Nesti, te og nýir skór

Ný mynd úr leiđangri Burnetts og Trevelyans lille

Ljósmyndafornleifarannsóknir eru örugglega međal hreinlegri fornleifarannsókna sem ţekkjast. Hér skal sagt frá nýjustu uppgötvun Fornleifssafns í ţeirri grein.

Í safnauka Fornleifssafns á pestarárinu 2020 er ţessi ljósmynd frá 1883 (eđa 1886). Forstöđumađur ljósmyndadeildar safnsins ţiggur allar haldgóđar upplýsingar um hvar mennirnir sitja og snćđa nestiđ sitt. Ţađ verđur víst ađeins ráđiđ af fjallinu í bakgrunninum.

nćrmynd a

Myndin var tekin í einum af veiđiferđum Maitland James Burnetts (1844-1918) og Walter H. Trevelyans (1840-1884) til Ísland. Líklegast má telja ađ myndin sé tekin í leiđangri austur fyrir fjall sem hófst 31. júlí 1883.

Íslandsferđum Burnetts og Trevelyans hafa veriđ gerđ góđ skil í frábćrri bók Frank heitins Ponzis, Ísland fyrir aldamótin (1993) Ponzi var mikill grúskari og safnađi ýmsu. Áriđ 1987 komst hann yfir óvenju merkilegt myndaalbúm á fornbókasölu í London. Hann leitađi svo uppi dagbók Burnetts í einkasafni og byggđi bók sína á ljósmyndunum og dagbókinni. Og úr varđ sagnfrćđileg perla Bandaríkjamanns sem settist ađ á Íslandi - ţví glöggt er gests augađ eins og allir vita nema heimalingarnir sem vita allt.

nćrmynd b

Fimm gerđir af höttum

Fornleifur á ađrar myndir sem tengjast leiđöngrum Burnetts og Trevelyans, sem bent gćtu til ţess ađ sumar myndanna í albúminu sem Frank Ponzi hafđi upp á hafi veriđ teknar af Sigfúsi Eymundssyni. Hćgt er ađ lesa um ţađ hér í fyrstu úttekt Fornleifs á Laterna Magica skyggnum sínum sem sýna Ísland.

Nú, skemmst er frá ţví ađ segja ađ ljósmyndin hér efst er ekki međ í bók Ponzis. Ţađ útilokar ţó ekki ađ hún sé ekki međ í albúminu sem hann fann. Ég er búinn ađ senda skilabođ til Tómasar Ponzi tómataplantekrueiganda, geirlauksbónda og kaffilistamanns m.m. í Mosfellsbć, en er ekki búinn ađ fá svar. Líklegt ţykir mér ţó ađ ljósmyndin í Fornleifssafni sé ekki í albúmi Brúarmanna á Tómatabúgarđinum í Mosfellsbć.

Á pappagrunn sem mynd Fornleifssafns er límd á hefur veriđ ritađ Our Encampment for Lunch. Iceland. Ţađ er ekki rithönd Burnetts sem viđ ţekkjum úr dagbókinni sem Frank Ponzi hafđi upp á. Sá sem skrifar var hins vegar örugglega međ á myndinni, sem Burnett tók.

Út frá rannsóknum Frank heitins Ponzi, getum viđ upplýst lesendur örlítiđ um kallpeninginn á myndinni. Íslenskir lóđsar útlendinganna sitja alveg sér til vinstri. Ţađ eru ţeir Ţórđur og Einar Zoëga og einnig mađur sem nefndur er til sögunnar í bók Ponzis sem Jóhannes. Ţeir eru allir frekar óskýrir á mynd Burnetts og hafa líklega allir veriđ á iđi vegna ljósmyndatökunnar.

Skotarnir og Bretarnir sitja hins vegar í andakt kringum tinkassa sem á stendur RAMMAYAN TEA MANCHESTER. Ţessi forláta tekassi leiđangursmanna sést einnig á mynd 37 í albúminu sem Ponzi fann (sjá hér ađ neđan), ţar sem veiđimennirnir eru líka ađ fá sér í gogginn. Allt eru ţetta sömu mennirnir í sömu fötunum. Ponzi taldi hugsanlegt ađ skeggjađi mađurinn sem horfir undan viđ myndatökuna gćti hafa veriđ William Gilbert Spence Paterson (1854-1898) breski rćđismađurinn á Íslandi. Sami mađur horfir niđur í tebollann eđa samloku sína á mynd Fornleifssafns, svo ekki verđa ţćr ráđgátur, hvor ţetta sé hann eđa ađ myndin sé frá 1883 eđa 1886, leystar í ţessu sinni, ađ ţví er forstöđumađur ljósmynddeildar Fornleifssafns telur.

Tea for Three

Tea for three, and some milk for the Icelanders, please! 

Ţar sem fyrrgreind mynd, númer 37 (sjá hér fyrir neđan), er sögđ tekin á fyrsta áningarstađ hópsins á leiđ hans frá Reykjavík til Ţingvalla, er mynd Fornleifssafns sennilega úr einhverjum síđari hádegisverđ nćr Ţingvöllum. Ţađ gćti hjálpađ stađkunnugum viđ ađ stađsetja myndina fyrir Ljósmyndadeild Fornleifssafns - međ fyrirfram ţökkum.

Mynd 37 Ponzi


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband