Líkţrái biskupinn í Skálholti

innsigli_jons_biskups_finkenows_2

Jón

nokkur var biskup í Skálholti frá 1406 til 1413. Afar lítiđ er vitađ um ţennan Jón, nema ađ hann var hinn fjórđi međal Jóna (Jóhannesa) á biskupsstóli í Skálholti. Í síđari heimildum var hann oft nefndur Jón danski. Hann var einn af fyrstu dönsku embćttismönnunum á Íslandi. Áđur en ţessi Jón hneppti Skálholtsstól hafđi hann veriđ ábóti í Munkalífi í Björgvin, sem var eitt ríkasta klaustur Noregs. Ţegar Jón var kominn til Íslands reiđ hann vísitasíu norđur um land, ţar sem honum var vel  tekiđ. Mikiđ meira en ţetta er nú ekki vitađ um blessađan Jón.

Viđ vitum einnig, ađ Jón hefur líklega ekki gengiđ heill til skógar, og vćntanlega hefur hann ţví veriđ sendur til Íslands til ađ deyja drottni sínum međ Íslendingum. Hann var holdsveikur og dó á biskupsstóli áriđ 1413. Í páfabréfi frá 24. júlí 1413, sem Jóhannes XXIII páfi ritađi biskupinum í Lýbíku (Lübeck), er meginefniđ veikindi Jóns biskups á Íslandi. Páfi bađ biskupinn í Lübeck um ađ grennslast fyrir um hvort presturinn Árni Ólafsson, sem síđar varđ biskup í Skálholti, vćri nothćfur til ađ hafa andlega og veraldlega forsjá međ  „ţeim söfnuđi á úthafseyju , sem mćlt sé ađ fyrirfinnist á enda veraldar" Samkvćmt bréfi páfa var Jón yfirkominn af sjúkdómnum, og hold hans og bein hrundu af fótum og höndum.

Förum nú hratt yfir sögu. Áriđ 1879 fundu menn innsiglisstimpil í jörđu í Árósi í Danmörku. Innsiglisstimpillin hafđi tilheyrt Jóni biskupi í Skálholti. Á innsiglinu mátti lesa ţetta:  

 + SIGILLU: IohIS: [DEI:GRA:EPIS] COPI:SCALOT

Enginn Íslendingur frétti af ţessu innsigli áđur en ég gerđi ţađ skömmu eftir ađ ég hóf nám í fornleifarfrćđi viđ háskólann í Árósi áriđ 1980. Ég hafđi samband viđ Kristján Eldjárn forseta Íslands og ritstjóra Árbókar Hins íslenzka Fornleifafélags, (ţegar enn var stíll var yfir ţví riti), og hann hvatti mig umsvifalaust til ađ skrifa grein um innsigliđ, sem má lesa hér.

Eftir langa og lćrđa skýringu á ţví hvađa Jón hefđi getađ átt innsigliđ, komst ég ađ ţeirri niđurstöđu ađ innsiglisstimpill ţessi  hefđi tilheyrt Jóni hinum fjórđa í Skálholti og ađ hann hefđi líklega veriđ ađ ćttinni Finkenow.  Ćttmađur Jóns, Nikulás (Niels), hafđi veriđ erkibiskup í Niđarósi. Niels var illa ţokkađur af Norđmönnum. Rćndi hann dýrgripum kirkjunnar ţegar hann hvarf frá Niđarósi. Upphaflega var ţessi Finkenow fjölskylda komin sunnan úr Ţýskalandi til Danmerkur.

Síđar hef ég hallast meira ađ ţeirri skođun, sem ég viđra ađeins í greininni, ađ líklegast hafi ţessi stimpill veriđ gerđur af óprúttnum náungum sem ćtluđu sér ađ misnota nafn Jóns Skálholtsbiskups í Danmörku. Líkţráir menn eru oft misnotađir.

Nýlega fann ég, í gömlum pappírum, möppu međ gögnum sem ég vinsađi ađ mér ţegar ég skrifađi  mína fyrstu grein í fornleifafrćđinni. Ţar var líka ađ finna ţetta bréf frá dr. Kristjáni Eldjárn, sem ég varđ ţeirrar ánćgju ađnjótandi ađ kynnast. Hann bauđ mér ţrisvar sinnum heim til sín í morgunkaffi snemma á sunnudagsmorgnum ţegar ég var á Íslandi yfir sumarmánuđina. Hann útvegađi mér einnig vinnu viđ fornleifauppgröft međ einu símtali. Hann hvatti mig til ađ rita tvćr fyrstu greinar mína fyrir Árbók Fornleifafélagsins og til ţess ađ sćkja um fjármagn til ađ hefja fornleifarannsóknir í Ţjórsárdal.

Áđur birt hér 30.7.2009, birt hér stytt međ betrumbćtum.

Innsigli jóns negatívt
Spegilmynd innsiglisstimpilsins

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Mér sýnist bloggvinir Fornleifs allir vera ćđi fornfálegir ađ sjá! En römm er samt sú forneskja og eigi fyrir neina aukvisa ađ etja kappi viđ hana.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 20.9.2011 kl. 01:52

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Fornleg verđum viđ ađ vera á ţessu bloggi.

Allir dvalarmenn á elliheimilum landsins sem blogga eru velkomnir á ţetta uppgrafarsvćđi. Ţeir, sem eru 100 ára og eldri eru friđađir hér.

Fornar veđurlýsingar verđa einnig vel ţegnar. Sniđglíma mun fara fram sem oftast en drullukast og moldvirđi verđur hér ekki. Nafnlausir draugar verđa sendir rakleiđis til Heljar.

FORNLEIFUR, 20.9.2011 kl. 08:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband