Pabba kné er klárinn minn, en Hitler hann er foringinn

4558279179_bdd8fc230d_o.jpg

Aldamótaáriđ 1900 sat fimm ára, prúđbúinn drengur í matrósafötum og á sauđskinnskóm á hné föđur síns, Ţórđar Guđjohnsens (1844-1926) verslunarstjóra á Húsavík. Drengurinn hét Halldór Jóhannes Guđjohnsen.

Ţórđur gamli, Halldór sonur hans og tvćr systur hans sátu fyrir er Frederick W.W.Howell kom viđ á einum af ferđum sínum um landiđ sem hann eilífađi í frábćrum ljósmyndum, sem mađur ţreytist seint á ađ rýna í. Kannski var tilefni myndatökunnar ađ Ţórđur var ađ hćtta kaupmennsku á Húsavík aldamótaáriđ 1900, og fluttist hann skömmu síđar til Kaupmannahafnar ţar sem hann vann lítillega viđ verslun. Ţar óx Halldór sonur hans úr grasi ásamt sumum systkina sinna og lćrđi samkvćmt íslenskum heimildum (hinni óskeikulu Íslendingabók) búfrćđi og varđ síđar á ćvinni titlađur framkvćmdastjóri.

Ljósmynd Howells af Ţórđi og börnum hans ţykir mér međal bestu mynda Howells frá Íslandi. Ţćr eru nú varđveittar í Fiske-safninu í bókasafni Cornell háskólans. Ég hafđi svo sannarlega ekki búist viđ ađ finna neinar frekari tengingar viđ ţessa ágćtu ljósmynd, en stundum rekst mađur á menn á myndum í mismunandi samhengi.

Síđustu vikurnar og nćstu mánuđina sit ég á Ríkisskjalasafninu í Kaupmannahöfn og stunda "nasistaveiđar" fyrir Simon Wiesenthal Stofnunina í Jerúsalem, sem Íslendingar bölsótuđust út í ţegar stofnunin vildi lögsćkja eistneskan morđingja sem hafđi veriđ friđađur af íslenskum stjórnmálamönnum og eistneskum kollegum ţeirra.

Ţegar íslenskur örn veiđir dönsk illfygli fyrir alţjóđlega stofnun er alltaf einhver aukaafli, fyrir utan kvótann af vondum Dönum sem eru undir smásjánni. Ég hef ţegar rekist á upplýsingar um löngu liđna íslenska nasista, sem ekki hafa birst í ritum um íslenska nasista, ţ.e. í hinum annars ágćtu ritum Berlínarblús eftir Ágúst Guđmundsson eđa Íslenskum Nasistum eftir tómstundanasistaveiđarana Hrafn og Illuga Jökulssyni.

Íslenskur liđsmađur HIPO-sveitanna

Halldór Jóhannes Gudjohnsen (1895-1966) var einn af ţeim sem heillađist af nasismanum. Hann fékk 5 ára fangelsisdóm í borgarétti Kaupmannhafnar í lok janúar 1946 fyrir störf sín fyrir HIPO-korpset (Hilfspolizei), ET ("Efterretningstjenesten") sem var deild í HIPO-korpset, sem og fyrir deild C9 sem einnig var var kölluđ Lorenzengruppen, og sem var botnlangi löđurmenna í HIPO-sveitunum. HIPO var sveit fúlmenna og lítilmenna sem unnu fyrir Ţjóđverja viđ ađ herja á og myrđa međlimi dönsku andspyrnuhreyfingarinnar og til ađ brjóta niđur hvađa mótţróa viđ Ţriđja ríkiđ sem var. Sveitirnar muna menn mest eftir vegna óvenjumikils hrottaskaps ţeirra, ţegar ţeir unnu skítverk fyrir setuliđ Ţjóđverja í Danmörku.

hipo.jpg

Konan njósnađi í sporvögnum

Strax skal tekiđ fram, ađ Halldór Jóhannes Gudjohnsen var ekki í framvarđarliđi HIPO-sveitarinnar sem barđi á fólki. Málin ţróuđust ţannig ađ hann fékk vinnu hjá HIPO áriđ 1944 gegnum tengsl sem kona hans hafđi, en hún var dćmd fyrir ađ vera Sporvognsstikker. Hún var međ öđrum orđum launuđ kjaftakerling, sem ók um í sporvögnum Kaupmannahafnar og hlustađi á allt ţađ sem farţegar kynnu ađ segja ljótt um Ţjóđverja og kom upplýsingum um ţađ til Gestapo, HIPO eđa annarra óţokka.

Halldór var hins vegar ráđinn til ađ kenna liđsmönnum Hipo leikfimi og Jiu-Jitsu sjálfsvarnarlist. Engar sögur fara af ţví hvar hann lćrđi ţá list, en vart hefur ţađ veriđ á Húsavík.

judo1.jpg

Liđsmenn Hipo-sveitarinnar voru hins vegar ţekktar fyrir mest annađ en sjálfvarnir. Barsmíđar á saklausu fólki og fólskulegar árásir ţeirra voru ţeirra sérgrein. Eitthvađ hefur kennsla íslenskćttađa Jiu-Jitsu meistarans hjá HIPO fariđ fyrir ofan garđ og neđan.

Viđ yfirheyrslur hjá lögreglu eftir stríđ, ţegar Halldór hafđi veriđ handsamađur, bar hann ţví viđ ađ hann hefđi aldrei gert annađ en ađ kenna leikfimi og Jiu-Jitsu. Ţegar kom í ljós ađ mjög fáir sóttu ţessa tíma Halldórs, nema skrifstofublćkur HIPO, ákvađ einn yfirmanna HIPO ađ Halldór skyldi sinna vaktskyldum á götum Kaupmannahafnar í einkennisbúning E.T., leyniţjónustu HIPO. Halldór ţvertók fyrir ađ hafa gert ţađ og sagđist hafa neitađ ađ gera ţađ međ óbeinum líflátshótunum frá yfirmanni sínum fyrir vikiđ. Nokkur vitna í máli Halldórs höfđu hins vegar međ vissu séđ hann viđ ţá iđju og í einkennisbúningi E.T. Halldór sagđist hins vegar hafa fengiđ ţađ hlutverk ásamt rauđhćrđum liđsmanni HIPO ađ svara símum fautanna á skrifstofum ţeirra á ađallögreglustöđinni í Kaupmannahöfn. Ţar sagđist hann einnig hafa tekiđ ađ sér, ţegar símarnir voru ekki rauđglóandi af klögumálum nasista, ađ hreinsa og smyrja byssur Jřrgens Lorenzens sem eftir stríđ var dćmdur til dauđa og síđar til ćvilangrar fangelsisvistar. Vitni upplýstu hins vegar ađ Halldór hefđi einnig kennt vopnaburđ og međferđ skotvopna hjá HIPO. Önnur vitni töldu einnig öruggt, ađ Halldór hefđi tekiđ ţađ ađ sér rétt fyrir stríđslok ađ brenna og eyđa gögnum um HIPO sveitirnar.

154077911-20120223-135053-6.jpg

Danskir HIPO-liđar. Margir ţeirra voru dćmdir til dauđa.

Ekkert verra sannađist upp á Halldór Jóhannes Guđjohnsen - fyrir utan ađ andspyrnumađur einn í úthverfi Kaupmannahafnar, ţar sem Halldór bjó ásamt konu sinni og tveimur börnum, upplýsti yfirvöld um ađ nágrannar Halldórs hefđu sagt sögur af honum og seđlabúntum međ 100 krónu seđlum, sem Halldór var sagđur veifa framan í fólk til ađ sýna ţví hve vel mađur gat ţénađ í ţjónustu sinni fyrir nasismann og Ţýskaland, sem hann studdi heils hugar samkvćmt yfirheyrsluskýrslum dönsku lögreglunnar. Vel launađur var hann vissulega í ţessu óheppilega starfi sínu. Ţegar lögreglan ćtlađi ađ hafa hendur í hári mannsins sem stćrđi sig af seđlum sínum, kom í ljós ađ hann sat ţegar inni, og kona hans einnig. Ţegar lögreglan hringdi í heimasíma Gudjohnsens fjölskyldunnar í Rřdovre, svarađi dóttir ţeirra hjóna og upplýsti ađ báđir foreldrarnir sćtu í steininum.

Líkt og margir minniháttar nasistar í Danmörku var Halldór sýknađur ári eftir ađ hann var dćmdur til 4-5 ára fangelsisvistar. Fyrir landráđiđ sat Halldór ţví ekki meira en rétt rúm 2 ár.

Lýk ég ţessum pistli um áđur óţekktan, íslenskan nasista međ ljósmynd af einum af liđsmönnum HIPO sem er ađ sparka mann til óbóta. Ólíklegt ţykir mér ađ óţokkinn sá hafi lćrt brögđ af Jiu-Jitsu meistara HIPO, Halldóri Jóhannesi Guđjohnsen. En hvađ ţykir ykkur góđu landar, kunniđ ţiđ Jiu-Jitsu?

1208062.jpg


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband