Fitjakaleikur - inngangur

kaleikur_fyrir_blogg.jpg

Hér hefst röđ hćfilegra langra greina um hina heilögu kaleika međ rómönsku lagi, sem eitt sinn var ađ finna í mörgum íslenskum kirkjum. Ţeir eru nú varđveittir á söfnum bćđi á Íslandi og erlendis. Margir hinna elstu íslensku kaleika eru meistarasmíđ og jafnast á viđ ţađ besta sem ţekkist frá 12. og 13. öld í Evrópu. Ţví hefur ósjaldan veriđ haldiđ fram ađ sumir ţeirra séu íslensk smíđ og jafnvel spćnsk, en hvortveggja tel ég vera rangt, og sömuleiđis ađ ţeir séu norskir.

Ţann 17. júní áriđ 2011 var mér bođiđ ađ halda fyrirlestur um merkan kaleik ađ Fitjum í Skorradal. Hulda Guđmundsdóttir bóndi og guđfrćđingur m.m. ađ Fitjum stóđ fyrir hátíđ í tengslum viđ vígslu nýs kaleiks fyrir Fitjakirkju. Hún og fjölskylda hennar höfđu haft veg og vanda af gerđ hans. Ívar Ţ. Björnsson leturgrafari og smiđur góđur skóp hinn nýja kaleik međ upphaflegan kaleik kirkjunnar sem fyrirmynd. Hinn nýi kaleikur er mjög vel unniđ verk og meistarasmíđ. Ađ ţví verđur vikiđ síđar. Gladdist fjölmenni og kirkjufólk sem kom ađ Fitjum ţann 17. júní 2011 mjög yfir hinum nýja kaleik sem vonandi á eftir ađ fylgja kirkjunni um ókomin ár.

fitjakirkja.jpgMeđ mjög stuttum fyrirvara var ég beđinn um ađ halda fyrirlestur um kaleikinn forna frá Fitjum. Ýmsir ađrir höfđu veriđ beđnir um ţađ sama en gátu ekki eđa skorti ţekkingu til ţess. Ég hélt langan fyrirlestur međ fjölda mynda og má skođa skyggnur frá fyrirlestri mínum hér (skjaliđ er frekar stórt, hafiđ vinsamlegast biđlund).

Nú er kominn tími til ađ greina betur og opinberlega frá afrakstri athugana og íhugana minna um rómanska kaleika á Íslandi.

Munu greinar undir heitinu Fitjakaleikur I-? smám saman birtast hér á Fornleifi, en hann er líka mikill áhugamađur um hinn gangandi greiđa (gradalis) og önnur dularfull, kirkjuleg vínveitingaáhöld, sem sumir telja ađ sé jafnvel ađ finna í klettaskorum á hálendi Íslands.

Til ađ byrja međ verđur greint almennt frá kaleiknum frá Fitjum og öđrum kaleikum frá sama tíma, en í síđari greinum verđur fariđ nánar í uppruna kaleiksins, stílsögu og myndmál (táknmál), sem er mjög merkilegt.

Áframhald á nćstunni - Perfer et orate!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband