til heiðurs á Hótel Adlon, þar sem mættir voru glæpamenn eins og Diedrich von Jagow.  Áður hafði Alexander Jóhannesson haldið fyrirlestur við háskólann í Greifswald.  Viti menn, Danir voru fljótir að senda upplýsingar um það til Utanríkisráðuneytisins í Kaupmannahöfn ( í bréfi dagsettu 7. Febrúar 1939). Vegna færni sinnar í þýsku, þar sem Alexander hafði menntast í Leipzig og Halle, þá sagði hann margt og sumt sem betur hefði verið ósagt. Meira um það síðar.

Síðar varð Alexander líklega frægari sem frímerki þar sem minnst var hlutverki hans í flugsögu Íslands; Menn sem þurftu mikið að skreppa til Berlínar voru vitaskuld miklir áhugamenn um flug:

Alexander Jóhannesson frímerki

Níels P. Dungal prófessor í læknisfræði, var á ferð í Berlín árið áður, nánar tiltekið í maímánuði 1938. Það ár var hann rektor Háskóla Íslands. Mánudaginn 30. maí hélt hann fyrirlestur með skyggnum um Ísland á 20. öld (Island im 20. Jahrhundert) sem var haldinn á Hótel Adlon fyrir samansafn háttsettra nasista. Friedrich Wilhems Universität zu Berlin hafði boðið Dungal að halda fyrirlesturinn.

Níels Dungal

Professor Dr. Niels Dungal

Dungal var hins vegar þegar í janúar sama ár mættur í Berlín, og ætlaði sér að tala við engan annan en Alfreð Rosenberg, sem þá starfaði í einni af deildum þýska utanríkisráðuneytisins, Ausvärtiges Amt. Rosenberg var einnig helsti hugmyndafræðingur þýskra nasista um gyðinga og síðar stríðsglæpamaður, og var tekinn af lífi fyrir stórfellt hlutverk sitt í helförinni gegn gyðingum. Hans málefni voru á tímabili í sér deild í ráðuneytinu, Aussenpolitische Amt der NSDAP (sem stytt var APA) sem í daglegu tali var einnig kölluð Amt Rosenberg. Fékk hún síðar heitið Einsatzstab Reichsleiter Rosenberg. APA hafði lengi til húsa í hliðarbyggingu við hið margfræga og glæsilega hótel Adlon, sem nasistar gerðu fljótlega að sínu hóteli og ballsal SS.

Alfred Rosenberg stjórnaði einnig Die Nordische Gesellschaft, andlegri taug Gunnars Gunnarssonar í Þýskalandi, sem sumir sögulausir menn á Íslandi hafa leyft sér að kalla Norræna Félagið í þýðingum.

Rosenberg fangi

Fanginn Alfred Rosenberg bíður dóms

Die Nordische Gesellschaft bauð Dungal í hádegisverð á hinu dýra Adlon-hótelinu í Berlín og þangað mætti Zahle sendiherra Dana, en ekki mjög fjálgur. Fyrir utan að Zahle segði yfirboðurum sínum í Kaupmannahöfn frá þessum hádegisverði sem Dungal var heiðursgestur í, var sagt frá honum í einu helsta blaði nasista Völkischer Beobacther þann 23. janúar 1939. Þannig notuðu nasistar Íslendinga, og þeir voru greinilega upp með sér rektorarnir af þessum tengslum sínum.

Fljótlega rann upp fyrir Zahle sú staðreynd að Níels Dungal hefði með kynnum þeirra fyrst og fremst áhuga á að tala máli öfganasistans Friedrich Walterscheids, sem stundað hafði nám við Háskóla Íslands. Stúdentinn Walterscheid, þótti ræðismaður Þjóðverja í Reykjavík, Günther Timmermann, ekki standa sig nógu vel í stykkinu og réðst því líkamlega á Timmermann á fundi sem haldinn var í Germaníu, vinafélagi Þýskalands og . WalterscheidÍslands taldi að Timmermann hefði ekki kynnt nægilega vel eðli þrælkunarbúða nasista sem þeir kölluðu þá "þegnskylduvinnubúðir". Nasistar völdu alltaf vel nöfn á skítverk sín. Waltersceid gerði sér lítið fyrir og sló Timmermann. Þessu fúlmenni, sem hafði numið við HÍ, var vísað til Þýskalands fyrir bragðið eftir að Timmermann kærði athæfi hans til sendiherra Dana í Kaupmannahöfn. 

Zahle upplýsir 24. janúar 1938, að hann teldi að Dungal væri nú búinn að gefa þau áform sín upp á bátinn að aðstoða Walterscheid. En aldeilis ekki - Dungal rektor ritar Zahle aftur frá Reykjavík 10. febrúar 1938 Í því bréfi kemur í ljós að Dungal er einn þeirra Íslendinga sem hve mest vilja losna við hinn "gagnrýna Timmermann". Reyndar voru það flestir félagsmenn í félaginu Germaníu, sem kröfðust þess. Dungal skrifar m.a. í stuttu bréfi sínu til Dungals:

"Vi har stadig noget vrövl med vor tyske Konsul som vi alle gerne vil vere fri for og forhaabentlig ogsaa snart bliver, men den sag skal jeg ikke yderligere betynge dem med."

En áður en Zahle fékk þetta bréf frá Dungal, sem kenndi í brjósti um öfgapiltinn sem sló Timmermann utan undir, og sem hafði gefið Walterscheid sín bestu meðmæli, ritaði Zahle utanríkisráðuneytinu í Kaupmannahöfn bréf, þar sem hann skýrði hvernig hann hafði ráðlagði Dungal að láta málið kyrrt liggja.

En hafði Dungal samband við Auswertiges Amt, eða aðrir íslenskir Þýskalandsvinir? Það er mjög líklegt. Ólíklegt er að Dungal segi satt frá í bréfi sínu til Zahle. Mjög líklega hefur hann einnig velt þessu máli við aðra valdamenn í Berlín en Alfred Rosenberg, því skömmu síðar var Timmermann hrakinn úr embætti sínu á Íslandi og kallaður heim og varð að þola erfið ár í herþjónustu á stríðsárunum. En til Íslands erkinasisti, SS-maðurinn Gerlach, sem lítt var rómaður, og ekki syrgður þegar Bretar tóku hann til fanga árið 1940.

Svo vinsæll var Dungal í Berlín, að hann var aftur kominn til borgarinnar í maímánuði 1938, eins og áður greinir, og hélt nú skyggnuljósmyndasýningu um Ísland á 20. öld. Herluf Zahle sendiherra fann sér gilda ástæðu til að fara ekki á fyrirlesturinn og sendi Helga P. Briem, íslenska sendiráðunaut (verslunarfulltrúa) í sinn stað.

Dungal fór svo heim til íslands og hélt áfram sínu daglega amstri við Háskóla Íslands og í frítímum sínum ræktaði hann brönugrös (orkídeur). 

Óskandi væri að Háskóli leiðrétti ófullnægjandi ævisögur fyrrverandi rektora háskólans. En af þekkingu minni af þeirri stofnun, hef ég samt á tilfinningunni að seint muni svo fara. Feluleikurinn kringum hinn Nóbelsrúna verðlaunagrip Gunnar á Skriðuklaustri er nefnilega nokkuð algengt fyrirbæri í íslensku þjóðfélagi eins og flestum er nú kunnugt um.

 

*Ítarefni um íslenska nasista, sjá dálkinn til vinstri.

*Áhugverð lesning fyrir þá sem hafa áhuga á íslenskum nasistum: Rannsökum nasistana í Sjálfstæðisflokknum!


Besti díll Íslendinga fyrr og síðar

Lehmann & Thors c Fornleifur copyright

Árið 2007 kom út öndvegisverkið Silfur Hafsins - Gull Íslands í þremur stórum bindum og meðal margra höfunda þess var enginn annar en núverandi forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson.

Verkið var m.a. kynnt og selt með þessum orðum: „Síldin hefur snert líf nær allra Íslendinga á liðnum öldum, með einum eða öðrum hætti, þess vegna kemur saga síldarinnar okkur öllum við“.

Þetta er vitaskuld hverju orði sannara, og auðurinn sem fylgdi síldinni var hlutfallslega mestur miðað við önnur auðæfi sem staldrað hafa við á Íslandi, eða úr öðru arðbæru framtaki en  fiskveiðum og útgerð. Síldin var það sem menn auðguðust mest á í þau nær 1150 ár sem þeir hafa þraukað á þessari merkilegu eyju okkar. 

Hitt er svo annað mál að fæstir Íslendingar eru miklir síldarunnendur og matreiða hana helst með því að drekkja henni í sykurleðju og ediki.

Thor Thors seldi alla íslensku síldina árið 1944 - 250.000 dalir urðu að 962.500 dölum

Besta síldarsala Íslendinga fyrr eða síðar er þó nokkuð frábrugðinn hefðbundnu síldasöluferli eins og við þekkjum það best frá síldarárunum fyrir stríð, eða síðar þegar síldin kom aftur eftir 1955 eftir stutta, ca. 10 ára fjarvist.

Sú sala kom til þökk sé viðskiptakunnáttu og útsjónarsemi eins merkasta sonar Thors Jensens athafnamanns. Eftir að Ísland lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1944 var Thor Thors ræðismaður í New York útnefndur sendiherra Íslands í Washington. Síldarsalan hófst í raun, þegar hann sem sendiherra greiddi 250.000 Bandaríkjadali til UNRRA sem var hjálparstofnun Sameinuðu Þjóðanna sem var ætlað að aðstoða stríðshrjáða eftir síðari heimsstyrjöld.

Aðkomu Thor Thors að þessari frábæru síldarsölu er því miður ekki að finna stakt orð um í bókinni Silfur Hafsins og sætir það furðu í ljósi þess að íslensk dagblöð greindu þó nokkuð frá sölunni (sjá heimildir neðst).

Í stórverkinu Silfur Hafsins segir svo á bls. 22 í 2. bindi frá síldarsölunni árið 1944: 

„Árið 1944 flutti Síldarútvegsnefnd enga síld út en samlag saltenda sem hafði ráðið 84% síldarinnar fékk löggildingu til útflutnings og síðar fékk Samvinnufélag Ísfirðinga einnig slíka löggildingu. Aðeins voru saltaðar rúmlega 33 þúsund tunnur norðanlands og 1800 tunnur syðra. Öll síldin var seld Hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna sem tók til starfa 1943 þótt samtökin sjálf væru ekki stofnuð fyrr en tveim árum síðar.“

Einnig er í 2. bindi Silfurs Hafsins, í kafla eftir Hrein Ragnarsson og Hjört Gíslason, rekið hvernig síldarsöltun dróst saman á meðan á síðari heimsstyrjöld stóð, sökum þess að ekki var unnt að koma síldinni á framfæri í helstu markaðslöndum vegna ófriðarins. Varð t.d. allnokkuð af saltsíld sem átti að fara á markað í Svíþjóð innlyksa á Íslandi og var hún að endingu notuð í skepnufóður. 

Af þeim sökum má telja það mjög frækið afrek Thor Thors að selja síld sem var veidd við Ísland árið 1944 og 1945. Góðmennska Thors við heiminn hjálpaði þar mjög til.

Frásögn af þessari sölu síldar til UNRRA er einnig heldur endasleppt í hinu mikla þriggja binda verki um Íslandssíldina. Um leið og Thor Thors greiddi 250.000 dali í tveimur áföngum til UNRRA, fyrst 50.000 og síðar, eða þann 13. október 1944, ekki meira né minna en 200.000 dali, gerði hann kaup við yfirmann UNRRA í New York Herbert H. Lehman. UNRRA bauðst til að kaupa síld af Íslendingum og var það að einhverju leyti vegna þess að hið litla land í Norðri sýndi svo góðan lit og greiddi fyrst allra gjöld sín til UNRRA. Til gamans má geta þess að Kanada greiddi 77.000.000 dala til hjálparstarfs UNRRA árið 1944, en greiddu þá upphæða í smábitum.

Sannleikann um það sem gerðist í þessu síldarsölumáli er kannski nærtækast að finna í Morgunblaðinu í grein eftir Óskar Halldórsson útgerðarmann á Siglufirði, sem var fyrirmynd Laxness að Íslands-Bersa. Í stuttu máli skýrði Ólafur sölumálin árið 1944 þannig: 

Margir síldarverkendur voru óánægðir með störf ríkisrekinnar Síldarútvegsnefndar, sem þeim þótti ekki standa sig í stykkinu við að finna og tryggja markaði erlendis - í miðju stríðinu. Stofnuðu þessir óánægðu framleiðundur, sem réðu 86 prósentum af síldarmagninu sem var landað, félag vorið 1944, sem bar heitið Sölusamlag síldarframleiðenda. Settu þeir Síldarútvegsnefnd nærri því út á þekju. Félagið nýja, sem átti lögheimili á Siglufirði, opnaði skrifstofu og hugðist ganga í stórræði, sem ríkisbáknið og skrifstofublækur þess gátu ekki leyst. Ætlaði félagið að senda mann til Ameríku til að freista þess að selja íslenska síld en varð of seint fyrir og bað því umboðsmenn Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) í Bandaríkjunum um að sjá um sölu síldarinnar í Ameríku fyrir sig. Það reyndist hins vegar harla erfitt og greindu menn þá fljótt að þeir gátu lítið betur gert en Síldarútvegsnefndin.

Áður en reyndi alvarlega á sölumennsku SÍS á síld í Bandaríkjunum árið 1944, tókst Thor Thors, mestmegnis að eigin frumkvæði, en að nafninu til í umboði samningarnefndar utanríkisviðskipta, að koma allri saltsíld veiddri árið 1944 í verð.

Það er vitaskuld athyglisvert, að athafnamenn á Íslandi hugsuðu um peninga meðan fólk í Evrópu hugsaði líkast til allflest um að halda lífi. En það var nú einu sinni heppni Íslendinga að vera nægilega langt frá darraðardansinum og verða þess aðnjótandi að Bretar sóttu okkur heim árið 1940 í stað Þjóðverjam og vera leystir af hólmi af Bandaríkjamönnum.

Þá launaði sig greiðavirknin við greiðslu gjalda til UNRRA og UNRRA keypti íslensku síldina á sama verði og hún hafði verið seld hæstbjóðanda árið 1943.

Venjul. saltsíld  US $    22.50 tunnan

Cutsíld..........   —     25.00  —

Sykursíld........   —     27.50 —

Matjessíld  .......   —   27.50 —

Kryddsíld ........    —   31.00 —

UNRRA sendi út fréttatilkynningu í október 1944 um greiðslu Íslendinga til UNRRA, en ekki fylgdi þó sögunni að síldarkaup UNRRA hefðu fylgt í kjölfarið.

Það fréttu Íslendingar aftur á móti frá Thor Thors. Þær fréttir birtust síðar á árinu er Morgunblaðið og Þjóðviljinn greindu frá því, meðan að blöð eins og Verkamaðurinn og Mjölnir á Siglufirði skýrðu kaup UNRRA á nokkuð furðulegan hátt og vildu eigna sósíalistum og kommúnistum hugmyndina uað kaupum UNRRA á íslenskri síld. Það var algjör fjarstæða enda Verkamaðurinn og Mjölnir ekki víðlesnir bleðlar í New York og fréttir af fyrirspurnartímum á Alþingi ekki aðgengilegir í BNA. Menn voru ósköp einfaldlega spældir yfir því að Thorsari bjargaði þjóðarbúinu árið 1947. Hann hafði þó hauk í horni í bandarísku utanríkisþjónustunni.

Ef það er rétt, sem haldið er fram í Silfri Hafsins árið 2007, að seldar hafi verið um það bil 35.000 tunnur af saltsíld til UNRRA og að meðalverð hinna mismunandi tegunda, 27,50 dollarar fyrir tunnuna, sé notað sem samnefnari, tókst Thors að selja nær óseljanlega íslenska síld fyrir 962.500 dali til UNRRA fyrir að vera svo skilvirkur við greiðslur til UNRRA. Skilvirkni og áhugi borgar sig nefnilega ávallt.

Thor sá sér leik á borði fyrir Ísland að þéna á hjálparstarfi til nauðstaddra. Það er ekkert nýtt og er þekkt úr ótal samhengjum síðan. Um langt skeið hafa Danir vart sýnt góðmennsku að neinu tagi, nema ef þeir hafa af því verulegan ágóða. Verra var það í síðara stríði þegar Danir höfðu nána samvinnu við Þjóðverja og öll stríðsárin voru eitt stórt sölupartý hjá frændum okkar. Danskar matvörur voru iðulega á borðum morðingjanna sem myrtu 6 milljónir gyðinga í stríðinu. Tak Danmark!

En íslenskur fiskur, fullur af D-vítamíni og hollri fitu, sem og corned beef (nautakjötskæfa) frá Suðurameríku, var aftur á móti það sem margir fangar og fórnarlömb nasista fengu að borða þegar þeir höfðu náð sér eftir frelsunina árið 1945. Margir gyðingar sem lifðu af útrýmingarbúðir og fangabúðir nasista hugsuðu oft með lotningu til íslensku síldarinnar og nautaspaðsins sem þeir fengu með frelsinu. Maður einn í Ísrael sagði mér eitt sinn frá þessu fæði sínu um tíma af mikilli ánægju.

Buchenwald_Children_90250

Ungur gyðingadrengur sem bjargað var af bandamönnum. Sá litli naut vafalaust góðs af íslenskri síld og argentínskri nautakæfu þegar hann losnaði út úr Buchenwald-búðunum.

Áður óþekkt ljósmynd kemur í leitirnar

Myndin efst sýnir þá stund er lýðveldið Ísland færði sína fyrstu "fórn" til alþjóðasamfélagsins í nauð. Myndin, sem er blaðaljósmynd, en virðist samkvæmt Newspapers.com aldrei hafa birst í nokkru blaði í Bandaríkjunum.

Fornleifur keypti nýlega frummyndina í Bandaríkjunum. Hún er tekin þann 13. október 1944 er Thor Thors sendiherra Íslands í Washington færði framkvæmdastjóra UNRRA ávísun upp á 200.000 Bandaríkjadali til starfsemi UNRRA. Meðfylgjandi texti fylgdi myndinni:

W 739870........................  NEW YORK BUREAU

NEW REPUBLIC FIRST TO PAY UNRRA EXPENSES WASHINGTON, D.C. -- THE MINISTER FORM ICELAND´S FIRST REPUBLIC, MR: THOR THORS (RIGHT), PRESENTS A CHECK FOR $200,000  TO DIRECTOR GENERAL HERBERT H. LEHMAN COMPLETING ICELAND´S OPERATING CONTRIBUTION TO UNRRA. THIS NEW REPUBLIC WAS THE FIRST MEMBER COUNTRY OF THE UNITED NATIONS TO MAKE A PAYMENT TO UNRRA. ON JANUARY 14, THE GOVENMENT OF ICELAND PRESENTED UNRRA WITH A CHECK OF $50,000 TOWARDS OPERATING EXPENCES AND SUBSEQUENTLY MADE PAYMENT IN FULL FOR ITS SHARE OF ADMINISTRATIVE EXPENSES.

BU MGS LON CAN

CREDIT LINE. (ACME.)             10/13/44               (RM)

Back Lehman & Thors b

Eftir-þankar um síld handa hrjáðum þjóðum

Sú saga sem hér hefur verið sögð af sölu síldar til neyðarhjálparstarfs árið 1943 er nokkuð frábrugðin því hjálparstarfi sem fram fer sums staðar í heiminum í dag, þótt enn græði margir á eymd annarra.

UNRRA var skammlíft framtak og þar sligaði spilling , einkum í þeirri deild sem sá um starfið í Asíu, sem og stjórnleysi líkt og hjá mörgum stofnunum SÞ, enda greinilega ekki eins mikill áhugi á að hjálpa gyðingum og öðrum flóttamönnum í Evrópu á sama hátt og sú hjálp sem nú hefur verið veitt Palestínuaröbum í tæpa 7 áratugi gegnum UNRWA, en það er allt önnur saga og fjallar hún ekki um að auðgast á eymd annarra, heldur hvernig hjálparstarf getur orðið að iðnaði með spillingu og hryðjuverkamennsku í ofanálag.

Ef markaðir á Gaza, sem eru stútfullir af vörum keyptum fyrir styrktar- og gjafafé, eru rannsakaðir, finnur maður óendanleg mikinn mat, en ef til vill vekur það ekki furðu þegar haft er í huga að að Plestínumenn eru helsta gæluverkefni SÞ. Á blómlegum mörkuðum Gasa finnur maður þó ekki saltsíld frá Íslandi eða corned beef, og 80 % allra sem þar búa eru með sykursýki á alvarlegu stigi. Hjálp til nauðstaddra getur því miður farið úr böndunum þegar ákveðinn hópur er umbunaður á kostnað allra annarra sem kryddað er með hatri í garð annars ríkis. UNRWA hefur nú starfað í 68 ár án þess að nokkur helför hafi átt sér stað. UNRRA starfaði hins vegar aðeins í nokkur ár og átti að hjálpa öllum hrjáðum, hmt gyðingum, en var formlega lokað árið 1949. Erum við að horfa á misjafnar áherslur, eða er hatur margra "sameinaðra þjóða" í garð gyðinga einfaldlega endalaust?

Á Íslandi er það hatur mjög rammt hjá mörgum, en helst á meðal barna og barnabarna íslenskra nasista og vel efnaðra sveitamanna sem heilluðust að þýskri menningu. Kannski erfist þetta einkennilega hatur? Hóflausar greiðslur til UNRWA, eða t.d. hið glæpsamlega milljarðaflæði til SÞ sem m.a. endaði í vösum hryðjuverkasamtaka þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var að reyna að koma Íslandi í Öryggisráð SÞ til þess eins að taka þátt í einhljóma haturskórnum gagnvart Ísrael. Slík fjárlát leiða ekki til viðskiptabitlinga fyrir Ísland, heldur aðeins til fljótari aðstoðar við hryðjuverkasamtök og skálmöld í heiminum.

Ekki er ég að mæla með því að hjálparstarf sé háð viðskiptahagsmunum sem skapast geta er styrjöldum lýkur. En er eðlilegt að lítil þjóð sem vart hefur aðra auðlind en fiskinn umhverfis landið þeirra, og hefur ekki ráð á almennilegu heilbrigðiskerfi og þjónustu við aldraða sé að greiða stórfé til Palestínuaraba, sem virðast auðgast langum meira en Íslendingar á því að heyja stríð? Menn geta svarað því fyrir sjálfa sig. Fornleifur óskar sannast sagna ekki eftir því að fá heimsóknir öfgakenndra barna og barnabarna íslenskra nasista, og þaðan af síður ruglaðra sósíalista sem telja stuðning við árásir á vestræn þjóðfélög og lýðræði vera sniðuga lausn á vanda heimsins. 

Gyðingar í Austur-Evrópu og víðar hafa ávallt lifað á saltsíld, sem var ódýr matur fyrir fátæklinga Evrópu. Enn kaupa gyðingar síld frá Íslandi, kannski með það í huga að íslensk síld bjargaði mörgum þeirra sem lifðu af helförina.

Myndin hér neðst er úr verkinu Silfur Hafsins - Gull Íslands frá 2007 og sýnir heittrúaðan gyðing frá Bandaríkjunum að blessa síld í plasttunnum á Neskaupsstað. Kona hans horfir á. Ég get mælt með blessaðri síld frá Íslandi, sem ég hef borða mikið af í Ísrael og eitt sinn var með boðið í dýrindis, íslenska þorskhnakka í mötuneyti Bar Ilan háskólans utan við Tel Aviv. Þegar ég spurði kokkana hvaðan fiskurinn væri upprunninn sýndu þeir mér pakkningarnar. Þar var kominn íslenskur fiskur í umbúðum fyrir Bandaríkjamarkað.

Blessaða síldin í Ísrael er ekki eyðilögð af sykri eins og pækilsíldin og gaffalbitarnir sem seldir eru á Íslandi. Hér um árið var framleiðslan á íslenskum gaffalbitunum til Rússa svo léleg, að síldin gerjaðist í of miklum sykri og leystist hreinlega upp í lélegri olíu sem notuð var til að hella á dósirnar. Rússarnir fundu lítið annað en lýsi og hreistur í dósunum og kvörtuðu sáran. Síldin þeirra var vitaskuld ekki blessuð í bak og fyrir.

Kannski væri ráð fyrir Íslendinga að minnka sykurmagnið í krydd- og lauksíld sinni og blessa hana til reynslu. Þegar meiri sykur er í kryddsíld en í gosdrykkjum er vitaskuld eitthvað mikið að þeim sem borða slíka sykursíld og allir kostir síldarinnar foknir út í veður og vind í allri sykureðjunni.

Síld002

           Ljósm. Ágúst Blöndal Björnsson.

Ýmsar áhugaverðar heimildir um síldarsöluna til UNRRA:

Morgunblaðið laugardaginn 4.11. 1944

Þjóðviljinn þriðjudaginn 7. 11. 1944

Mjölnir á Siglufirði miðvikudaginn 11.11.1944

Verkamaðurinn laugardaginn 18.11.1944

Morgunblaðið sunnudaginn 31.12.1944


Er hormottan undir nefi Hitlers enn helg á Íslandi?

johannes_zoega_

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hyggst minnast aldarafmælis Jóhannesar Zoëga fyrrv. hitaveitustjóra næstkomandi fimmtudag, 9. nóvember. Þá verður haldið málþing um Jóhannes eftir hádegi. Er það vart í frásögur færandi, nema fyrir það að nú hefur maður úti í bæ, sem leyfði sér að hafa skoðun á einu atriði á æviferli Jóhannesar upplifað að skoðanir hans hafi verið fjarlægðar af FB Orkuveitunnar. Þetta vakti furðu mína.

Orkuveitan tilkynnti á FB um málþingið, sem er væntanlega opið öllum meðan húsrúm leyfir eins og sagt er. En það nokkur umræða á FB OR eftir að maður að nafni Steinþór Bjarni Grímsson leyfði sér að minnast á tengsl Jóhannesar Zoëga heitins við Þýskaland Hitlers, þar sem Jóhannes stundaði framhaldsnám. Ættingjar Jóhannesar og aðrir sættu sig greinilega ekki við þær skoðanir sem Steinþór hefur

En viti menn. Hefur nú heila ritsennan frá því í gær verið fjarlægð og ný mynd sett í stað þeirrar sem var á FB-færslunni í gær. Á brott eru bæði skoðanir Steinþórs, sem og svör ýmissa í hans garð, t.d. afkomanda Jóhannesar Zoëga. Nú í morgun er bara ein athugasemd sem hljóðar svo: Þessu vil ég helst ekki missa af. Hlakka mikið til og takk fyrir allir sem að þessu koma. Þetta verður meira en eitthvað. Síðan hafa komið nokkrar athugasemdir manna sem spyrjast fyrir um hvað hafi gerst, en ábyrgðarmaður Facebókar Orkuveitunnar veitir greinilega ekki svör við þessari furðulegu ritskoðun sem átti sér stað í gær

Af hverju láta menn svona, æsa sig út af engu og fremja ritskoðun ... spúla allt í burtu með sjóðandi heitu vatninu? Lítum á rök:

Jóhannes Zoëga valdi að stunda nám í Þýskalandi Hitlers á tíma, er mönnum var ljóst að mannréttindi voru þar fótum troðin.

Jóhannes Zoëga valdi að yfirgefa ekki Þýskaland, þegar það stóð til boða í byrjun stríðsins.

Jóhannes Zoëga valdi að vinna fyrir fyrirtækið BMW, sem notaði þræla í verksmiðjum sínum.

Jóhannes Zoëga valdi að fara út að borða á uppáhaldsveitingastað Hitlers í München, Osteria Bavaria, þegar hann fagnaði prófum sínum árið 1941. Látið hann sjálfan segja ykkur makalausa söguna með hjálp sonar síns (lesið hér).

Hitler and Unity

 

unitymitfordwithhitler

Jóhannes Zoëga, fátækur stúdent frá Íslandi, át á Osteria Bavaria og sá þar Unity Valkyrie Mitford með Hitler. Unity var systir Diönu Mitford sem gift var Mosely leiðtoga breskra nasista. Þessi mynd er einmitt af þeim Adi (Adolf) og Unity Valkyrju á Osteria Bavaria, en hvort hún er tekin sama dag og Jóhannes fagnaði prófum sínum, veit ég ekki. Myndin hér fyrir neðan er litmynd af því er þegar Hitler kemur á veitingastaðinn árið 1941.

image-1110220-galleryV9-wuwl-1110220
Maður sem valdi að leggja braut sína eins og Jóhannes Zoëga gerði, getur ekki hafa verið annað en nasisti og aðdáandi Hitlers á ákveðnum tíma ævi sinnar. Af hverju er svo erfitt að horfast í augu við það?

Enn einu sinni leyfi ég mér að minna menn á, að menn gátu verið svæsnir nasistar, þó þeir klæddust ekki einkennisbúningi Hitlersveldisins eða tækju ekki þátt í hernaði Þriðja ríkisins.

BMW

Jóhannes Zoëga starfaði hjá BMW sem verkfræðingur. BMW stundaði þá eingöngu framleiðslu hergagna, sem urðu þúsundum manna að bana. "Vinna að smíði flugvélahreyfla hjá BMW" er það sama og vinna við dauða saklauss fólks fyrir BMW.  BMW hefur loks í fyrra beðist afsökun á þátttöku fyrirtækisins í morðum, hryðjuverkum og stríðsglæpum. Jóhannes vann hjá einni deild BMW og var því þátttakandi. Hann taldi sig hafa fengið vinnu hjá BMW, þar sem Gestapo hefði horn í síðu sinni (sjá hér). Stjórnendur BMW héldu þræla og hjá BMW var augljóslega ekkert mál fyrir vel menntaðan Íslending að fá vinnu sem vel launaður verkfræðingur.

bmw_werk_muenchen_02-sm

Þrælar í BMW verksmiðju árið 1943. Þeir borðuðu ekki á Osteria Bavaria, svo mikið er víst.

Ef Jóhannes vissi ekki af þrælkun í verksmiðjum BMW, hefur hann verið mjög óathugull maður, jafnvel siðblindur, og verður maður alvarlega að draga ævisögu þannig manns mjög í efa. Meðan Jóhannes var hjá BMW hafði eigandi BMW, Günther Quandt, og sonur hans Herbert skilyrðislausa samvinnu við þýsk stjórnvöld og notuðust þeir feðgar við 50,000 þræla í hergagnaverksmiðjum sínum. Um 80 þrælar létust í mánuði hverjum vegna lélegs aðbúnaðar í verksmiðjubúðum BMW og fjöldi fólks var tekinn þar af lífi. Hérhttps://bmwslave.wordpress.com/ má fræðast betur um BMW á stríðsárunum.

Ef ekki má ræða um fortíð Jóhannesar Zoëga á málþingi um Jóhannes Zoëga og ævi hans, eru Íslendingar ef til vill enn ekki reiðubúnir að heyra allan sannleikann um sjálfa sig og sér í lagi Íslendinga sem veðjuðu á Hitler? Gangstætt því sem gerðist í Evrópu var slíkum mönnum hyglt á Íslandi og þeir fengu margir ágætis embætti (Lesið meira hér). 

Á málþinginu fimmtudaginn 9. nóvember mun Stefán Pálsson sagnfræðingur segja sögu Jóhannesar í erindi sem ber heitið Ævi og störf Jóhannesar.

Á flokksskírteininu í rassvasa Stefáns stendur mjög greinilega VG. VG er einn þeirra stjórnmálaflokka sem telja sig sérleyfishafa á réttar hugsanir, sannar skoðanir og á tíðum á hinn heilaga sannleika. Félagarnir í VG eru, eins og allt heilvita fólk veit, andsnúnir þrælahaldi og fjöldamorðum. Vart er því við öðru að búast en að Stefán segi alla sögu Jóhannesar hjá glæpafyrirtækinu BMW og Tækniháskólanum í München. Eða eigum við frekar að búast við einhverju snöggu Hitler-Stalín samkomulagi í höfði Stefáns og að ritskoðun verði á fullu hjá honum líkt og á fésbók OR?

Kannski ætlar Stefán Pálsson sér ekkert að fjalla um stríðsárin í lífi söguhetjunnar sem hyllt verður nk fimmtudag. En fjallar Stefán Pálsson (VG) þá um hvernig Jóhannes fékk stöðuna sem hitaveitustjóri, algjörlega án þess að staðan væri auglýst, og var settur í embættið af mági sínum, eftir að Jóhannes var búinn að gera Landssmiðjuna að einkafyrirtæki? Eða er Stefán á launum við að skrifa um OR eins og pólitískir vindar þjóta? Þá vitum við náttúrulega hvar Davíð keypti ölið.


Zweig og tveir íslenskir skallar

120827_r22467_g2048

Um síðustu helgi dreif ég mig í tvöbíó á Grand Teater í Kaupmannahöfn til að horfa á kvikmyndina Farewell to Europe. Myndin er afar litrík og heimildatrú innsýn í síðustu ár rithöfundarins Stefans Zweigs. Grand Teater er líka ágætt bíó. Þar má t.d. ekki éta pop corn.

Bíóið er hins vegar jafnan stútfullt af gömlum hommum, sem og ekkjum og ekklum í leit að síðbúnum tangó - eða sjálfum sér. En einhvers staðar verða vondir að vera. Ég var nú bara í bíó með konunni minni og er enn ekki kominn með Alzheimer. Leið eins og unglingi á mynd bannaðri börnum.

Síðan ég tók alla mögulega og ómögulega áfanga í þýsku í MH, á síðustu öld, hef ég átt auðvelt með að lesa þýsku, jafnvel flókna lagatexta. Ég hef setið á skjalasöfnum í Berlín, mér til mikillar ánægju. En þrátt fyrir "afburðarskilning" minn á þýsku, hefur mér alltaf þótt erfitt að líta á Zweig sem þá hetju og mikilmenni sem aðrir sjá í honum. Líka þegar ég les Veröld sem var á íslensku. Þeir sem álíta að Zweig hafi verið "Europeanisti" og "Internationalisti" leggja líka allt annan skilning í þau orð en Zweig gerði sjálfur, ef hann hefur yfirleitt velt þeim fyrir sér. Ég leyfir mér að þýða þessi orðskrípi ekki yfir á íslensku til að valda ekki ónauðsynlegum misskilningi.

Mér fannst kvikmyndin Evrópa kvödd (staðfesta þessa skoðun mína, sem er þó líklega aðeins staðfesting á því að ég hafi aldrei skilið þennan mikla rithöfund eins vel og allir aðrir. Konan mín sem líklega hefur lesið meira en ég eftir Zweig, en á dönsku, þekkti ekki endalok hans fyrr en hún sá kvikmyndina en taldi myndina sýna einlægan, lítillátan og fórnfúsan mann í Zweig. Ég nenni ekki lengur að rífast um slíkt, enda kona mín miklu betur og meira lesinn en ég í heimsbókmenntunum.

Myndirnar efst af Zweig segja heldur ekki allt, en ég valdi þær til að leggja áherslu á mína skoðun á Zweig sem veikgeðja súperegóista, sem var þóknunargjarn við ríkjandi stefnur. Það kemur svo vel fram í kvikmyndinni, þar sem hann segir þátttakendum á PEN-ráðstefnunni í Buenos Aires að hann telji ekki hlutverk sitt að gagnrýna Þýskaland nasismans.

En, ég hef aldrei talið fólk sem fremur sjálfsmorð þegar ekki er brýn nauðsyn til þess, lítillátt. Rannsóknir sýna að fólk sem hafur gaman að því að taka sjálfsmyndir og selfies sé hneigðara til sjálfsmorða en aðrir sem minna gera að slíku. Ég trúi því nú mátulega, en yfirgengileg naflaskoðun er aldrei holl.

Markviss Tómas

Íslenskir skallar smástjörnur í góðri kvikmynd

Mér þykir eins og góðum Íslendingum sæmir merkilegra að tveir íslenskir skallaleikarar eru með hlutverk í kvikmyndinni, þeir Benedikt Erlingsson og Tómas Lemarquis. Tómas hinn Markvissi er skilgreindur meðal aðalstjarna myndarinnar, enda fyrir löngu orðinn heimsþekktur kvikmyndaskúrkur. Hann leikur franskan blaðamann, Lefevre, sem ekki skílur orrrd í týsku, og fer létt með það. Tómas er sannfærandi þrátt fyrir íslensk höfuðlag sitt og augu. Hárgreiðslan er óaðfinnanleg að vanda.

Benedikt leikur örlítið hlutverk, líkast til afguð okkar Íslendinga, sjálfastan Laxness. Hann er náttúrulega í tweedfötum á PEN ráðstefnunni í Buenos Aires árið 1936, og rýkur fyrstur upp til að samþykkja tillögur ráðstefnunnar til stuðnings heimilislausu fólki eins og Stefan Zweig.

Íslenskir leikarar eru eins og svartir sandar sunnan jökla. Þeir taka allt í einu upp á því að blómstra og verða áður en varir orðnir að miklu skóglendi, sem skagar upp í Svartaskóg og Skíraskóg. Þó þeir séu kollóttir.

Benedikt Erlingsson

Benedikt Erlingsson lengst til vinstri með Laxness-tilburði, stendur upp fyrstur til að sýna stuðning sinn þeim sem hafa verið neyddir í útlegð. En studdi Laxness ofsótt fólk? Hvað með Veru Hertzsch og Sólveigu Erlu dóttur hennar? Stóð hann upp fyrir gyðingum og öðrum ofsóttum á Ólympíuleikunum í Berlín 1936? (sjá hér). Ekki er ég nú viss um það.

Hvað er svo hægt að læra?

Benedikt og Tómas fá gullpálma Fornleifs og sköllóttu Berlínarbolluna fyrir leik sinn í Evrópa kvödd sem er hin ágætasta mynd sem fær örugglega fólk til að hugsa.

Kvikmyndin sem þeir leika í sannfærir mig um um að maður megi ekki gefa helstu málefni sín og hugsjónir upp á bátinn, eða segja sem minnst líkt og Zweig gerði, til að móðga ekki elítuna í pólitískum skrípaleik Evrópu á 4. áratug síðustu aldar. Þess vegna kýs ég ekki Katrínu Jakobsdóttur (sem ég kaus síðast og það ætti að vera nóg) því hún hefur opinberlega stutt öfl sem myrðir sama fólkið og Hitler ætlaði sér að útrýma um leið og hún útnefnir sjálfa sig sem sérleyfishafa á réttar skoðanir og hreinar. 

Er hún nokkuð betri en allir hinir, t.d. þeir sem eiga pabba sem vilja hjálpa fólki sem hefur orðið á í lífinu? Kannski kýs ég ekki neitt, leggst í rúmið og drep mig. Æi nei, til þess er ég of sjálfselskur og svo er svo lítið í húfi. Allir íslenskir pólitíkusar eru eins, fullir af lygi og yfirborðsmennsku. Engin ástæða er fyrir einn eða neinn að óttast. Ísland slefast áfram eins og áður og þrátt fyrir allt. Ég hef engar áhyggjur af Íslendingum. Þeir er líkir þeim sem þeir kjósa yfir sig.


Si fabula vera est

Nazi Boston

Fyrir ekki allmörgum dögum flutti Vera Illugadóttir ágætan pistil um nasista og nasisma í Bandaríkjunum. Því miður gleymdi Vera í umfjöllun sinni um hinn þýskættaða lassaróna Fritz Kuhn og fylgismenn hans mjög mikilvægu atriði í málflutningi sínum. Hún Vera gleymdi Kaþólsku Kirkjunni og sannarlega einnig öðrum  kirkjudeildum í Bandaríkjunum. Gyðingahatur og nasismi grasseraði einnig meðal þeirra og þá einna helst í hinni merku borg Boston. Írsk og skoskættaðir kaþólikkar í Boston aðhylltust margir öfgafullan nasisma, sem gekk helst út á að ofsækja gyðinga og berja börn gyðinga.

Það er sama hvað þið heyrið öfgaguðfræðinginn Jón Val Jensson halda fram, þá er kristni (næstum því sama hvaða deild sem við tölum um) rót gyðingahaturs í Evrópu - sem að lokum fæddi af sér kynþáttahatur 19. aldar og nasisma og fasisma í kaþólskum löndum (og einnig öðrum) á 20. öld. Það þýðir ekkert að benda á aðra sökudólga, til að mynda múslíma eða fljúgandi furðuhluti. Kirkjan var sökudólgur og það var syndgað!

Skömmu eftir að Vera flutti langan og góðan pistil sinn, þar sem hún gleymdi hatri meintra frænda Íslendinga, Íranna (sú ættfærsla er að mínu mati tölfræðileg skekkja starfsmanna Íslenskrar Erfðagreiningar), birtist á Times of Israel grein um hinn svæsna nasisma í Boston fyrir og eftir Síðari heimsstyrjöld. Gyðingahatrið var mikið í þeirri borg og stóðu kaþólskir prestar og leikmenn, sem báru nöfn eins og Couchlin, Tobin og Moran gjarnan fremstir í flokki.

Lesið greinina í Times of Israel sem viðbót við pistil Veru Illuga, og munið að gyðingahatur hefur aldrei eingöngu verið bundið við nasisma. Verstu gyðingahatarar sem ég hef fyrir hitt voru einmitt sannkristnir, kaþólikkar, múslímar eða vinstrimenn. Ég hef vitaskuld ekki þekkt svo marga nasista.

Icelandic Nazis marching

Fahnen Hoch in Island. Íslenzkir nasistar þramma í skjóli Landakots. Finnið frændur ykkar!

En áður en menn fara á stúfana og brenna presta og nunnur í Landakoti á báli, án sönnunargagna eins og hefur nú brunnið við, langar mig að minna á að flestir íslenskir nasistar voru upphaflega litlir fermingardrengir og líklega flestir í KFUM áður en þeir fóru að þramma fyrir Hitler; T.d. Davíð Ólafsson, uppeldisafi Egils Helgasonar sem laug til um próf í hagfræði sem hann sagðist hafa fengið í Þýskalandi nasismans. Því er enn haldið fram á vef Alþingis. Nasistinn Davíð Ólafsson komst einnig á hið háá þing. Út á lygar sínar um nám hjá Hitler fékk hann embætti Seðlabankastjóra.

Í KFUM var fánahylling að hætti nasista stunduð um langt skeið eftir Síðari heimsstyrjöld. Hin stjarfa hönd í fánastandinu var skýrð með því að þetta væri rómversk kveðja. Því fer nú alls fjarri. Þetta var aðeins nasistakveðja og kristið starf á Íslandi var greinilega smitað af einstaklingum sem þrifust á gyðingahatri og álíka öfgum. Kannski er ágæt ástæða til rannsaka þetta fyrir ungan og efnilega sagnfræðing.

heil_fani.jpg

Heil eða Saluto Romano, sem er seinni alda tilbúningur og á ekkert skylt við Rómverja. Myndin er tekin í Kaldárseli og birtist í Barnablaðinu árið 1987. Hver þekkir sjálfan sig?

Einhvers staðar hef ég heyrt lítinn fugl tísta að Vera Illuga hafi verið nas... kaþólikki á einhverju stigi á unga aldri. Si fabula vera est. Kannski ættu menn að líta í eigin barm, áður en alhæft er á RÚV, sem margir kalla, og það að sönnu, Lygaveitu Ríkisins. Ég held að vandamál RÚV sé fyrst og fremst vankunnátta starfsmannanna, en stundum spila öfgar nútímans verulega inn í.


Ritter Rottberger

felix_og_heidi_rottberger_1292834.jpg

Í gærkveldi sat ég eftirminnilega afmælisveislu Felix Rottbergers í Freiburg am Breisgau í Suður-Þýskalandi, er hann hélt upp á 80 ára afmæli sitt. Reyndar var afmælisdagurinn þann 16. sl. en veislan var haldin í gær í samkomuhúsi í austurhluta Freiburg ekki allfjarri heimili Felix, en hann býr í húsi í eigu gyðingasafnaðarins í Freiburg sem stendur við grafreit gyðinga, þar sem hann starfaði löngum sem umsjónar og gæslumaður.

Sjá nýlega færslu um Felix hér

Því miður gat ég ekki fært honum gjöf frá Íslandi, nema gott boð frá forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni sem er reiðubúinn að opna dyr sínar og bjóða til veislu til heiðurs Felix á Bessastöðum. Það er gott til þess að vita að flóttamenn séu einnig velkomnir þar á bæ. Það ættu Íslendingar að muna sem hatast út í flóttamenn nútímans og muna að þeir heyrast æði oft fara með sömu hatursyrðin um flóttamenn okkar tíma og þau fúkyrði sem féllu um gyðinga á Íslandi á 4. áratug 20. aldar.

Því miður gat íslenska ríkisstjórnin ekki boðið Felix nema að stinga upp á því að það yrði gert í tengslum við Háskóla Íslands, sem er vitaskuld í fjársvelti og hefur engin tök á að bjóða mönnum nema að fyrirvari sé góður. Utanríkisráðuneytið stakk upp á ráðstefnu. Um hvað, mætti maður spyrja? Kannski um hverjir voru meiri nasistar Framsóknarflokkurinn eða Sjálfstæðisflokkur á 4. áratug síðust aldar. Það er óþörf spurning. Svarið er einfalt og þarfnast ekki ráðstefnu. Gyðingahatarar voru til í báðum flokkum og jafnvel einnig í Alþýðuflokknum. Kannski vilja menn nota tækifærið til að ræða Palestínu yfir hausmótunum á gyðingi sem var vísað úr landi á Íslandi fyrir 78 árum síðan? Hvað varð um íslenska gestrisni.

Rottberger sjálfur hefur mestan áhuga á að heimsækja grafir ömmu sinnar, Helene Mann, og móðurbróður síns, Hans Mann.

img_3805.jpg

Felix ásamt tveimur barnabarna sinna í veislunni í gær.

img_3743b.jpgÁður en gengið var í veislusal í Freiburg í gær kom hún "Ilse", og söng vísur og eina mjög blauta, enda Ilse á höttunum eftir hvaða karli sem er og tilkynnti það á allan mögulegan og ómögulegan hátt. Vakti þetta óneitanlega mikla kátínu gesta. Einstaklega gott uppistand hjá Fräulein Ilse. Hún hefði örugglega ekkert á móti því að fá boð til Íslands, þar sem hún gæti náð sér í sveitamann (Framsóknargaur) og tugtað hann aðeins til og átt með honum börn og buru þegar hún væri ekki að þvo rykið og mál steinana meðfram vegunum hvíta.

Vona ég að íslensk stjórnvöld endurskoði ákvörðun sína, eða einhver önnur stofnun, t.d. íslenska þjóðkirkjan sem að mestu þagði þunnu hljóði í stað þess að hjálpa gyðingum, og bjóði Felix Rottberger og konu hans til Íslands, til að sýna að hann sé velkominn til þess litla lands sem sem svo lítilmótlega vísaði honum og fjölskyldu hans úr landi fyrir 78 árum síðan.

Það er ekkert að óttast hann er ekki terroristi frekar en 99,99999 prósent allra flóttamanna. Þeir sem hatast út í útlendinga í nauð eru hinir sönnu hryðjuverkamenn.

Felix Rottberger er nú riddari

218px-ger_bundesverdienstkreuz_2_bvk_svg.png

Í tilefni af afmæli Felix Rottberger var honum veitt riddaratign í Þýskalandi. Ekki væri dónalegt ef Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gæti séð til þess að einn lítill fálki flygi á brjóstið á Felix þegar hann loks kemur til landsins - þar sem hann fæddist -  en þar sem mátti ekki eiga heima.

Þýskaland, þýska ríkið, hefur nú veitt honum Verdienstkreuz am Bande og því fylgir riddaratign - og mun hann taka við nafnbótinni við athöfn í Berlín á næstunni. Hér má lesa rökin fyrir þessum heiðri og þar er Íslands vitaskuld getið - án þess þó að níðingsverk stjórnvalda sé nefnt. Íslensk yfirvöld létu þau dönsku vita, að ef Danir vildu ekki skjóta skjólshúsi yfir fjölskylduna, þá borgaði Ísland fyrir brottvísun þeirra frá Danmörku til Þýskalands. Já, þá voru menn svo sannarlega tilbúnir að borga.

Ég óska Felix innilega til hamingju með riddaratignina, og ef Ísland getur ekki boðið riddurum fæddum á Íslandi til landsins, er ég hræddur um að Ísland sé á andlegu flæðiskeri statt. Hugsið um það á þessum sunnudegi.

Felix Rottberger, Freiburg im Breisgau
Verdienstkreuz am Bande

Der ehemalige Mitarbeiter der jüdischen Gemeinde in Freiburg hat sich als Zeitzeuge bei der Erinnerungsarbeit große Verdienste erworben. 1935 flohen seine Eltern vor dem NS-Regime zuerst nach Island, wo er geboren wurde, 1938 mit ihm weiter nach Dänemark. Dort musste er sich getrennt von seinen Eltern verstecken und lebte in ständiger Angst, entdeckt zu werden. Um die Auswirkungen von Rassismus und Nationalismus zu verdeutlichen, geht Felix Rottberger seit langem in Schulen und Begegnungsstätten, diskutiert mit jungen Menschen über die Zeit des Nationalsozialismus und schildert eindringlich das Verfolgungsschicksal seiner Familie. Zudem bietet er für Schulklassen und Gruppen immer wieder Führungen in der Synagoge und auf dem jüdischen Friedhof in Freiburg an, bei denen er auch anschaulich jüdische Sitten und Gebräuche vermittelt. Mit seinem großen persönlichen Einsatz hat Felix Rottberger in Freiburg eine besondere "Kultur des Miteinander" geprägt.

img_3806_1292835.jpg

Heidi Rottberger, eiginkona Felix Rottberger, tilkynnir gestum, með tárin í augunum, að eiginmaður hennar hafi hlotið Verdienstkreuz Þýskalands og hann þakkaði henni og sagðist aldrei hafa getað orðið það án hennar, enda er Heidi hans hans stóra hjálparhella og hefur borið 5 börn þeirra hjónanna. Myndina efst tók ég í byrjun mánaðarins, er Felix var á ferð í Danmörku og hélt fyrirlestur á eyjunni Møn. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson


Ný skilti morðingjum og Íslandi til heiðurs

Síðla veturs 2016 gerðu Litháar vel við sinn mann á Íslandi, Jón Baldvin Hannibalsson. Þeir klíndu á hann heiðursdoktorsnafnbót. Jón er örugglega vel að titlinum kominn og ég er þegar farinn að kalla hann dr. Jón þegar á hann er minnst og leiðrétti alla þá sem bara kalla hann Jón Baldvin.

Jón fékk hins vegar ekki götu í Vilníus, höfuðstað Litháens, með nafni sínu í þetta sinn, en á það örugglega eftir. Honum hlotnast ugglaust sá heiður fyrir dyggan stuðning við stjórnir lands sem hyllir Litháa sem þjóðhetjur þó þeir hafi stundað gyðingamorð, jafnvel áður en Þjóðverjar hertóku landið.

Jóns gata Hannibalssonar gæti þó hæglega verið í bígerð vegna mikils stuðning Dr. Jóns við ungar menntastúlkur á "gáfumannapöbbum" Eystrasaltslandanna (sjá meira hér). Fyrir slíka þróunaraðstoð væri ugglaust við hæfi að setja Dr. Jónsgötu við eitthvað strætið þar sem stóískar ballettdansmær meðal ungra menntakvenna Lithaugalands sýna kunnáttu sína og aðrar kokhraustar málvísindakonur stunda rannsóknir sínar á rugluðum körlum norðan úr ballarhafi, sem eru svo vanskapaðir að þeir telja sig vera geithafra fyrir neðan mitti.

_sland _straeti.jpg

Lengi er reyndar síðan Íslandi var veittur sá heiður að gata væri kennd við landið í höfuðborg Litháens. Heitir hún Islandijos gatve, eða Íslandsgata. Hugmynd Jóns Vals Jenssonar um stuðning við Eystrasaltslönd, sem dr. Jón stal, en fullkomnaði í Eystrasaltslöndunum, er þökkuð með nafnbreytingum á götum höfuðborgar Litháen. En í vetur vildu Litháir gera betur við sinn mann. Nú skyldi sett upp sérstakt heiðursskilti við Íslandsgötu á íslensku. Var skiltið sömuleiðis skreytt með galdrastaf.

Þegar upp rann dagurinn þar sem afhjúpa átti skiltið var dr. Jón mættur með Bryndísi konu sinni á götuhorni í Vilnius. En greinilega runnu tvær grímur á nýdoktorinn íslenska þegar hann afhjúpaði skiltið með borgarstjóra Vilnius. Íslenskt eignarfall er augljóslega ekki þekkt í Litháen. Einhver snillingur hefur sett Islanijos gatve í Google translate og fengið útkomuna Ísland stræti. Vissulega átti þarna að standa Íslandsgata.

studinan.jpg

Ætli stúdínur dr. Jóns á menntamannbörum Vilníusar hafi verið viðstaddar þakkarvottinn sem honum var sýndur með skiltinu fyrr í ár? Kannski ekki, en þarna voru þó stórglæsilegar menntakonur, nokkuð austrænar sumar hverjar og dýrslega klæddar, t.d. þessi með svartar neglur og í kápu úr skinnum nýfæddra lamba. Bryndís, skógardís og músa dr. Jóns, var einnig í eins konar gæru af unglömbum, en á röngunni. Heyrt hefur maður að slík fell æsi dýrlegar kenndir manna sem eru girtir að neðan eins og fé af fjöllum. Hér stendur Dísa með eiginmanni sínum, borgarstjóranum og ræðismanni Íslands í Vilníus, sem einnig er dyggur stuðningsmaður við ákveðin öfl í Úkraínu.

bryndis_i_pels.jpg

Víða eru siðlausir borgastjórar

Endurnýjun götuskilta virðist vera vinsælt tómstundagaman manna í Litháen. Ný götunöfn og skilti eru einnig góð aðferð við fölsun sögu sinnar.Þau hjálpa fólki að gleyma sannleikanum.

Borgarstjóri borgarinnar Vilnius, Remigijus Simasius, sem áður hefur verið dómsmálaráðherra Litháens, er einn af þeim Litháum sem erfitt á með að sjá sögu þjóðar sinnar í réttu ljósi. Árið 2009 neitaði hann því opinberlega að mikill fjöldi landsmanna hans hafi tekið þátt í glæpum gegn mannkyni í síðari heimsstyrjöld. Síðan 2015, er hann var kosinn borgarstjóri, leggur Simasius ævinlega blessun sína yfir götunöfn þar sem götur og stræti Vilnius eru endurskírð, og er oft á tíðum gefin nöfn fjöldamorðingja sem voru samreiðarmenn nasista. Þá telja Litháar einnig þjóðhetjur, því "þjóðhetjurnar" börðust einnig gegn Rússum, þegar þær voru ekki að slátra gyðingum. Er nema von að slíkur maður geti ekki valdið eignarfallsessi á íslensku. Það myndast stundum "ss" þegar orð er sett saman við annað orð sem byrjar á s, og það skapar hugsanlega vissar minningar hjá þjóðum sem öllu vilja gleyma og ekki horfast í augu við mistök sín.

Aegishjalmr.svg

Galdrastaf þennan má sjá á skiltinu til heiðurs Íslandi í Vilníus. Tákn þetta kallast Ægishjálmur. Ægishjálmurinn er öflugur varnarstafur, bæði gegn öllu illu og einnig örugg vörn gegn reiði og yfirgangi höfðingja.

Pravda:

Til að fræðast frekar um dýrafræði dr. Jóns, má líta hér og hér upp á eigin ábyrgð. Ungar stúlkur ættu aðeins að opna í fylgd foreldra sinna.


Don´t Look for Fun in Iceland!

sveitapiur2.jpg Getur verið að "ástandið" hafi að miklu leyti verið hugarástand eða órar í íslenskum karlpeningi, og að allar sögur af vinsældum íslenskra kvenna á meðal breskra dáta og Kana hafi verið orðum auknar?

Nei, ekki held ég að málið hafi verið svo einfalt, en lítum á málið í einni samtímaheimild: Í blaðagrein, sem birtist í blaði í Bandaríkjunum, sem kallað var Denton Record-Chronicle og kom út í Denton í Texas-ríki, er grein eftir útsendara Associate Press, Tom nokkur Horgan, sem sendur var til Íslands sumarið 1942. Hann greindi frá bæklingi sem erlendir hermenn gátu keypt sér í "Reckiavick". Ekki þekki ég þetta rit, en hef áður skrifað um aðvörunarrit sem einhver ræfill í Reykjavík gaf út (sjá hér). Kannski hefur höfundur Meira um Setuliðið og Kvenfólkið gefið út eitthvað á ensku.

Don´t Look for Fun in Iceland Book Advices

(Note: Tom Horgan, Associate Press staff writer, has been on a voyage with vessels of the United States neutrality patrol and has visited the new defence bases in Iceland. Here is a story of what he found there, certain details being omitted at the request of the U.S. Navy.)

By TOM HORGAN

REYKJAVIK, Island. Aug. 12- (AP) (delayed) -- American forces assigned to this amazing land of Ice and fire may purchase for $2.50 a paper-covered illustrated guide book which contains no truer or more significant advice than the following:

"It must be stated that those who seek a live of boisterous gaiety and attach importance to bodily comforts, have at present little reason to come to Iceland."

The cost of the book, which would bring about 50 cents in the United States should prepare the purchaser for almost any future transaction.

   Of boisterous gaiety, there is none. The capital´s leading hostelry, Hotel Borg, holds the only liquor license, and spirits are sold only to patrons who purchase a full meal, and then in strictly limited quantities between the hours of noon and 2:30 p.m. , and in the evening between 7 and 11 O´clock.

   Domestically brewed beer is sold freely, but even residents claim for it only one per cent alcoholic content, and it has much the same flavor, aroma and potency as the Icelandic fogs which come rolling in from the sea without notice.

Dance Music

    The closest approach to merriment may be found at the Borg in the evening, when a three piece orchestra furnishes dance music, thus disclosing a distinctive Icelandic custom. Groups of unescorted young women arrive shortly after the dinner hour. The girls come to the hotel frankly eager to dance with the American and British officers, but they firmly decline to sit at the same table with their dancing partners or to accept refreshments.

     Conversation while dancing usually is confined, in excellent English, to :"I am very sorry, but I do not understand English."

     The Borg and one other hotel have been declared by military authorities out-of-bounds for enlisted men, but they probably would not be disposed to pay hotel prices anyhow - $1 for a double Scotch about the size of a single portion at home. The law limits each patron to three double Scotches.

     In more than a week the correspondent did not see a single man, American or British, with a girl companion. Common gossip has it that as punishment for associating with British soldiers, the flaxen tresses of several Icelandic maidens were shorn close by indignant countrymen.

     Residents of rural sections, according to Americans who have been stationed here some time, are much more cordial than city dwellers and soon there should be a new version of the marine and the farmer´s daughter - Hinkey, Dinkey, Parley Voo. (Sjá hér).

120_1261495.jpgMikil ósköp. Ætli sé til einhver sannleikur í þessu? Voru borgarpíurnar svona heiðvirðar og prúðar? Glöggt er vitaskuld ávallt gests augað. Kannski var "ástandið" bara hugarástand íslenskra karla? En kannast einhver við að konur hafi verið rúnar lokkum fyrir að hafa dansað inn í nóttina með dáta? Norðmenn gerðu það reyndar við norska konu sem hafði legið með þýskum hermanni árið 1941.

Nei, er ekki líklegast að þessi blaðamaður, eins og svo margir aðrir fyrr og síðar, hafi látið frjótt ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur. Blaðamenn eru alltaf í einhverju ástandi, misjafnlega annarlegu. Eða er verið að gera meira úr ástandinu en ástæða er til.

„Hermenn voru svo kurteisir og hjálpsamir. Íslenskir karlar gösluðust áfram og tóku ekkert tillit til kvenna, sýndu þeim bara ókurteisi.... “
           Herdís Helgadóttir, 2001. Úr fjötrum. Íslenskar konur og erlendur her, bls. 182.


Auðunnir 100 dollarar

worldcolumbianexpositionexhibithall_small.jpg

Alfred J Raavad bróðir Thors Jensens, sem ég greindi frá í greininni hér á undan flutti til Bandaríkjanna með konu sinni og fjórum börnum árið 1890. Þar kallaði hann sig Roewad og síðar Roewade.

Þann 1. október árið 1892 var viðtal við Alfred í Chicago Daily Tribune í tilefni þess að hann hafði unnið til verðlauna í hönnunarkeppni. Hann vann 100 dali fyrir hönnun merkis fyrir Heimssýninguna Chicago World´s Fair, sem einnig var kölluð The Columbian Exposition sem haldin var í borginni 1892-93.

mr_roewads_banner.jpg

Vinningstillaga Alfred Raavads var eins konar rúnartákn, hvítt á leirrauðum fleti. Hann hannaði fána, skrúðfána og skjöld með þessu merki. Ekki er laust við að hið forna danska sóltákn sem frændi hans Björgólfur Thor notaði um tíma á stél einkaþotu sinnar sé aðeins skylt þessu tákni sem Alfreð hannaði árið 1892. Þegar menn stefna á miklar hæðir er víst best að hafa góða skildi og tálkn til að verjast falli.

Blaðamaður Chicago Tribune hefur greinilega haft mikið álit á þessum 44 ára Dana, og skrifaði m.a. í forsíðugrein um vinningshafann:

Although Mr. Roewad said with a smile last night that he had never earned $100 so esaily before, it is evident from his career that he has the ability and purpose to earn many hundreds of hundred dollars before he dies.

Þeir voru því greinilega líkir bræðurnir Thor og Alfred Jensen þegar að auramálum kom. Þess má geta að 100 Bandaríkjadalir árið 1892 samvara 2632 dölum í dag (eða 354.293,52 ISK).

manufacturingbldg_1261154.jpg

abraham_gottlieb.jpgÍ viðtalinu við Chicago Daily Tribune greindi Alfred örlítið frá högum sínum. Eftir að hann hafði flust með fjölskylduna til Chicago í maí 1890 hafði hann m.a. unnið hjá Keystone Bridge Company. Síðan fékk hann starf hjá Abraham Gottlieb, sem um tíma var yfirmaður framkvæmda á heimssýningunni. Gottlieb var gyðingur, og eru nú til sögunnar taldir tveir gyðingar sem Alfred Jensen Raavad vann með. En síðar á ævinni gerðist Raavad mikill gyðingahatari eins og ég greindi frá í fyrri grein minni um Alfred.

Raavad vann síðar á teikni- og hönnunarstofu heimssýningarinnar og starfaði mest við hönnum hins risastóra Manufactures og Liberal Arts skála (sjá mynd efst og hér fyrir ofan). Skáli þessi var teiknaður af arkitektinum Robert Swain Peabody sem var frá Boston.

harpersexpositionbureau.jpg

Teikning sem sýnir teiknistofu Chicago World´s Fair. Teikninguna gerði T. de Thulstrup. Úr Harpers Week 1892.

Raavad lofaði mjög Bandaríkjamenn og borgina Chicago. Hann gerði samlíkingu á Ameríku og Evrópu, sér í lagi á Englandi sem hann hafði augljóslega ekki miklar mætur á. Ekki er laust við að þegar árið 1892 sé farið að bera á mannbótastefnu og herrafólkshugsjónum í skoðunum Alfred Jensen Raavads:

In spite of my love for my country I decided my ideas and work were too American to agree with the slow Danish Development. After a struggle I sold out everything and started to find the center of the world and its civilization. I was sure the westward growing civilization had its headquarters in the United States, but where in this country was the center? I thought it would be in Chicago, but nobody could be sure of this, and it was a kind of lottery to select any place. As soon as the Word´s Fair question was settled I came to Chicago at once.

Of course it is a serious thing to shift nationality. A thousand questions streamed into my soul. You are too American for Copenhagen, are you American enough for Chicago? I had been studying in Paris, Vienna and other cities and it was plain every place hat its originalities , and of course Chicago hat its. I will see London and see how Chicago and Chicagoans look. I knew that the women of the other European metropolises were most characteristic of the inhabitants. I will look at the women of London and see how they compare with my ideal. I staid there a week, but it is far more difficult to find the English Types than those of other cities. Homely faces, short and clumsy figures, dressed without taste, were the ruling features. Either a special nose fostered by the fog and smoke or the remains of the Celts. 

Arriving here my first task was to seek the American type as it expressed itself in the street passengers. Who can reveal my joy! I looked and was afraid it was a dream. I saw the most beautiful and vivid type of man. The slender, lovely girls, with small hands and feet, natural and healthy, with brighter eyes than I ever saw before, expressed my ideal in better form. This was my first impression and it has grown stronger since.

Heimild: Chicago Daily Tribune, 1. október 1892; forsíða og bls. 3. Hér má lesa hluta greinarinnar.

sigga_rokk_1261148.jpgP.s. Frú Sigríður E. Magnússon, kona Eiríks Magnússonar bókavarðar í Cambridge var eins konar sýningargripur á sýningunni í Chicago árið 1893. Þar var hún klædd skautbúningi, hélt fyrirlestra um sögu Íslendinga, lék á gítar og sýndi íslenska silfurgripi. Ekki voru allir sáttir við þátttöku hennar á sýningunni. Harpa Hreinsdóttir hefur skrifað afar skemmtilegt blogg um það.

 


Rannsökum nasistana í Sjálfstæðisflokknum!

nasistarreykjavik.jpg

"Það hefur verið farið með stjórnmálastarfsemi hinna íslenzku þjóðernisinna sem feimnismál og enginn virðist hafa haft áhuga á því að fara nánar ofan í tengsl manna hér á Íslandi við Þýzkaland á þessum árum."

Svo skrifaði Styrmir Gunnarsson á bloggi sínu í dag. Ekki held ég að þetta sé alls endis rétt hjá Styrmi. Þór Whitehead hafur skrifað býsnin öll og líka um íslenska nasista, en mest hefur hann skrifað sína styrjaldasögu út frá íslenskum, breskum og bandarískum heimildum. Jökulssynirnir, þeir Hrafn og Illugi hafi skrifað góða bók um Íslenska nasista (meðlimi Flokks Þjóðernissinna) án þess þó að geta heimilda, og  Ásgeir Guðmundsson hafi velt fyrir sér íslenskum nasistum í grein og bók sinni Berlínarblús, en einnig með takmarkaðri komu í erlend skjalasöfn.

9a8b3490ed04f8484e3918dc0f291e25.jpg

ec700bccc3e330886e39722353c0b752.jpg

78487821_10157164795676843_8128157480908750848_oHver varð að lokum "móðurflokkur" þessara manna? Draumkennd áadýrkun og ást á brjóstvöðvum 1942. Sólkrossinn á skildinum, sem t.d. norskir nasistar notuðu, sómdi sér nýlega á einkaþotu Björgólfs Thors.

Ekki tel ég þó að þessir aðilar og aðrir sem hafa skrifað hér og þar um íslenska nasista hafi ekki misst af svo miklu í Þýskalandi. Þar er ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að upplýsingar um áhuga þýskra nasista og yfirvalda á Íslandi eftir 1933. Margt eyðilagðist kannski í stríðinu og tengsl íslenskra manna við flokk og foringja í Þýskalandi voru líka takmörkuð. Það er ekki eins og rjómi þjóðarinnar hafi verið meðlimir í Flokki þjóðernissinna á Íslandi. Sumir af þessum körlum voru ótíndir tukthúslimir og innbrotsþjófar. Afi Jón Geralds Sullenbergers, Gunnar Jóelsson, var t.d. einn þessara manna og með honum í slarkinu var Haukur Mortens. Þeir félagar reyndu eitt sinn lukkuna með því að gerast laumufarþegar (sjá hér og hér).

nazi-march-reykjavik-iceland.jpgÞað voru helst menningarlega þenkjandi Þjóðverjar, og margir þeirra nasistar, sem höfðu áhuga á Íslandi. Íslendingum sem tengdust félaginu Germaníu eða sem meiri eða minni nasistar gengu í Nordisches Gesellschaft var boðið til Þýskalands, þættu þeir nógu áhugaverðir. En Þýskaland sem lagði kapp á að byggja upp hernaðaráform sín vörðu takmörkuðu fé í Ísland og settu t.d. lok á fyrirhugaðar rannsóknir á Íslandi á vegum Ahnenerbe-SS sumarið 1939.

Þjóðverjar búsettir á Íslandi voru vitanlega margir hverjir gargandi nasistasvín, en þó ekki í betri samböndum við Das Vaterland en íslensku nasistarnir.

Sem bein tengsl við Þýskaland má nefna ferðir sem ýmsum Íslendingum var boðið í. Gunnar Gunnarsson hitti Hitler. Öðrum sem boðið var var María Markan, Stefán Islandi, Jóns Leifs, Guðmundur Kamban (sjá greinar mínar Kamban er ekki hægt að sýkna og Kamban og Kalkúnninn). Guðmundar frá Miðdal, rektorar HÍ Alexander Jóhannesson rektor og Níels Dungal og fleiri aðdáendur þýskrar menningar. 

Því er haldið fram að þetta fólk hafi ekki verið nasistar, en það hreifs með að mikilli áfergju. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður og þingmaður fékk sent mikið magn af alls kyns áróðursefni frá Berlín. Því var vísvitandi eytt af Þór Magnússyni hér um árið þegar tekið var til í skjalasafni Matthíasar (sjá grein mína Þegar Matthíasi var hent á haugana). Mér tókst að bjarga örlitlu broti af nasistableðlunum sem Matthías fékk. Það verður að leita á öskuhaugunum til að finna restina.

Hvað varðar tengsl flokksbundinna íslenskra nasista við móðurflokkinn er ljóst, að hinn kynlegi kvistur Eiður Kvaran fékk einhvern stuðning frá móðurapparatinu í Þýskalandi fyrir "vísindastörf" sín (sjá niðurstöður rannsókna minna á sögu hans og félaga hans í greininni Heil Hitler og Hari Krishna). Einstaka nasisti var einnig betur gefinn en meirihlutinn í flokknum. Nasistinn Davíð Ólafsson er sagður hafa stundað nám í hagfræði í Þýskalandi, en því lauk hann aldrei, þótt því sé haldið fram af vefsíðu hins háa Alþingis (sjá grein mína Próf seðlabankastjóra, alþingismanns og nasista).

davi_lafsson_og_flaskan.jpg

Davíð kyssir bokkur með félögum úr áður en hann hélt til Þýskalands til "náms".

Hann hafði þó aldrei fyrir því að segja okkur um samskipti sín við nasista í Þýskalandi. Þeir gáfu honum ekki einu sinni titil á pappír fyrir heimsóknina.

"Foringinn" og Þýskaland

Gísli Sigurbjörnsson í Ási (einnig kenndur við Grund), einn af foringjum íslenskra nasista, skrifaði örugglega einhver bréf til kollega sinna í fyrirheitna landinu, en hvar þau eru niður komin er engin leið að vita. Sjálfur brenndi hann bréfasafn sitt frá þessu tíma líkt og flestir flokksbræður hans og stuðningsmenn. Þýska utanríkisþjónustan hefur ekkert um hann og heldur ekki Bundesarchiv. Ég hef heldur ekkert fundið sem vísað gæti til skrifa Knúts Arngrímssonar við yfirvöld í Þýskalandi. Ég hef leitað.

litli_ariinn.jpg

Árið 1938 útvegaði Gísli í gegnum sambönd sín við Þýskaland, þjálfara fyrir Knattspyrnulið Víkings.

En er ekki fremur hlægilegt að fyrrverandi ritstjóri blaðs sem birti minningargreinar um Gísla í Ási sé að biðja um rannsókn á tengslum hans við Þriðja ríkið, þegar ekkert kom fram um nasisma Gísla í minningargreinum um hann í Mogganum árið 1994. Afneitunin var algjör. Hvað veldur áhuganum nú? Er Styrmir að reyna að skaffa ríkisstyrk handa einhverjum ættingja til að stunda "rannsóknir" við HÍ?

Guðbrandur "Bralli" Jónsson

bralli.jpgMenn eins prófessor Guðbrandur Jónsson, sem ekki voru flokksbundnir, en heilluðust af Hitler, voru líklegar beintengdari við Þýskaland en pörupiltarnir og slagsbræðurnir í Þjóðernissinnaflokk Íslands sem síðar urðu margir hverjir góðir Sjálfstæðismenn. "Bralli", sem af einhverjum furðulegum ástæðum taldi sig vera krata, var einn þeirra sem dreymdi um að gera þýskan prins og nasista að konungi Íslands.

Var Guðbrandur óspart notaður til Þýskalandstengsla, t.d. þegar vinur hans Hermann Jónasson vildi varpa gyðingum úr landi. Þá þýddi Guðbrandur bréf yfir á þýsku, þar sem dönskum lögregluyfirvöldum var sagt hvað þau ættu að gera við gyðingana ef Danir vildu ekki sjá þá (Sjá bók mína Medaljens Bagside (2005) sem má fá að láni á íslenskum bókasöfnum sunnan og norðan heiða). Guðbrandur hafði fyrr á öldinni starfað fyrir utanríkisþjónustu Þjóðverja. Stærra idjód hefur víst aldrei fengið prófessorsnafnbót á Íslandi fyrir ekkert annað en að vera sonur föður síns. Stórmenntaður gyðingur, Ottó Weg (Ottó Arnaldur Magnússon) fékk hins vegar aldrei vinnu við neina menntastofnun á Íslandi (Sjá grein mín Gyðingar í hverju húsi).

Í skjalsöfnum Danska utanríkisráðuneytisins má sjá hvernig Danir fylgdust grannt með Íslendingum, sem utanríkisþjónustunni þótti hafa of náin sambönd við nasista. Það hef ég skrifað um á bloggum mínum. En í skjalsöfnum í Kaupmannahöfn eru ekki heimildir finna um íslenska flokksbundna nasista nema Gísla í Ási (Grund).

Styrmir telur Ísland nafla alheimsins líkt og margur landinn

Mig grunar að Styrmir Gunnarsson falli í vangaveltum sínum í þann hyl sem margir Íslendingar eiga það til að drukkna í í heimalningshugsunarhætti sínum. Þeir halda að Íslandi hafi veið eins konar nafli alheimsins sem allir höfðu og hafa áhuga á.

Vissulega höfðu Þjóðverjar og sjálfur Hitler áhuga á Íslandi, hernaðarlega séð, en ekki fyrr en mjög seint (sjá hér). Í dönskum skjalasöfnum hef ég fundið upplýsingar um að enginn áhugi hafi verið hjá Þjóðverjum þegar ruglaður Íslendingur í Kaupmannahöfn bauð Þjóðverjum bóxítnámur og hernaðaraðstöðu á Íslandi (sjá hér), en Þjóðverjar töldu manninn snarruglaðan. Danir ákváðu að ákæra Íslendinginn ekki þó hann hefði oft gengið á fund þýsks njósnara sem þeir dæmdu til fangelsisvistar, manns sem ég hef sýnt fram á að hafi viðurkennt það árið 1945 að hafa myrt Karl Liebknecht árið 1919 (sjá neðarlega í þessari grein)

Guðmundur Kamban, sem naut góðs af nasistaapparatinu, þó hann væri ekki skráður í flokkinn svo vitað sé. Hann elskuðu Þjóðverjar vegna þess að hann var menningarfrömuður sem Þjóðverjar elskuðu að sýna sem vini nasismans. Kamban gerðist líka aðalsérfræðingur Flokksins í miðaldakalkúnum (sjá sjá greinar mínar Kamban er ekki hægt að sýkna og Kamban og Kalkúnninn). Reis þar líklegast hæst virðuleiki Íslendinga í Þriðja ríkinu, fyrir utan ferð Gunnars Gunnarsson til Þýskalands og Hitlers árið 1940.

gunnar_hittir_hitler_1a_lille_1172715_1260921.jpg

Þessa mynd og aðrar af Gunnari í ferð sinni fyrir nasistaflokkinn í Þýskalandi vill Gunnarstofa á Skriðuklaustri ekki sýna gestum sínum, og heldur ekki FB síðan Gamlar Ljósmyndir, sem stjórnað er af gömlum harðlínustalínista og mönnum sem komnir eru af karlinum sem seldi Gunnari Skriðu. Allir afneita því að Gunnar hafi verið nasisti. Það er sjúkleg afneitun.

Nasistar eru að kjarna til mjög hlægilegt lið. Ekki ósvipað ISIS og baklandi þeirra morðingja í dag. En hlægilegt fólk getur vissulega líka verið hættulegt, eins og mörg dæma sanna.

En þegar stór hluti Flokks Þjóðernissinna var ósendibréfsfær hópur götustráka með drykkjuvandamál, og einstakra sona velmegandi Dana á Íslandi og íslenskra kvenna þeirra, er líklegast ekki um auðugan garð að gresja fyrir þá sögu sem Styrmir vill sjá og hvetur Illuga Gunnarsson til að veita fé í.

Eins og Illugi sé ekki búinn að gera í nóg í buxurnar með dauðanum í moskunni Feneyjum. Margt gott hefur þegar verið skrifað um íslenska nasista af leikum sem lærðum, og heyri undan mér að á Íslandi sé blaðamaður að skrifa ekki meira né minna en 800 síðna verk um stríðárin. Kannski verður það betra en það sem sagnfræðingar hafa boðið upp á. Hann leitar samt grimmt í smiðju sérfræðinga og heimtar að fá efni hjá þeim lærðu sér að kostnaðarlausu. Ég hef látið hann hafa efni, en sé eftir því, því ugglaust þakkar hann ekki fyrir stafkrók af þeim upplýsingum eða þær myndir sem ég hef látið honum í té.

Nasistar og Sjálfstæðisflokkurinn

En Styrmir gerir á bloggi sínu einfaldlega of mikið úr þessum drulludelum sem þrömmuðu um götur Reykjavíkur á 4. áratugnum, en urðu síðar góðir þegnar í Sjálfstæðisflokkunum.

Nær væri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, ef prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson gerir það ekki af sjálfsdáðum, að flokkurinn veitti eigið fé í að skoða sögu áhrifa nasistanna í Sjálfstæðisflokknum og gera upp við þá fortíð sína, þegar gyðingahatarar, ofstopamenn og jafnvel svikahrappar gengu í flokkinn; Að það verði með rannsóknum skýrt hvernig "fyrrverandi" nasistar gátu orðið að flugmálastjórum, bankastjórum og lögregluyfirvaldi.

Ég man svo heldur ekki betur en að nasistar sjálfir hafi haldið því fram að Gísli Sigurbjörnsson hafi stofnað nasistaflokkinn í bróðurlegu samstarfi við Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins (sjá hér). Ætli til séu heimildir um það í Valhöll? Eða ríkir þar líka afneitunin ein líkt og hjá mörgum íslenskum kommum?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband