Pepsi Saga

pepsi_43_iceland.jpg

Fornleifur er mikill áhugamađur um gosdrykki og skrifađi einu sinni pistil um hinn góđa drykk Sinalco. Margir deildu nostalgíunni međ mér. Minningarnar gusu upp, hressandi, bćtandi og kćtandi. Ekki var laust viđ ađ Sinalcodrykkjumenn hefđu bćđi hraustlegra útlit og vćru betur tenntir en ţeir sem eru forfallnir kókistar.

Hér sjáiđ ţiđ mynd af Pepsiflösku frá stríđsárunum, sem framleidd var af Sanitas. Nánar tiltekiđ er flaskan frá 1943, ţví 1944 var fariđ ađ nota amerískar flöskur. Líklega er flaskan ein elsta Pepsiflaska sem til er á Íslandi. Ég tel ađ flaskan, sem ég fann í Ingólfsfirđi á Ströndum, sé ţjóđardýrgripur, líklega á viđ kaleik úr kirkju.

Dropinn af Pepsi var dýr áriđ 1943. Í Nóvember 1943 tilkynnti verđlagsstjóri ađ hámarksverđ á flösku af Pepsi-Cola bćri ađ vera í hćsta lagi 1 króna.  Ţá var krónan á svipuđu róli og danska krónan.  Ein dönsk króna áriđ 1943 er sama og 19,51 kr. í dag , ţađ er ađ segja 456 íslenskar á núgengi (19.5.2009).

Ţjóđviljinn hrifinn af bragđinu

Nútímaauglýsingin kom til landsins međ Pepsi-Cola. Menn höfđu aldrei séđ neitt slíkt áđur: Bćjarpóstur Ţjóđviljans greindi frá ţessu 28. júní 1944. 

Pepsi-Cola
Bćjarbúar hafa veitt eftirtekt nýstárlegu fyrirbrigđi á Lćkjartorgi. Í klukkuturninn er komin heljarstór mynd af flösku, svo stór ađ sćmilega sjónskýr mađur sér hana allvel alla leiđ ofan af Arnarhóli. Ţetta er auglýsing fyrir Pepsi-Cola, sem er fyrirmyndar svaladrykkur amerískur, ekki ósvipađur Coca-Cola.... En ekki verđur sagt ađ ţessi stóra auglýsing sé nein bćjarprýđi — og frekar óţjóđleg, ţótt hún vćri fest upp á hátíđ lýđveldisins.
Ó. Ţ.

Ţess má geta ađ ekki var einn einasti dropi í Pepsiflöskunni ţegar ég fann hana fyrir réttum 20 árum. Ţađ gerđi nú ekki mikiđ til, ţví ég hef aldrei veriđ neinn áhugamađur um Pepsi, ţetta ropvatn sem varđ til í Norđur-Karólínu áriđ 1898.

Samkvćmt tímatalsfrćđi Pepsi-vörumerkisins, varđ Pepsi merkiđ á flöskunni frá Ingólfsfirđi til áriđ 1906. Haldiđ er fram ađ merkiđ hafi breyst áriđ 1940. En auglýsingar í Bandaríkjunum frá 5. áratugnum bera nákvćmlega sama merkiđ og var á fyrstu flöskunum á Íslandi. 

logo-1943

Pepsi chronology
Pepsi 1956
Ef einhver hefur fundiđ tappann af flöskunni frá Ingólfsfirđi á Ströndum, mega ţeir hafa samband. Myndin af léttklćddu konunum er greinilega ekki frá síldarplaninu á Ingólfsfirđi. En best er ţó ađ útiloka ekki neitt.
Screenshot_2021-01-27 Morgunblađiđ - 262 tölublađ (21 12 1944) - Tímarit is
Sanitas auglýsti Pepsi sem heilsurykk áriđ 1944 í Morgunblađinu. Sanítas var fyrsta átöppunarfyrirtćkiđ í Evrópu sem framleiddi Pepsi. Ţjóđviljinn auglýsti einnig ţennan alţýđudrykk áriđ 1945.
Screenshot_2021-01-27 Ţjóđviljinn - 80 tölublađ (10 04 1945) - Tímarit is

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband