Herminjar
23.9.2011 | 05:02
Herminjar hafa ţví miđur ekki fengiđ verđskuldađa athygli á Íslandi. Á fundi ţjóđminjavarđa Norđurlandanna sem haldinn var í Borgarnesi áriđ 1995 lýsti Ţór Magnússon ţví blákaldur yfir, ađ á Íslandi vćru engar áhugaverđar herminjar, ţegar ţjóđminjaverđir hinna Norđurlandanna voru ađ rćđa ţađ sem dagsskrárliđ. Íslenskir fornleifafrćđingar hafa ţó á síđari árum samviskulega skráđ herminjar og rústir frá veru Breta og Bandaríkjamanna. Svo er líka alltaf veriđ ađ tala um Herminjasafn.
Hér skal hins vegar sögđ saga af "forngrip", sem enn er ekki 100 ára, en sem segir samt mikla og merkilega sögu.
Löngu áđur en ég fćddist bjó karl fađir minn um tíma í Keflavík eđa réttara sagt í Innri Njarđvík. Ekki var hann ţó Suđurnesjamađur, en hann fékk ekki lán í banka nema ađ hann lofađi ađ reka nýstofnađa heildverslun sína í Keflavík en ekki í Reykjavík. Bankastjórinn, sem setti ţćr einkennilegu reglur, hafđi eitt sinn veriđ í íslenska nasistaflokknum og honum leist víst ekkert á föđur minn, sem ćttađur var úr Niđurlöndum.
Pabba líkađi dvölin í Innri Njarđvík og Keflavík vel. Tók hann herbergi og bílskúr á leigu en eyddi líka miklum tíma á Vellinum, enda átti hann ţar marga vini međ svipađan bakgrunn og hann. Hann fór ţó öđru hvoru í rútu til Reykjavíkur, ţví ţar ţurfti hann ađ skipa upp innflutninginum og koma honum í verslanir í Reykjavík.
Pabbi var svo tíđur gestur á Keflavíkurflugvelli, eins konar Sloppy Joe, ađ hann fékk Fast Gestavegabréf Nr. 10. Vćnti ég ţess ađ Bjarni Ben og ađrir gestir á Vellinum hafi einnig átt Föst Gestavegabréf međ enn lćgri númerum en pabbi. Kannski á Björn Bjarnason enn skjöld föđur síns og eins ánćgjulegar minningar og ég frá Vellinum. Kannski á Björn Bjarna sjálfur svona skjöld? Oft hef ég velt fyrir mér, hvort konur ţćr sem kallađar voru "Kanamellur" í "Ástandinu", hafi ţurft ađ bera svona merki, ţegar ţćr fóru á völlinn.
Síđar, ţegar ég var ungur drengur, 1968-1974, kom ég mikiđ međ pabba upp á Völl, stundum hálfsmánađarlega. Ţađ voru menningarlegar ferđir.
Mér er sérstaklega minnisstćđ ein heimsókn. Viđ fórum ţá međ eldri manni, sem hét Schuster, sem vann á launaskrifstofu Vallarins, til ađ skođa rússneskar flutningavélar, sem leyft hafđi veriđ ađ millilenda á Íslandi á leiđ til og frá Kúbu. Viđ komumst mjög nćrri vélunum og viti menn, Rússarnir komu til okkar og voru hinir vinalegustu. Einn ţeirra hafđi greinilega gaman af börnum og gaf mér og öđrum dreng nokkur merki. Ég fékk t.d. litla brjóstnál međ mynd af Lenín sem dreng. Ungliđaprjón ţennan hélt ég mikiđ upp á og kenni honum oft um ađ ég gerđist sósíalisti um tíma. Ég notađi hann einnig sem vopn!: Í MH kenndi ungur stuđningsmađur Sjálfstćđisflokksins mér um ađ ég hefđi rćnt honum og fćrt hann suđur í Straum međ valdi ásamt öđrum. Hann ásakađi ýmsa um ţađ sama, áđur en hinir einu sönnu glćponar fundust. Ég tók ţetta vitanlega stinnt upp og stakk Lenínprjóni mínum í rass fórnarlambs mannránsins. Síđar var ţessi góđi mađur, sem ég stakk međ Lenín, m.a. lögreglumađur á Seltjarnarnesi, frćgur fyrir ađ sekta menn fyrir hrađaakstur, lögfrćđingur og eigandi súludansstađar, áđur en hann var allur. Blessuđ sé minning hans.
Ég finn ekki lengur Lenínnálina, en tel víst ađ ég hafi náđ henni úr rassi fórnarlambs mannrćningjanna. Var hún lítiđ notuđ eftir ţađ. Vegabréf pabba á Keflavíkurflugvöll geymi ég hins vegar eins og hvert annađ erfđagóss, og mun ţađ ganga í arf mann fram af manni, ţví aldrei veit mađur hvenćr mađur hefur not fyrir slíkan skjöld.
Lenínnál, sem mun hafa veriđ svokallađur Oktyabryonok pinni fyrir ungliđa, međ blóđi súludansstađareiganda, er kannski ekki hinn krćsilegast minjagripur ađ halda í. Ef ég finn hann, gef ég hann frekar Ţjóđminjasafninu, ţví hann tengist á óbeinan hátt einu furđulegasta glćpamáli sem upp kom á 8. áratug síđustu aldar, mannráni í Menntaskólanum viđ Hamrahlíđ, en ţađ er ekki fornleifamál.
Fćrsla ţessi birtist áđur hér og er nú örlítiđ betrumbćtt.
Meginflokkur: Fornleifafrćđi | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.5.2022 kl. 02:33 | Facebook
Athugasemdir
Skemmtileg grein og áhugaverđ. Skil reyndar ekki í ţví ađ ekki sé gert meir úr stríđsminjum á Íslandi en raun ber vitni.
Eina athugasemd verđ ég ađ gera, smáatriđi eflaust. Umrćddur menntskćlingur, síđar lögga, lögfrćđingur og súlustađaeigandi var á ţessum árum ekki Heimdellingur, ţótt hallur vćri undir Sjálfstćđisflokkinn. Einhverjir góđir húmoristar, líkast núverandi forseti ţingflokks VG skráđu hann (honum óforspurđum) í Framsóknarflokkinn, ţar sem hann var dyggur međlimur í svo sem tvo eđa ţrjá daga, en ţađ, er önnur saga.
Carlos Ferrer (IP-tala skráđ) 23.9.2011 kl. 08:12
Sćll séra Ferrer, ég biđst afsökunar á ţessu. Ţađ var nú altalađ á ţessum diskóárum, (og nú erum viđ ađ tala um ađra öld), ađ Halli heitinn vćri Heimdellingur, en ţú veist ţetta örugglega betur en ég. Ţiđ voruđ báđir spyrtir viđ Heimdall, og minnir mig ađ ţađ hafi líklegast komiđ til af ţví hve vel ţiđ voruđ klćddir, alltaf eftir nýjasta móđ, og skutuđ stundum Travolta ref fyrir rass.
Ekki get ég séđ Halla fyrir mér sem framsóknarmann og skil vel ađ ţađ hafi veriđ stutt viđkoma.
Ég leiđrétti ţetta á einhvern hátt. Mér var ekki illt til Halla, ţrátt fyrir Lenínnálastunguna, en hann var svo ósköp viss um ađ ég, ţá kommagrey og bóligrafinn latínugráni, vćri á bak viđ rániđ á honum, og ţađ sárnađi mér, ţví mér ţótti gaman af honum. Hann hafđi fengiđ annađ uppeldi en mörg okkar. Ég myndi aldrei hafa gerst neitt slíkt, en ég varđ vitni ađ ráninu í Norđurkjallara MH og ţekki söguna og veit hverjir voru ţeir hettuklćddu. Ţetta fór líka fyrir dómstóla.
Hálfu ári síđar sagđi ég skiliđ viđ róttćka félagiđ í MH, ţví ţeir lýstu yfir vilja sínum til ađ útrýma Ísraelsríki. Síđan ţá hefur vinstri stefna alltaf virkađ á mig sem húmbúkk og tvískinnungur fólks sem ţarf eitthvađ til ađ hata. Minnst af vinstrimennskunni er orđiđ hiđ upphaflega markmiđ sósíalismans
FORNLEIFUR, 23.9.2011 kl. 11:36
Skemmtileg saga Vilhjálmur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.9.2011 kl. 15:30
Skemmtilega skrifuđ grein og vel gert ađ minna fólk á stríđsminjar. Eitthvađ er nú áhugi ađ vakna hjá sumum allavega á ţessu viđfangsefni, en ţađ geldur ansi mikiđ fyrir ţćr heitu tilfinningar, sem fylgdu hersetu Bandafylkjanna á Miđnesheiđi. Á Reyđarfirđi er vísir ađ stríđsminjasafni og ţađ stćkkar smám saman. Svo eru ađrar - eđa kannski ćtti ég ađ segja voru - minjar víđa um landiđ, sem ekki verđa fluttar eđa settar á safn. Ansi víđa voru og eru enn einstaklingar, sem telja ţađ metnađarmál og ţjóđrćkni ađ fjarlćgja slíkt. Nú má hvorki ég né ađrir blanda saman minjum um stríđsreksturinn úr WWII, og hersetu USA og NATO. Ţetta er auđvitađ sitt hvađ, en auđvitađ er matsatriđi hvađ er ţess virđi ađ varđveita. Ţar koma vćntanlega fornleifafrćđingar og sagnfrćđingar til skjalanna og leggja kalt mat á ţađ.
Ţorkell Guđbrandsson (IP-tala skráđ) 23.9.2011 kl. 15:30
ég verđ ađ segja ţađ ađ ţessi bloggsíđa er í uppáhaldi hjá mér. Hlakka til ađ sjá nćstu grein.
Rafn Haraldur Sigurđsson (IP-tala skráđ) 23.9.2011 kl. 17:20
Flott uppsettning á síđunni, sérstaklega Indíana Jones Hatturinn og svipan sem eru fyrir framan hann Fornleif.
Rafn Haraldur Sigurđsson (IP-tala skráđ) 23.9.2011 kl. 17:24
Sćll, og takk fyrir skemmtilega sögu.
Mér finnst athyglisvert hve litla umhyggju gömlu skotbyrgin í öskjuhlíđ, Breiđholti og á Rjúpnahćđ fá frá yfirvöldum. Ţessar minjar eru hluti af sögu okkar og ćttu ađ varđveitast sem slíkar. Breiđholtsbyrgiđ var hluti af leiksvćđi mínu sem gutti og ţá heyrđi ég ţá sögu ađ starfsmenn skógrćktarinnar hafi gert tilraun til ađ eyđileggja ţessar minjar en ekki boriđ erindi sem erfiđi.
kv.
Gunnar
Gunnar (IP-tala skráđ) 23.9.2011 kl. 21:37
Fornleifur ţakkar góđar móttökur.
Gunnar, ég veit líka til ţess ađ menn hafi reynt ađ eyđileggja herminjar, vísvitandi. Vandmáliđ er ađ yfirvöld, Fornleifavernd og Ţjóđminjasafniđ, hafa ekki stađiđ sig í stykkinu. Viss fyrirlitning er líka á herminjum međal ákveđinna ađila í landinu. En ţetta er nú einu sinni hluti af sögu landsins og mikilvćgur.
Rafn og Axel ţakka skjalliđ. Ný grein er kominn um Ţorláksbúđ, sem inniheldur persónulega skođun mína. Endurgerđin er orđiđ ađ hitamáli. Ég legg til ađ menn fari í ađ mynda safn í Skálholti, en ekki uppi í túnfćtinum.
Ţorkell, ég hef ţví miđur enn ekki komist á safniđ á Reyđarfirđi, sem er ágćtt átak, en mun gera ţađ nćst ţegar leiđin liggur austur á land.
FORNLEIFUR, 24.9.2011 kl. 08:27
Blessađur sjálfur, Vilhjálmur. Ţađ er auđvitađ ekki auđvelt fyrir óinnvígđa ađ halda reiđur á stjórnmálaskođunum menntskćlingja sem kusu ađ synda gegn straumunum í skóla sósjalismans ... viđ ţrír, Halli, Nikki og ég gerđum auđvitađ í ţví ađ láta illa. En eins og hjá ţér, varđ hćgrimennskan mín ekki langlíf, vék fyrir kristni ...
Carlos (IP-tala skráđ) 24.9.2011 kl. 08:40
Og erum viđ kannski betri menn fyrir bragđiđ, Carlos!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.9.2011 kl. 13:40
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.