Uppruni dótsins

Duit sammen

Fyrir um ţađ bil mánuđi síđan kom sonur minn á 19. ári til mín međ lítinn koparpening sem hann hafđi fundiđ á gólfinu á herberginu sínu viđ tiltektir. Peningurinn er frá 1790.

Ekki má skilja ţennan fund ţannig ađ sonur minn stundi fornleifauppgröft á herberginu sínu, enda er ţađ ekkert sóđalegra en gengur og gerist hjá ungmennum á hans aldri, nema ađ síđur sé. Húsiđ er frá 1990, svo ekki er peningurinn frá byggingu ţess. Sonur minn ályktađi réttilega ađ myntin hefđi komiđ úr samskeytum í skúffum í skúffumublu sem hann er međ tvćr af á herberginu sem bera uppi borđplötuna hans. Ţetta heimatilbúna og hentuga "skrifborđ" samansetti ég ásamt konu minni á stúdentagarđsárum okkar saman 1984-1993, ţegar viđ bjuggum saman í "hjóna" íbúđ á tímabilinu 1987-1993. Skúffedaríi ţessum hafa svo fylgt okkur til Íslands á Nesahagann, ţađan aftur til Vandkunsten í miđborg Kaupmannahafnar og síđan út í úthverfiđ ţar sem viđ búum nú. Lengi var ég međ ţetta aukaskrifborđ og ţessar tvćr skúffu mublur í "helli" mínu undir loftinu ţar var ég međ skúffu neđst međ alls kyns dóti, m.a. voru ţar gamlar myntir í litlum kassa og ţ.á.m. ţennan hollenska pening sem fađir minn hafđi eitt sinn gaukađ ađ mér í barnćsku. Nú á sonur minn peninginn, ţví sá á fund sem finnur. Aur ţessi er víst orđinn ađeins meira virđi í dag heldur en hann var í á 18. öld.

Peningurinn sjá efst) er svokallađur Duit, sem sleginn var af  af VOC (Sameinađa Austurindíafélaginu, boriđ fram FOK) áriđ 1790 í borginni Utrecht. Duit var mynteining í Hollandi sem var notuđ fram til 1815 ţegar myntbreytingin átti sér stađ og Hollendingar tóku upp gyllini (Holl: Gulder / Enska: Guilder) og cent.

Fyrst var fariđ ađ nota duit í Hollandi áriđ 1573. Hann svarađi í verđi til koparpeninga í Frakklandi sem kallađir voru gigot. Áđur en tugakerfiđ var innleitt í Hollandi áriđ 1816 var 1 duit lćgsta mynteiningin. Upphaflega voru 8 Duit ţađ sama og einn Stuiver, og 20 Stuivers, eđa 160 duit, fékk mađur fyrir 1 gyllini. Duit-myntin sem slegin var fyrir og í nýlendum Hollendinga var hins vegar lengst af meira virđi. Á ţví grćddu Hollendingar, en almúginn í löndunum var hlunnfarinn á tćknilegan hátt. 

Hollendingar notuđu duit í ýmsum orđatiltćkjum sem gáfu til kynna ađ eitthvađ var lítils virđi eđa lítilsiglt:

  •  Een duit in het zakje doen; bókstaflega: Ađ setja eina duit í pokann – ađ láta smárćđi af hendi rakna.
  •  Hij is een duitendief  ; bókstaflega: Hann er duitţjófur – Hann er mjög gráđugur
  •  Hij heeft veel kak, maar weinig duiten / hann hefur mikiđ af skít en minna af duit, sem merkir  – hann er grobbari / oflátungur.
  • Moed hebben als een schelvis van drie duiten; bókstaflega: Ađ vera  eins og ýsa sem kostar 3 duit  – ađ vera raggeit

Nú skal haldiđ til upp til Íslands, landsins međ álkrónuna sem kom međ myntbreytinguna áriđ 1981. Hún var svo lítils virđi ađ hún flaut á vatni og fauk ţegar unglingar reyndu ađ nota hana í hark viđ skólavegginn. Hún var notuđu í landinu ţar sem loddarar og töframenn stjórnuđu bönkum í árarađir og töldu ţjóđum sem taliđ höfđu einskis verđ duit sín afar innilega gegnum aldirnar, trú um ađ íslenskir bankar ávöxtuđu fé manna betur en nokkrir ađrir.

En fyrst skal komiđ viđ á Ţjóđminjasafninu.

Ţar sem álkrónan flaut á vatni

Eitt sinn, 5-6 árum fyrir síđustu aldamót, hélt starfsmađur Ţjóđminjasafns Íslands fyrirlestur á ársfundi Hins íslenska Fornleifafélags. Fornleifafrćđingurinn sá,  sem aldrei hafđi lokiđ námi á eđlilegan hátt ţó hann á góđum degi ţýddi starfsheiti sitt viđ safniđ á ţýsku sem Reichsarchäologe, hélt tölu um fornleifarannsóknir sem honum hafđi veriđ bođiđ ađ taka ţátt í á Grćnlandi.

Fyrirlesturinn var haldinn á vegum Hins íslenska fornleifafélags. Međal áheyrenda var t.d. heimsţekktur nasisti (nema á Íslandi, ţar sem hann var ađeins ţekktur sem garđyrkjumađur í kirkjugörđum Reykjavíkur) og fornleifaţjófur á vegum SS, Úlfur Friđriksson, sem ég ritađi um nýlega (sjá hér). 

Uppgröfturinn var hinn merkilegasti og undir stjórn Dana. Rannsóknin fór fram á bćjarrústum sem hafđi fariđ undir sand í flóđum á miđöldum. Ţá bráđnuđu oft jöklar, ekkert síđur en nú.

Starfsmađur safnsins, sýndi góđar ljósmyndir frá dvöl sinni á Grćnlandi, ţótt erindiđ sjálft vćri nokkur stirt, stubbótt og hálfstamandi á köflum. Fyrirlesturinn er mér ţó ferskur í minni, ţví starfsmađur safnsins talađi ávallt um "dót", ţegar hann í sýndi myndir af forngripum og húsaviđum, sem fundust ótrúlega vel varđveittir undir sandinum. Ólíkt ţví sem gerđist viđ t.d. rannsóknir Stóru-Borgar undir Eyjafjöllum, eru gripir ţessir enn vel varđveittir, forvarđir og til sýnis á Grćnlandi og í Danmörku. En starfsmađur Ţjóđminjasafnsins kallađ slíka gripi dót, sem kannski sýnir álit hans á gildi forngripa eđa vanţekkingu á orđinu dót. Ţađ fer hins vegar óendanlega mikiđ í taugarnar á ekta fornleifafrćđingi, ţegar safnamađur notar orđ eins og dót um forngripi.

Dót er skýrt á eftirfarandi hátt á Íslensku Orđaneti :

dót  hlutir, drasl

dót  leikföng

dót  farangur

Ţessar skýringar eru einnig ţćr sem ég legg í orđiđ dót, en í Íslenskri orđsifjabók má einnig lesa eftirfarandi:

dót h. (19. öld) ‘munir, hlutir; leikföng, samtíningur; farangur; hyski; kynfćri (sbr. ţing)’; dóta s. ‘dunda, dútla’, d. sig (sér) ‘laga sig til; rísla sér; eđla sig (um hćnsni): haninn dótar hćnuna’. Sbr. nno. dota ‘dútla, smáhagga viđ’, dot k. ‘dundari’; sbr. og fno. aukn. dótafinnr k. sem líkl. heyrir hér til; dót vísast to. og úr e-m mlţ. víxlmyndum viđ doond, sbr. dont, dund og dút (s.ţ.). Samkv. F. Holthausen er dót to. úr mlţ. doten ‘ţvađra’. Ólíklegt.

Er dót komiđ af duit?

Hér skal sett fram önnur skýring á orđinu dót, sem sumar orđabćkur segja ađ sé ekki mjög gamalt í íslensku máli.

Einn seđill er varđveittur fyrir orđiđ daut í íslensku orđsifjasafni. Á honum stendur ţetta:

daut h. (18. öld) ‘ögn, vitund’: ekki d. ‘ekki minnstu ögn’. To., líkl. úr d. dřjt < holl. duit ‘verđlítill, hollenskur koparpeningur’, svarar til fnorr. ţveit ‘smámynt’, eiginl. ‘afhöggvinn bútur’; sbr. ţveita (1 og 2), ţveit(i), ţveitur og ţviti.

Ég tel nćsta líklegt ađ dót sé íslensk afbökun á dřjt í dönsku (dřyt á norsku) og upphaflega duit á hollensku. Danskir kaupmenn voru margir á Íslandi á 18. og 19. öld og hafa líkast til sagt viđ Íslendinga ađ varningur ţeir sem ţeir vildu selja vćri:

ikke en Dřit vćrd, eđa ađ ţeir vildu ekki give en dřjt fyrir eitthvađ (sjá hér ; Ordbog over det danske sprog).

Ţegar dót er skýrt sem "drasl" á íslensku, er ekki ólíklegt ađ viđ séum ađ nota orđ sem komiđ er af dřjt á dönsku og duit á hollensku. Íslendingar versluđu mikiđ viđ Hollendinga á 17. og 18. öld, löglega og ólöglega, og gćtu Mörlandar jafnvel hafa heyrt Hollendinga nota orđiđ um eitthvađ sem mjög lítils virđi var, og jafnvel setiđ inni međ slíkar hálfverđlausar myntir.

Dót í ţýđingunni leikföng, er vitanlega orđ sem notađ er um eitthvađ lítils virđi fyrir börnin sem endar í dótakassa, međan börnin og jafnvel mamma geymdi gullin ţeirra eins og segir í kvćđi Jóhanns Sigurjónssonar; Mamma geymir gullin ţin, gamla leggi og völuskrín.

Duit / Dřjt / Toy / Dót

Svo er ekki svo langt fra orđinu dót (duit) til toy á ensku, sem Wikipedia skýrir ţannig: The origin of the word "toy" is unknown, but it is believed that it was first used in the 14th century. Allt er líka á huldu ţar. En www.etymonline.com hjálpar kannski:

toy (n.)

c. 1300, "amorous playing, sport," later "piece of fun or entertainment" (c. 1500), "thing of little value, trifle" (1520s), and "thing for a child to play with" (1580s). Of uncertain origin, and there may be more than one word here. Compare Middle Dutch toy, Dutch tuig "tools, apparatus; stuff, trash," in speeltuig "play-toy, plaything;" German Zeug "stuff, matter, tools," Spielzeug "plaything, toy;" Danish třj, Swedish tyg "stuff, gear." Applied as an adjective to things of diminutive size, especially dogs, from 1806. Toy-boy is from 1981.

Ţetta leynda verđmat Evrópukapítalismans, sem lćtt var ađ íslenskum börnum um ađ drasliđ vćri dót (nćr verđlaus koparpeningur) - međan ađ góđu leikföngin voru gull (gyllini) er mín skýring á uppruna orđsins dót. En menn voru vitanlega misfátćkir. Á sumum heimilum á fyrri öldum, gat ómerkilegt dót veriđ skíragull.

Ef einhver vill ţvertaka fyrir ţessa smárćđis tilgátu mína, sem líklega er ekki fimm aura virđi, verđa ţeir ađ fćra nokku góđ rök og gullin fyrir máli sínu, ţví hingađ til hefur ekki veriđ til vitrćn skýring á uppruna orđsins dót. Og vart hefur dótiđ dottiđ af himnum ofan - eđur hvađ?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband