Fćrsluflokkur: Fornleifar

Mannvist - ritdómur

Mannvist

Falleg og mikil bók um fornleifar og fornleifafrćđi kom út í lok síđasta árs. Ţetta er hin 470 blađsíđna bók Mannvist, sem forlagiđ Opna gaf út. Birna Lárusdóttir hefur ritstýrt. Ţetta er eiguleg bók, en mjög dýr. Kostađi hún heilar 8.590 krónur hjá ódýrustu bóksölunni á Íslandi í febrúar í ár ţegar ég festi kaup á henni.

Bókin er mjög fallega unnin, fjölmargar ljósmyndir eru í henni, misgóđar ţó, en hönnunarvinnan er til sóma. Bókaútgáfan Opna og Anna C. Leplar, sem sá um hönnun bókarinnar, eiga skiliđ hrós fyrir.

Flagđ er undir fögru skinni  

Eins fögrum orđum get ég ómöguleg fariđ um vinnu sumra ţeirra höfunda sem skrifađ hafa í ţessi 1,985 kílógrömm af pappír, sem hefđi veriđ betur nýttur hefđu menn setiđ ađeins lengur yfir ţví sem ţeir skrifuđu, eđa látiđ sér fróđari sérfrćđinga líta á textann áđur en hann var birtur.

Ekki ćtla ég ađ elta ólar viđ stafsetningarvillur og málfar, enda ekki rétti mađurinn til ţess. Nei, bókin er nógu full af ţví sem kallast má vöntun á grundvallarţekkingu, fornleifafrćđilegum rangfćrslum, vangavelturugli og tilvitnanafúski. Skođum nokkur dćmi:

Mannvist1 

Bls. 63

Perla úr kumli á Vestdalsheiđi ofan viđ Seyđisfjörđ sem fannst sumariđ 2004. Í kumlinu fundust yfir 500 perlur. Á myndinni í Mannvist má sjá sexstrenda, af langa perlu úr (neđst). Ţađ furđar ţó, ađ ţegar menn finna 500 perlur í kumli, ađ ekki sé enn búiđ ađ greina efniđ í ţeim og uppruna ţeirra. Í myndtexta er upplýst, ađ „sú eldrauđa og dumbrauđa [sem er perlan sum um er ađ rćđa], eru úr glerhalli og gćti efniviđurinn veriđ kominn alla leiđ frá Asíu."  Dumbrauđa perlan ber öll einkenni karneóls, sem ekki er glerhallur í skilgreiningu íslenska orđsins, sem á viđ um hvíta steina. Ţađ sem kallađ hefur veriđ glerhallur (draugasteinn, holtaţór), nefnist öđru nafni kalsedón (Enska: Chalcedony).Kalsedón er dulkornótt afbrigđi af kvarsi (SiO2) og er ţétt sambreiskja örsmárra kristalla. Glerhallur á Íslandi, sem t.d. finnst í Glerhallavík í Skagafirđi er hvítur. Karneól, (kjötsteinn), er vissulega ćttađur úr Asíu, nánar tiltekiđ frá Indlandi, Íran eđa Arabíu. Karneól er hins vegar rautt afbrigđi af kalsedóni. Ţetta kjötrauđa kalsedón er ekki rétt ađ kalla glerhall á íslensku.

Vitnađ er í munnlega heimild viđ myndatextann í Mannvist. Auđveldara hefđi veriđ ađ tala viđ steinafrćđing eđa gullsmiđ sem hefur lćrt eđalsteinafrćđi (gemmologíu) til ađ fá upplýst hiđ rétta um karneólperluna. Einnig eru til fornleifafrćđingar sem hafa leitađ sér sérţekkingar um perlur. Vissuđ ţiđ t.d. ađ fleiri perlur finnast í heiđnum kumlum karla á Íslandi en í kumlum frá sama tíma á hinum Norđurlöndunum eđa á Bretlandseyjum? Perlur úr Karneóli hafa áđur fundist í kumlum á Íslandi.

Mannvist 2
 

Bls.169

Skeri af arđi, sem fannst á Stöng Ţjórsárdal. Í myndatexta er ranglega sagt ađ annar "hnífurinn" sé frá uppgreftri í Ţjórsárdal. Ţar er rangt. Skerinn til vinstri á myndinni, sem búiđ er ađ setja ofan á teikningu af hlutfallslega allt of litlum arđi fannst ekki viđ fornleifarannsóknir. Ferđamađur sá áriđ 1949 titt standa upp úr gólfinu međfram ţröskuldi inn í skála yngstu rústarinnar á Stöng. Togađi hann í járniđ sem hann hélt ađ vćri eitthvađ járnarusl, en dró ţá upp plógskerinn úr gólfinu . Greint hefur veriđ frá arđi ţessum í greinum eftir ţann sem ţennan ritdóm skrifar, sem einnig mun hafa veriđ sá sem fyrstur benti á ađ leifar af plógum/örđum hefđu fundist á Íslandi. Ţađ gerđi ég fyrst á bls. 170-71 í kandídatsritgerđ minni sem ég afhenti í desember 1985.

Einnig má lesa um skerinn og sjá mynd af honum í  alţjóđlegri sýningaskrá farandsýningarinnar From Vikning to Crusader (1992-393). Ţar er hann í sýningarskrá sem gripur 591 a, bls. 384. Ekkert er minnst á ţađ, engan er vitnađ í. Ţvílík og önnur eins vinnubrögđ! En svona vinnubrögđ eru ekki nýtt fyrirbćri  í útgáfum Fornleifastofnunar Íslands, sjá hér .

Mannvist 3
 

Bls. 335

Varđa. Ţađ slćr út í fyrir fornleifafrćđingunum á Fornleifastofnun Íslands er ţeir greina frá vörđu sem ţeir telja sig hafa fundiđ í landi Hamra í Reykjadal í Suđur Ţingeyjarsýslu.; Vörđurúst undir garđlaginu, afgerandi grjóthrúga, „og var hćgt ađ aldursgreina hana, enda var garđlagiđ greinilega eldra en gjóskulag frá 1158 og varđan ţví áreiđanlega eldri en ţađ. Ţetta er elsta varđa sem vitađ er um á Íslandi.."

Á ljósmynd međ ţessari yfirmáta glannalegu yfirlýsingu má sjá 9 steina, sem ekki er hćgt ađ sjá stćrđina á, ţví enginn mćlikvarđi er á myndinni. En út frá gróđri sést, ađ steinarnir eru ekki sérstaklega stórir og ekki neinn efniviđur í vörđur eins og viđ ţekkjum ţćr annars frá síđari öldum. Mikiđ vćri vel ţegiđ, ef fornleifafrćđingarnir sem fundu „vörđuna", gefi alţjóđ skýringar á ţví hvernig menn geta vitađ ađ 9 steinar í hröngli undir garđlagi úr úr streng sé varđa. Yfir viskutunnuna flýtur, ţegar vörđuspekingar FSÍ skrifa"Hugsanlega hefur ţessi tiltekna varđa veriđ hlađin sem viđmiđ áđur en garđurinn var reistur, en hún gćti lík veriđ leifar af eldra kerfi kennileita sem garđarnir leystu af hólmi". En hvar er ţessi hleđsla sem menn sjá. 9 steinar á dreif eru ekki hleđsla! Ekkert vantar á hugmundaflugiđ. Kannski er ţađ kennt sem hjálpagrein í fornleifafrćđi viđ HÍ?

1 lille

Brot af diski úr hollenskum fajansa úr flaki Het Melckmeyt í Flateyjarhöfn. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 

Bls. 393

Alvarlegasta villan í bókinni er sett fram af gestahöfundi, fornleifafrćđingi sem hvorki vinnur eđa hefur unniđ hjá Fornleifastofnun Íslands, sem stendur á bak viđ bókina. Dr. Bjarni Einarsson, sem rekur sína eigin fornleifastofnun, skrifar um skipsflök. Hann rannsakađi fyrir löngu undir stjórn minni (ég hafđi rannsóknarleyfiđ), og međ ágćtum, leifar hollenska kaupfarsins Het Melckmeyt(Mjaltastúlkan) í höfninni í Flatey á Breiđafirđi. Skipiđ sökk ţar áriđ 1659. Ţar sem ég hef í árarađir reynt ađ fá fjármagn til ađ rannsaka nokkuđ mikiđ magn af leirmunum sem fundust í flaki Het Melckmeyt, hef ég mikla ţekkingu á leirkerum ţeim sem fundust í flakinu. Ţađ hefur greinilega fariđ framhjá Bjarna. Bjarni skrifar:

„Viđ rannsóknina í Höfninni fundust um 300 keramikbrot í Mjaltastúlkunni og er ţađ stćrsta samtímasafn leirkera frá 17. öld frá einum stađ á Íslandi. Ađeins er um eina tegund leirtaus ađ rćđa í flakinu, svokallađan tinglerađan jarđleir, en honum má skipta í maiolica leirtau og faiance leirtau. Báđar gerđirnar voru til stađar, en einkum maiolica leirtau međ fallegum bláum skreytingum af ýmsu tagi, svo sem dýra og blómamyndum. Nćr mikilvćgi safnsins út fyrir Íslands vegna ţess ađ nokkrum árum eftir ađ Mjaltastúlkan sökk var komiđ á laggirnar leirkeraverksmiđju í Ţýskalandi sem framleiddi ţví sem nćst eins leirtau og í Mjaltastúlkunni, en ţađ var hollenskt. Fundurinn frá Flataey gćti veriđ lykilfundur til ađ ađskilja og aldursgreina ţessi leirker í framtíđinni en ekki er algengt ađ finna safn leirkera sem er jafn samstćtt og vel afmarkađ í tíma". 

Vitnar höfundur međ ţessum upplýsingum sínum, sem eru meira eđa minna rangar, í bók dr. Guđrúnar Sveinbjarnardóttur, Leirker á Íslandi,  frá 1996,  bls. 32. Á blađsíđu 32 í bók Guđrúnar Sveinbjarnardóttur stendu ekkert ađ (né annars stađar í bókinni). Í bók Guđrúnar er reyndar einnig greint rangt frá leirkerunum sem fundust í flaki Het Melckmeyt í Flateyjarhöfn.

Nú er ţađ svo, ađ leirkerin í Melkmeyt eru öll svokölluđ faiance leirker, eđa ţađ sem Bretar og Bandaríkjamenn kalla Delft-ware. Faiance eđa fajansi, sem er ágćtt íslenskt heiti, dregur nafn sitt af leirkeraframleiđslu í Faenca á Ítalíu og Maiolcia fćr nafn sitt frá Spáni. Sérfrćđingar í dag kalla venjulega hvít og blá afbrigđi Faienca, og skálar, ker og önnur ílát međ marglitri skreytingu (polychrome) skilgreina menn sem tegundina Maiolicu.

Ţ.e.a.s. blátt og hvítt (eđa alveg hvítt/pípuleir og tinglerungur) í skreyti er fajansi, en hvítt, blátt og ađrir litir skilgreinist sem maiolica eđa majolica. 

Hollendingar sem fluttu til Frankfurt am Main hófu framleiđslu á fajansa áriđ 1660 og nćstu árin ţar á eftir. Ein gerđ leirskála sem fundust í flaki Het Melckmeytvar lengi talin hafa orđiđ til eftir 1660 í Frankfurđu. Ţar sem ţessi tegund finnst í  flaki hollensks skips sem sökk áriđ 1659 er afar ólíklegt ađ gerđin hafi orđiđ til í Ţýskalandi. Hún er hollensk. Bjarni hefđi betur haft ţađ rétt eftir mér og spurt mig í stađ ţess ađ skila frá sér svona rugli. 

31 b (2)

Fajansi sem fannst í Het Melckmeyt og sem ćttađur er frá Frakklandi. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 

Til upplýsingar má bćta viđ, ađ óskreyttar skálar, hvítar međ bylgjuđum kanti/ börđum, sem ég fór međ prufur af til Hollands á 10. áratug síđasta aldar, eru ekki ítalskar eins og fornleifafrćđingar ţá héldu fram. Ungur hollenskur sérfrćđingur hefur nú sýnt fram á ađ fornleifafrćđingur sá sem ég hafi samband viđ í Amsterdam „gaf sér" einfaldlega ađ ţessi gerđ skála sem finnst í miklum mćli í Niđurlöndum hafi veriđ framleiddar á Ítalíu. Sá gamli, Jan Baart, sem var yfirfornleifafrćđingur Amsterdamborgar rannsakađi ţađ hins vegar aldrei. Ţegar fariđ var ađ gćta ađ ţví hvađ var til af sams konar diskum kom í ljós, ađ á Ítalíu könnuđust menn ekkert viđ ţessa gerđ diska. Ţeir eru hins vegar frá Norđur-Frakklandi, frá borgunum Nevers og Rouen viđ Leirubakka (Loire) og nánasta nágrenni. Hávísindalegar rannsóknir hafa nú sýnt fram á ţađ.

Ţetta voru ađeins fáein dćmi um frekar lélega frćđimennsku í annars fallegri bók, en oft er flagđ undir fögru skinni eins og skrifađ stendur.

En margt er einnig gott í bókinni, sérstaklega ljósmyndir frá einstaklega fallegum uppgröftum Bjarna Einarssonar. T.d. myndin frá Ţjótanda viđ Ţjórsá á bls. 110, eđa fjárborgin í Hagaey í Ţjórsá á bls. 156, sem bera vott um falleg og vönduđ vinnubrögđ Bjarna.


Er kryppa Ríkharđs III fundin ?

Richard_III_earliest_surviving_portrait
 

Flestir ţekkja krypplinginn, geđsjúklinginn og óţokkann Ríkharđ III frá samnefndu leikriti Williams Shakespeares frá 1591. Viđ ţekkjum einnig mörg hvernig Laurence Olivier gerđi honum skil í kvikmyndaútgáfu leikritsins frá árinu 1955.

Ekki vilja allir Bretar sćtta sig viđ Ríkharđ III í međferđ Shakespeares og ýmissa leikara sem vildu sýna okkur hve góđir ţeir voru ađ leika óţokka. Stofnađur hefur veriđ sjóđur, The Richard the III Foundation, Inc. sem efla á rannsóknir á sögu Ríkharđs III. Međal annars til ađ rétt viđ ímynd konungsins. Ţessi sjóđur hefur félaga í Bretlandi, í Bandaríkjunum og örugglega víđar. Hver vill ekki vera góđur viđ krypplinga í dag. Ţađ sem viđ ţekkjum um Ríkharđ hefur líka veriđ skrifađ af andstćđingum hans, Tudor-ćttinni, og sá hún sér akk í ţví ađ gera hiđ versta fól úr Ríkharđi.

Nú fara fram fornleifarannsóknir í Leicester á Englandi, sem m.a. eru styrktar af sjóđ ţessum. Rannsóknirnar fara fram á bílastćđi, ţar sem hann er talinn hafa veriđ greftrađur eftir orrustuna viđ Bosworth Akra áriđ 1485. Á bílastćđinu í Leicester hafa fornleifafrćđingar grafiđ síđan í ágúst, en undir bílastćđinu stóđ áđur sú klausturkirkja sem mađur veit ađ Ríkharđur III var greftrađur í.

Viti menn, ţegar á fyrstu vikum rannsóknarinnar, sem stýrt er af fornleifafrćđingum viđ háskólann í Leicester, hafa menn fundiđ beinagrind manns međ kryppu (sjúka hryggjaliđi) og örvarodd í höfuđkúpunni. Gröfin fannstí í kór kirkjurústarinnar.

fundarstadur

Örin sýnir hvađ bein krypplingsins fundust í Leicester

Konungaáhugi Breta eru auđvitađ svo gífurlegur, ađ fyrir löngu er búiđ ađ finna afkomendur Ríkharđs III. Ţá er ađ finna í Kanada. Ţangađ flutti bresk kona fyrir mörgum árum og giftist einhverjum Ibsen. Sonur hennar Michael Ibsen, 55 ára, sem fluttist til London og er ţar húsgagnasmiđur, hefur nú veriđ beđinn um ađ gefa DNA sýni úr sjálfum sér til ađ bera saman viđ DNA-iđ úr beinagrindinni í Leicester. Ef hćgt verđur ađ sýna ađ móđurgen (mítókondríal gen) Ibsens séu ţau sömu og í beinagrindinni er hćgt ađ fćra sterkar líkur ađ ţví ađ krypplingurinn undir bílstćđinu í Leicester sé Ríkharđur III. En svo er aldrei ađ vita, kannski er Ibsen alls ekki kominn af Ríkharđi, og getur ţá beinagrindin samt sem áđur veriđ af Ríkharđi. Ţađ verđur kannski erfitt ađ sanna. Svo ţarf erfđaefniđ í beinagrindinni líka ađ henta til rannsóknanna, og ţađ er enn óvíst.

Ibsen sýni

Michael Ibsen tekur DNA sýni úr sjálfum sér fyrir framan fjölmiđlana. He looks a bit Royale with a lollipop!

Haskoli eda mediasirkus 

Fjölmiđlasirkus í Leicester, nú spyrja menn sig hvort leggja eigi beinin til hinstu hvílu í Westminster Abbey, ef ţau "reynast úr Ríkharđi"

Mađur leyfir sér ţó ađ efast, og undrast ađ fornleifafrćđingar taki ţátt í svona fjölmiđlasirkus. En stundum er fornleifafrćđin hundheppin líkt og óţokkinn.

Laurence-Olivier-Richard-001
Olivier í hlutverki Ríkharđs III

Syria est perdita

Assad soldiers in Palmyra
 

Ţessa dagana heyrum viđ í fréttum um hörmungar sýrlensku ţjóđarinnar. Sumir Íslendingar virđast ţó ćrast meira af ţví ađ heyra um örlög píkanna í Pussy Riot hjá keisaranum í Pútoníu. Ţađ uppţot getur mađur vonađ, ađ séu byrjunin á lokum KGB-veldisins sem tryggir öfgaíslamisma og einrćđisherrum völd.

Mikill harmur leggst ađ mér ţegar ég sé fornleifum raskađ eđa ţćr eyđilagđar. Ţótt mér sé annt um fornleifar og vilji vernda ţćr og virđa, er mér ţó meira illt ađ verđa vitni af ţeirri eyđingu sem Sýrlendingar ţurfa ađ ganga í gegnum vegna einrćđisherra annars vegar og öfgatrúar hins vegar. Mannslíf verđa ţví aldrei borin saman viđ menningarminjar.

Menningarlaus uppskafningur eins og morđingjasonurinn Bashir al-Assad vílar ekki fyrir sér ađ eyđileggja efniskennda menningu og heimsminjar til ađ halda völdum sínum, ćttarinnar og klíkunnar í kringum hann. Hann er ađ drepa fólk, og nokkrar fornminjar í leiđinni er ekkert mál fyrir hann og ađra stríđsherra.

Mađur ţarf ađ vera mjög auđtrúa einfeldningur eđa illa sér í sögu Miđausturlanda til ađ hafa ekki séđ og vitađ um áratuga morđveldi al Assad fjölskyldunnar og hćttuna sem stafađi af henni fyrir fjölda ţjóđir, heimsfriđinn og menninguna. Muniđ ţiđ fjöldamorđ Hafez al-Assads í Hama áriđ 1982?  

Einstaka rugludallar, eins og fyrrverandi utanríkisráđherra Íslands, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, töldu hins vegar bitastćtt ađ sćkja úrhrak eins og Bashir al-Aassad heim til ađ reyna ađ tryggja vota drauma mikilmennskubrjálćđis sumra Íslendinga um ađ komast í Öryggisráđ Sameinuđu ţjóđanna. Markmiđiđ var ađ gerast samreiđarmenn og stuđningsland hryđjuverkalanda fyrir hégómagirnd sína. Á fund al-Aassads yngra hélt sama konan sem áđur fór offari ţegar fariđ var fram á rannsókn á máli stríđglćpamanns sem bjó á Íslandi, vegna ţess ađ beiđni um ţađ kom frá stofnun í Ísrael.

Nú horfum viđ upp á, hvernig fólk er brytjađ niđur á Sýrlandi og ástandiđ verđur vafalaust enn verra eftir ađ friđargćsluliđar SŢ eru farnir frá Sýrlandi.

Hin merka borg Aleppo er á heimsminjaskrá UNESCO og nú berast fréttir ađ ţví eyđilegging eigi sér stađ á fornminjum í borginni. Hér má sjá hina fornu borg Aleppo fyrir um 100 árum.

Andstćđingar Bashir al-Assads veldisins eyđileggja hér fornminjar

Mikil eyđilegging á menningarminjum hefur ávallt átt sér stađ í tíđ al-Assad fjölskyldunnar, sérstaklega á leifum eftir búsetu gyđinga, en ţeir voru fjölmennir í öllum stórum sýrlenskum borgum, stundum í miklum meirihluta. Hafez al-Assad lét t.d. ryđja burt stćrsta grafreit gyđinga í heiminum ţegar hann lét gera hrađbraut frá Damaskus til nýs flugvallar sem byggđur var á 7. áratug síđustu aldar. Enginn mótmćli heimsins heyrđust ţá. Ţess vegna má furđa ađ uppskafningslegir embćttismenn UNESCO hafi samţykkt ađ ađ setja stađi á Sýrlandi á WH listann(Heimsminjalistann), ţví skjölin sem undirbyggja friđunina eru vćgast sagt illa unnin og ekki samkvćmt ţeim kröfum sem settar hafa veriđ ţjóđum á Vesturlöndum sem vildu koma menningarminjum sínum á WH-listann. Ţađ er greinilega ekki sama hvert landiđ er hjá spjátrungunum í UNESCO, sem ég hef haft örlítil kynni af.

Fyrir utan tíđindi af frumstćđri eyđileggingahvöt Bashir Assads og herja hans í Aleppo, berast fréttir af eyđileggingu á virkjum krossfara, á moskum, á rómverskum minjum, m.a. mósaíkgólfum. Sem dćmi má nefna ađ skemmdir hafa veriđ unnar á miđaldakastalanum frćga, Krak des Chevaliers, sem Saladin náđi aldrei á sitt vald, en fjöldamorđingjanum sem Ingibjörg Sólrún heimsótti og herjum hans hefur nú tekist ađ vinna spjöll á fornri krossfarakapellu sem ţar er.

Krak%20des%20Chevaliers
Krak des Chevaliers
Tell Sheikh Hamad 
Rústasvćđiđ í Tell Sheikh Hamad
 

Fregnir berast frá sýrlenskum fornleifafrćđingum og erlendum sérfrćđingum í fjölbreyttri menningu fyrri alda á Sýrlandi, um ađ leifar assýríska hofsins sem nýlega hefur veriđ rannsakađ í Tell Sheik Hamad hafi veriđ eyđilagđar. Mikill skađi hefur orđi á Al Madiq kastala, sem síđast féll áriđ 1106. Nú skítur svokallađur uppreisnarher á fornminjarnar og hrópar Allauachbar.

Frćg mósaíkgólf í Apamea hafa veriđ mokuđ upp međ jarđýtu og tvćr fornar súlur úr marmara hafa horfiđ ţađan nýlega. Andstćđingar al-Assads, ţar á međal illvirkjar úr röđum verstu helstefnu nútímans, hafa í mörgum tilvikum leitađ vars í fornum rústum, en ţađ hefur ekki komiđ í veg fyrir árásir stjórnarhersins. Kastali Ibn Maans fyrri ofan rómversku rústirnar í Palmyru hafa t.d veriđ notađar sem herstöđ stjórnarhersins og í dal kumlanna vestur af Palmyru hefur stjórnarherinn grafiđ djúpa varnarskurđi á rómverska rústasvćđinu. Fregnir og myndir sýna, ađ herir as Assads hafi rćnt fornum steinlistaverkum í Palmyru. Sjá https://www.facebook.com/Archeologie.syrienne (ţess ber ţó ađ geta ađ ţessari facebooksíđu er greinilega haldiđ úti af andstćđingum Assads.

palmyra-muslim-castle-qala-at-ibn-maan-1280x960

Kastali Ibn Maans, sem hefur veriđ ráđist á í núverandi borgarstyrjöld á Sýrlandi

Fólk sem elst upp í virđingarleysi fyrir öđru fólki, lífi, menningu og trú annarra, ber heldur enga virđingu fyrir menningarminjum. Ţađ er algild regla.


Svona finnst silfur í jörđu

armband_2
 

RÚV greinir frá merkum minjum sem voru ađ finnast viđ fornleifarannsóknirnar í Alţingisreitnum. Ţar fara rannsóknir fram undir stjórn Völu Garđarsdóttur fornleifafrćđings.

Einn gripanna er talinn vera armhringur eđa armbaugur úr silfri. Takiđ eftir ţví hvernig hringurinn er tekinn upp og ţetta er upplýst: Forvörđur var kallađur á svćđiđ til ţess ađ klára ađ grafa armbauginn upp og koma honum í umhverfi ţar sem málmurinn heldur jafnvćgi. Vala útskýrir ađ ţađ sé gert vegna ţess ađ um leiđ og hann sé tekinn úr moldinni fái hann sjokk ţví jarđvegurinn sem hann liggi í sé súrefnissnauđur.

Muniđ ţiđ silfursjóđinn frá Miđhúsum sem fannst óáfallinn í jörđu í súrum og súrefnisríkum jarđvegi. Silfur finnst ekki óáfalliđ í jörđu, sama hvort um jarđvegurinn er súrefnissnauđur eđa -ríkur. Sjá meira um silfriđ ađ Miđhúsum hér.

Sömuleiđis fannst tunnulaga met í Alţingisreitnum. En ţađ er líka alveg met, ţađ sem er sagt um metiđ: Annar gripurinn er met, međ plús og mínus á sitthvorum enda. Ef búiđ er ađ finna sannanir ţess ađ menn á söguöld hafi ţekkt plús og mínus, ţá er mér öllum lokiđ. X og I ţekktu ţeir sem rúnir fyrir g og i, en einnig sem rómverska tölustafi sem notađir voru fyrir aura og aurtugi og mörk. Blýmet finnast oft međ einhverju skrauti eđa táknum og er x eđa "+" laga tákn eru vel ţekkt á metum frá fyrri hluta miđalda og eru ugglaust til ađ sýna ţyngd metsins. Nú verđur gaman ađ sjá hve ţungt metiđ er


Hvađ er í deiglunni ?

Smiđja

Vađlaheiđargöng er greinilega til annars nýt en ađ flýta fyrir ferđum manna inn í óörugga framtíđ. 

Greint var frá ţví á RÚV í fyrir nokkrum dögum, ađ fornleifafrćđingar vćru í óđa önn ađ finna mikinn járnframleiđslustađ frá miđöldum, ţar sem Vađlaheiđargöngin eiga ađ byrja ađ austanverđu.

Ţetta er stórmerkur fundur og ljótt til ţess ađ vita ađ ţarna vinni fornleifafrćđingar í kappi viđ klukkuna, fyrir skít á priki, til ađ rumpa af rannsóknarvinnu viđ ţađ sem virđist einn heillegasti járnframleiđslustađur sem fundist hefur á Íslandi, og jafnvel smiđjustarfsemi líka. Greinilegt er af frétt Sjónvarps, ađ fornleifafrćđingurinn heldur á deiglu. Kannski var ţarna járnblástur og smiđja í tengslum viđ hann. Í fljótu bragđi sýnist mér allt benda til ţess ađ ţarna sé veriđ ađ grafa upp stóra smiđju og ţađ sem henni tengdist.

Hvađ er í deiglunni

Fornleifur skorar á framkvćmdavaldiđ ađ gera ţessari rannsókn hátt undir höfđi og veita ríflegt fé í hana, svo heimildir fari ekki forgörđum. Ţarna verđur ađ ljúka rannsóknum ađ fullu.

Ţarna viđ gangnamunnann bćtist vonandi viđ vitneskja, t.d. viđ ţá merku rannsókn á stórtćkum rauđblćstri sem dr. Ragnar Eđvarđsson stýrđi fyrir nokkrum árum síđan á Hrísheimum í Mývatnsheiđi. Ţar fundust einnig miklar leifar eftir járnvinnslu frá 10. og 11. öld. Sjá hér.


Nálhúsiđ og hrosshárin frá Stöng

Nálhús fundiđ á Stöng 1938

Fimmtu getraun Fornleifs lauk eftir um ţađ bil einn sólahring, ţegar Bergur Ísleifsson gaf okkur rétt svör viđ öllum spurningum. Skulda ég nú lesendum Fornleifs ítarlegri upplýsingar um hrossháriđ sem myndin međ getrauninni var af.

Rannsóknir mínar á Stöng í Ţjórsárdal hófust áriđ 1983. Ţjóđhátíđarsjóđur gaf mér ţađ sumar smápening til rannsóknarinnar, sem dugđu fyrir nokkurra vikna launum fyrir tvo stúdenta. Árangurinn var góđur. Viđ rannsókn á gólflögum skálans, sem enn stendur opinn á Stöng og er yfirbyggđur, fundust eldri, óhreyfđ gólflög, og sömuleiđis veggur eldri skála undir ţeim sem nú er opinn gestum.

Vinna á Stöng b
 
Uppgröftur í skálanum ađ Stöng í Ţjórsárdal. Einar Jónsson teiknar. Ljósm. VÖV.

Nokkrir merkir gripir fundust viđ rannsóknina, en sá merkilegasti kom á nćstsíđasta degi rannsóknarinnar. Ţađ var nálhúsiđ sem ţiđ sjáiđ hér á myndinni efst.

Nálhúsiđ fann ég í neđst í gólflagi skálans sem liggur undir yngsta skálanum sem til sýnis er í dag. Nálhúsiđ fannst rétt fyrir framan pallinn (setiđ) sem var međfram veggjum skálans, framarlega (austast) í skálanum.

Ég og Einars Jónsson lögfrćđingur og ţá sagnfrćđinemi, sem vann međ mér, trúđum ekki okkar eigin augum og ánćgja okkar fóru ekki framhjá hópi ferđamanna sem kom í heimsókn nokkrum mínútum eftir ađ viđ fundum hlutinn. Ţar fór fyrir hópi Sigurjón heitinn Pétursson trésmiđur, sem lengi var forseti borgarstjórnar í Reykjavík fyrir Alţýđubandalagiđ og einhverjir samflokksmenn hans og kollegar frá Norđurlöndum. Sigurjón fékk ađ höndla hlutinn og úrskurđađi međ gantalegu brosi á vör ađ ţetta hlyti ađ vera eitthvađ stykki úr bíl og vćri glćnýtt. 

Ţó ég ţekkti ekki neitt nálhús međ ţessu sama lagi, gerđi ég mér strax grein fyrir ţví ađ ţessi gripur vćri nálhús, og stađfestu tveir sérfrćđingar á Norđurlöndunum ţađ, en ţeir höfđu heldur ekki séđ nálhús sem var međ ţessu lagi og töldu gripinn "austrćnan".

Nálhús

Nálhúsiđ séđ frá enda ţess. Ljósm. VÖV.

Er gripurinn var kominn í hús, fór innihaldiđ í nálhúsinu ađ ţorna, og losnađi ţađ ađ lokum úr nálhúsinu. Ţetta voru einhvers konar trefjar. Ég fór međ ţćr til Danmerkur, ţar sem ţćr voru greindar af dr. Jesper Trier forstöđumanni forvörslustofu Forhistorisk Museum Moesgĺrd í Árósum, sem var á sama stađ og fornleifadeildin viđ háskólann í Árósum, ţar sem ég nam frćđin. Jesper Trier sem er "fiberolog" og hafđi sérhćft sig í alls kyns tćgjum og taugum í egypskum fornleifum, var ekki í miklum vafa ţegar hann brá ögn af hárinu undir smásjána. Ţetta voru samankuđluđ hrosshár, sem ugglaust er ekki mikiđ öđruvísi en hrosshár af hesti Faraós.

Hrosshár úr nálhúsi

Hrosshárin í nálhúsinu. Ljósm. VÖV.

Hrosshárum hefur líklega veriđ trođiđ inn í rör nálhússins, sem var opiđ í báđa enda, og ţađ gegnt ţví hlutverki ađ halda nálunum í skorđum. Ekki veit ég hvort hrosshár séu betri til ţess arna en t.d. ull, en hver veit?

Aldursgreining á birkikolum og beinum úr gólflagi ţví sem nálhúsiđ fann hefur sýnt, ađ gólfiđ og húsiđ sé frá 11. öld. Sjá t.d. hér.

Ég tel ađ nálhúsiđ á frá Stöng geti allt eins veriđ íslensk smíđ. Á Stöng var smiđja á 10 öld, ţar sem menn unnu međ kopar og á nálhúsinu er skreyti Ţjórsárdals, sem er hringur međ punti í miđjunni, svokallađir "Circle-dot" eđa "konsentrískir hringir", sem reyndar er líka mög algengt skreyti um allan heim. En í Ţjórsárdal eru flestir gripir međ skreyti einmitt međ ţetta einfalda, alţjóđlega "mynstur".

Nálhúsiđ hefur fariđ á sýningar í 4. löndum og talađ hefur veriđ um ađ framleiđa eftirlíkingar af ţví til sölu, og ţćtti mér ţađ í lagi ef einhver hluti gróđans af slíku framtaki, sama hvađ lítill hann yrđi, fćri á einhvern hátt í áframhaldandi rannsóknir á Stöng í Ţjórsárdal, sem mér hefur reynst erfitt ađ fjármagna.

Nálhúsiđ er nú til sýnis á Ţjóđminjasafni Íslands í hinu kjánalega „Ţjórsárdalsbúri", sem er glerkassi hálffullur af vikri sem eitthvert hönnuđargrey hefur flippađ út međ í föstu sýningu safnsins. Kassinn á ađ gefa tilfinningu af eldvirkni og eyđingu byggđar. Eldvirkni, ein og sér, eyddi reyndar ekki búsetu á Stöng eđa byggđ í Ţjórsárdal, svo kassinn er út í hött. Einnig er bagalegt, ađ vart er hćgt ađ sjá gripina frá Ţjórsárdal vegna ţess ađ of dimmt er í ţessum eldakassa Ţjóđminjasafnsins, sem verđur líklega ađ teljast eitt kjánalegast gimmick safnasögu Íslands. Vikurinn, sem notađur er í ţennan undrakassa, er ekki eini sinni vikurinn úr Heklugosinu 1104, sem um tíma var taliđ ađ hefđi grandađ byggđ í dalnum. Nú hafa fornvistfrćđingar og jarđfrćđingar einnig gert sér grein fyrir ţví, ađ Ţjórsárdalur lagđist fyrst í eyđi á 13. öld.

Ítarefni

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson (1989). Stöng og Ţjórsárdalur-bosćttelsens ophřr. Í Bojsen Chris­tensen K. M. og Vilhjálmsson, V.Ö. (eds.) hikuin 15, 75-102. English summary.

Sami (1992) Fćrsla um grip númer 590 b í sýningarskránni Viking og Hvidekrist. Norden og Europa800-1200 (From Viking to Crusader; Wikinger, Waräger, Normannen; Les Vikings... Les Scandinaves et l'Europe800-1200) fyrir sýninguna Viking og Hvidekrist, sem var sett upp á Ţjóđminjasafni Dana áriđ 1992 (sýningin var einnig í Paris - Berlín - Kaupmannahöfn 1992-93). Nordic Council of Ministers in collaboration with The Council of Europe; The 22nd Council of Europe Exhibition 1993.

Sami (1994) "Nálhús frá Stöng í Ţjórsárdal. Í Á. Björnsson (red.). Gersemar og ţarfaţing. Úr 130 ára sögu Ţjóđminjasafns Íslands. Ţjóđminjasafn Íslands, Hiđ íslenska Bókmenntafélag. Reykjavík 1994.


5. getraun Fornleifs

Getraun

Fornleifur spyr eins og sauđur ađ fornum siđ: Hvaeretta á myndinni?

Veit hann ţađ vel sjálfur, enda er leikurinn til ţess gerđur, ađ allir nema fornleifafrćđingar svari. Fornleifafrćđingar geta bara etiđ ţađ sem úti frýs.

Vissuđ ţiđ, ađ hvergi í heiminum eru hlutfallslega til eins margir fornleifafrćđingar eins og á Íslandi? Sú spurning er ekki hluti af getrauninni, en frekar spurning um raunalegt ástand, sem veldur ţví nú ađ ţessi miklu fjöldi ágćtu fornleifafrćđinga mótmćlir nýjum og illa hugsuđum Ţjóđminjalögum sem greinilega voru ekki skrifuđ af fornleifafrćđingum. En var nú viturlegt ađ stofna fornleifafrćđideild viđ Háskóla Íslands til ađ ala á heimalningshćtti, skyldleikarćkt og atvinnuleysi í greininni, ţar sem frćđimennska er enn af skornum skammti, en stórtćk garđyrkja, óhemjuleg skurđagerđ međ tilheyrandi yfirlýsingagleđi ţví mun algengari? Ef ţiđ hafđi skođanir á ţví, lát heyra. En hér skal venjulegu fólki međ áhuga á miklum aldri fyrst og fremst svara eftirfarandi spurningum

  • A) Hvađ er ţađ sem á myndinni sést?
  • B) Hvar fannst ţađ?
  • C) Í hverju fannst ţađ?
  • D) Hvađ var hlutverk ţess?

Skálholtsskemmdarverkiđ

Fornleifavernd Amen

Í mikilli langloku um Ţorláksbúđ á Vísis.is, lýsir Bjarni Faust Einarsson kollega minn yfir skođun sinni á Ţorláksbúđ hinni nýju. Enginn ţarf ađ vađa í villu um, ađ flestir fornleifafrćđingar á Íslandi, sem bera virđingu fyrir frćđunum sínum, líst illa á Ţorláksbúđ. Ţađ á svo sannarlega viđ um Bjarna Einarsson, ţó hann tjái sig seint um máliđ og ţekki greinilega ekki alla enda ţess. Ekki hafa nú samt margir fornleifafrćđingar, ađrir en viđ Bjarni, lýst skođun okkar opinberlega, nema ef vera skyldi Ţjóđminjavörđur. Hinir eru auđvitađ allir lafhrćddir viđ vald Fornleifaverndar Ríkisins, sem er hin eini sanni sökudólgur, ţví Fornleifavernd gaf leyfi til ađ viđundriđ í Skálholti yrđi byggt.

Bjarni Einarsson

Í grein Bjarna á visir.is er greint frá fundi sem Fornleifavernd Ríkisins bođađi til í ársbyrjun 2012. Ţann fund skrifađi ég um og hvatti menn til ađ fjölmenna á hann. Ţá skrifađi ég mikiđ um Ţorláksbúđ og sýndi fram á hver tók ákvörđunina um bygginguna og hvar ábyrgđin lćgi. Hún liggur algjörlega hjá Fornleifavernd ríkisins. Ţađ hefur Menntamálaráđuneytiđ stađfest. Ég sendi ráđuneytinu fyrirspurn (sjá hér), henni var svarađ á ţennan hátt.

Bjarni (sjá mynd) greinir frá ţví ađ starfsmenn Fornleifaverndar Ríkisins hafi á fundinum ekki litiđ svo á ađ Ţorláksbúđ vćri tilgátuhús, heldur eins konar skýli líkt og skýli ţađ sem reist var á Stöng í Ţjórsárdal áriđ 1957. Sú upplýsing stangst svo um munar á viđ ţćr upplýsingar sem fornminjavörđur Suđurlands gaf viđ leyfisveitinguna. Uggi Ćvarsson, skrifar ekkert slíkt í leyfisveitingu sinni eftir ađ hann hafđi  greinilega fengiđ skipun frá yfirmanni sínum Kristínu Sigurđardóttur um hvađ hann ćtti ađ gera. Sjá einnig hér. Ţetta sýnir greinilega, ađ fyrir utan ađ vera ekki starfi sínu vaxnir, ţá ţekkja starfsmenn Fornleifaverndar ekki sögu minjaverndar sem skyldi.

Skýliđ sem reist var yfir Stöng áriđ 1957 er allt annars eđlis en smekkleysan í Skálholti. Ţađ var m.a. reist fyrir tilstuđlan dr. Kristjáns Eldjárns yfir rústir sem voru rannsakađar ađ hluta til (Ţótt sumir teldu ţćr fullrannsakađa); til ađ koma í veg fyrir algjöra eyđileggingu ţeirra. Ţorláksbúđ er hins vegar eyđilegging, sögufölsun úr gerviefnum, tímaskekkja, eyđsla á almannafé og smekkleysa í einni og sömu byggingunni. Hún er bautasteinn yfir póltíska spillingu og andlegan vanmátt íslenskrar minjavörslu.

Miđađ viđ ţann óskunda sem Fornleifavernd Ríkisins hefur haft í frammi varđandi Stöng sjá hér, hér og hér, ţá ćtti sú stofnun ađ hafa hćgt um sig ađ nota skýliđ á Stöng til ađ afsaka sig út úr fyrirbćrinu viđ kirkjumúrinn í Skálholti. Ţetta er ein lélegasta afsökun sem komiđ hefur frá Fornleifavernd Ríkisins.

Kjarni málslins er sá, ađ Ţorláksbúđ var reist í trássi viđ skýr ákvćđi í lögum, en međ leyfi frá Fornleifaverndar Ríkisins, sem á ađ fylgja ţeim lögum en ekki ađ brjóta ţau.

Ţorláksbúđ er ólögleg framkvćmd og hana ţarf ađ fjarlćgja, samkvćmt lögum og í leiđinni yfirmann fornminjavörslunnar sem einn bar ábyrgđ á ţessu ömurlega lögbroti.

Sjá einnig fćrslu hér í dag um spillinguna í fornleifavörslunni á síđasta áratug 20. aldar. Össur Skarphéđinsson umhverfisráđherra hringdi í Ţjóđminjavörđ og Náttúrvernd Ríkisins til ađ ţjösna í gegn sumarbústađ lyfsala nokkurs. Bústađurinn var reistur ólöglega í Berufirđi á Barđaströnd.


Fiat Lux - 4. hluti

Hvammshjálmur NM

Gotneskir ljósahjálmar, eđa öllu heldur ljósahjálmar í gotneskum stíl, eru ekki einvörđungu áhugaverđir gripir fyrir listfrćđinga eđa David Hockney sem getur ekki teiknađ ţá eins vel og van Eyck. Fyrir fornleifafrćđinga eru ţessir gripir mjög mikilvćg heimild. Brot úr hjálmum og ljósahöldum frá 15. öld hafa meira ađ segja fundist í jörđu á Íslandi.

Selárdalshjálmurinn, sem hangir í geymslu á Ţjóđminjasafninu, og var,  ţegar ég vissi síđast til, ekki enn búinn ađ fá safnnúmer, er fegurstur ţeirra hjálma sem eru upprunnir úr Niđurlöndum og eru enn til. Hann er "listfrćđilegt viđundur", einstakur forngripur sem fyrir heppni varđveittist á hjara veraldar međan allir ađrir af sömu gerđ hurfu fyrir duttlunga tískustrauma og hirđuleysis. 

Ađrir heilir ljósahjálmar međ sex eđa 9 liljum (örmum) hafa varđveist á Ísland. Reyndar hefur tveimur ţeirra veriđ „rćnt" af Dönum og eru nú á Ţjóđminjasafninu (Nationalmuseet) í Kaupmannahöfn. Síđast en ekki síst eru á Íslandi til margar ritađar heimildir til um hjálmana og ljósastikur og í bronsi og messing í kirkjum. Máldagar kirkna eru allgóđ heimild um fjölda slíkra hjálma á Íslandi.

Ađrir hjálmar í gotneskum stíl á Íslandi

Hjálmurinn á efstu mynd liggur í geymslu Ţjóđminjasafns Dana.  Hann ber safnnúmeriđ NM D 8073. Hann er frá fyrri hluta 15. aldar og er skráđur úr Hvammur kirke á Íslandi, sem er líklega Hvammskirkja í Dölum (Hvammssveit). Danski sjóliđsforinginn Daniel Bruun sem skrifađi mikilvćgar lýsingar um Ísland keypti hjálminn og gaf á danska Ţjóđminjasafniđ.

KronefraSydisland b

Ţennan hjálm er einnig ađ finna á Ţjóđminjasafni Dana, hann hefur fengiđ safnnúmeriđ NM D 1025 a og var skráđur inn í safniđ áriđ 1876. Ég man ekki eftir ţví ađ hafa séđ hann í nýlegri miđaldasýningu safnsins. Hann mun hafa komiđ úr kirkju á suđurhluta Íslands. Ţessi glćsilegi hjálmur er frá miđri 15. öld og gćti veriđ ţýskur frekar en niđurlenskur. María stendur efst međ Jesúsbarniđ og geislar af ţeim. Ljóniđ á öđrum ljósahjálmum er reyndar annađ tákn fyrir konunginn Krist sem notađ var á síđmiđöldum og ljóniđ gat líka táknađ kristna trú.

 Hvammskirkja í Hvammssveit 4528 b

Ţennan Ljónahjálm er ađ finna í Ţjóđminjasafni og er frá Hvammi í Hvammssveit og hefur fengiđ safnnúmeriđ Ţjms. 4528. Ljósahöldin, pípurnar og skálarnar eru um 100 árum yngri en stofninn. Greinilegt er ţví ađ gert hefur veriđ viđ hjálminn á 16. öld.

Vídalínhjálmurb

Ţessi glćsilegi litli ljónahjálmur er einnig vel geymdur á Ţjóđminjasafni Íslands og er verkiđ i honum náskylt verkinu í hjálminum í Selárdal. (Ţjms. Vídalínssafn, V 138). Ekki er vitađ úr hvađa kirkju hann hefur komiđ.

Hjálmar sem illa fór fyrir

Áriđ 1913 var lítill ljónahjálmur í kirkjunni í Skálmarnesmúla í Barđastrandarprófastdćmi samkvćmt kirkjugripaskrá Matthíasar Ţórđarsonar:

Hjálmur lítill úr kopar međ 6 ljósaliljum litlum og ljónsmynd efst; hann er forn eins og staki stjakinn og kertakragarnir mjög líkir, en ljósapípurnar eru gegnskornar. 

Ţetta sýnir okkur, ađ gotnesku hjálmarnir voru víđar til á Vestfjörđum en í Selárdal. Hjálmurinn, sem lýst var í Skálmarnesmúlakirkju af Matthíasi er nú, 100 árum síđar, ekki lengur í kirkjunni. Áriđ 1979 sá Ţór Magnússon fyrrv. ţjóđminjavörđur ljósapípur međ krönsum í gotneskum stíl af "ljósahjálmi eđa ljósastjaka" í eigu Hrafnhildar Bergsteinsdóttur (Skúladóttur frá Skáleyjum). Ţađ gćtu eins hafa veriđ ljósapípur af stjaka sem einnig voru i kirkjunni áriđ 1913. Hrafnhildur á enn ţessa ljósaskálar og notar ţá sem kertastjaka. Hrafnhildur greindi mér frá ţví (26.3.2012), ađ um 1930, ţegar foreldrar hennar, Bergsveinn Skúlason og Ingveldur Jóhannesdóttir, hófu búskap í Múla, hafi móđir hennar fundiđ ţessa hluti liggjandi á öskuhaugnum í Múla. Víst má telja, ađ menn hafi kastađ brotnum ljósahjálmi á hauginn, eftir ađ hann hefur eyđilagst í stormi sem braut kirkjuna á 3. tug 20. aldar. [Von er á mynd af gripunum]

saurbljos
Ljósahjálmur í Saurbć á Rauđasandi, lagfćrđur eftir hremmingar. Ljósmynd Ari Ívarsson. 

 Veđur eru sannarlega oft váleg fyrir vestan. Í aftakaveđri ţann 31. janúar 1966 fauk kirkjan á Saurbć á Barđaströnd. Margt merkra gripa var ţar í kirkjunni og bjargađist flest úr brakinu nema koparhjálmur frá 19. öld sem eyđilagđist. Einnig var í kirkjunni fallegur hjálmur frá fyrri hluta 16. aldar, sem Matthías Ţórđarson lýsti í kirkjugripaskrá sinni er hann skrifađi í hana viđ heimsókn sína á Saurbć ţann 28. júlí 1913. Ţegar átti ađ fara ađ endurreisa Reykhólakirkju ţá eldri á Saurbć tók smiđur nokkur sem annađist ţađ verk eldri hjálminn sem var í kirkjunni og fór međ hann til Reykjavíkur. Ţetta var hjálmur međ tvíhöfđa erni efst á stofninum og ljónstrýni neđst (sjá mynd). Hjálmurinn var um tíma talinn glatađur og smiđurinn, sem ekki hafđi sinnt starfi sínu sem skyldi hafđi veriđ sagt upp. Síđar fannst stofn hjálmsins í íbúđ í Reykjavík, ţar sem kirkjusmiđurinn hafđi búiđ um tíma, en á vantađi nú lljur, skálar og pípur og vissi enginn hvar ţćr voru niđur komnar. Fyrir tilstuđlan Harđar Ágústssonar listmálara sem sá um kirkjuflutninginn var gert viđ hjálminn og nýir hlutar steypti í hjálminn sem Ari Ívarsson gekk síđar frá og setti saman.  

Ari Ívarsson frćđaţulur á Patreksfirđi segir mér (26.3.2012), ađ hann myndi vel eftir hjálmunum ţegar hann var ađ alast upp. Hann telur ađ hjálmurinn hafi fengiđ ranga gerđ ađ liljum ţegar hann var "endurreistur". Verđur sá sérfrćđingur sem ţetta skrifar ađ lýsa sig samţykkan ţeirri skođun, enda hefur Ari liíklega oft starađ á hjálminn ţegar hann sótti ţarna kirkju sem ungur drengur.

Jarđfundin brot og lausafundir af hjálmum eđa ljósastikum frá 15. öld á Íslandi

Fáein brot úr ljósahjálmum og ljósastikum úr messing, lausafundir og jarđfundnir, eru varđveittir í söfnum. Fyrir utan tvo hluta úr stofni úr hjálmi, sem hugsanlega hefur hangiđ í bćnahúsi í Núpakoti undir Eyjafjöllum, og sem nú er varđveittur af Ţórđi Tómassyni í Skógum, eru nokkrir fundir varđveittir í Ţjóđminjasafni Íslands. Miđađ viđ fjölda nefndra ljósahjálma sem nefndir eru í Íslenzku Fornbréfasafni kemur ţetta ekki á óvart og ekki myndi ţađ furđa mig ef fleiri brot og leifar af messingljósfćrum hafi fundist á Íslandi á síđari árum án ţess ađ ég hafi heyrt af ţví. Mega ţeir sem fundiđ hafa slíkt, fornleifafrćđingar sem og ađrir, gjarna hafa samband viđ Fornleif og gefa honum allar nauđsynlegar upplýsingar.

StóruBorg b

1) Kertapípa frá Stóruborg undir Eyjafjöllum. Ljósm. Gísli Gestsson 1981. Safnnúmer ekki ţekkt.

Armur Ţjms. 385

2) Jarđfundinn armur úr ljósahjálmi međ gotnesku lagi, mjög litlum. Ţjms. 385

3) Ţjms. 2465. Kertispípa međ tilheyrandi skál af ljósahjálmi frá Breiđabólsstađar kirkju í Fljótshlíđ. Kom á safniđ áriđ 1883.

4) Ţjms. 5420. Ljónsmynd, steypt úr kopar, situr og hefur róuna[sic] upp á bakiđ; holt innan og hefur teinn gengiđ upp í genum ţađ; Ţađ er vafalaust af ljósahjálmi.

5) Ţjms. 6074. Kertiskragi úr koparhjálmi međ gotnesku lagi. ... Fundinn s.á. (1910) í moldarbarđi skamt frá Lágafelli, um 3 fađma í jörđu.

6) Ţjms. 5311. Kringlóttur hlutur úr kopar, steyptur.... Óvíst er af eđa úr hverju ţessi hlutur er, mćtti ćtla ađ hann vćri af kertastjaka eđa kertahjálmi. Páll Jóhannesson í Fornhaga afhenti safninu

7) Fundur 1. (9.7.1981) viđ fornleifarannsókn Ţjóđminjasafns undir stjórn Guđmunds Ólafssonar í Skarđskirkju á Skarđsströnd áriđ 1981. Á Skarđi var rannsökuđ gröf sem hafđi komiđ fram viđ framkvćmdir undir yngstu timburkirkjunni á stađnum. Međal funda var ljósaskál úr gotneskum hjálmi eđa tvíarma ljósastiku. Guđmundi Ólafssyni fornleifafrćđingi á Ţjóđminjasafni Íslands ţakka ég fyrir upplýsingar um fundinn og teikningu.

Skarđ
Ţessa teikningu gerđi Ţorvaldur Friđriksson fornleifafrćđingur og fréttamađur í fundaskrá áriđ 1981, og slćr hann nćrri Leonardo gamla viđ í drátthagleik.

 

Heimildir: Mikiđ af ţeirri rannsóknarvinnu sem fór í ţessar blogggreinar um ljósahjálminn frá Selárdal og ađra gotneska ljóshjálma á Íslandi, var unnir fyrir langalöngu. Mikiđ af ţví sem hér stendur birtist upphafleg í heimildarritgerđ í miđaldafornleifafrćđi viđ háskólann í Árósum voriđ 1983. Bar ritgerđin heitiđ Metallysekroner i senmiddelalderen (prřve e). Notast var viđ um 40 greinar og bćkur um efniđ.

Fimmti og síđasti hluti nćst


Fiat lux

Selárdalur Ljósmynd Ţjóđminjasafn Íslands

 

Ţann 15. ágúst áriđ 1960 var hr. Sigurbjörn Einarsson biskup Íslands staddur í Arnarfirđi ađ vísitera Selárdalskirkju. Vísitasían hófst međ guđsţjónustu kl. 2 eftir hádegi og ţjónađi sóknarpresturinn Jón Kr. Ísfeld fyrir altari. Biskup stóđ einnig viđ altari eftir predikun, en frú Magnea Ţorkelsdóttir biskupsfrú lék listilega á orgeliđ. Mikil helgi var yfir stađnum ţennan dag.

Í vísitasíugjörđinni frá 1960 er nefnt ađ kirkjan sé 99 ára gömul og í ríkiseign. Ţar stendur m.a., og skal lesiđ međ framburđi Sigurbjörns biskups:

"hefur kirkjueigandi algjörlega vanrćkt allt viđhald á henni, enda er hún stórlega skemmd af fúa, og í yfirvofandi hćttu af veđrum. Vćri ţađ mikiđ og lítt bćtanlegt tjón, ef kirkjan félli, eđa fyki, ţví ađ hún verđur ađ teljast merkilegt hús og auk ţess geymir hún marga og merka muni."

Viti menn, heimsókn biskups hefur líklega haft sitt ađ segja, ţví gert var viđ kirkjuna áriđ 1961, og mćtti ef til vill kalla ţá viđgerđ ćrlega endurbyggingu. Selárdalsprestakall hafđi reyndar ţegar veriđ lagt niđur áriđ 1907 og Selárdalssókn lögđ til Bíldudalsprestakalls. En nú er svo komiđ ađ kirkjan hefur veriđ afhelguđ og um tíma var rćtt um ađ rífa hana, sem auđvitađ kemur ekki til greina ţar sem hún er friđuđ.

Selárdalskirkja er enn ekki fokin og hefur Átthafafélagiđ Skjöldur áform um ađ fćra ţar hluti til betri vegar, enda var ţetta ađ fornu ein ríkasti kirkjustađur á Íslandi.

Myndin efst er tekin í Selárdalskirkju áriđ 1913 og ţá voru enn í kirkjunni ýmsir góđir gripir frá fyrri öldum sem sýndu ađ ţessi kirkja hafđi veriđ rík. Í loftinu hékk "ljósahjálmur góđur" samkvćmt vísitasíu biskups.

Vart er til betri kirkjugripur frá miđöldum Íslands en ţessi ljóshjálmur.

Ljón Selárdalur Copyright Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Ljósm. VÖV (1996)

 

Ljósahjálmurinn í Selárdalskirkju

Fyrsti mađurinn sem gerđi sér grein fyrir hina mikla menningarlegu verđmćti ljósahjálmsins í Selárdal var Matthías Ţórđarson ţjóđminjavörđur. Hann kom í Selárdalskirkju áriđ 1913 og sá hvađ ţar hékk neđan úr neđan úr loftţiljum og tók ljósmyndir. Hann ritađi 28. júlí 1913:

"... Ljósahjálmur stór og veglegur og forn, í gotn. stýl, allur úr kopar; 6 armar í neđra kransi en 3 í efra; nokkuđ brotnir og gallađir. Ljón situr á legg efst og vargstrjóna stendur niđur úr neđst. .."

Matthías lýsti hjálminum í kirknaskrá sinni (sem varđveitt er á Ţjóđminjasafni Íslands) og teiknađi m.a. útlínur arma hjálmsins (sjá mynd neđar). Matthías kunni sína kirkjulist betur en flestir og vissi hvađ hann vildi fá á Ţjóđminjasafniđ. Hann skrifađi enn fremur:

"Hjálmur ţessi er mjög gamall og merkilegur og ćtti ađ sjálfsögđu ađ ganga til Ţjms. sem fyrst.  Áriđ 1915 skrifar hann á spássíu: "Bođnar 100 kr. (eđa annar hjálmur ) í bréfi 10.III.'15. Bođinn nýl. Myrkárhjálmurinn og 50 kr. ađ auki 17.IX.1915."

MŢ síđa
 
Úr kirkjugripaskrá Matthíasar Ţórđarsonar (1913) sem varđveitt er á Ţjóđminjasafni Íslands. Útlínur eins af stóru örmum ljósahjálmsins frá 15. öld er teiknađur inn.

 

Allt kom fyrir ekki. Heimamenn vildu ekki selja Ţjóđminjasafninu hjálminn, enda var hann tćknilega séđ ekki í eigu ţeirra, og ţar viđ sat, eđa ţangađ til ađ Hjörleifur Stefánsson arkitekt gerđi ţađ gustukaverk ađ taka hjálminn traustataki og fara međ hann suđur í Ţjóđminjasafn. Ţađ var á síđasta tug 20. aldar og er hjálmurinn ţar enn í geymslu engum til ánćgju, ţví hann er ekki hafđur til sýnis, ţótt hann sé merkilegasti og veglegasti ljósgjafi úr kirkju á Íslandi frá miđöldum, og ţótt víđar vćri leitađ.

Áframhald um Selárdalshjálminn á nćstu dögum

Fiat Lux - 2. hluti


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband