Barbara í Kapelluhrauni
20.9.2011 | 07:42
Árin 1950 og 1954 rannsakađi Kristján Eldjárn litla kapellurúst í svokölluđu Kapelluhrauni sunnan viđ Hafnarfjörđ. Hann skrifađi um ţađ grein í Árbók Hins íslenzka Fornleifafélags 1955-56, "Kapelluhraun og Kapellulág" og síđar í bók sína Hundrađ ár í Ţjóđminjasafni.
Löngu síđar fóru menn ađ ryđja allt svćđiđ sunnan Reykjanesbrautar gegnt álverinu í Straumsvík, ţar sem kapellan liggur. Ţá voru brjáluđ áform um ađ stćkka áveriđ sunnar Reykjanesbrautar. Allt var reyndar sléttađ áđur en tilkynnt var um hinn mikla framkvćmdavilja. Međ jarđýtum og dýnamíti hefur landslaginu ţarna veriđ breytt í auđn, eins og eftir tvćr sćmilegar kjarnorkusprengjur. Á síđustu mínútu í ćđinu mundu menn eftir blessađri kapellunni, sem ţarna stóđ, og björguđu henni frá iđnvćđingunni. Hún stendur nú eftir á hraunstalli í miđri auđn íslenskrar ónáttúru, eins og ljót minning um mannsins skammsýni.
Fátt er reyndar fornt viđ ţá kapellu, sem nú má finna viđ Reykjanesbrautina, nema stađsetningin. Um er ađ rćđa uppgert nútímamannvirki (frá ţví á sjöunda áratug 20. aldar), hlađiđ međ öđru lagi en upphaflega og á í raun lítiđ skylt viđ ţá rúst sem Kristján Eldjárn rannsakađi og teiknađi. Kaţólskir menn á Íslandi hafa svo komiđ fyrir líkneski af heilagri Barböru úr bronsi í rústinni.
Hrauniđ, ţar sem kapellan er, hefur veriđ nefnt Kapelluhraun, en áđur var ţađ kallađ Bruninn, og enn fyrr Nýjahraun, eftir ađ ţar rann hraun á 12. öld (á tímabilinu 1151-1188). Viđ nýhlađna kapelluna hefur veriđ hamrađ niđur staur međ merki sem upplýsir ađ ţarna sé ađ finna riđlýstar fornminjar.
Merkasti forngripurinn sem Eldjárn fann í kapellunni var brot af líkneski af heilagri Barböru frá miđöldum, 3.3 sm ađ lengd (sjá mynd ađ ofan, ljósm. VÖV). Löngu síđar setti ég ţetta líkneski í samhengi viđ heimssöguna og sýndi fram á uppruna ţess í Hollandi, sem og aldur ţess. Líkneskiđ er ćttađ frá borginni Utrecht, ţađan sem föđurmóđir mín var ađ hluta til ćttuđ, og er gert í pípuleir (bláleir). Mjög lík líkneski hafa fundist í Utrecht. Skrifađi ég grein um uppgötvun mína ađ beiđni Kristjáns Eldjárns í Árbók. Ég uppgötvađi reyndar uppruna líkneskisins eftir ađ fađir minn heitinn keypti handa mér yfirlitsrit um fornleifafrćđi í Hollandi, ţar sem var ađ finna ljósmynd af hliđstćđu Barböru í Kapelluhrauni.
Barbara var píslarvottur, sem samkvćmt helgisögum var uppi í lok 3. aldar e. Kr.. Hún var heiđingi sem gerst hafđi kristin á laun. Fađir hennar gćtti meydóms hennar vel og lćsti hana inni í turni eins og gerđist á ţessum tímum. Ţađ skipti ekki miklu máli, ţví hún hafđi heitiđ ţví ekki ađ giftast eftir ađ hún gerđist kristin. Eitt sinn er fađir hennar fór í reisu lét hann byggja fyrir dóttur sína bađhús. Međan hann var í burtu, lét Barbara setja ţrjá glugga í bađhúsiđ, í stađ ţeirra tveggja glugga sem fađir hennar, heiđinginn, hafđi fyrirskipađ. Hinir ţrír gluggar Barböru áttu ađ tákna hina heilögu ţrenningu. Ţegar fađir Barböru kom úr ferđalaginu sleppti hann sér og ćtlađi ađ höggva dóttur sína međ sverđi. Bćnir Barböru urđu til ţess ađ gat kom á veggin á turni hennar og hún flýđi út um ţađ upp í gil eitt nálćgt. Seinna náđu vondir menn henni og hún var pínd og loks hálshöggvin af föđur sínum, ţegar heiđingjarnir voru búnir ađ fá sig sadda af alls kyns kraftaverkum sem áttu sér stađ í dýflissunni.
Hér má lesa ágćta samantekt um kapelluna í Kapelluhrauni, sem er skrifuđ af rannsóknarlögreglumanni sem dreif sig í fornleifafrćđinám viđ HÍ. Ég leyfi mér ađ sekta "fornleifalögguna" fyrir ađ gleyma einni grein viđ yfirferđina um kapelluna. En hann lćrđi í HÍ, svo viđ sláum ađeins af sektinni, svo hann fari ekki á Hrauniđ, ţví í HÍ má ekki nefna suma íslenska fornleifafrćđinga á nafn eins og hér greinir.
Meginflokkur: Fornleifafrćđi | Aukaflokkar: Menning og listir, Trúmál, Vísindi og frćđi | Breytt 12.6.2022 kl. 14:24 | Facebook
Athugasemdir
Sćll. Vilhjálmur ţakka framtakiđ Fornleifur.
Varađindi Kapelluhraun viđ álveriđ er ţađ ekki rétt ađ ţađ hafi veriđ rutt vegna álversins ţađ var búiiđ ađ gera ţađ áđur.
Eins og sjá má hér.
Gatan sést ekki lengur í Kapelluhrauni ţví stórvirkar vinnuvélar hafa eytt ţeirri merku vegaframkvćmd sem ţarna var unnin fyrir margt löngu .
Gatan var fram til 1964 eđa 1965 en efnistaka Hafnarfjarđabćjar á hrauninu lagđi hana ađ lokum ađ velli á mynd frá Landmćlingum Íslands frá 1966 sýnir hana horfna međ öllu.
Og hér er meira um kapelluna.
Hin forni vegur sem lá ţarna í gegnum hrauniđ hraunhlađin og sem sumir telja ađ hafi veriđ betur gerđur en sá í Bersekkjarhrauni en klyfjarhesta gátu mćttst ţađ var ýtunum ađ bráđ, viđ brćđurni hjóluđum hann nokkrum sinnum.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauđa Ljóniđ, 20.9.2011 kl. 10:44
"Allt var reyndar sléttađ áđur en tilkynnt var um hinn mikla framkvćmdavilja" eins og ég skrifađi. Ţakka ţér fyrir frekari upplýsingar.
Ţađ hefur vart veriđ ţćgilegt ađ hjóla ţennan veg?
FORNLEIFUR, 20.9.2011 kl. 10:51
Nei ekki allan vegin hann var grófur um sumstađa hruniđ úr honum og ţá ţufti ađ leiđa hjólin smá spöl en öruggra var ađ fara hann en gamla Keflavíkurveginn vegna umferđa.
KV. Sigurjón
Rauđa Ljóniđ, 20.9.2011 kl. 11:52
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.