Frönsku tengslin

Puzzle Jug from Stađur Reykjanes Ţjms 263

Kanna ein á Ţjóđminjasafninu er harla merkileg. Hún er frá miđbiki 17. aldar en var gefin safninu áriđ 1865 af Guđmundi Sigurđssyni, sem var prestur á hinni fornu kirkjujörđ Stađ á Reykjanesi (A-Barđastrandasýslu ). Kannan ber safnnúmeriđ Ţjms. 263.

Viđ fyrstu sýn virđist sem alls ekki sé hćgt ađ drekka af ţessari forláta könnu. Á hálsi hennar er gegnbrotiđ verk, ţannig ađ ćtla mćtti ađ allt sem í henni er skvettist út ef hellt vćri úr henni. En ţetta er gabbkanna, eđa gestaţraut. Könnur ţessar heita upp á ensku Puzzle jug, á frönsku  Pot trompeur og á ţýsku Vexierkrug. Ţrautin er er ađ uppgötva, hvernig hćgt er ađ drekka af könnunni án ţess ađ missa dýrar veigar. Vissulega er hćgt er ađ drekka af könnunni međ ţví ađ halda um opin á hálsinum, en til ţess ţarf mađur ađ vera međ sćmilega stórar krumlur til ađ loka fyrir ţau 32 göt sem ţar eru. Leyndarmáliđ og lausnin liggur í ađ loka fyrir gatiđ á handfanginu innanverđu, sem er holt, (ţiđ sjáiđ gatiđ ofarlega og innana á haldinu). Fyrst ţarf ađ halla könnunni lítillega svo vökvinn fljóti inn í haldiđ sem er rör. Ţá er hćgt ađ sjúga vökvann áfram eftir rörinu sem liggur gegnum handfangiđ  upp í kant könnunar og fram í stútinn.

Fopkan in use
Hollensk kona í Vlaardingen nćrri Rotterdam sýgur sćtan sopa af gabbkönnu.

Ţegar kannan kom á Ţjóđminjasafniđ áriđ 1865 fylgdi sú saga ađ ţetta vćri vítabikar. Vítabikarar ţekkjast úr svokölluđum vítadrykkjum sem tíđkuđust í veislum og bođum á Íslandi fram á 18. öld. Í veislulok var borinn fram vítabikar og áttu bođsmenn ađ drekka úr honum til ađ bćta fyrir yfirsjónir sínar og um leiđ fuku oft á tíđum kersknivísur um yfirsjónir manna. En nú er ţetta ekki bikar heldur kanna, svo ólíklegt ţykir mér tilgátan um ađ kannan hafi veriđ notuđ sem vítabikar. Íslendingum hefur örugglega veriđ svo sárt um dropann, ađ ţeir hafa ekki fariđ ađ glutra niđur víni ađ ástćđulausu međ svona fíflaskap.

Kannan er úr fajansa, úr bláleir sem verđur gulur viđ brennslu. Hún er er skreytt međ lagi af hvítum pípuleir og á er málađ međ bláu og ryđrauđu blómamynstri og síđan er kannan glerjuđ međ tinglerungi.

NEVERS~3
Nevers borg viđ Leiru

Ekki hollensk heldur frönsk

Ţess kanna, og ađrar af sömu gerđ međ sama skreyti voru lengi taldar vera hollenskar. En á allra síđustu árum er komiđ ljós, ađ ţćr eru franskar, og flestar ćttađar frá borginni Nevers í Frakklandi. 

Rannsóknir franska sérfrćđingsins dr. Jean Rosen og hollenska fornleifafrćđingsins Nina Jaspers, sem ég hef haft samvinnu viđ, sýna ađ mikiđ magn af leirvöru barst frá borgunum Nevers og Rúđuborg til Niđurlanda - og greinilega áfram til Íslands. 

Um miđbik 17. aldar blómstrađi verslun Hollendinga viđ Íslendinga ţrátt fyrir einokunartilskipun. Danir áttu um miđja öldina, eins og oft áđur, í stríđi viđ erkifjendur sína Svía. Á međan björguđu Hollendingar verslun á Íslandi  í áhugaleysi og getuleysi konunglegu Íslandsverslunarinnar, til ađ mynda ţegar Svíar réđust á Kaupmannahöfn í febrúar 1659. Verslun á 6. áratug 17. aldar eđa fram 1662 var sú besta sem Íslendingar höfđu lent í. En 1662 var Konungsverslunin Íslenska endurskipulögđ og var ţá erfiđara fyrir Hollendinga ađ versla.

Í Frakklandi sóttu Hollendingar m.a. salt og voru samkvćmt heimildum neyddir til ađ kaupa leirvöru um leiđ. Ţessi varningur međ öđru, m.a. ríkulega skreyttri hollenskri leirvöru var fluttur til Íslands. Ţar söltuđu menn fisk og seldu  hann og skreiđ og fengu t.d. leirvöru fyrir, ţví eins og alltaf átu ekki allir ţađ sem í askana var látiđ á Íslandi. Til var fínna fólk, t.d. umhverfis Breiđafjörđ og á Vestfjörđum, sem át af hollenskum  og frönskum diskum og grautinn úr skál frá Portúgal (sjá nćstu fćrslu). Íslenski fiskurinn, blautsaltađur fiskur og skreiđ, var seldur í Hollandi, Frakklandi, suđur til Spánar og Portúgals, alt suđur til  Kanaríeyja, ţar sem t.d. kaupmađurinn Pedro Flaemuel á Tenerife keypti t.d.  20.000 tonn af íslenskum fiski áriđ 1657 af hollenska kaupmanninum Adriaen Pauwelszoon frá Rotterdam eins og fram kemur í tollaskjölum nótaríusar ţar í bć.

Viđ ţessa víđtćku verslun, ţar sem hollenskir kaupmenn voru potturinn og pannan, bárust gripir eins og kannan franska til Íslands. Evrópumenn, sem undir ESB-fána hafa tćmt öll miđ á  umráđasvćđi sínu, eru enn sólgnir í hinn góđa íslenska fisk, svo sólgnir ađ ţeim tókst nćrri ađ lokka ţađ einfalda fólk á Íslandi sem kallar sig "krata" inn í ESB til ţess ađ ná í allan fiskinn á Íslandsmiđum. Íslendingar voru nćrri búnir ađ sjúga af gabbkönnu Evrópusambandsins.

Líklegast ţykir mér ađ Hollendingar, sem fluttu ţessa gabbkönnu og mikiđ magn leirmuna til Íslands, hafi haft gaman af ađ sjá Íslendinga lenda í vandrćđum viđ ađ drekka af ţessu íláti. Dćmigerđur hollenskur húmor.

Meira  um verslunarsögu Íslendinga síđar.

VA museum

Kanna á Victoria & Albert safninu í Lundúnum

Bath
Kanna sem var til sölu í Bath á Englandi
Single Owner Sale of Contents of 'Seaside', Castel
Kanna til sölu á Englandi
Christies Amsterdam
Kanna sem seld var á uppbođi hjá uppbođsfyrirtćkinu Christies í Amsterdam
9712_1 Rotterdam fopkan
Brot af könnu á safni í Rotterdam
Leeuwarden fopkan
Kanna á Fries Museum (Frísneska Safninu) í Leeuwarden.
 
*Ljósmyndin efst er tekin af ljósmyndaranum Ívari Brynjólfssyni, Ţjóđminjasafni Íslands.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir frćđandi fćrslu og ţessa glansandi setningu: ,,Íslendingar voru nćrri búnir ađ sjúga af gabbkönnu Evrópusambandsins."

Páll Vilhjálmsson, 15.7.2013 kl. 10:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband