Krossinn frá Fossi

KROSS FOSS

Áriđ 1993 kom út í Árbók Hins íslenzka Fornleifafélags grein um dýrastíla á Norđurlöndum og Íslandi eftir danska konu,Lise Gjedssř Bertelsen, ţar sem reynt var ađ lýsa ţeim međ frekar lélegu dćmum af forngripum Íslandi. Sá galli var á gjöf Njarđar, ađ ţađ vantađi ljósmyndir eđa góđar teikningar af meirihluta ţeirra gripa sem eru nefndir í greininni, sem er náttúrulega mjög slćm latína ţegar menn eru ađ setja fram stílfrćđilegar rannsóknir.

Í greininni er mynd af Eyrarlandslíkeskinu, sem flestir hallast ađ ţví ađ sýni guđinn Ţór. Lise Gjedssř Bertelsen telur hins vegar ađ karlinn međ hjálminn sem situr á stólnum haldi á stórum krossi, sem henni finnst líkur krossinum frá Fossi (Ţjms. 6077, sjá mynd efst, ljósm. VÖV), sem einnig er međal frćgustu forngripa sem fundist hafa á Íslandi. Krossinn fannst nálćgt Fossi í Hrunamannahreppi.

Eyrarlands Ţór
 
Eyrarlands Ţór, (Ţjms. 10880).

 

Höfundur greinarinnar í Árbók 1993 (útg. 1994) upplýsir, ađ krossinn frá Fossi eigi sér hliđstćđu. En aftur vantar myndir og tilfinnanlega einnig tilvitnun í ţessa hliđstćđu og hver ţađ er sem fyrst greindi frá hliđstćđunni.

Ég greindi fyrstur manna frá hliđstćđu krossins frá Fossi í sýningarskrá stóru Víkingasýninga Evrópuráđsins og Ráherranefndar Norđurlandanna, sem haldin var í Kaupmannahöfn, París og í Berlín 1992-1993. Gripur 334 í risavaxinni sýningaskrá sýningarinnar (1) var lýst af mér og ţar segi ég frá hliđstćđunni sem var ţegar lýst áriđ 1886 af Rygh (2).  Ţađan og hvergi annars stađar hefur höfundur greinarinnar um dýrastíla í Árbók Fornleifafélagsins, Gjedssř Bertelsen, fengiđ upplýsingar um hliđstćđuna krossins frá Eyrarlandi sem fundist hefur í Noregi. Ţví miđur var hún eđa ritstjóri Árbókar hins íslenska fornleifafélags, sem ţá var Mjöll Snćsdóttir, ekki ađ hafa fyrir ţví ađ vitna rétt í menn. Slík vinnubrögđ eru nefnilega dálítiđ séríslensk, stílfrćđilega séđ, en mestmegnis fólki til skammar frćđilega séđ.

Ađ ofan má sjá krossinn frá Fossi (ljósm. Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar) og ađ neđan er krossinn frá Huse í Rommedal í Hedemark í Noregi. Á norska krossinn vantar reyndar dýrshausinn sem er á krossinum frá Fossi. Ljóst er hins vegar, ađ íslenski krossinn er ekki eins einstakur í sinni röđ, líkt og lengi hefur veriđ taliđ. Ţegar til eru tveir gripir frá sama tíma, sem eru nćrri ţví eins og ţeir finnast í mismunandi löndum, getur fornleifafrćđingurinn talađ um gerđ eđa tegund gripa. Viđ getum búist viđ ţví ađ finna fleiri slíka gripi í framtíđinni á hinu norrćna svćđi.

RYGH 2

Kross frá Huse í Rommedal

Sorglegri er ţó önnur saga af krossinum frá Fossi. Ţađ er sú sú stađreynd ađ Ţjóđminjasafn Íslands hefur misst af milljónum króna í tekjur sem safniđ gćti hafa tekiđ í upphafsréttargjöld af fyrirtćkjum sem framleiđa eftirgerđir ţessa grips í ţúsundartali sem minjagripi. Eitt fyrirtćki, Museums Kopi Smykker í Danmörku hefur t.d. selt ţennan kross lengi vel og var hann gerđur af fyrirtćkinu eftir afsteypu af krossi sem íslenskur gullsmiđur fékk ađ framleiđa međ leyfi Ţjóđminjasafninu. Danska fyrirtćkiđ hafđi einfaldlega keypt einn slíkan kross, gert afsteypu, og ekki einu sinni haft fyrir ţví ađ fjarlćgja upphćkkun á hálsinum á krossinum, ţar sem silfurmerkiđ var á íslensku endurgerđinni. Peningarnir renna í kassa afsteypufyrirtćkis í Danmörku og Ţjóđminjasafniđ á ekki bót fyrir rassinn á sér.

Ég reyndi á sínum tíma, ásamt öndvegiskonunni Elsu Guđjónsson heitinni, ađ fá fyrrverandi ţjóđminjavörđ, (Ţór Magnússon), til ađ ganga í ađ leita réttar Ţjóđminjasafnsins í upphafsréttarmálum, en hann nennti ţví ekki. Vitnast hefur ađ madamman funheita sem nú rćđur ríkjum á Ţjóđminjasafninu, sé einnig löt, nema ţegar hún rekur fólk sem er betur ađ sér en hún.

Tilvitnanir 

(1) Wikinger Waränger Normannen. Die Skandinaver und Europa800-1200, [XXII Kunstaustellung Des Europarates, Grand Palais, Paris 1. April bils 20. Juli 1992, Altes Museum, Berlin 2. September bis 15. November 1992; Nationalmuseet, Kopenhagen 26. Dezember 1992 bis 14. Märtz 1993], bls. 314. Textinn um gripinn var skrifađur af Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni.

(2) Rygh, O. 1886, Fortegnelser over de til Universitetets Samling af Nordiske Oldsager i 1886 indkomne Sager fra tiden fřr Reformationen. Foreningen til Norske Fortidsmindesmerkers bevaring, Aarsberetning for 1886, bls. 109 f. Taf. IV Nr 18.

 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, í september 2011


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband