Ice and fire

iceland_eldspytur.jpg

Fornleifafræðingar með söfnunaráráttu eru fáir til, og það er illa séð að fólk í þeirri stétt sé að koma sér upp einkasöfnum. Ef þeir nenna að safna fram yfir það sem þeir grafa upp, er það venjulega allt annars eðlis en jarðfundnir gripir.

Sjálfur er ég ekki haldinn söfnunaráráttu, en hef þó haft ákveðna gleði af að safna hlutum sem ég tel skemmtilega, einkennilega og sem t.d. tengjast Íslandi á einn eða annan hátt. 

Ég hef í nokkur ár safnað öllu sem ég finn um veitingastaðinn Iceland á Broadway í New York (sjá hér). Ég þekki það vel til þess staðar, þó ég hafi aldrei komið þar, að ég sé strax þegar vankunnugir viðvaningar telja auðtrúa fólki í trú um þeir viti allt um þennan sögufræga stað. 

iceland_matches.jpg

Nýlega keypti ég á eBay eldspýtnabréf sem forðum varð deilt út á Iceland á Broadway, og er ég nokkuð stoltur af þeim kaupum og deili hér með ykkur myndum. Þessa eldspýtur eru frá því á fyrri hluta 5. áratugarins. Eins og þið sjáið var íslenska "smörgásborðið" mjög rómað. Barinn var líka vel þekktur. 

iceland_matches_2_litil.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband