Fćrsluflokkur: Leirker

Lagt á borđiđ: Fajansi en ekki postulín

885720.jpg

Nćstu mánuđina mun ég vinna ađ rannsóknum á rituđum heimildum varđandi umsvif Hollendinga viđ og á Íslandi á 17. og 18. öld. Ţađ er nú starfi minn í verkefninu Allen die willen naar Island gaan undir yfirstjórn dr. Ragnars Edvardssonar og er verkefniđ rausnarlega styrkt af RANNÍS (Lesiđ vinsamlegast hér um titil verkefnisins).

Oftast voru Hollendingar viđ landiđ í leyfisleysi og trássi viđ einokun Danakonungs á Íslandsverslun og siglinum. En hćgt er ađ líta á máliđ frá öđru sjónarhorni. Hollendingar fylltu ađ vissu marki upp í ţađ tómarúm í verslun og siglingum til landsins sem Danir mynduđu, ţví konungsverslun stóđ ekki undir nafni. Danskir kóngar voru of uppteknir ađ byggja nýjar hallir og herja á Svía, svo ţeir gleymdu Íslendingum ađ mestu, nema ţegar klögubréf og barningur bárust frá agentum konungs (stórbćndum) á Íslandi. Íslendingar voru á tímabili njög afskiptir og nauđsynjavarningur barst ekki nógu vel til landsins og landsmenn sátu uppi međ fisk sem ekki seldist gengum Íslandsverslun Dana. Verslun, hvalveiđar og fiskveiđar Hollendinga voru ţví einungis til gagns og góđs fyrir Íslendinga.

Fyrri hluta sumars kafađi írskur fornleifafrćđingur sem býr á Íslandi, sem vinnur doktorsverkefni undir einum af ţátttakanda verkefnisins Allen die willen naar Island gaan, niđur á flak hollenska skipsins de Melkmeyt í Flateyjarhöfn. Hollenskur fornleifafrćđingur, Nina Jaspers, sem ég hef haft samstarf viđ og skrifađ um leirker úr flaki de Melckmeyts (sjá hérhér og hér í tímaritinu Skalk 6: 2013), mun á nćsta ári međ ađstođ minni vinna ađ rannsóknum á lausafundum úr flaki de Melckmeyt. Ég hef áđur flokkađ ţá gróflega (sjá hér). Hugsanlega mun flak skipsins einnig verđa rannsakađ frekar í verkefninu Allen die willen naar Island gaan.

Mér til mikillar furđu sýndu frétt Morgunblađsins fyrr í sumar af köfun írska doktorsnemans Kevins Martin viđ HÍ ákveđna vanţekkingu á ţví sem hann gaf sér fyrir hendur, m.a. segist hann hafa fundiđ "handmálađ postulín" í flakinu og birti mynd af ţví máli sínu til stuđnings.

hus_a_diski_flatey_v_v.jpg

Fajansadiskur sem fannst áriđ 1993 í flaki de Melckmeyt í Flateyjarhöfn. (Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson). Efst er diskur sem fannst nú í sumar (ljósm. Kevin Martin).

Postulín hefur ekki fundist í flaki Melkmeyt heldur mest megnis fajansi, og er ţar mikill munur á sem fornleifafrćđingar verđa ađ ţekkja - en ţađ gera greinilega ekki allir. Brot ţađ sem Kevin Martin synti međ upp á yfirborđiđ í Flateyjarhöfn, og sem hann kinnrođalaust kallađi postulín, er brot af fajansadisk hollenskum.

Hefur annar, álíka diskur, en ţó ekki alveg eins, međ nákvćmlega sömu handmáluđu myndinni fundist áđur í flakinu. Sennilegt er ađ báđir diskarnir séu frá sama leirkeraverkstćđi á Hollandi.

Ţetta hefđi írski doktorsneminn átt ađ vita og hefđi getađ lesiđ um hér á blogginu. Á Fornleifi er hćgt ađ frćđast, og er háskólastúdentum ţađ einnig velkomiđ, svo ţeir ţurfi ekki ađ leika ţann ljóta leik sem margir kennarar í fornleifafrćđi í HÍ leika: ađ sniđganga niđurstöđur annarra.

Ţessi fyrrnefndi ruglingur minnir mig á ţann dag er stórt brot af fajansafati barst úr flaki de Melkmeyt suđur á Ţjóđminjasafn Íslands. Ţetta var sumariđ 1992 og fastgrónir starfsmenn safnsins voru ranglega og af rómađri vanţekkingu búnir ađ fullvissa settan Ţjóđminjavörđ Guđmund Magnússon um ađ diskurinn vćri frá 18. öld. Ég átti erindi á safniđ vegna rannsókna minna og sýndi Guđmundir mér diskinn. Sagđi ég kokhraustur og fullviss, ađ hann vćri frá 17. öld og gćti ţví vel veriđ úr flaki de Melckmeyts, en skipiđ sökk áriđ 1659. Ţetta ţótti Guđmundi vitaskuld stórfurđulegt, ađ sérfrćđingar safnsins gćtu veriđ svo ósammála. Hann gaf mér 20 mínútur ađ rökstyđja mál mitt áđur en fjölmiđlamenn kćmu í safnhúsiđ. Ég skaust upp á bókasafniđ og náđi í ţrjár bćkur máli mínu til stuđnings og bjargađi heiđri Ţjóđminjasafnsins ţann dag.

Ţađ hefđi ekki veriđ efnilegt ef ţjóđminjavörđur hefđi flaskađ á heilli öld, en ţađ hefđi ţó ekki veriđ eins alvarlegt og ađ kalla fajansa postulín eins og gert er í Háskóla Íslands.

brot_flatey_vilhjalmur_rn_vilhjalmsson.jpg

Fajansabrot frá Hollandi og Frakklandi sem fundist hafa í flaki de Melckmeyt í Flatey. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.


mbl.is Mjaltastúlkan sem fórst viđ Flatey
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lesiđ ţiđ hollensku?

vind.jpg

Ţá er hér smá lesning handa ykkur. Grein mín De man achter de Melckmeyt (Mađurinn á bak viđ Mjaltastúlkuna) um Jonas Trellund, danska kaupmanninn sem gerđi út Mjaltastúlkuna, de Melckmeyt, sem fórst viđ Flatey áriđ 1659 og merkar niđurstöđur rannsókna á flaki de Melckmeyt kom um daginn út í hinu vandađa tímariti VIND (úttalast find) í Hollandi. Fyrr hafđi greinin birst í danska tímaritinu SKALK, sem er líklegast auđveldari til skilnings.

Ég hef um árabil reynt ađ finna fjármagn til rannsókna minna á leirtaui (fajansa) sem fannst í flaki de Melckmeyt, en ţađ hefur enn ekki tekist. Nú síđast sótti ég um rannsóknarstöđu á Ţjóđminjasafni til ţess verkefnis og annars, en stađan var veitt starfsmanni safnsins til ađ ljúka rannsóknum annars starfsmanns safnsins en löngu látins.

Ég skrifađi einnig nýlega lítilrćđi um mikilvćgi fundanna í de Melckmeyt međ hollenska fornleifafrćđingnum Ninu Jaspers í stóra og ţunga sýningarskrá upp á 400 síđur, sem gefin var út í tengslum viđ sýningu sem er nýlokiđ á Gemeentemuseum í den Haag í Hollandi (sjá hér).

Ţess ber ađ geta, ţví ekki skrifađi ég um ţađ á hollensku, ađ ţegar fyrsti diskurinn úr de Melckmeyt kom á Ţjóđminjasafniđ var Guđmundur Magnússon, ţáverandi settur ţjóđminjavörđur, nćrri ţví búinn ađ lýsa ţví yfir í fjölmiđlum ađ hann vćri frá 19. öld. Íslenskur fornleifafrćđingur búsettur á Englandi og fornleifafrćđingur safnsins, sem á ţeim árum kallađi sig á "Rigsarkeolog" á Norđurlöndunum (ţó hann vćri ekki međ fullgilda menntun í fornleifafrćđi),  reyndu ađ telja Guđmundi Magnússyni trú um ţessa skođun sína og vanţekkingu. Ég kom fyrir tilviljun á safniđ er ţetta gerđist og bar Guđmundur aldur disksins undir mig og sagđi ég honum ađra sögu. Hann varđ forviđa á ţessum mun á skođun sérfrćđinganna og bađ mig ađ sannfćra sig. Ég náđi ţá í nokkrar bćkur á bókasafni Ţjóđminjasafnsins og bjargađi ţjóđminjaverđi frá ađ láta starfsmenn safnsins gera sig ađ fífli.

man_achter_de_melckmeyt.jpg

Hvít jól

Witte Delft 

Flestir kannast viđ fyrirbćriđ Delft-keramík (Delft ware), sem er nafn sem hinn enskumćlandi heimur hefur gefiđ öllu leirtaui (fajansa) sem er blátt og hvítt, sama hvort ţađ kemur frá bćnum Delft eđur ei. Delft var ţó langt frá ţví ađ vera eini bćrinn í Hollandi ţar sem hin blámálađa og hvíta keramík var framleidd.

Bláhvítur fajansi var ţegar á fyrri hluta 17. aldar framleiddur í Hollandi. Hin mikla fjöldaframleiđsla á bláum og hvítum fajansa sem hófst í Hollandi upp úr 1625, átti ađ hluta til uppruna sinn ađ rekja til innflutnings og áhrifa frá Norđur Ítalíu, Spáni og Portúgal í lok 16. aldar. Umfangsminni fajansaframleiđsla hófst ţó miklu fyrr í Hollandi. Í Hollandi hófu menn einnig á fyrri hluta 17. aldar ađ líkja eftir blámáluđu skreyti á kínversku postulíni, sem barst í ć vaxandi mćli til Niđurlanda međ austurförum hollenska austurindíska kompaníinu (VOC). Blámálađi, hvíti fajansinn í Hollandi var oft undir áhrifum af skreyti á kínversku postulíni, og stundum gerđist ţađ ađ hollenskar gerđir diska og skála bárust til Kína, ţar sem Kínverjar gerđu strax vandađri eftirmyndir af ţeim úr postulíni sem betur stćđir Hollendingar 17. aldarinnar sóttust mikiđ í.

Nú er í gangi sýning sem nýlega opnađi á Borgarsafninu í Haag (Gemeentemuseum den Haag). Ţađ er ekki blámálađri Delft vöru, heldur hvítri og rjómahvítri Delft-framleiđslu, sem er gert hátt undir höfđi á ţeirri sýningu. Sýningin ber heitiđ Delfts Wit, Het is niet alles blauw dat in Delft blinkt, á ensku White Delft, Not just blue sem á íslensku gćti útlagst Ekki er allt blátt sem í Delft blikar.

Í tengslum viđ sýninguna hefur veriđ gefin út mikil bók/sýningarskrá á hollensku og ensku, og svo vill til ađ ég er höfundur ađ efni í ţeirri bók sem er einstaklega vel hönnuđ. Ţađ er svo sem ekkert merkilegt sem ég hef til málanna ađ leggja en ég hef ritađ tvo litla innskotskafla í mjög merka grein ungs og efnilegs fornleifafrćđings Ninu Jaspers sem ritar um hvítan fajansa frá Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Portúgal sem hefur fundist í jörđu í Hollandi. Bókina er hćgt ađ kaupa hér. Hollendingar keyptu t.d. hvítan, franskan fajansa fram til 1659 er ţeir seldu t.d. íslenskan fisk í Frakklandi og keyptu ţar salt, sem m.a. var notađ til ađ salta íslenskan fisk. Nina Jaspers, sem rekur fyrirtćki í Amsterdam, leiddi mig í allan sannleika um uppruna sumra ţeirra brota sem fundust í flakinu á hollenska skipinu de Melckmeyt (Mjaltastúlkunni), sem sökk í Höfninni viđ Flatey áriđ 1659, og sem byrjađ var ađ rannsaka áriđ 1993.

44 white 3

Skál frá Spáni eđa Portúgal sem fannst í flaki de Melckmeyt áriđ 1993. Ljósmynd Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Ţegar ég fór međ nokkur brot úr de Melckmeyt til Hollands áriđ 1995 hélt einn af fremstu sérfrćđingum Hollands í keramík á ţeim tíma, Jan Baart, ţví fram ađ hvítu diskarnir úr de Melckmeyt vćri Ítölsk vara. Mjög áhugaverđar rannsóknir Ninu Jaspers hafa aftur á móti leitt í ljós, ađ brotin hvítu sem fundust á međal bláhvítra brota í Flateyjarhöfn sé frönsk, og eitt brotanna, sem er úr fínni grautarskál er líklega frá Spáni eđa Portúgal. Verslun međ fisk frá Íslandi í höndum Hollendinga náđiđ allt suđur til Kanaríeyja um miđja 17. öldina. Saltiđ var fengiđ á Spáni, í Portúgal og Frakklandi og fiskurinn sem allir vildu var m.a. sóttur til Íslands.

deMelkmeyt shards

Brot af ýmsum gerđum fajansa. Bylgjađa brotiđ lengst til vinstri í efri röđinni er af frönskum diski og kemur annađ hvort frá Rouen (Rúđuborg) eđa Nevers. Hinir diskarnir eru hollenskir og gćtu sumir ţeirra veriđ frá Delft eđa nálćgum bćjum. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Fyllilegri saga skipaskađans í Flatey áriđ 1659 og stćrra samhengi ţeirrar sögu reifa ég í grein sem nýlega kom út í síđasta tölublađi danska fornfrćđiritsins SKALK áriđ 2013, sem ber heitiđ Křbmand, Kaptajn og Helligmand sem hér má lesa. Í ţessari nýju grein er ađ finna upplýsingar sem ekki hafa áđur komiđ fram um leigjanda skipsins de Melckmeyt, Jonas Trellund, svo nú ţýđir ekkert annađ en ađ dusta rykiđ af dönskunni og lesa sér til fróđleiks. Jonas Trellund var danskur mađur sem snemma leitađi hamingjunnar í Hollandi, fćrđi síđan tengdafólki sínum mikil auđćfi, varđ síđar gjaldţrota í Kaupmannahöfn og endađa ćvina sem heilagur mađur í bćnum Husum í Suđur-Slésvík. Ţetta er spennandi Flateyjarsaga sem fer um alla Evrópu.

Ég stefni nú ađ ţví međ dr. Ragnari Edvardssyni, ađ halda áfram rannsóknum á de Melckmeyt i Flateyjarhöfn, og vonast til ađ sem flestir vilji styrkja ţćr rannsóknir, svo ekki sé talađ um Sigmund Davíđ og upprennandi fornleifadeild ráđuneytis hans. Sigmundur, fornir diskar og Gleđileg Jól... 

Sjá einnig Allen die willen naar Island gaan   og Frönsku tengslin


Allen die willen naar Island gaan

Ísland hefur lengi veriđ hugleikiđ erlendum mönnum. Fyrr á tímum sóttu ţeir í fiskinn og hvalinn kringum landiđ, og fáir eins mikiđ og lengi og Hollendingar. Ţeir voru oft meiri aufúsugestir en t.d. Englendingar sem gátu veriđ til vandrćđa og leiđinda. Hollendingar voru ef til vill nógu líkir Íslendingum til ađ koma í veg fyrir ađ verđa myrtir eins og Baskarnir sem voru brytjađir niđur af skyldleikarćktuđum stórmennum á Vestfjörđum.

Hollendingar stunduđu mikla verslun viđ Íslendinga sem kom sér oft vel fyrir Íslendinga, ţegar Danir, í sínum endalausu stríđum viđ Svía, höfđu ekki tíma eđa getu til ađ sinna ţeirri einokun sem ţeir komu á áriđ 1602.

Melckmeyt div b 

Um ţađ bil 30 kg. af leirkerum fundust viđ frumrannsókn á flaki hollenska kaupfarsins de Melckmeyt (Mjaltastúlkunnar), sem sökk viđ Hafnarhólma viđ Flatey á Breiđafirđi áriđ 1659. Breiđafjörđur kemur einmitt fyrir í hollenska ţjóđkvćđinu Allen die willen naar Island gaan. Hér má sjá brot A hollensks fajansadisk međ kínversku mynstri, B franskrar skálar međ bylgjuđum börmum frá Nevers eđa Rouen í Frakklandi, C portúgalskrar grautaskálar og D hollensks disks međ skjaldamerki . Nú eru fyrirhugađar nýjar rannsóknir á flakinu undir stjórn Ragnars Edvardssonar og Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar. Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Fálkaprins

Hingađ sóttu Hollendingar hina verđmćtu fálka, sem ađallinn í Evrópu sóttist mjög eftir til veiđa.

Íslendingar geta ţakkađ ţessum gestum af ýmsu ţjóđerni fyrir ađ vera ekki afdalafífl, ţótt einhverjir hafi nú ekki sloppiđ undan ţeim örlögum, t.d. ţeir sem vilja gefa landiđ og auđlindir hafsins stórsambandi gráđugra, hungrađra og skuldsettra menningaţjóđa í suđri. Hér áđur fyrr var ekki siđur greindra manna ađ gefa hinum ríku.

Sá guli, sem sungiđ er um í hinni gömlu niđurlensku ţjóđvísu (sem hugsanlega er frá 16. öld), sem ţiđ getiđ heyrt hér, og annađ silfur hafsins er enn í hávegum haft og Evrópuţjóđir nútímans eru tilbúnar ađ beita smáţjóđir bolabrögđum til ađ ná í fiskinn. 

Hér fylgir lausleg íslensk ţýđing á vísunni Allen die willen naar Island gaan og hér eđa hér má sjá textann á hollensku og hér nótur međ góđri útsetningu. Efst syngja spilamennirnir í hópnum Aija frá í Norđur-Hollenska, ţau heita Leo, Titia, Herman og Greetje. Neđst syngur frábćr kór ungra Flćmingja vísuna.

 

Allir vilja Íslands til

Í hinn gula ţorsk ađ ná,

og ađ fiska ţar af ţrá.

Til Íslands til Íslands,

Íslands til

eftir ţrjátíu og ţrjár ferđir

erum viđ enn ţá til.

 

Rennur upp tími sem líkar oss vel,

viđ dönsum af sálargleđi

og setjum ekkert ađ veđi.

En svo kemur, já svo kemur

ađ ţví ađ halda á haf,

ţá drjúpum viđ höfđi

áhyggjum af !

 

Ţegar vindur úr norđri ţýtur

höldum viđ á krár

og drekkum ţar af kćti.

Viđ drekkum ţar og drekkum ţar

í góđra vina böndum,

uns okkar síđasti eyrir

horfinn er úr höndum

 

Ţegar austanvindur blćs af landi

"vindurinn er á okkar bandi"

segir skipper glađur í bragđi

"og best er, já best er

jú allrabest er,

ađ beita fyrir hann ţvert

ţá á Ermasundi ţú ert."

 

Fram hjá Lizard point og Scilly eyju

og ţađan allt til höfđans Skćra [Claire höfđa á Írlandi]

Sá sem ekki ţekkir ţessa leiđ skal nú lćra,

ţví hér kemur, já hér kemur hann

stýrimađurinn okkar

sem gefur okkur stefnu rétta

beint á Ísland setta.

 

Hjá Rockall eyju viđ siglum svo

allt til Fuglaskerja [Geirfuglaskers],

eins og hver og einn mun ferja.

Og ţađan, já og ţađan

inn til Breiđafjarđar

ţar köstum viđ netum

á landi grćnu Njarđar.

 

Loks erum viđ Íslandsálum á

ţorskinn til ađ fanga,

og fiska ţar af ţrá.

Til Ísalands, Til Ísalands,

já Íslands ţađ,

eftir ţrjátíu og ţrjár ferđir

erum viđ ennţá ađ.


Brotakennd fornleifafrćđi í nýrri bók

Brot frá Gásum

Nýlega pantađi ég bókina Upp á yfirborđiđ: Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafrćđi, greinasafn sem einkafyrirtćkiđ Fornleifastofnun Íslands gaf út fyrr á ţessu ári. Höfundarnir eru margir og greinarnar í bókinni eru líka afar misjafnar. En eftir ađ hafa lesiđ bókina fćr mađur ţá tilfinningu, ađ ţeir sem ađ henni standa haldi, og trúi jafnvel, ađ Fornleifastofnun Íslands sé vagga fornleifafrćđinnar á Íslandi í dag, hvorki meira né minna. Ég get ekki stađfest ţá uppblásnu sjálfsímynd útgefenda bókarinnar, og hef ţegar hnotiđ um margar villur og meinlokur í bókinni og nefni hér nokkrar til ađ byrja međ.

Gasir 1Gasir 2

Framhliđ og bakhliđ leirkersbrotsins frá Gásum. Brotiđ er ekki stórt. Ţađ er alltaf ljótt og leiđinlegt ţegar sentímetrastikan verđur stćrri en gripurinn á ljósmyndum.

Í grein eftir prófessor í fornleifafrćđi viđ HÍ í fornleifafrćđi, sagnfrćđinginn Orra Vésteinsson og ađra, sem kallast 'Efniviđur Íslandsögunnar' (bls. 71-93) er m.a. fjallađ um hinn forna verslunarstađ  Gása í Eyjafirđi. Ţví er haldiđ fram ađ ţar hafi fundist brot úr svo kölluđu Albarello leirkeri frá 14 öld úr majolicu, og ađ brotiđ sé hollenskt (sjá bls. 82). Ţetta vakti strax furđu mína, ţar sem ég hef mikla ţekkingu á leirkerum miđalda úr námi mínu, og sérstaka ţekkingu á hollenskri keramik, og kannađist ekki viđ neitt ţessu líkt úr Niđurlöndum. Ég sá ađ Orri og međhöfundar hans halda ţessu fram, ţó svo ađ ţýsk samstarfskona ţeirra úr rannsóknunum, Natascha Mehler, sem skrifađi um brotiđ í skýrslu um rannsóknina áriđ 2003 hafi ađeins ađ velta ţví fyrir sér sem möguleika, ađ brotiđ vćri mjög snemmbúinni gerđ af majolicu frá Hollandi, en hún sló engu föstu andstćtt ţví sem prófessor Orri gerir nú. 

Ég bar í síđustu viku ţessa ţessa yfirlýsingu sagnfrćđingsins Orra Vésteinssonar og međhöfunda hans undir sérfrćđinga í Hollandi, međal annarra dr. Sebastiaan Ostkamp sem skrifađi ţá grein sem vitnađ var í í skýrslu ţýska fornleifafrćđingsins á Gásum, og sömuleiđis í prófessor Jerzy Gawronski í Amsterdam. Ţeir og ađrir eru sammála um ađ brotiđ frá Gásum sé ekki úr hollenskri Albarello krukku frá 14. öld. og telur Ostkamp ađ brotiđ sér líkast til franskt og stađfesti ţađ persónulega skođun mína.

Upp á yfirborđiđ

Ljósmynd úr Upp á yfirborđiđ. Engu er líkara en ađ kambarnir hafi skemmst á Ţjóminjasafninu síđan 1994. En "skemmdirnar" eru vegna vegna slćlegrar fótósjoppunar.

Átt viđ ljósmyndir úr ritum annarra

Bókin er full af fallegum myndum frá starfi Fornleifastofnunar Íslands, en ţađ er óhćfa og stuldur ţegar menn taka mynd eftir einn fćrasta ljósmyndara landsins og breyta henni svo vömm er af. Myndin er af haugfé úr kumlinu í Vatnsdal í Patreksfirđi og birtist fyrst í grein eftir mig í bókinni Gersemar og Ţarfaţing (1994) sem Ţjóđminjasafniđ gaf út.  Ég rađađi meira ađ segja gripunum upp fyrir myndatökuna. Í Upp á yfirborđiđ hefur ljósmyndin veriđ "photoshoppuđ", svörtum bakgrunninum skipt út, ţannig ađ ađ kambarnir í haugfénu virđast hafa eyđilagst síđan myndin birtist viđ grein mína áriđ 1994. Ţessi mynd er einmitt viđ grein eftir Orra Vésteinsson sagnfrćđing. Eru slík vinnubrögđ sćmandi prófessor í HÍ? Ađ sjálfsögđu ekki. Ţetta er ekkert annađ en fúsk, alveg eins og ţegar menn segjast hafa fundiđ eitthvađ frá 14. öld, sem ţeir vita ekkert um.

Gersemar
Ljósmynd úr grein eftir ritstjóra Fornleifs í bókinni Gersemar og Ţarfaţing (1994). Ljósm. Ívar Brynjólfsson/Ţjóđminjasafn Íslands.

 

Tilvitnanafúsk og tilgátuţjófnađur

Ţađ undrar mig dálítiđ ađ mér hafi ekki veriđ send bókin án ţess ađ ég ţyrfti ađ borga fyrir hana, ţar sem ríkulega er vitnađ í frćđigreinar eftir mig um Stöng í Ţjórsárdal. En ţađ er vitnađ rangt í og ađeins í elstu rit mín, sem virđist vera venjan hjá Fornleifastofnun Íslands og Orra Vésteinssyni. Í yfirliti yfir aldursgreiningar í íslenskri fornleifafrćđi er vitnar í grein frá 2009 eftir hóp jarđfrćđinga, fornvistfrćđinga međ sagnfrćđinginn Orra Vésteinsson sér til reiđar. Í greininn stćra ţeir sig af ţví ađ hafa uppgötvađ ađ Ţjórsárdalur hafi ekki fariđ í eyđi í miklu eldgosi í Heklu áriđ 1104, eins og íslenskri jarđfrćđingar halda enn, og jafnvel ekki fyrr en um 1300. Ţessi mikla uppgötvun er reyndar ekki ný af nálinni, og var m.a. sett fram af mér áriđ 1983 og síđar. Hér  í kafla sem ég kalla Skítleg vinnubrögđ í fornleifadeild HÍ benti ég á ađferđir Orra Vésteinssonar, sem hann endurtekur í bókinni Upp á yfirborđiđ.

Orri
Orri Vésteinsson

Áriđ 2009 voru Orri og međhöfundar hans ađ greininni um endalok byggđar í Ţjórsárdal í Arctic Anthropology minntir á rangtúlkun og vöntun á heimildum um rannsóknir mínar í Ţjórsárdal. Dr. Susan Kaplan ritstjóri ritsins Arctic Anthropology sýndi sóma sinn í ađ svara kvörtun minni, en Orri og vinir hans sem vitnuđu rangt í rit mín međ dylgjum hef ég enn ekki heyrt frá. Enga afsökunarbeiđni hef ég séđ. Orri endurtekur nú ţessa ófínu ađferđafrćđi sína í villuriđinni myndabók fyrirtćkis sem hann stofnađi og vinnur af og til fyrir međ prófessorsstöđu sinni hjá HÍ.

Mér sýnaast jafnvel ađ tilvitnanavinnubrögđ Orra Vésteinssonar séu hreinlega vítaverđ í samanburđi viđ "glćp" Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn Halldórseignafélaginu. Ćtli Frau Kress myndir ćsa sig viđ Orra, ef ég bćđi hana um ţađ?

Yfirlýsingagleđi

Glannaleg yfirlýsingagleđi fornleifafrćđinga og nema sem vinna fyrir Fornleifastofnun Íslands eru greinilega ekki mikiđ öđruvísi en ţađ sem oft hefur sést í íslenskri fornleifafrćđi á síđari árum, ţar sem viđ höfum t.d. heyrt um dularfullar grćnlenskar konur austur á landi, sem hurfu eins fljótt og ţćr komu. Viđ höfum haft frćđimann í heimsókn sem hefur gerst lćknir og lagt Egil Skallagrímsson inn međ Paget-sjúkdóminn. Svo kom fílamađurinn viđ á Skriđuklaustri, en ţar voru menn líka ađ leika sér međ lásbogaörvarodd sem var holur ađ innan, sem er víst séríslensk nýjung. Byggđ papa var hér ţegar á 6. öld, en fornleifafrćđingar hafa bara ekki grafiđ nógu djúpt segja jú sumir, en sumir kunna heldur ekki ađ lesa úr C-14 greiningum. Allt eru ţetta auđvitađ tilgátur, en ţessu er slengt út sem alhćfingum í 19 fréttum Sjónvarps. Ţessi lausmćlgi og yfirlýsingagleđi er óvirđing viđ fornleifafrćđina. Ađ mínu mati tengist ţetta m.a. lélegri menntun fornleifafrćđinga, en sumir ţessara glanna í greininni kenna reyndar fornleifafrćđi viđ Háskóla Íslands. Vona ég ađ nemar ţeirra varist vítin.

Ítarefni:

Ostkamp, Sebastiaan 2009: Archaďsche majolica uit de veertiendeeeuwse Nederlanden. Tinglazuur plavuizen en vaatwerk, en hun verwantschap met gebrandschilderd glas.  V o r m e n  u i t  v u u r, N r . 2 0 8, bls. 20-42.

Ostkamp, Sebastiaan 2001: Veertiende-eeuws tinglazuur aardewerk uit de Nederlanden. Rotterdam Papers 11, [Commissie Van Advies Inzake Archeologisch Onderzoek Binnen het Ressort Rotterdam, onder red. von D. Kicken, A. M. Koldewej, J. T. ter Molen], bls. 282-291.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband